Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 10
10-LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 Aðalfundur Aðalfundur Akureyrardeildar RKÍ verður haldinn í húsnæði deildar- innar mánudaginn 30. mars 1998 kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. RKÍ Akureyrardeild. G> Framreiðslumann eða mann vanan þjónustustörfum vantar til starfa í Lindinni Æskilegur aldur 20 - 30 ára. Upplýsingar milli kl. 9 og 10, ekki í síma. Höldur ehf. Tryggvabraut 12 Akureyri Félagsmenn í Verkalýðsfélögunum á Húsavík og S-Þing. Munið sameiginlega félagsfundinn um skipulagsmál sem haldinn verður í fundarsal félaganna að Garðarsbraut 26, Húsavík, nk. mánudag 23. mars kl. 20.00. Á fundinn mæta forystumenn ASÍ. Félagsmenn fjölmennið. Verkalýðsfélag Húsavíkur - Verslunarmannafélag Húsavíkur Byggingamannafélagið Árvakur - Sveinafélag járniðnaðarmanna. HJÁSKÓLIMIM A AKUREYRI Laus er til umsóknar staða forstöðumanns rekstrardeildar Háskólans á Akureyri. Forstöðumaður deildar hefur yfirumsjón með starfsemi deildar s.s. kennslu, stjórnun og rannsóknum. Deildarfundur rekstrardeildar kýs forstöðumann úr hópi umsækj- enda og skal hann fullnægja hæfniskröfum sem gerðar eru til fast- ráðinna kennara við háskólann, sbr. 5. gr. reglugerðar nr. 380/1994 fyrir Háskólann á Akureyri. Að fengnu samþykki háskólanefndar ræður rektor þann sem kjör hlýtur til þriggja ára. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 1998. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf sín, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf. Með umsóknunum skulu send eintök af vísindalegum ritum og rit- gerðum umsækjenda, prentuðum og óprentuðum. Upplýsingar um starfið gefur rektor háskólans í síma 463 0900. Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri fyrir 10. apríl 1998. Rektor. ÞJÓÐMÁL Óábyrg stj óm- arstefna JÓN HRÓI FINNSSON nemi i stjórn- sýslufræði við Aarhus Universitet í Danmörku skrifar Á undanförnum misserum hefur mönnum á hægri væng stjórmál- anna verið tíðrætt um miklvægi þess að lækka skattana á þegna þjóðfélagsins. Þeir hreykja sér af þeirri staðreynd að ríkissjóður sé nú rekinn með afgangi og \dð fáum í viku hverri matreiddar fallegar tölur í Ijölmiðlum til að minna okkur á þetta afrek þeirra. Það er hinsvegar alls ekki sjálf- gefið að fari þetta tvennt saman, hallalaus rekstur og lægri skatt- ar, þá hljóti allt að vera í himna- Iagi og reksturinn til fyrirmynd- ar. Auðvitað er óæskilegt að reka ríkissjóð með tapi ár eftir ár og þegar það hefur verið gert eru skuldirnar að sjálfsögðu miklar. Og rétt er að það er hlutverk okkar, núlifandi kynslóða, að greiða þessar skuldir niður svo að komandi kynslóðir þurfi ekki að borga fyrir þá eyðslu sem átt hefur sér stað á undanförnum áratugum. Sparnaður i skólastofnunum er enginn sparnaður. Hagkvæmur spamaður? Að lækka skattana jafnhliða því að minnka skuldirnar þýðir að ríkissjóður þarf samtímis að mæta tvenns konar niðurskurði. Annarsvegar er um að ræða nið- urskurð í fjárútlátum, og hins vegar minnkuðum tekjumögu- leikum. Vissulega tekst ríkis- stjórninni að skera nógu mikið niður í fjárútlátum til að geta komið fram með áðurnefndar glimmertölur um þjóðarhaginn, en hvað hefur þetta í för með sér fyrir hinn almenna borgara? Hvemig borgað fyrir? Annarsvegar