Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 5
I rDfypr FRÉTTIR LAUGARDAGUR 21.MARS 1998 - 5 Eiita ráðið að losa sig við köttinn Þessar hnátur brosa breitt og láta vel að kisu, enda ekki með ofnæmi fyrir henn/. Þeir sem ofnæmið hafa verða að lifa kattarfríu Iffi eigi þeim að líða vel. Að losa sig við kðtt- iun er eina ráðið til að losna við kattaof- næmi - að baða kött- inn, henda ut góftepp- inu og skipta um áklæði gagnar ekki. Fólk með kattaofnæmi hefur fárra annarra kosta völ en að losa sig við köttinn, eða halda áfram að þjást. Kattaofnæmisrannsókn leiddi í ljós að með grundvallar- breytingum - m.a. að þvo köttinn reglulega, fjarlægja gólfteppi, þvo veggi og fá sérstakt áklæði á dýnur og sængurföt - var hægt að minnka magn kattaofnæmisvaka í umhverfinu um meira en 90%. Vandinn er bara sá, þetta reynd- ist ekki draga úr ofnæminu að neinu marki ef kötturinn var áfram á heimilinu. Sú niður- staða kom raunar ekki á óvart. „Ofnæmislítið“ dugar ekki „Málið er það, að sá sem kominn er með kattaofnæmi þarf svo lít- ið magn af ofnæmisvaka til að viðhalda því,“ sagði Unnur Steina Björnsdóttir læknir, sem gerði þessar rannsóknir, sem vöktu mikla athygli þegar hún kynnti þær erlendis, þar sem greinar um rannsóknina verða væntanlega birtar á næstunni í fræðiritum um ofnæmi. Alls tóku 48 sjúklingar með kattaofnæmi (ofnæmiskvef og/eða astma) þátt í rannsókninni. Þeim var skipt í tvo hópa, þar sem annar gerði allshetjar breytingar á umhverf- inu en hinn engar. Niðurstaðan var sú, að „ofnæmislítið" um- hverfi dygði skammt það þyrfti sennilega að vera „ofnæmis- snautt“. Annað hvort dýramanneskj- ur eða ekki „Já það er í rauninni eina vonin, að Iosa sig við köttinn. Maður verður bara að hafa þann var- nagla, að það verður að sanna það að um dýraofnæmi sé að ræða,“ sagði Unnur Steina. En læknum hætti stundum til að kenna dýraofnæmi um þegar astmasjúklingar leita til þeirra. En það sé t.d. fremur sjaldgæft að dýraofnæmi komi upp í fólki sem komið er undir miðjan ald- ur. Það verði því að sanna dýra- ofnæmi áður en viðkomandi sé krafinn um að losa sig við gælu- dýrin á heimilinu. Þrátt fyr- ir þjáningarnar segir Unnur Steina fólk oft mjög tregt til að losa sig við gæludýr. „Rannsókn- ir sýna það m.a.s. að fólk fær sér mjög oft dýr aftur, þótt ótrúlegt sé. Margir fá sér þá annað dýr og mynda ofnæmi gegn því líka. Þetta virðist þannig eitthvað hafa með það að gera hvernig fólk er innstillt í Iífinu - annað hvort ert þú dýramanneskja eða ekki.“ Dýraofnæini mikið vanda- mál Margir reyna því alla hluti aðra heldur en að losa sig við köttinn. „Þess vegna ákváðum við að rannsaka alla þessa hluti, til að reyna að sanna eða afsanna að þessar aðgerðir hjálpi.“ Unnur Steina segir þetta mikið vanda- mál, því dýraofnæmi getur verið mjög svæsið. Þetta sé annað al- gengasta ofnæmi á Islandi, næst á eftir grasi. Og sá sem hefur t.d. kattaofnæmi er mjög líklegur til að mynda Iíka ofnæmi gegn hundum og öðrum dýrum. - HEI Oddur Halldórsson. L-listi í bígerð Fyrsti undirbúningsfundur að óháðu framboði til bæjarstjórn- ar Akureyrar var haldinn í síð- ustu viku. Það er Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins, sem stendur að undirbúningi fram- boðsins, sem hann hefur kallað L-listann, m.a. vegna þess að aðstandendur hans segja hlut sinn munu verða „extra-large“, þ.e. X-L. Oddur segir flesta þá sem að listanum standa vera óháða, en innan um séu einnig óánægðir framsóknarmenn. Ef áætlanir standast munu fimm efstu nöfnin verða form- lega kynnt næsta miðvikudag, 24. mars. Markmiðið sé að gera góðan bæ betri, auka fram- kvæmdir, ekki síst í skólamálum og möguleikum til afþreyingar. Oddur segist ekki hafa verið í sambandi við Pétur Jósefsson, sem orðaður