Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 11
Thyur
LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 - 11
ERLENDAR FRÉTTIR
írákar standa
við loforðin
Vopnaeftirlitsmeim
Sameinuðu þjóðanna
hafa ekki verið hindr-
aðir í störfum síiniiii
á neinn hátt.
Nú er liðinn nærri mánuður frá
því stjórnvöld í Irak samþykktu
enn á ný að heimila vopnaeftir-
Iitsmönnum Sameinuðu þjóð-
anna aðgang að stöðum þar sem
grunur leikur á að gjöreyðingar-
vopn sé að finna, eða a.m.k.
heimildir um þau. Og enn sem
komið er hafa Irakar staðið við
orð sín. Arangurinn af vopnaeft-
irlitinu þennan mánuð hefur
hins vegar verið takmarkaður.
I síðustu viku fór fram vopna-
eftirlit á níu stöðum í Irak sem
aldrei hefur áður fengist leyfi til
að skoða - og nánast ekkert kom
í Ijós, að því er bæði bresk og
bandarísk stjórnvöld hafa skýrt
frá. Það kemur reyndar þeim
sem þekkja til tæknilegu hliðar-
innar á eltingaleiknum við íraska
vopnasérfræðinga ekki verulega
á óvart. Það er heldur ekki til
þess að hjálpa vopnaeftirlits-
mönnum Sameinuðu þjóðanna
til þess að endurheimta stuðning
Mega vera
Mexíkóar
í gær tóku gildi í Mexíkó lög
sem heimila brottfluttum
Mexíkóum og börnum þeirra að
halda takmörkuðum ríkisborg-
ararétti í Mexíkó jafnhliða ríkis-
borgararétti í því landí sem þau
eru flutt til. Fjölmargir brott-
fluttir Mexíkóar hafa ríkisborg-
ararétt í Bandaríkjunum, og má
öruggt teljast að þessi löggjöf
hafi mikil áhrif á líf þeirra.
Mexíkó er ekkert einsdæmi að
þessu Ieyti því undanfarið hefur
fjöldi ríkja víða um heim tekið
upp þá reglu að heimila tvöfald-
an ríkisborgararétt.
Þau ríki, sem ekki hafa viljað
fylgja straumnum og Ieyfa tvö-
faldan ríkisborgararétt - þar á
meðal Indland og Suður-Kórea -
eru undir vaxandi þrýstingi, og
ekki síst frá brottfluttum íbúum,
um að fara að dæmi Mexíkó og
annarra ríkja.
I mörgum tilvikum er fólki,
sem hefur tvöfaldan ríkisborg-
ararétt, jafnvel heimilt að kjósa í
upprunaiandi sínu, og nægir þá
stundum að senda utankjörstað-
aratkvæði. Þetta á m.a. við um
Kólumbíu og Dóminíska lýð-
veldið.
Nýja löggjöfin í Mexíkó tak-
markar rétt brottfluttra að því
leyti að ekki er gert ráð fyrir
þeim möguleika að þeir sem
hlotið hafa ríkisborgararétt í
öðrum löndum geti kosið í
Mexíkó eða gegnt þar mikilvæg-
um embættum. Þetta atriði er
reyndar afar umdeilt í Mexíkó,
enda eru mikilvægar kosningar
þar í landi á dagskrá innan tveg-
gja ára. Ef brottfluttum Mexíkó-
um væri heimilað að kjósa yrðu
m.a. stór svæði í Bandaríkjun-
um, svo sem suðurhluti Kali-
forníu, vettvangur hatrammrar
kosningabaráttu í mexíkóskum
stjórnmálum.
- Los Angeles Times
Vopnaeftirlitsmenn að störfum í írak.
sinn i Öryggisráðinu, sem farið
hefur minnkandi jafnt og þétt
um allangt skeið.
A sunnudaginn var, þann átt-
unda mars, lagði Scott Ritter
ásamt eftirlitsbópi sínum Ieið
sína inn í nýju höfuðstöðvar
varnarmálaráðuneytis Iraka,
beinlínis í því skyni að láta reyna
á vilja íraka til þess að fara eftir
ákvæðum samningsins sem gerð-
ur var við Kofi Annan. Tariq Aziz,
aðstoðarforsætisráðherra, sagði
eitt sinn að það væri „stríðsað-
gerð“ ef vopnaeftirlitið kæmi
þangað inn lyrir dyr. En allar dyr
varnarmálaráðuneytisins stóðu
opnar að þessu sinni, og Ritter
fékk meira að segja að skoða
skrifstofu Aziz sjálfs, að því er
bandarískir embættismenn
segja.
Eftirlitshópurinn lagði einnig
leið sína inn á skrifstofur örygg-
isþjónustu ríkisins og sérsveita
hersins, sem hvort tveggja er
undir stjórn yngri sonar Sadd-
ams Hussein, Qusay. Richard
Butler, yfirmaður vopnaeftirlits-
sveitanna, sagði í bandarísku
sjónvarpi að áður en samningur-
inn var gerður við Annan hafi
Irakar neitað eftirlitsmönnum
um inngöngu að þessum stöð-
um.
