Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 4
4-LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 FRÉTTIR O^ur Ekkisamið lunnðfn Hrossasótt í hún- vetnskum aimáliun Bmndsstadaannáll frá 1805 greinir frá svipaðri sótt og nú hrjáir hross. Þórhallur Vilmundar- son, for- stöðumaður Ornefna- stofnunar, segir að fyrir hönd ör- nefnadeildar hafi hann kappkostað að ná munn- legu sam- komulagi við þá sem hafa viljað skíra hús sín og ömefni ákveðnum nöfnum. „Langoftast hefur svo verið, enda geta skriflegar þrætur haft í för með sér margvíslega eiginleika," segir Þórhallur. Menntamálanefnd skoðar um þessar mundir frumvarp þar sem Iagt er til að framvegis muni sér- stök nefnd á vegum ráðuneytis- ins ákvarða um nafngiftir á bæj- um og býlum. Samkvæmt orðum Þórhalls myndi breytingin kalla á meira skrifræði: „A fundi með mennta- málanefnd lagði ég áherslu á að það væri gott að ræða málin áður en menn settu sig í hnút.“ Þórhallur segir að í seinni tíð hafi borið nokkuð á því að gef- endur nafna séu ekki nógu fróð- ir um það hvað getur verið bæjar- nafn. I lögum um bæjarnöfn seg- ir að fara eigi eftir fornum nafn- giftarvenjum og því geti ekki öll heiti orðið bæjarnöfn. — BÞ Húnvetnskir annálar frá 19. öld greina frá hrossasótt þar í sýslu. Er það sama veiran og nú geisar? „Þegar maður les frásagnir af veðráttunni í þessum annálum þá er hún sláandi lík því sem hún hefur verið nú. Mikil úr- koma yfir sumar og haust og vet- urinn snjólaus fram í þorralok. Á útmánuðum tekur sig síðan upp hrossasótt," segir Sigurður Guð- mundsson, bóndi á Fossum í Svartárdal í Austur-Húnavatns- sýslu. Hann og nágranni hans, Sig- ursteinn Bjarnason bóndi í Stafni í Svartárdal, hafa síðustu daga verið að blaða í Brands- staðaannál frá síðustu öld, sem skráður er af Birni Bjarnasyni á Brandsstöðum í Blöndudal. Þeir Sigurður og Sigursteinn telja að hrossasótt, ámóta þeirri sem nú breiðist út um landið, eigi sér hliðastæður frá síðustu öld og vitna þar til annála. Það eru tvær klásúlur sem þeir sveitungar vitna til. Sú fyrri frá 1805 en þar segir: „Fáheyrt var það að hrossapest fór yfir Iandið. Veiktust þau flest á engjaslætti. Drapst á fleiri bæjum eitt til þrjú og varð af óhægð mikil. Fórust helst þau vænstu og voru veik 3 til 7 daga. Blóðsláttur þeirra varð líkt og mest getur orðið á reið- móðum hesti. Sjáanlega tóku þeir út kvöl mikla.“ - Þá vitna þeir Sigursteinn og Sigurður einnig til Brandaánnáls 1833, en þar segir: „Hrossapest færðist að sunnan hér um sýslu allt austur að Blöndu milli sumarmála og krossmessu. Drap í Vatnsdal og Þingi um 40. Helst hryssur og roskna eldishesta. Hún var smit- andi og gat flust með manni. Þá mikið hár af þeim veiku hrossum toldi við hann og komast að heil- brigðum í húsi. Ei kom hún á heiðar og með nægum gróðri tók fyrir hana. Ei var hún eins skæð og sumarið 1805, mörgum gerði hún baga við lestarferð og ýmsar reisur." Sigurður Guðmundsson segir að vitaskuld sé það dýralækna að dæma um hvort hér sé um að ræða sömu sótt nú og sem geis- aði á öndverðri 19. öld. „En eftir því sem maður heyrir er þetta mjög svipað og ýmsir þættir fara saman. Mig undrar í raun að menn hafi aldrei litið til baka til að kynna sér hvort svona lagað hafi gerst áður, einasta er talað um þetta sem alveg nýtt fyrir- bæri.“ -SBS. Sleðamir af Nýjabæjarfjalli Nær hálfum mánuði eftir að björgunarsveitarmönnunum frá Dalvík var bjargað til byggða, tókst 17 mönnum frá Dalvík að komast á 9 vélsleðum og snjóbíl að sleðunum, grafa þá upp og komast með þá til byggða á fimmtudagskvöldið. Þetta var þriðja tilraunin sem gerð var til að komast að sleðunum. Helmingur þeirra áttmenninga sem lentu í hrakningunum voru með í leiðangrinum á fimmtudag. Aðeins tókst að koma tveimur sleðum í gang, hinir voru dregnir um Kaldbaksdal inn í Oxnadalsheiði þar sem þeir voru settir á vörubíl. Stefán Gunn- arsson segir ástand sleðanna hafa verið nánast það sama og þegar þeir skildu við þá, en þeir hafi verið