hefur verið við sér- framboð, enda sé hann á önd- verðum meiði við hann hvað varðar afþreyingarmál. Hann sé hins vegar ekki á móti menn- ingu, þó ýmsir haldi því fram vegna þess að hann hafi lagst gegn kaupum á flygli sem stend- ur í safnaðarheimili Akureyrar- kirkju. — GG Baráttan um borgina Stúdentar fjölmenntu á opinn fund með frambjóðendum R- og D-lista í Háskólabíói í gær og fengu þar forsmekkinn af barátt- unni framundan um borgina. Politica, félag stjórnmálafræði- nema, gekkst fyrir fundinum og þar töluðu Arni Sigfússon og Guðlaugur Þ. Þórðarson f^rir Sjálfstæðisflokkinn og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Helgi Hjörvar fyrir Reykjavíkurlistann. Ekki verður sagt að viðureign fulltrúa flokkanna hafi verið mjög snörp eða illskeytt, en þeir drógu upp mjög ólíka mynd af ástandinu í borginni. Arni talaði um skattahækkanir, skuldasöfn- un og forsjárhyggju R-listans, röng vinnubrögð og rangar áherslur sem leiddu til hnignun- ar borgarinnar. Borgarstjóri sagði hins vegar að kröftug endurbygg- ing ætti sér stað á öllum sviðum Ingbjörg Sólrún Gísladóttir messar yfir stúdentum á opnum fundi um borgarmálin í Háskóla- bíói í gær. 1fið hlið hennar er Þórlaug Ágústsdóttir, formaður félags stjórnmálafræðinema, og Árni Sigfússon og Guðlaugur Þór Þórðarsson, frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins. mynd: pjeiur í borginni, frelsi fólks til að velja af úreltu, miðstýrðu „reddara" hefði verið aukið og þjónustu- fyrirkomulagi Sjálfstæðismanna stjórn og stefnumótun tekið við við stjórn borgarinnar. Hlýiisdin ekki á óskalista Hlíðarfjallsmaima SMðalandsmót verður sett eftir hálfan mán- uð og Andrésar-Andar leikamir 22. apíl en hlýindin geta sett strih í reiknmginn. Hlýindakaflinn nú á Norðurlandi veldur því að snjórinn á skíða- svæðinu í Hlíðarfjalli ofan Akur- eyrar hefur sigið mikið. Snjór er þó enn í öllum Iyftum, hefð- bundnum skíðaleiðum og göngu- brautum en ljóst er að svæðið kringum barnalyftuna þolir ekki marga hlýindadaga þó snjór uppi í Strýtu endist lengur. Tvær vikur eru í að Skíðalandsmótið hefjist og segir Ivar Sigmundsson, for- stöðumaður í Hlíðarfjalli, að nægur snjór verði þá í Strýtu þar sem mótið fer fram, en hann hafi hins vegar áhyggjur af því að lít- ið verði um snjó á Andrésar-and- ar Ieikunum, verði framhald á þessum hlýindum. Andrésar- Andar leikarnir verða settir 22. apríl. Ivar segir að það verði kominn nægur snjór fyrir Andrésar-And- ar leikana, en fyrir því hafi hann ekkert nema óskhyggjuna. Spáð er hvassri suðvestan átt næstu daga, og það gæti orskakað mjög slæmt veður í Hlíðarfjalli. Ulit fyrir góða skíðadaga £ Hlíðarfjalli er því ekki gott. — GG Ný vika Nýtt kvennablað er í burðarliðnum hjá Fróða. Til þess hafa verið ráðnar tvær þjóðkunnar útvarpskonur, Sigríður Arnardóttir, sem nýlega tók við dægur- málaútvarpi Rásar 2, og Anna Kristine Magnúsdóttir, sem hlustendur hafa fylgst með á sunnudgsmorgnum á sömu rás. Þær taka til starfa um mánaðamót- in. Nýja blaðið hefur vinnuheitið „Vikan“ en ekki er endanlega afráð- ið hvert söluheitið verður þegar það kemur út. Ritstjórastaða er því að losna í dægurmálaútvarpinu, en Anna verður áfram á sunnudags- vaktinni milli mjalta og messu. Sigríður Arnar- dóttir: ritstjóri nýs btaðs. Anna Kristine Magnúsdóttir: ritstjórnarfulltrúi. Haíis fyrir Norduxlandi Hafísinn hefur fjarlægst suðurhluta Vestfjarða og greiðfærara orðið þar en sigling er enn varasöm við Kögur. Mikill ís er norður af öllu íandinu og teygir ístunga sig niður á 67. breiddargráðu norður af Langanesi. Það er dreifður ís sem kemur úr Austur-Grænlands- straumnum. I áframhaldandi suðvestan átt gæti hann nálgast landið enn frekar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.