Dagur - 13.03.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 13.03.1998, Blaðsíða 3
Dagtir^ FÖ STUDAGUR 13. MARS 1998 - 3 FRÉTTIR „Góðborgarar66 á Reykj avOairlistaim Reykj avíkurlistiim á að verða tilbúinn í kvöld. Pólitískt sam- komulag um sæti 10- 13, og valdir „góð- borgarar“ í neðri sæti: Einar Már Guð- mundsson, Vanda Sig- urgeirsdóttir og Mar- grét Pálmadóttir. Ljúka átti við niðurröðun á Reykjavíkurlistann á fundi upp- stillingarnefndar í gærkvöld en úrslit lágu ekki fyrir þegar Dagur fór í prentun. Þó er vitað hvern- ig 13 efstu sætin verða skipuð og 4 síðustu sætin á listanum, sem kölluð eru heiðurssætin. Einnig hefur Dagur traustar heimildir fyrir því hvaða „góðborgarar" verða á listanum. Árni Þór í 10. sætið Að því er Dagur komst næst í gær verður Arni Þór Sigurðsson þorgarfulltrúi, frá Alþýðubanda- lagi, í 10. sæti, Kristín Blöndal leikskólakennari, frá Kvenna- Einar Már Guðmundsson: verðlauna- skáld á Reykjavíkurlistann. lista, í því 11., Guðrún Jónsdótt- ir arkitekt, frá Framsóknarflokki, í 12. sæti og Pétur Jónsson borg- arfulltrúi, frá Alþýðuflokki, í því 13. Einnig liggur fyrir samkomu- lag um hvernig borgarfulltrúar skipta með sér verkum í borgar- ráði á kjörtímabilinu nái Iistinn sigri. Heiðurssætin eru fjögur. I 27. sæti verður Guðrún Halldórs- dóttir skólastjóri, Kristján Bene- diktsson, fyrrverandi borgarfull- trúi, í 28. sæti, Adda Bára Sig- Vanda Sigurgeirsdóttir: Landsliðsþjálf- ari og félagsmálafrömuður úr röðum ungra kvenna. fúsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi, í 29. sæti og Gylfi Þ. Gíslason, fyrrum ráðherra, prófessor og formaður Alþýðuflokksins, í 30. sæti. I sæti á bilinu 14 og 27 eru nefnd Sigrún Elsa Smáradóttir og Guðrún Kr. Óladóttir frá Al- þýðubandalagi, Óskar Bergsson og Þuríður I. Jónsdóttir frá Framsóknarflokki, Stefán Jó- hann Stefánsson og Bryndís Kristjánsdóttir frá Alþýðuflokki, Guðríður Erla Geirsdóttir og Sólveig Jónsdóttir frá Kvenna- lista. Þetta fólk tók allt þátt í prófkjörinu. Síðan bætast við óháðir á þennan hluta listans. Valdir hafa verið „góðborgarar" sem taldir eru hafa góða skírskotun til kjós- enda. Dagur hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að þar verði m.a. Einar Már Guðmundsson skáld, Margrét Pálmadóttir kór- stjóri Kvennakórsins til skamms tíma, og Vanda Sigurgeirsdóttir landsliðsþjálfari kvenna í knatt- spyrnu. Samkvæmt niðurstöðu próf- kjörsins verða 7 efstu sætin skip- uð þeim Helga Hjörvar, Sigrúnu Magnúsdóttur, Hrannari B. Arn- arssyni, Steinunni V. Óskars- dóttur, Guðrúnu Agústsdóttur, Alfreð Þorsteinssyni og Helga Péturssyni. Þá kemur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í 8. sæti og hún skipaði svo Önnu Geirsdótt- ur Iækni í 9. sætið í fyrradag. Síðdegis í dag verður niður- staða uppstillingarnefndar kynnt í Samráði Reykjavíkurlistans og síðan borin upp á fundi í flokk- unum Ijórum. Þá verður endaleg niðurröðun í sæti kynnt opinber- Iega. - S.DÓR Ekkert samráð „Við erum tilbúin til viðræðna við félagsmálaráðherra um þá agnúa sem eru á þessu frum- varpi. Það verður þó ekki gert á tveimur eða þremur vikum, þetta er meira mál en svo,“ seg- ir Ögmundur Jónasson, formað- urBSRB. I sameiginlegri ályktun ASI og BSRB segir m.a að verði frum- varpið að lögum muni miklu færri láglaunafjölskyldur geta eignast eigið húsnæði á viðráð- anlegum kjörum en áður. Verið sé að taka á vanda húsnæðis- kerfisins en ekki á vanda þess fólks sem það eigi að þjóna. „Eg tel það afar alvarlegt mál ef félagsmálaráðherra ætlar að keyra frumvarpið í gegnum Al- þingi með þessum hætti í and- stöðu við verkalýðshreyfinguna í landinu en ekkert samráð hefur verið haft við hana við samn- ingu frumvarpsins,11 sagði Ög- mundur Jónasson. - S.DÓR Stnfnfiskiir selur tll Oiile Laxeldisfyrtæki frá Chile, Pata- gonia Salmon Farming SA, hefur samið um kaup á erfðafræði- þekkingu, hrognum og þjónustu af fyrirtækinu Stofnfiski. Skrifað var undir samninga þar um í gær. Annars vegar var samið um sölu á hrognum fyrir að minnsta kosti 40-50 milljónir króna á ári og hins vegar um sölu á erfða- fræðiþekkingu og þjónustu Stofnfisks í Chile. Samningarnir hafa mikla þýð- ingu