Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 2
2 —LAUGARDAGVR 2 1. MARS 19 9 8
rD^*r
FRÉTTIR
Finn hvað ég var
orðin þreytt
Bryndís Schram er ánægð í Washington og segir þau hjónin lukkuleg með Hfið. Þau hjón fóru á
fund Clintons þegarJón Baldvin afhenti honum trúnaðarbréf sitt.
Jón Baldvin Hannibalsson
og Bryndís Schram eru
ánægð í Washington. Þau
hjónin fóru ásamt Kol-
finnu dóttur sinni og
Starkaði syni hennar í
Hvíta húsið að hitta
Clinton.
Jón Baldvin fór í Hvíta húsið og af-
henti Clinton trúnaðarbréf sitt. „Þetta
var ekki langur fundur og þarna voru
staddir sendiherrar annarra þjóða
sömu erinda,“ segir Bryndís Schram.
„Eg upplifði þetta eins og ég væri að
ganga inn á leiksvið, enda allt uppljó-
mað þarna og sjónvarpsvélarnar suð-
uðu. Ég þekkti leiksviðið og aðalper-
sónuna Bill Clinton sem er hávaxinn
og glæsilegur maður og ég verð að
segja að mér finnst hann bjóða af sér
góðan þokka.“
Bryndís segir Clinton hafa átt erfið-
an dag þegar þau komu í Hvíta húsið,
því einmitt þennan dag hafi nýjustu
ásakanir gegn honum komið fram og
það hafi verið henni ofarlega í huga
þegar hún gekk á fund hans. „Jón
Baldvin ávarpaði Clinton með
nokkrum undirbúnum orðum og svo
voru teknar myndir af fjölskyldunni.
Clinton stillti Starkaði upp fyrir fram-
an sig og hélt þéttings fast um axlir
hans.
Jón Baldvin kynnti Starkað sem
fjórðu kynslóð stjórnmálamanna og
það kæmi sér vel fyrir hann að eiga
þessa mynd þegar hann færi sjálfur í
framboð. Þá sagði Clinton og var í
senn dapurlegur og háðskur: „It’s a
tricky road but I wish you well,“ sem
gæti útlagst; þetta er grýtt braut en ég
óska þér alls hins besta."
Hvemig kunnið þið annars við ykkur
íAmeríku?
„Þetta er eiginlega of gott til að vera
satt, það er eins og maður sé aftur
kominn í háskólanám. Mér finnst ég
vera í endurmenntun. Hér eru stöðug-
ar umræður og mörg tækifæri til að
mennta sig, því hér standa okkur allar
dyr opnar. Við sækjum fyrirlestra, hitt-
um fólk úr innsta kjarna og umhverfið
allt er mjög uppörvandi."
Þetta er mikill munurfrú stjórnmála-
atinu á Vesturgötunni?
„Já ég finn það best núna hvað ég var
orðin þreytt og hvað það var margt sem
hvfldi á mér. Okkur finnst það vera
hlutverk okkar að ná sambandi við
þetta bandaríska samfélag og hafa
áhrif á það fyrir íslands hönd. Við
erum að hitta hérna mikið af gáfuðu og
skemmtilegu fólki og það er gaman
hvað fólk hér er áhugasamt um Island
og veit mikið um það. Það er líka svo
skrýtið, að þó samfélagið hérna sé stórt
þá er maður oft að hitta fólk sem segir
við mann að vinur þess hafi minnst á
það að hafa hitt okkur deginum áður.
Margir sem við tölum við eiga sér
þann draum að koma til Islands og
Flugleiðir hafa verið að vinna ákaflega
gott kynningarstarf í Bandaríkjunum.
Hér eru fulltrúar stjórnsýslunnar og
annarra þjóða þannig að þetta er mik-
ill suðupottur. Jón Baldvin ljómar
hérna og kann félagsskapnum vel. Hér
gefst líka meiri tími til að lesa og stun-
da áhugamálin sem lítill tími gafst fyr-
ir heima. Svo er ákaflega fallegt
hérna.“ — HH
Smá óheppni, í ljósi þess að
Ingibjörg Sólrún og Ámi
Sigfússon háðu kappræöur
í gær í boði stjómmála-
fræðinema Háskólans.
