Dagur - 13.03.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 13.03.1998, Blaðsíða 12
12- FÖSTUDAGUR 13.MARS 1998 ÍÞRÓTTIR X^tr KR-ingar í öðru sæti KR-ingar fram úr Hauk iim á endasprettmiun. ísfírðingar mörðu Vals- inenii á ísafírði og ÍR kvaddi deildina með 28 stiga tapi. KR-ingar mörðu sigur á baráttu- glöðum Skallagrímsmönnum í Iþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í framlengdum leik með 96 stigum gegn 95.1 upphafi virtust KR-ing- ar ætla að stinga af því þegar tvær mínútur voru liðnar var staðan orðin 12-4. Þá sneru Skallarnir dæminu við og með mikilli bar- áttu komust þeir inn í leikinn á ný og í öllum æsingnum fór leikur- inn í framlengingu sem KR-ingar unnu á síðustu sekúndunum. Haukarnir sáu aldrei til sólar á móti frískum deildarmeisturun- um úr Grindavík. Grindjánarnir tóku leikinn strax í sínar hendur og juku jafnt og þétt við forskotið allan leikinn og sigruðu með 29 stigum, 74-103. Skagamenn mættu grimmir til leiks í Keflavík og höfðu yfir í hálfleik, 30-37. Eftir guðsorð og góðar bænir Sigurðar Ingimund- arsonar, þjálfara Keflvíkinga, í leikhléi, mættu heimamenn grimmir og náðu að jafna leikinn sem var í járnum fram á síðustu mínútu en Keflvíkingar sigruðu á lokasprettinum, 63-60. KFI fláði ekki feitan gölt á heimavelli sínum gegn Val í gær- kvöld. Valsmenn mættu afslapp- aðir og sprækir í Ieikinn. Þeir höfðu engu að tapa og ekkert að vinna og voru aðeins mættir til þess að hafa gaman af því að spila körfubolta. Þeir stóðu í Isfirðing- um allan tímann og heimamenn máttu þakka fyrir 5 stiga sigur, 76-71. Þórsarar héldu í víking til Sauð- árkróks þar sem Tindastóll tók á móti þeim. Það væri synd og skömm að halda því fram að Þórs- urum hafi verið sýnd gestrisni á Króknum í þetta sinn því heima- menn léku þá grátt og sigruðu, 92-71. IR-ingar voru engin hindrun fyrir Njarðvík þegar þeir mættu í Seljaskólann í gærkvöld. Suður- nesjamennirnir unnu auðveldan sigur, 82-110. - GÞÖ Fer Klinsmann frá Spurs? Svo gæti farið að Jurgen Klinsmann yfirgefi herbúðir enska úrvals- deildarliðsins Tottenham, fyrir Iok þessa keppnistímabils. Þjóðverj- inn er með klásúlu í samningi sínum, að hann geti farið frá féiaginu ef hann verður ekki í byrjunarliði þess og eins og samskiptum hans og þjálfarans, Christian Gross, er háttað, Meiðsl hjá toppliðiumm Nicky Butt bættist á sjúkralistann hjá Manchester United í fyrrakvöld, þegar hann haltraði af velli, meiddur á ökkla, gegn West Ham og tvísýnt er að hann geti leikið með liði sínu gegn Arsenal í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. Butt bætist í hóp þeirra Gary Pallister, Roy Keane, Ryan Giggs og Jordi Cruyff sem allir eiga við meiðsl að stríða. Ovíst er hvort austurríski markvörðurinn, Alex Manninger, sem staðið hefur á milli stanganna í forföllum David Seaman hjá Arsenal, leiki með, en hann meiddist á höfði í leiknum gegn Wimbledon. Ef Manninger verður ekki búinn að ná sér í tæka tíð fyr- ir laugardaginn, þá mun það koma í hlut hins 37 ára gamla John Lukic að standa í markinu. Nicky Butt. Gullitt á óskalistanuin Ruud Gullitt, fyrrum framkvæmdastjóri og leikmaður Chelsea, er á óskalistanum hjá Joe Kinnear, framkvæmdastjóra Wimbledon. Kinn- ear mun væntanlega ræða við umboðsmann Gullitt í dag. Margas til West Ham Javier Margas, landsliðsmaður Chile, er líklega á leiðinni til West Ham fyrir tvær milljónir punda. Margas er 28 ára gamall og forráða- menn West Ham vonast til þess að ekki komi upp nein vandamál með atvinnuleyfi í Bretlandi. Neil Ruddock, varnarmaður Liverpool, hefur einnig verið orðaður við Lundúnaliðið. Harry Redknapp, stjóri West Ham, er hins vegar ekki tilbúinn til að greiða þá eina og hálfa milljón punda, sem Liverpool vill fá fyrir Ieikmanninn. Fær sér hyssu eftir morðhótun Karl Malone, kraftframherji Utah Jazz, hefur ákveðið að ferðast með skammbyssu í útileiki félagsins á næstunni. Eftir leik Iiðsins í New Jersey fyrir stuttu fékk kappinn morðhótun sem fór svona illa í hann. Malone er með byssuleyfi í Utah íylki en þetta gæti reynst honum erfitt þar sem lögin um handvopn eru mjög mismunandi eftir fylkj- um í Bandaríkjunum og hann ferðast nokkuð mikið með liðinu. Einnig er misjafnt eftir flugfélögum hvort má vera með byssur um borð. