Dagur - 13.03.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 13.03.1998, Blaðsíða 6
6-FÖSTUDAGUR 13.MARS 1998 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Simbréf augiýsingadeiidar: Símar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GLDVIUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNLD 150 KR. OG 200 KR. HELGARBL/D 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir ornar@dagur.is 460 6171 (AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) 40 atkvæði í Fuglafírði í íyrsta lagi Árni Sigfússon á eina von þessa dagana: að hann verði annar Poul Nyrup Rasmussen. Maðurinn sem sigraði skoðanakann- ir. Hvert reiðarslagið af öðru dynur yfir D-listann í borginni í formi fylgiskannana. Það nýjasta er að Reykjavíkurlistinn er nær sínum níunda manni en minnihlutinn sínum sjöunda. Þetta er móralskt kjaftshögg á minnihluta sem aldrei hefur fyllilega náð vopnum sínum og eyddi fyrri hluta kjörtímabils- ins í að bíða eftir því að eigin spádómar rættust - að sundur- þykkjan yrði Reykjavíkurlistanum að falli. I staðinn blómstraði eining og samhugur undir farsælli forystu. Uffe-Elleman sagði að sig hefði vantað 40 atkvæði í Fuglafirði til að verða forsætisráðherra. Svo tæpt stóð það, og ætti að vera Reykjavík- urlistanum voldug viðvörun. 1 öðru lagi Prófkjör Reykjavíkurlistans var betri niðurstaða fyrir heildina en nokkurn gat órað fyrir. Fyrir nokkra einstaklinga sem höfðu unnið vel og dyggilega voru úrslitin skiljanleg vonbrigði; held- ur minni samúð fellur þeim flokkseigendum í skaut sem harð- ast börðust fyrir opnu prófkjöri og þóttust illa sviknir af sjálf- um sér. Fyrsti og eini veikleikavotturinn á samstarfi Reykjavík- urlistans kom upp í kjölfarið, með þeim mannlega breyskleika sem fylgir mannlegum samskiptum þegar svo mikið er í húfi. Urvinnsla prófkjörsins og uppstilling listans hefur bara eitt markmið: að sigra í vor. Vinsamlegar skoðanakannanir leyfa engin frávik frá því markmiði. 1 þriðja lagi Takist Reykjavíkurlistanum það sem hann hefur gert undan- farnar vikur og mánuði, að styrkja sig og auka forskot, stefnir í sömu stöðu og fyrir síðustu kosningar. Það eina sem gat sigr- að Reykjavíkurlistann var hann sjálfur. Eining og vinnusemi hafa einkennt hann frá upphafi og á því byggir velgengnin. Engin efni eru til að breyta því nú. Skoðanakannanir eru bara belgur sem snýst eftir því hvernig vindurinn blæs. Baráttan á að miðast við slaginn um 40 atkvæði í Fuglafirði. Stefán Jón Hafstein. Hrossaskítssmyglarar og mengiin hugarfarsins Garri hefur aldrei haft mikinn áhuga á hrossum og meðan hestamenn lofa og prísa dýrð- ina yfir góðum reiðhesti, stangar Garri saltað hrossaket- ið úr tönnunum og yppir öxl- um. Nú ber svo við að Garri sem og aðrir er komnir á kaf f umræðu um sjúkdóma í hross- um, þökk sé flensu sem herjar á blessaðar skepnurnar. Flytja iim skít Þó að hestar komist ekki með hófana þar sem kýrnar hafa klaufirnar hvað fegurð varðar, er Garra fremur hlýtt til þessara skepna. Nú ber svo við í miðri hrossaveikinni að Garri hefur það sterklega á tilfinning- unni að hann sé sá eini sem einhverja Sigurður samúð hefur með Sigurðsson. blessuðum hrossun- um. Hinir sem um málið fjalla eru hagsmunaaðilar og hafa mestar áhyggjur af pyngjunni. I fljótu bragði og ef marka má Sigurð Sigurðsson dýra- lækni, þá er það einmitt vegna græðgi hestamanna sjálfra sem pestin náði hingað til Iands. Hestamenn hafa nefni- Iega sjálfir flutt inn notuð reiðtygi og hestakerrur og fengið með í kaupunum er- lendan hrossaskít. Þannig tel- ur dýralæknirinn að rof í þeirri einangrun landsins hafi valdið pestinni. Sigurður hefur og verið tals- maður þess að engar landbún- aðarafurðir séu fluttar til landsins vegna smithættu. Garri hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að einangrunar- stefnan sé barnaskapur og fátt geti komið í veg fyrir að búfén- aður komist í snertingu við umheiminn eins og mannfólk- ið. Farbaim á bændur Hitt er svo annað, að vilji menn fylgja slíkri einangrun- arstefnu út í ystu æsar, þá er rétt að taka upp kerfi þar sem bændur og aðrir þeir sem eru í umgengni við skepnur séu settir í farbann. Bændaferðir til út- landa sem hafa færst í vöxt á síðustu árum eru sérstaklega