settir í hús og verði skoðaðir um helgina þegar þeir hafi þiðnað. Vélarhlíf vantar þó á einn sleðann og gler á annan. „Fjórir sleðanna voru komnir verulega á kaf, aðeins sást í stýrið á einum þeirra. Þarna var suðvestan átt, sama átt og var þegar ósköp- in dundu yfir, en spáin var mun betri,“ sagði Stefán Gunnarsson. — GG Fundað imi sónartæki Kvenfélagasamband Islands hefur ákveðið að hrinda af stað fjársöfn- un til kaupa á nýju sónartæki fyrir mæðraeftirlitið á Akureyri. Það sónartæki sem nú er notað er úr sér gengið og er því brýn þörf á end- urnýjun. I dag, laugardag, verður haldinn fundur um þetta mál þar sem Sigfríður Inga Karlsdóttir, yfirljósmóðir, og Vilhjálmur Andrés- son, segja frá tækinu og því hlutverki sem það mun gegna. Fundur- inn verður haldinn í Safnaðarheimili Glerárkirkju í dag, laugardag, og hefst hann kl. 15. „Umræðan fáránleg“ Formaður Alþýðu bandalagsins segir umræðuna um stækk- un NATO fáranlega. Þingflokkurinn bíður með ákvörðun um hvort hann greiðir at- kvæði gegn stækkun eða situr hjá. „Eins og þingflokksformaðurinn hefur bent á þá munum við taka afstöðu eftir að utanríkismála- nefnd hefur fjallað um málið. Við erum að skoða ýmis gögn sem okkur hafa borist, meðal annars um umræðurnar í Bandaríkjun- um og víðar. Fréttaflutningur hér á landi af umræðunni á þinginu og túlkun á okkar afstöðu og orð- um hefur verið með endemum," segir Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, í samtali við Dag. Margrét Frímannsdóttir: Úttumst að stækkun NATO tefji fyrir uppbyggingu raunvenjlegs friðar- og ötyggisbandalags. Alþýðubandalagið hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort þing- menn þess muni sitja hjá eða greiða atkvæði gegn þingmáli ut- anríkisráðherra um stækkun NATO, en í umræðum um málið á Alþingi kom fram mikil gagn- rýni frá þingmönnunum Svavari Gestssyni þingflokksformanni, Steingrími J. Sigfússyni og Hjör- leifi Guttormssyni. „Við tökum afstöðu til málsins eftir að nefndin hefur fjallað um það og útilokað að fullyrða í dag hvernig hver og einn okkar þing- manna muni greiða atkvæði. Hitt Iiggur fyrir að stækkunin hefur verið gagnrýnd í Bandaríkjunum og t.d. í Danmörku og víða er því haldið fram, eins og við gerum, að hernaðarbandalög eins og NATO séu tímaskekkja. Við virð- um að sjálfsögðu sjálfsákvörðun- arrétt þjóða, en höfum ákveðnar skoðanir um hvernig ber að vinna að uppbyggingu öflugs friðar- og öryggisbandalags í Evrópu. Eðli og uppbygging NATO sem hern- aðarbandalags hefur ekki breyst í sjálfu sér og við óttumst að stækkun NATO tefji fyrir því að til verði raunverulegt friðar- og öryggisbandalag," segir Margrét. Aðspurð segir hún það sýna fá- ránleika umræðunnar þegar Al- þýðubandalaginu er líkt við Repúblikanaflokkinn í Bandaríkj- unum. — fþg Atvinnurógur Ráðgaröur fordæmir uminæli fram- kvæmdastjóra Stétt- arfélags verkfræðmga um leka á upplýsiug- um frá ýmsum ráðn- ingarstofum. „Ráðgarður hf. vill fordæma þau undarlegu vinnubrögð fram- kvæmdastjóra (Stéttarfélags verkfræðinga) að ófrægja heila starfsstétt manna með því að segja að einhveijar ráðningar- stofur hafi lekið trúnaðarupplýs- ingurn," segir í orðsendingu frá Ráðgarði. Ummæli Jónasar G. Jónassonar hafi verið á þá leið að „ýmsar ráðningarstofur", sem hann treysti sér ekki til að nefna, leki trúnaðarupplýsingum sem umsækjendur Iáti þeim í té. Þótt staðfest hafi verið að ummælin eigi ekki við Ráðgarð þá vilja for- svarsmenn hans fordæma þau sem atvinnuróg sem beint sé gegn heilli starfsstétt. „Ráðgjafar Ráðgarðs starfa eft- ir ströngum reglum um meðferð trúnaðarupplýsinga hvort heldur þær snerta einstaldinga eða fyr- irtæki,“ segir í orðsendingunni. Enda byggist öll ráðgjöf á trausti og trúnaði. „Ráðgarður tekur heils hugar undir alla gagnrýni á óvönduð vinnubrögð og undir- strikar mikilvægi þess fyrir ein- staklinga og fyrirtæki að vanda valið og velja þá sem eru trausts- ins verðir."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.