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Malone fær hótun af þessu tagi. Arið 1992 lenti Malone og Isiah Thomas, leikmanni Pistons, saman sem endaði með því að sauma þurfti nokkuð mörg spor í andlitið á Thomas. „Það er ekki nógu góð öryggisgæsla í kringum Ieikmenn deildarinnar og þetta endar bara með því að einhver Iendir illa í því. Eg ætla ekki að vera þessi einhver," sagði Malone. Arsenál með til- hoð í Wembley Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal hefur sett fram kauptil- boð í þjóðarleikvang Englend- inga, Wembley, sem margir telja að sé vagga knattspyrnunnar í Bretlandi. Ekki kom fram hvað Arsenal hefði boðið í leikvang- inn, en hann hefur verið metinn á 90 til 120 milljónir sterl- ingspunda (um það bil 10-13 milljarðar ísl. kr.) og búist er við því að tilboði enska félagsins verði svarað fyrir lok mánaðarins. Ef hlutafélag það sem á Wembleyleikvanginn gengur að tilboði Arsenal, er það talið veikja vonir Englendinga um að fá að halda heimsmeistarakeppnina árið 2006. Ýmsar aðrar ráðagerð- ir hafa verið uppi um Wembley, meðal annars að rífa leikvanginn og byggja nýjan á sama stað, en talið er að slíkar framkvæmdir munu kosta um 200 milljónir sterlingspunda. Leikvangurinn er 7 5 ára gamall og fyrir utan að hafa verið vettvangur úrslitaleiks í heimsmeistarakeppni árið 1966, hafa úrslit Evrópumóta ráðist á honum í fimm skipti, auk þess sem keppt var á honum á Olympíuleikunum 1948. Arsenal hefur sem kunnugt er leikið á Higbury í Norður-Lund- únum á síðustu áratugum, en hann rúmar aðeins 38 þúsund áhorfendur. AUar tilraunir for- ráðamanna Arsenal til að stækka leikvanginn, hafa mætt harðri mótstöðu frá þeim sem búa í næsta nágrenni við völlinn og talið er ólíklegt að félagið fái heimild til að stækka við sig. Breski íþróttamálaráðherrann Tony Banks, sagðist í gær telja líklegt að tilboði Arsenal yrði hafnað, en það Jþyrfti að hafa hraðar hendur. „Ég hef rætt við menn bæði hjá Arsenal og hjá Wembley-félaginu og næsta skref er að ganga frá málinu, helst í þessum mánuði," sagði Banks. .,Rikiirniiílið“ þmgfest hjá Dómstóli HSÍ Handknattleiksdeild Fram hefur áfrýjað úrskurði Dómstóls Hand- knattleiksráðs Reykjavíkur um framkvæmd bikarúrslitaleiksins í karlaflokki, en ráðið úrskurðaði sem kunnugt er að úrslit skyldu standa í úrslitaleik liðanna og að Valsmenn væru því réttrkrýndir bikarmeistarar. Málið var þing- fest hjá Dómstóli HSI í annað sinn í gær og nú er beðið eftir því að félögin skili inn greinargerð- um. Handknattleiksdeild Fram hefur frest til að skila greinar- gerð sinni inn til dagsins í dag, en Valsmenn hafa fengið frest til morguns. Búast má við því að Dómstóll HSl, sem í seinni meðferð þessa máls er áfrýjunardómstóll, muni dæma í málinu um helgina eða í byrjun næstu viku. I ljósi þess að þrfr af ijórum dómendum Dóm- stóls HSI komu að málinu í fyrri meðferð þess, má gera ráð fyrir því að efnisleg niðurstaða dóms- ins, verði sú sama og í fyrra skiptið, þegar dæmt var að leikur Vals og Fram skyldi háður að nýju. Ljóst er að Valsmenn geta ekki áfrýjað efnislegri niðurstöðu dómsins, þar sem Dómstóll ISI, sem er æðsti dómstóll íþrótta- mála á landinu, hefur þegar úr- skurðað að hann sé ekki bær að fjalla um málið, sökum þess að það hafi ekki almennt gildi fyrir íþróttahreyfinguna. Málið er orðið ennþá flóknara, því Handknattleiksdeild Vals hef- ur farið fram á að Dómstóll HSÍ verði endurskipaður, vegna þess að dómendur hans hafi þegar fjallað um málið efnislega. An þess að nokkuð sé fullyrt um það, má búast við því að dóm- endur Dómstóls HSI komist að þeirri niðurstöðu að þeir séu sjálfir hæfir til að dæma í mál- inu, á grundvelli þess að fyrri málatilbúnaður var dæmdur ómerkur. Urræði Valsmanna verða því sem fyrr, væntanlega sú að leita til Dómstóls ÍSÍ til að skera úr um það, hvort rétt sé að dómendur HSI-dómstólsins fjalli um málið að nýju. Eins og stað- an er í dag, er nýr bikarúrslita- leikur ekki í augsýn í bráð, hvað sem síðar verður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.