hættu- legar. I fyrsta lagi er mikil hætta á því að bændurnir beri með sér búfjársjúkdóma til landsins og f öðru lagi telur Garri að ekki sé síðri hætta á mengun hugarfarsins. íslenskir bændur gætu, ef ekki er vandað til far- arstjórnar í þessum ferðum, farið að ganga með þær grillur að landbúnaður sé atvinnu- grein sem eigi að bera sig og menn geti jafnvel orðið ríkir af henni. Eini landbúnaðurinn sem eitthvað gefur af sér að ráði, er hestamennskan og þar hefur skefjalaus græðgi orðið allri varkárni yfirsterkari. Eitt er víst að hrossaprangarar hafa líklegast sjálfir kallað yfir sig þær hörmungar sem yfir þá ganga og Garri getur lítið að því gert að hann vorkennir hrossunum meir en eigendum þeirra. GARRI ODDUR ÓLAFSSON skrifar íslenski markaðurinn er ofursmá heild sem hvergi fullnægir Iág- markskröfum efnishyggjunnar. Samt tekst 1200 heildsölum bærilega að komast af og innan- landsverslunin færir út kvíarnar, svo að verslunarrúmmetrarnir eru farnir að slaga upp í íbúðar- húsnæðið hvað varðar saman- lagða stærð, og mikið á enn eftir að byggja af glæsibúðum. Hagræðingarfárið sem nú gengur yfir miðast við að gera ís- lensk fyrirtæki gjaldgeng á al- þjóðamarkaði. Það allra nýjasta á þessum vettvangi er helmings- aukning veltu Samskipa með kaupum á erlendu flutningafyrir- tæki. Framkvæmdastjóri fyrir- tækisins sagði hreinskilnislega, að ekki sé möguleiki að stækka heimamarkað og að vaxtarmögu- leikarnir séu allir erlendis. Markaðskerfið kennir, að nóg sé aldrei nóg, og fjöregg þess er síaukin neysla og útþensla. Hag- Alþjóðavæðingin og almúginn vöxturinn verður að hafa sinn gang, ella er voðinn vis. Útþensla og niöurskurður Þegar ekki er nokkur vegur að koma við meiri útþenslu innan- lands vegna fámennis tekur því alþjóðavæðingin við. Þrátt fyrir alla alþjóðavæðinguna og þau gullnu tækifæri sem hún gefur þeim rétt menntuðu og hugmynda- ríku, eru þeir furðumargir sem kemur það Iítið sem ekkert við hvað einhveijir Iandar okkar eru að bar- dúsa í útlöndum. Nema eðlilega þeir sem eru að koma margvíslegum út- flutningi héðan á fram- færi. Að öðru leyti felst al- þjóðavæðingin oftar en ekki í því, að hæfileikaríkt fólk sest að úti í heimi og borgar þar sína skatta og skyldur og starfar að verkefnum sem koma okkar of- ursmáa markaði og samfélagi ekkert við. Það eru aðeins elíturnar, sem allir vegir eru færir, sem reka gegndarlausan áróður fyrir hnattvæðingunni og eru orðnar að yfirþjóðlegu valdi, sem ekkert fær stöðvað nema efnahagslegar hremmingar, eins og þær sem nú ganga yfir gráðug- ustu og spilltustu yfir- stéttir Ásíu, og bitna fyrst og síðast á almenningi. Skítt með þjóðemið Samtímis því að athafna- lífið er að verða alþjóð- legt, er burðast við að halda úti einvers konar byggðastefnu á ættjörð- inni. Hér á að halda við byggðamynstri sjálfþurftarbú- skapar og útgerðar sem miðaðist við að skammt væri á miðin á vertíðum. Kvótar sem verslað er með eru í hróplegri mótsögn við opinbera byggðastefnu. Uppi eru miklar kröfur um að margmiðlun og menntun miðist við alþjóðavæðinguna. Nú á til að mynda viðskipta- og hagfræði- menntun að fara fram á alþjóða- máli í íslenskum skólum. Undir- búa þarf verðandi elítu til að sprella á sínum heimvelli, sem er úti um víðan völl. Spyrja má hvers virði íslenskt þjóðerni er, sú menning sem hér hefur dafnað þrátt fyrir allt, eða það Iand þar sem reynt er að við- halda búsetu upp á gamlan móð? En verði útrásin í alþjóðavæð- inguna til þess, að hér verði hægt að koma við sómasamlegri vel- ferð og Iaunum sem hæfa neysluþjóðfélagi er ekki til einskis barist. En hætt er við að hún nái aldrei nema til útvaldra og verði einkaeign elítunnar eins og auðlindirnar, sem komnar eru í einkaeign fyrir tilstuðlan stjórn- valda. Ólafur Ólafsson forstjóri Samskipa. Samhvæmt nýrri skýrslu er tálsvert mikið umfíkniefni á Norður- landi eystra. Hefurþú orðið var/vör við það? (Unglingar á Akureyri) Kristín Vilhjáhnsdóttir. Ekki neitt. Guðmundur Sæmundsson. Nei. Dagur Fannar Dagsson. Já. Alltaf að sjá einhverja dópista, maður heyrir það líka útundan sér. Ekkert mál að nálg- ast fíkniefnin. Hugrún EHa Þorgeirsdóttir. Nei. Brynjar Ásgeirsson. Nei aldrei.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.