Dagur - 13.03.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 13.03.1998, Blaðsíða 4
4- FÖSTUDAGUR 13. MARS 1998 FRÉTTIR rD^tr INNLENT Högni í efsta sæti Högni Oskarsson læknir skipar efsta sætið á lista Bæjarmálafélags Seltjarnarness, sem býður nú fram Neslistann í þriðja sinn. I 2. sætinu er Sunneva Hafsteinsdóttir hönn- uður, í 3. sæti Arnþór Helgason deildarsérfræðingur, í 4. sæti Katrín Pálsdóttir hjúkrunarfræð- ingur og Sigrún Benediktsdóttir lögfræðingur í því 5. Högni Óskarsson. Skipstjóriim í forystu Magni Kristjánsson skipstjóri skipar fyrsta sæti á lista sjálfstæðis- manna í nafnlausa sveitarfélaginu Neskaupstaður-Eskifjörður-Reyð- arfjörður. Andrés Elíasson rafiðnaðarfræðingur er í 2. sæti og Jó- hanna Hallgrímsdóttir leikskólastjóri í því 3. Félag um framboð I Hveragerði boðuðu A-flokkarnir og óháðir fund í gærkveldi þar sem stofna átti félag um framboð Hveragerðislista. Kynna átti drög að samþykktum fyrir félagið og kjósa því stjórn. Þá átti að sjálfsögðu líka að ræða framboðsmálin. — s.DÓR Félagshyggjumeun á Héraði sameiuast Stofnuð hafa verið samtök félagshyggjufólks í hinu nýja sveitarfélagi, Héraði, sem verður til með sameiningu Hjaltastaða-, Eiða-, Valla- og Skriðdalshreppa, auk Egilsstaðabæjar. Samtökin hyggjast bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga í sameinuðu sveitarfélagi £ vor, en Alþýðu- bandalagið hefur ákveðið að bjóða ekki fram á vegum samtakanna í þetta sinn. „Fjölmargir alþýðubandalagsmenn munu hinsvegar styðja og starfa með hinum nýstofnuðu samtökum, sem þó eru í raun óháð öllum stjórnmálaflokkum,'1 segir í tilkynningu. Þar segir að á stofnfundi samtakanna síðastliðinn laugardag hafi verið stofnaðir málefnahópar til undirbúnings að stefnuskrárvinnu og sömuleiðis hafi þar verið við- hafðar leynilegar ábendingar um væntanlega frambjóðendur. For- maður samtakanna er Skúli Björnsson. — SBS Nýtt jþróttahús rís í SnæfeHsbæ___________________ ÍÞRÓTTAHÚS SNÆFELLSBÆJAR Bæjarstjórn Snæfellsbæjar stóð sl. haust fyrir forvali að hönnun nýs íþróttahúss og tilkynntu 32 arkitektastofur þátttöku og af þeim voru þijár valdar af forvalsnefnd í nóvembermánuði sl. til að keppa um hönnunina. Það voru Arkþing, Batteríið og Gláma/Kím. Tillögurnar áttu ennfremur að innihalda deiliskipulag fyrir byggingareitinn í Ólafsvík þar sem grunnskólinn, íþróttavöllurinn og Ólafsvíkurkirkja standa. Gengið hefur verið til samninga við Glámu/Kím um hönnun húss- ins en tillaga frá þeim fékk fyrstu verðlaun. Iþróttahúsið á að verða tilbúið til notkunar fyrir I. september 1999. Tilkoma þess verður mikil Iyftistöng fyrir æskulýðs-, íþrótta- og menningarlíf í Snæfells- bæ. I vinningstillögunni er leitað samhengis við Iandslagið og byggð- ina umhverfis lóðina og frumatriði byggingarlistar, hlutföll og rými, höfð í fyrirrúmi. I Ólafsvík er eitt glæsilegasta og fullkomnasta félags- heimili landsins, þ.e. félagsheimilið'að Klifi. — GG Byggðastofnun tH Selfoss Sunmenskir sveitarstjórnarmenn vilja að aðalstöðvar Byggðastofnun- ar verði fluttar til Selfoss. Þetta var samþykkt á fundi stjórnar At- vinnuþróunarsjóðs Suðurlands og Samtaka sunnlenskra sveitarfé- Iaga. I samþykktinni segir að slíkur flutningur stofnunarinnar sé í fullu samræmi við þá stefnu sem stjórn Byggðastofnunar hafi mark- að. Ef flutningur ríkisstofnana út á land sé yfirleitt talinn æskilegur þá hljóti Byggðastofnun að koma þar hvað helst til álita vegna eðlis starfseminnar. Neitar að neita Jóhannes Guimarsson neitar ekki framboði í formanninn eftir nokkurt hlé. Segist enn hafa mikinn áhuga á neytendamál- um. Jóhannes Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, neitar því ekki að hann hafi boðið sig fram í formannsstól samtakanna. Nafn Jóns Magnús- sonar, lögmanns og varafor- manns Neytendasamtakanna, hefur einnig verið nefnt eftir að Drífa Sigfúsdóttir lýsti því yfir að hún myndi hætta. Jóhannes Gunnarsson: neitar aö neita að hann ætli í framboð. „Ég svara engu um það hvort ég hafi skilað framboði. Niður- staða kjörstjórnar verður tilkynnt á laugardag og síðan verður stjórnarfundur. Það verður til- kynnt þá hvaða fólk við erum að tala um,“ sagði Jóhannes í sam- tali við Dag í gær. -En ef þit hefðir engan áhuga á stólnum, væri ekki einfalt að lýsa því yfir núna? „Ég svara því til að ég hef haft mjög mikinn áhuga á neytenda- málum þau 20 ár sem liðin eru frá því að ég kynntist þeim fyrst.