Vopnaeftirlitið munu síðan
enn færa út kvíarnar í Irak á
tímabilinu 24. mars til 6. apríl,
þegar sérstakur hópur vopnasér-
fræðinga og stjórnarerindreka
Ieggur leið sína í fyrsta sinn inn
á eitthvert af „forsetasvæðunu m“
átta, en þar eru alls 1.058 bygg-
ingar sem eru samtals rúmlega
30 ferkílómetrar að flatarmáli.
-The Washington Post
HEIMURINN
100 flóttamenn gripnir á Ítalíu
ÍTALIA - Italska lögreglan handtók í gær meira en hundrað flótta-
menn sem komu á skipi upp að ströndinni rétt hjá Brindisi, og voru
þeir strax fluttir aftur til síns heima. Meirihluti flóttamannanna var
frá Albaníu, en ítölsk yfirvöld hafa þá reglu að senda flóttamenn til
baka strax sama dag og þeir finnast. Einn Albani slasaðist þó og var
fluttur á sjúkrahús á Italíu.
Refsiaðgerdir gegn Kúbu verði mild-
aðar
BANDARÍKIN - Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, er reiðubúinn
til þess að draga úr refsiaðgerðum gegn Kúbu, og er hugmyndin sú
að auðvelda bæði streymi fólks og fjármagns til eyjunnar. Ekki er þó
meiningin að um neina kúvendingu £ stefnu Bandaríkjanna gagnvart
Kúbu verði að ræða, heldur sé aðallega horft til þess að koma megi
lyfjum og matvælum til eyjarinnar vegna bágra aðstæðna fólks þar.
Ekki verði hróflað við sjálfu viðskiptabanninu, sem staðið hefur £35
ár.
Arafat vill leiðtogafund Araba
ISRAEL - Jasser Arafat, forseti Palestfnumanna, sagði £ gær að efna
þyrfi til leiðtogafundar Arabaþjóða vegna stefnu Israels £ málefnum
landnema. Stöðva verði frekara landnám Gyðinga á hernumdu svæð-
unum nú þegar. Ástæða væri til þess að Bandarfkin og Evrópa beittu
Israel refsiaðgerðum vegna málsins.
Jeltsín mættur til starfa
RUSSLAND - Boris Jeltsfn, forseti Rússlands, er aftur mættur til
starfa f Kreml eftir að hafa verið frá vinnu í eina viku vegna kvefs.
Nokkrum mikilvægum fundum hafði verið frestað meðan hann var í
veikindaleyfi.
Flutningi á kjamorkuúrgangi mðt-
mælt
ÞYSKALAND - Mörg þúsund andstæðingar kjarnorku mótmæltu í
gær þegar flutningavagn með kjarnorkuúrgangi sem verið var að
flytja til geymslu í Ahaus
Astkær faðir okkar og tengdafaðir,
SIGURÐUR HELGASON
frá Valshamri,
lést í sjúkrahúsi Akraness að kvöldi 19. mars.
Börn og tengdabörn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma
MARGRÉT KRISTINSDÓTTIR
Víðimýri 7, Akureyri
er látin. Útför hennar fer fram frá Akureyrar-
kirkju þriðjudaginn 24. mars kl. 13.30.
Halla Pálsdóttir, Tómas Bergmann,
Margrét Bergmann, Ólafur Torfason,
Kristján Tómasson, Tómas Ólafsson.
STEFÁN VALGEIRSSON
fyrrverandi bóndi og alþingismaður,
sem lést 14. mars sl., verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju mánudaginn 23. mars kl.
13.30.
Fjóla Guðmundsdóttir
og fjölskylda.
BELTIN
ll
UMFERÐAR
RÁÐ
HIÁSKÓLIISIIM
A AKUREYRI
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður
við heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri:
Staða lektors í iðjuþjálfun.
Staðan felur í sér stjórnun námsbrautar í iðjuþjálfun.
Tvær stöður lektora í iðjuþjálfun.
Hálf staða lektors í iðjuþjálfun.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um
vísindastörf þau er þeir hafa unnið, ritsmíðar, rannsóknir, kennslu-
störf, stjórnunarstörf svo og námsferil sinn og önnur störf. Með um-
sóknum skulu send eintök af þeim vísindalegu ritum sem umsækj-
endur vilja láta taka tillit til.
Einnig er nauðsynlegt að í umsókn komi fram hvaða verkefnum um-
sækjendur hafa unnið að, hverju þeir eru að sinna og hver eru
áform þeirra ef til ráðningar kemur. Ennfremur er ætlast til þess að
umsækjendur láti fylgja nöfn og heimilisföng minnst tveggja aðila
sem leita má til um meðmæli. Sæki umsækjandi um tvær eða fleiri
stöður við Háskólann á Akureyri á sama tíma skal hann láta full-
nægjandi gögn fylgja báðum/öllum umsóknum.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara á Akur-
eyri. Upplýsingar um störfin gefur forstöðumaður heilbrigðisdeildar
eða rektor Háskólans í síma 463 0900.
Umsóknir skulu hafa borist Háskólanum á Akureyri fyrir 10. apríl
1998.
Rektor.