Fyrr í vikunni sendi Ámi
stuðningsmönnum sínuin
þessa hrýningu á Netinu:
„Ég leyfi mér að senda ykk-
ur athyglisvert innlegg
Bjöms Bjarnasonar menntamálaráðherra af
heimasíðu hans. Efnið á ekki síður vel við nú
þegar ljóst er að ISG og R-listinn vilja ekki taka
upp málefnalega umræðu á fundum sem við höf-
um óskað eftir. Hún scgir það ekki tímabært!
(6 7 dög'um fyrir kosningar). Auðvitaö telur hún
farsælla að fela grislingana sína undir pilsfald-
inum svo lengi sem strengurinu heldur."
Grislinga? Háttvirta borgarfulltrúa.
Sjónvarpsmaðurinn Jón Ársæll Þórðarson ætl-
aði að gera mikið ævintýri úr matvælasýning-
unni í Kópavogi fyrir ísland í dag: fara með alla
útigangsmenn bæjarins og næra þá rækilega.
Ekki var þetta bara af mamiúðarástæðum, því
sjónvarpsvélar áttu að vera ineð í för. Sendi-
nefnd Stöðvar 2 og gesta var víst afþökkuð af
sýningarstjóm samkvæmt óstaðfestum fréttum
pottverja í Strætó!
Halldór Blöndal er ekki hress með Mannlíf: þar
er heil síða og myndasyrpa þar sem ráðherrann
sést með koníaksstaup og koníaksflösku við
opnmi Hvalfjarðarganga. Á síðustu myndinni
sést ráðherrann aka í gegn á sínum ráðherrabíl.
„Eftir einn ei aki nehm,“ segir blaðið, en Hall-
dór þvertekur fyrir að hafa bragðað dropa. Enda
verður hvergi séð af myndum að ráðherraim
hafi drakkið, aðeins haldið á, eins og alsiða er af
samkvæmisljónum sem kunna sig við hátíðleg-
ar athafnir. En Blöndal er ekki skemmt, sem von
er.
Árni Sigfússon.
Reykjavík
Akureyri
!P Sun Mán Þri Mlð mm
10 H--------- ---------- ----------- ----------f-30
Sun Mán Þrí Mið mm
SSV4 SSA3 NV6 N3 ANA3
SSV5 SSV5 NV6 ANA4
Stykkishólmur
$un Mán Þrí Mið
SV4 SSA3 SSA3 V3 A3
S3 SA4 V3 ANA2
Egilsstaðir
*c Sun Mán Þrí Mið mm
SSV6 ANA3 NNV8 N4 NA4
SSV3 SSA3 NNV6 NA4
Bolungarvík
SV3 S4 S4 NNV3 A2
S6 SSA7 ANA2 NNA3
Kirkjubæjarklaustur
9 Sun Mán Þrí Mið °c Sun Mán Þrí Mið
10-
5-
o-
-5
-10
tíffl
7-30 10
SV5 NA3 N7 N3 NA2
NA2 NA6 NNV6 NNA3
SSV2 S3 SV2 NV2 ASA2
SSV3 S3 VNV3 ASA2
Blönduós
Stórhöfði
Sun Mán Þrí Mið mm °c Sun Mán Þrí Mið mm
5
0
-5
-10-
1-------1
llffl
h15 10
-10 5
- 5 0-
SV4 A1 NNV3 NV2 NA2
SSA2 SA3 NV4 NNA2
:BíjUL
[-15
S4 S6 VNV6 NV4 A5
SSV9 sva NV9 A5
Línuritin sýna
fjögurra daga
veðurhorfur á
hverjum stað.
Línan sýnir
hitastig, súluritið
12 tíma úrkomu
en vindáttir og
vindstig eru
tilgreind fyrir
neðan.
Allhvöss eða
hvöss sunn-
anátt austan til,
en snýst í
suðvestanátt á
vestanverðu
landinu. Slydda
og síðar él
vestan til, rign-
ing suðaustan
lands en skýjað
og þurrt að
mestu norð-
austan lands.
Kólnandi veður.
Færð á vegum
Þoka er á heiðum á Snæfellsnesi og hálkublettir á Kleifaheiði,
Steingrímsfjarðarheiði og Vatnsskarði eystra. Annars eru allir helstu
þjóvegir landsins greiðfærir.