Dagur - 13.03.1998, Síða 11

Dagur - 13.03.1998, Síða 11
 FÖSTUDAGUR 13. MARS 19 9 8 - 11 ERLENDAR FRÉTTIR Stjóm Nyrups heldur vem Poul Nyrup Rasmus- sen, forsætisráðherra Daua, gekk í gær á fimd Margrétar Þór- hildar til að íiíkynna henni að ríhisstjóm sín hefði haldið velli í kosningunnm og að stjómin gæti varist vantransti á þinginu. Stjómin mun því sitja áfram. Þessi niðurstaða er mikill sigur fyrir Nyrup Rasmussen, bæði á pólitískum andstæðingum og á öllum skoðanakönnunum und- anfarna daga, sem höfðu spáð borgaraflokkunum meirihluta. Hins vegar er sigur sósíal- demókrata ekki meiri en svo að ríkisstjórnin mun ekki hafa skil- yrðislausan hreinan meirihluta á þinginu. Borgarablokkin fékk samtals 89 þingsæti en sósíal- demókratar og þeirra banda- menn fengu 90. Af þessum 90 kemur einn þingmaður frá Fær- eyjum og er sá ekki hrifinn af Nyrup og Iýsti hann því yfir í gær að stuðningur hans við sósíal- demókratíska ríkisstjórn gæti orðið skilyrtur. Jafnframt lýsti hann því yfir að hann myndi verja stjórnina falli - af tvennu illu vildi hann frekar Nyrup en borgaraflokkana. Stj ómarsáttmáli Poul Nyrup byrjaði strax í gær á að ræða við samstarfsflokka sós- íaldemókrata á þingi, Sósíalíska alþýðuflokkinn og Einingarlist- ann, en þessir flokkar hafa gert bandalög við sósíalista um stuðning á þinginu. Þegar á kosninganóttina gekk forsætis- ráðherrann hins vegar frá því við Marianne Jevland, formann Radikale Venstre, að stjórnar- samstarf flokkanna myndi halda áfram. Flokkarnir munu gera með sér skriflegan stjórnarsátt- mála og er ljóst að þar munu bættur grunnskóli, einföldun á skattakerfinu og ellilífeyrismál verða áberandi. Naiunur meirihluti Meirihluti ríkisstjórnarinnar er afar naumur og sagði Poul Nyr- up í gær að augljóslega yrði um víðtæka samvinnu að ræða í þinginu og sósíaldemókratar yrðu að leita eftir stuðningi hjá einhverjum borgaraflokkanna í einstökum málum. Nefndi hann sérstaklega Miðdemókrata og minnti á að áður hafi verið sam- starf milli þessara aðila. Mimi Jakobssen, formaður Mið- demókratanna, sagði í gær að augljóslega hefði ekki tekist að ná borgaralegum meirihluta og því væri Miðdemókrataflokkur- inn í þeirri aðstöðu að reyna að hafa þau áhrif sem hann gæti með samningum. Flokkurinn myndi vitaskuld reyna að semja við sósíaldemókrata um mál þó hann stæði utan samstarfsins. Spenna fram á síðustu stuudu Kosningarnar á miðvikudag voru annars einhverjar þær mest spennandi í manna minnum. Höfuðfylkingarnar í stjórnmál- um skiptust á að vera með for- ystu fram eftir kosningakvöldinu og réðu mismunandi forsendurr fyrir kosningaspám sjónvarps- stöðvanna miklu um hvernig staðan Ieit út. Þegar búið var að telja í Danmörku undir miðnætti var enn óvíst með niðurstöðu, því þingsætin í Færeyjum (2) og Grænlandi (2) gátu ráðið úrslit- um. A báðum stöðum skildu blokkirnar jafnar með einn þing- mann hvor, en í Færeyjum mun- aði svo litlu - aðeins 160 atkvæð- um - að óskað var endurtalning- ar. Hrun hjá íhaldi Fyrir utan hinn stóra varnarsigur Sósíaldemókratanna er þrennt áberandi í kosningaúrslitunum. I fyrsta lagi er það skelfileg út- reið Ihaldsflokksins sem tapaði 11 þingsætum. Per Stig Muller, formaður flokksins, skýrir þetta með því að floldkurinn hafi fallið í skuggann f kosningabandalag- inu við Venstre og að flokkurinn, sem samanstandi af hófsömum hægrimönnum, hafi orðið fyrir barðinu á hreyfingu fylgis inn á miðjuna og langt til hægri. Pólittísk framtíð Per Stig Mull- ers er nú talin nokkuð óljós. Stórsigur lengst til hægri I öðru lagi er stórsigur Danska alþýðuflokksins, flokksins lengt til hægri í dönskum stjórnmál- um, áberandi. Hann fær 13 þingsæti á grundvelli harðari innflytjendastefnu og gagnrýni á Evrópubandalagið. I þriðja lagi er það aukinn stuðningur við Miðdemókrata sem virðast bæði ná atkvæðum frá hægri og vinstri. Niðurstöður kosning- anna í Danmörku Kosn.’94 Kosn.’98 Sósíaldemókratar 34,6 36,0 Radikale venstre 4,6 3,9 Ihaldsflokkurinn 15,0 8,9 Miðdemókratar 2,8 4,3 Sósíalíski alþfl. 7,3 7,4 Danski alþýðufl. — 7,4 Kristilegir 1,9 2,5 Venstre 23,3 24,0 Framfarafl. 6,4 2,4 Einingarlistinn 3,1 2,7 Aðrir 1,0 0,3 Úthlutun þingsæta á danska þinginu Viiistri flokkar Hægri llokkar Sósíaldemókratar 63 Venstre 42 Radikale 7 íhalds. 16 Sósíal. alþfl. 13 Miðdemó. 8 Einingarlisti 5 Danski alþfl. 13 Færey.+Grænl. 2 Kristil. 4 Samtals: 90 Færey.+Grænl. Samtals: 2 89 Framsóknarflokkurinn "Aukum framsókn kvenna" Málþing í Austrahúsinu, Tjamarbraut 19, Egilsstöðum föstudaginn 13. mars 1998 kl. 20.00 Dagskrá 20:00 Setning Ólafur Sigurðsson, formaður KSFA Ávarp Jón Kristjánsson, alþingismaður Konur og stjórnmál Anna Margrét Jóhannesdóttir, jafnréttisráðgjafi Framsóknarflokksins Þátttaka í sveitarstjórn Vigdís M. Sveinbjömsdóttir, bæjarfulltrúi á Egilsstöðum Samspil fjölskyldu- og stjórnmálalífs Ólafía Ingólfsdóttir, varaþingmaður og sveitarstjómarmaður Pallborðsumræður - Framsögumenn sitja fyrir svörum Málþingið er öllum opið Jafnréttisnefnd Framsóknarflokksins Kjördœmissamband framsóknarmanna á Austurlandi Aðalfundur Útgerðarfélags Akureyringa hf. verður haldinn í matsal félagsins þriðjudaginn 24. mars nk. kl. 1600. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Stjórn Útgerðarfélags Akureyringa hf. Húsbréf Innlausn húsbréfa Frá og með 15. mars 1998 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 - 17. útdráttur 4. flokki 1994 - 10. útdráttur 2. flokki 1995 - 8. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu föstudaginn 13. mars. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi hjá Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. [Mj HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Lj HÚSBRÉFADEllD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SÍMI 569 6900

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.