“ Framboðsfrestur er útrunninn og eru reglur Neytendasamtak- anna þannig að annars vegar starfar uppstillingarnefnd, en hins vegar geta einstaklingar boð- ið sig fram bréflega. Allir félags- menn í Neytendasamtökunum hafa framboðsrétt. „Við erum með lýðræðisleg lög,“ segir Jó- hannes. Dagur náði ekki sambandi við Jón Magnússon. — BÞ Frá þingmannafundi í Grafarvogi á dögunum, Ögmundur Jónasson, Guðmundur Hallvarðsson, Svavar Gestsson og formaður íbúasamtakanna, Friðrik Hansen Guðmundsson. Fyrsti fundur allra þingmanna með borgarbúum? Reykjavík tvö eða prju kjordæmi? Margt mælir með að skipta borginni upp í fleiri en eitt kjördæmi, segir Svavar Gestsson sem á sæti í kjördæma- nefnd Alþingis. „Það er ekki hægt að svara því hvort Reykjavík verður skipt upp í tvö eða þrjú kjördæmi. Það er ekki hægt að svara einstökum at- riðum fyrr en allt er búið. Hitt er staðreynd að innan nefndarinnar er talað um að skipta Reykjavík og oftast eru það tvö kjördæmi sem talað er um. Þá er rætt um að það yrðu bara tveir helmingar jafn fjölmennir og línan gæti breyst fyrir hverjar kosningar efir manníjölda,“ sagði Svavar Gests- son, formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins og fulltrúi flokksins í kjördæmanefnd Alþingis. Allt opið „Það er margt sem mælir með því að skipta borginni upp í fleiri en eitt kjördæmi. Sem dæmi má nefna að fyrir kjósendur er mjög erfitt að ná til okkar þingmanna Reykjavíkur og fyrir okkur að ná til kjósenda. A fundinum í Graf- arvogi var það í fyrsta sinn í þau 20 ár sem ég hef verið þingmað- ur, sem allir þingmenn Reykjavík- ur eru boðaðir á fund í hverfi." Verkefni kjördæmanefndarinn- ar er að koma með tillögur um breytingar á kjördæmaskipaninni og er reiknað með að hún ljúki störfum og leggi tillögur sínar fram á haustþinginu í ár. Innan nefndarinnar hafa allir möguleikar á breytingum verið ræddir, allt frá því að landið verði eitt kjördæmi, að því verði skipt upp í einmenningskjördæmi, að stækka núverandi kjördæmi eða að minnka þau. Eða eins og Svav- ar orðaði það: „Það er allt undir í þessum efnum.“ — S.DÓR Kvótakæra og meira svindl Framkvæmdastjóri út- gerðar Guðhjargariim- ar og þrír starfsmeim Reilmistofu fískmark- aða ákærðir fyrir hrot á kvótaskiptalögum og hókhaldslögum. Ríkislögreglustjórinn hefur gefið út ákæru á hendur fjórum ein- staklingum fyrir brot á bókhalds- lögum og lögum um skiptaverð- mæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins og fyrir fjársvik á árinu 1996. Þremur fyrirsvarsmönnum Reiknistofu fiskmarkaða hf. er gefið að sök að hafa í viðskiptum við útgerðarfélagið Hlera hf. fjár- magnað 10 tonna aflamark slægðs þorsks fyrir útgerðarfélag- ið, flutt þetta með tilkynningu til Fiskistofu á skip útgerðarfélags- ins, Guðbjörgu HK-517, og látið undir höfuð leggjast að færa bók- haldsatriði viðskiptanna í bók- haldi reiknistofunnar. Þeim er einnig gefið að sök að hafa gefið út og bókfært hjá reiknistofunni þrjá ranga afreikninga til Hlera, þar sem verðmæti aflamarks er dregið frá raunverulegu söluverði. Þeir eru einnig ákærðir fyTÍr að hafa liðsinnt framkvæmdastjóra Hlera í fjársvikabroti hans. Framkvæmdastjóri Hlera er ákærður fyrir að hafa ekki fært umrædd viðskipti í bókhaldi út- gerðarfélagsins. Honum er einnig gefið að sök að hafa notað hina röngu afreikninga við uppgjör á greiðslum gjalds í greiðslumiðlun- arsjóð til Fiskveiðasjóðs, afla- gjalds til Sandgerðishafnar og aflahlutar til tveggja skipveija og um leið leynt raunverulegu heild- arverðmæti afla Guðbjargar. Munaði mestu urn 190 þúsund króna mismun sem renna átti til skipverjanna, en í heild hljóðar mismunurinn upp á 228 þúsund krónur. — FÞG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.