geta ríkisstofnan- irnar tekið upp notendagreiðslur, eins og því miður tíðkast í heil- brigðiskerfinu, og hinsvegar er hægt að skera ennfrekar niður þá þjónustu sem boðið er upp á. Það er sama hvor þessara leiða er farin, það erum við skattgreið- endur sem borgum brúsann, á einn eða annan veg. Enn sem komið er eru heilbrigðiskerfið og menntakerfið tveir af stærstu út- gjaldaliðum ríkissjóðs, og þessir þættir eru því augljós skotmörk þegar ráðamenn vilja spara. Hinsvegar er umdeilanlegt hver- su hagkvæmt er að draga saman seglin á þessum sviðum. Ef spara á í skólakerfinu kemur það niður Vísbending Lestu blaðið og taktuþdtt í leiknum! I^O oooo Þú greiðir ekkert umfram venjulegt símtal á menntun þeirra sem eiga að sjá um rekstur þjóðfélagsins í fram- tíðinni, og það þýðir aðeins eitt. Á sama tíma og vandi dagsins í dag er leystur, skapast vandamál framtíðarinnar. Þar með er hið göfuga markmið að engu orðið í uniræðiumi um bættau þjóðarhag er allt of miMð einblínt á hvar hægt væri að skera niður og oft vill gleymast að niður- skurður er ekki endi- lega eina lausnin. Það mætti líka annað slagið skoða mögu- leikana á auknum tekjum. Að ætla sér að fóma hluta af skólakerfinu í hvert skipti sem harðnar í ári er ekki góð stefna. og næsta kynslóð borgar brúsann eftir sem áður. Þegar ríkisstjórnin ákveður að spara í heilbrigðiskerfinu eru það sjúklingarnir sem greiða það sem áður var innheimt með sköttum. Það fólk sem á erfiðast fyrir situr þá með þann kostnað sem áður var greiddur af öllum skattgreiðendum. Gamla fólkið, öryrkjarnir, ofnæmissjúklingarn- ir og barnaljölskyldurnar fá þar með í raun stórlega aukna skatt- byrði í formi notendagjalds. Á misskilnrngi byggt Margir halda því fram að þessi gjöld séu ekki nema sjálfsögð þar sem þetta sé einmitt fólkið sem notar þjónustuna, en slíkar at- hugasemdir byggja á grundvall- armisskilningi á tilgangi skatt- kerfisins. Tilgangurinn er nefni- lega sá að þeir sem hafa tekjur borgi fyrir þá þjónustu sem ríkið býður uppá hvetju sinni. Allir eru einhverntíma á skólaaldri, verða einhverntíma veikir og all- flestir verða gamlir, þannig að gera má ráð fyrir að allir njóti einhverntíma góðs af þessu sam- skotakerfi. Hugmyndin er sem sagt sú að við borgum meðan við getum og notum svo þjónustuna þegar við þurfum á henni að halda. Rétt forgangsröðun Enginn vafi er á að það er óheppilegt að safna skuldum, en það er ekki síður óheppilegt að fara sér of hratt í að leysa vanda alheimsins. Það að greiða niður skuldirnar og lækka skattana samtímis er of stór biti fyrir rík- issjóð að kyngja. Það væri miklu nær að halda skatthlutfallinu óbreyttu, að minnsta kosti þar til skuldastaðan er orðin þolanleg. Þá fyrst er vit í að tala um lækk- un skatta. I umræðunni um bættan þjóðarhag er allt of mikið einblínt á hvar hægt væri að skera niður og oft vill gleymast að niðurskurður er ekki endilega eina lausnin. Það mætti líka annað slagið skoða möguleikana á auknum tekjum. Að ætla sér að fórna hluta af skólakerfinu í hvert skipti sem harðnar í ári er ekki góð stefna. Framtíðartekjur þjóðarinnar liggja einmitt í kennslustofum dagsins í dag, og þær má ekki skaða til að gæta hagsmuna þeirra fáu prósenta þjóðarinnar sem í raun hafa hag af skattalækkunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.