fyrir uppbyggingu Stofn- fisks, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá íyrirtækinu en það hefur sérhæft sig í kyn- bótum fyrir fiskeldi, framleiðslu kynbættra hrogna og ráðgjafa- þjónustu fyrir fiskeldi. Auk þess eru samningarnir sagðir koma til með að bæta samkeppnisstöðu íslensks fiskeldis, þar sem Stofn- fiskur geti nú aukið umfang kyn- bótaverkefna sinna sem muni skila betri árangri í eldi hér á landi. Meiri vidskiptahalli en færri án atvinnu Hallinn á viðskiptum íslendinga við útlönd mun stóraukast á þessu ári, meðal annars vegna stórframkvæmda. Þjóðhags- stofnun gerir ráð fyrir í nýjustu spá sinni að viðskiptahallinn verði 16.9 milljarðar króna í ár, en hann var 8.1 milljarður í fyrra og 8.9 milljarðar árið 1996. Önnur helstu atriði í spánni fyrir árið 1998 eru þessi: Hag- vöxtur verður góður, en samt minni en í fyrra eða 4.6% i stað 5%. Kaupmáttur ráðstöfunar- tekna heimilanna mun batna um 5.5%, en var 6% árið 1997. Þjóðarútgjöldin munu aukast um 6.1% sem er nokkru meira en á síðasta ári (5.8%). Verðbólg- an verður meiri en í nágranna- löndunum, eða 2.7%. Reiknað er með að tæplega 5000 manns verði án atvinnu á árinu, sem er minna en 1997. Hið opinbera - það er ríki og sveitarfélög - mun hækka tekjur sínar og útgjöld um 14 milljarða á þessu ári. Spáð er smávægileg- um tekjuafgangi hjá ríkissjóði, en um 2ja milljarða halla hjá sveitarfélögunum. A sama tíma mun hagnaður fyrirtækja verða verulegur; hreinn hagnaður fyrir tekju- og eignaskatta er áætlaður 32 millj- arðar króna - en svokallaður vergur hagnaður, það er að með- töldum afskriftum, verður um 80 milljarðar. Valiir kærir ekki Stjórn handknattleiksdeildar Vals ákvað á fundi í gær að kæra ekki úrslit í deildarleik Vals og Fram í fyrrakvöld þótt ýmislegt hafi verið athugavert við framkvæmd hans. I tilkynningu frá stjórninni segir að hún telji ein- sýnt „sé miðað við sömu sjónarmið og byggt var á í hinum ógilta dómi Sérdómstóls HSI um bikarúr- slitaleik Vals og Fram þann 7. febrúar, þá beri að ógilda úrslit leiksins og endurtaka hann vegna mistaka sem urðu við tímatöku undir lok leiktíma. Valsmenn virða hins vegar lögmál leiksins og íþróttarinnar meira en málsskotsrétt fyrir dómstólnum og óska því Frömurum innilega til hamingju með sigurinn í leiknum," segir tilkynn- ingin. Stjórnin var þó ekki einhuga í þessari afstöðu því 2 af 5 stjórnar- mönnum vildu kæra Ieikinn. Flytja hross þrátt fyrir bann Reglur um bann við flutningi hesta milli svæða og húsa virðast ekki hafa verið virtar sem skyldi á Norðurlandi. Lögreglan á Akureyri hefur haft samband við formenn allra hestamannafélaga í Eyjafirði og beðið þá að skýra sfnum félagsmönnum frá banni við flutningi, en lögreglan fylgist einnig með umferð með hestakerrur sem er ólöglegt að flytja þótt engin séu í þeim hrossin. Lögreglan hafði afskipti af flutningi á hrossi frá Sólborgarhóli í hest- húsahverfið ofan Akureyrar og var það snarlega flutt til baka. Við yfir- heyrslu sagði hesteigandinn að honum væri kunnugt um bannið en þar sem hrossið væri orðið eitt í húsi hafi hann samt ætlað að flytja það. Dópgrenið rýmt Ibúar við Meðalholt og í nærliggjandi húsum efna á morgun til karni- val-hátíðar til að halda upp á að Húsnæðisnefnd Reykjavíkur hefur lát- ið „hreinsa út“ dópgrenið í Meðalholti, sem Dagur hefur ítrekað Ijallað um. lbúunum er stórlétt við að vera „lausir við ófögnuðinn." Húsnæðisnefnd Reykjavíkur fékk konuna sem taldist eigandi dóp- grenisins til að skila inn íbúðinni og flutti hún út fyrir nokkrum dögum. „Það er að vísu enn að koma fólk og banka upp á hjá henni, en um- sátrinu er samt aflétt. Hér getur mannlíf farið að blómstra á ný og það er sérstaklega gott fyrir börnin, sem geta farið út án fylgdar og flutt í kjallaraherbergi sín aftur. Nú kvíðum við ekki sumrinu heldur hlökkum til að geta drukkið kaffibolla í görðum okkar. Við getum reyndar ekki beðið með fögnuðinn og ætlum að efna til karnivalstemmningar á laug- ardag, með opið hús hjá öllum. Þetta er mikill léttir, en við vonum að þetta kalli ekki einfaldlega á nýja þolendur í íbúðahverfi,“ segir íbúi í Meðalholti. — FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.