Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 21.MARS 199 8 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn JÓNASSON Skrifstofur: STRANDGÖTU 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 eioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.680 kr. A mAnuði Lausasöluverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simar auglýsingadeildar: creykjavíK)563-1615 Amundi Ámundason (AKUREYRIJ460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdéttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Simbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AKUREYRl) 551 6270 (REYKJAVÍK) Nýtt útspil strax í fyrsta lagi Sjómannaverkfall stendur enn þótt sjómenn hafi samþykkt miðlunartillögu sáttasemjara ríkisins um nýjan kjarasamning við útvegsmenn. Forystumenn LIU þorðu að vísu ekki að axla þá ábyrgð að leggja opinberlega til að miðlunartillaga sátta- semjara yrði felld, en fengu engu að síður þá niðurstöðu sinna félagsmanna sem þeir sóttust í reynd eftir. Vegna neitunar út- gerðarmanna heldur sjómannadeilan áfram að snúast eins og stjórnlaus hringekja og þjóðin situr enn uppi með verkfall á fiskiskipaflotanum. í öðru lagi Forsætisráðherra og utanríkisráðherra hafa ítrekað fyrir hönd ríkisstjórnarinnar að frumvarpstillögur þríhöfðanefndarinnar séu enn grundvöllur að samkomulagi í sjómannadeilunni. Ef sjávarútvegsráðherra má ekki vera að því fyrir ferðalögum til Parísar að leggja þau fram á Alþingi mun einhver stjórnarand- stæðingurinn líklega koma honum fljótlega til aðstoðar í því efni. Meginatriðið er þó að ríkisstjórnin hafði gefið um það klár fyrirheit að Kristján Ragnarsson réði ekki gjörðum sjávar- útvegsráðherra í þessu máli; við það verður væntanlega staðið. í þriöja lagi Hvers vegna felldu útgerðarmenn miðlunartillögu sáttasemj- ara? Ef marka má þeirra eigin yfirlýsingar var það ekki vegna þess sem í tillögunni fólst. Talsmenn þeirra hafa hamrað á því opinberlega að þar hafi vantað að taka á einu mikilvægu kjara- atriði; það er að þegar fækki í áhöfn skips þurfi útgerðin ekki að greiða þeim sem eftir eru meira en þeim sem fóru. Sumir talsmenn sjómanna hafa lýst skilningi á þessu atriði. Það ætti því ekki að vefjast fyrir sáttasemjara að finna lausn á svo af- mörkuðu deilumáli og fella hana inn í endurnýjaða miðlunar- tillögu sem hann gæti þess vegna lagt undir atkvæðagreiðslu strax eftir helgi. Þegar jafn lítið ber á milli sem opinberar yfir- lýsingar deiluaðila gefa til kynna er algjört ábyrgðarleysi að láta verkfall standa nema í örfáa daga í viðbót. Elías Snæland Jónsson. Baráttukveðjur Á Iaugardagsmorgnum fer Garri í þykkar vaðmálsbuxur, gráhneppta kakískyrtu og ímyndar sér að hann sé akur- yrkjumaður. Við „hugsuðir" og þjóðkunnir pistlahöfundar erum svo svag fyrir vinnandi fólki. Um helgar laumast Garri í áhugamálin sín. Að berjast fyrir Árna. Nútíma kosningabarátta olli akuryrkjumanninum í Garra vonbrigðum. Garri hafði eitt- hvað misskilið þetta með „grasrótina". Þegar Garri meldaði sig í hulduher Árna til að vinna borgina kom hann með hamar og sigð í hendi, orf og ljá, skóflu og járnkarl. Garri var kominn til að taka á, berjast, svitna, finna blóðið duna í æðum og gagnaugun þrútna, mæðast en bíta á jaxlinn, láta skyrtuna límast við stinnan brjóstkass- ann. Garri var settur á Árni ájietinu. tölvu. „Tölvan er framtíðin, Garri,“ sagði Árni og glotti lymsku- Iega. „Nú tökum við mussurn- ar og rokkum þær ærlega.“ Garri fór á Netið. „Garri, Bjöm is the name of the game,“ sagði Árni. „Lestu Björn.“ Viö Rut fórum á fruinsýuingu Garri fór á Veraldarvefinn. „Við Rut fórum á frumsýn- ingu. Það var afskaplega skemmtileg sýning og þessu litla byggðarlagi til sóma.“ Garri ætlaði að fara að segja frá kosningafundunum fyrir vestan þegar Matti Bjama fór á kostum með Hannibal, þeir fóru með Djúpbátum og varð- skipum fjörð úr firði og tóku tal við hvern einasta karlfausk. Árni minnti á nútfmann. „Garri, hann Björn kann þetta. Lestu Björn.“ Við Rut fórum í bíó „Við Rut fórum í bíó og sáum Sjö ár í Tíbet með Brad Pitt. Þetta var stórfengleg mynd sem Iætur engan ósnortinn. Heldur þótti mér leiðinlegt að sjá hve fáir voru í bíó að sjá þessa ágætu mynd á Iaugar- dagskvöldi." Garri var kominn í hringiðu stjórnmálabaráttunnar. Hulduher Ama Þegar Garri kom heim um kvöldið tifaði tölvu- skjárinn: „You have new rnail." Það var póstur frá Árna. Með dunandi blóð í æðum las Garri leynimeld- ingu til hulduher- manna Árna: „Ég leyfi mér að senda ykkur at- hyglisvert innlegg Björns Bjarnasonar mennta- málaráðherra af heimasíðu hans. Efnið á ekki síður vel við nú þegar ljóst er að ISG og R- Iistinn vilja ekki taka upp mál- efnalega umræðu á fundum sem við höfum óskað eftir. Hún segir það ekki tímabært! (67 dögum fyrir kosningar). Auðvitað telur hún farsælla að fela grislingana sína undir pilsfaldinum svo lengi sem strengurinn heldur. Stöð 2 birti í kvöld niður- stöður skoðanakönnunar 47% D, 53% R. Samkvæmt könn- un DV fyrir nokkrum dögum (40% D). Augljóst er að þið eruð að vinna úti á akrinum! Baráttukveðjur, Árni“. Loksins fann Garri akur- yrkjumanninn í sér. Sá sem hefur valdið verður værukær, og sá sem verður væru- kær stendur frammi fyrir því einn daginn að hann er úr leik, vegna þess að hann fylgdist ekki með því sem var að gerast í kringum hann. Sá sem hefur valdið er í því meiri hættu eftir því sem vald hans byggist á meira ranglæti. Óréttlætið er dýrt Ég held að útvegsmenn séu að uppskera rýran hjut í miðlunar- tillögu sáttasemjara og í frum- varpi sjávarútvegsráðherra, vegna eigin óbilgirni og harðsvíraðrar afstöðu með órétt- látu kerfi undanfarin ár. Þeir eru líka að gjalda, eins og svo oft áður skussanna í stéttinni sem hafa ekki skirrst við að spila á kerfið og þrautpínt áhafnir sínar til að taka þátt í svindlinu. Orétt- lætið er dýrt, og þó er líklega heimskan ennþá dýrari. Eins og sáð var til Óréttlætið og heimskan geta gert menn ríka um stundarsakir, en tryggir þeim venjulega fremur dapurleg örlög þegar upp verður staðið. Saga mannkynsins er uppfull af slíkum dæmum og enda þótt hrun þeirra stöðnuðu, heimsku og óréttlátu hafi á stundum tekið nokkra mannsaldra, er varlegt fyrir þá sem búa yfir þessum eiginleikum að treysta um of á að at- burðarásin verði svo hæg. I nútfmanum er þróunin ör og upp- Iýsingastreymið tryggir það að værukært vald fær ekki langan tíma til að maka krókinn. Fá- mennið bjargar okkur frá þeim voða að vera í svipaðri stöðu og Indónesía eða önnur þau lönd þar sem gegndarlaus spilling sjálftökuliðsins hefur dregið all- an mátt úr efnahagslífinu. Hér skortir ekki viljann til að sökkva í spillingarfenið heldur fjöldann og þær gríðarlegu upphæðir sem spilltir viðskiptajöfrar og stjórnmálamenn frjöl- mennra þjóða geta komist yfir. Þegar vorkiumin ein er eftir Staðreyndin er nefni- Iega sú að réttlæti og sanngirni eru öflug- ustu hagstjórnartæki sem menn hafa til lengri tíma. Annar- legir hagsmunir og sérhyggja hafa Iöngum grafið undan efna- hag þjóðarinnar og gera enn. I því hagsmunasamfélagi sem við búum í er réttlætisthugtakinu sjaldnast gefinn gaumur og ég er þess full viss að meira að segja í kennslu við Iagadeild Háskóla Is- lands kemur oftar fyrir hugtakið gerðarþoli en hugtakið réttlæti. Sá hugsunarháttur býr að baki kvótasvindli og smáfiskakasti á rætur í hroka þess sem hefur fengið aðgang að auðlindinni fyrir ekki neitt og lætur sig rétt- lætisrök engu varða. Það er einmitt þessi sjálfum- glaði valdhroki sem hefur gert það að verkum að þjóðin trúir ekki lengur að Kristján Ragnar- son eigi bágt, þrátt fyrir heljar- þramarsvipinn sem er á honum þegar hann er að birta þjóðinni barlóm útvegsmanna. Græðgi og óbilgirni útgerðarmanna hafa gert það að verkum að meira að segja ríkisstjórn sem hefur holl- vináttu við helmingaskiptavaldið að leiðarljósi, nennir ekki lengur að hlusta á þá. Þá eiga menn fátt eftir nema sjálfsvorkunnina. svarauð Hverjir verða íslands- meisturar í handbolta? Jón Breiðfjörð prentari í ísafold og Valsari. „Hvernig dettur þér í hug að spyrja mig að þessu? Það er ekki til nema eitt svar, það er Valur.“ Magnús Gunnarsson bæjarfnlltníi íHafnarfirði ogHauka- maður. „Haukar - þeir eru alltaf bestir. Handboltinn og íþróttamenning- in hér í Firðinum eru svo skemmtileg vegna þessa dæma- lausa rígs sem hér er milli Hauka og FH-manna.“ Sverrir Leósson útgerðarmaður Súlunnar EA ogKA- maður. „Ertu efins? Það er mjög auðvelt að svara þessari spurningu. Við KA-menn erum bestir ... lang- bestir - og verðum Islandsmeist- arar.“ Einar Kárason rithöfundur og Framari. „Fram, engin spurning. Þeir eru með langjafnbesta liðið og verða því Islandsmeistarar. Hvað fæ ég annars í verðlaun frá Degi ef ég hef rétt fyrir mér.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.