Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 7
 LAUGARDAGUR 21. MARS 1998 - 7 RITS TJÓRNARSPJALL Samíylkmgarhiigsj ón ferst af slysfonun Fyrir nokkrum mánuðum var haldin ein af mörgum ráðstefn- um. Sá sem þetta skrifar var beðinn að koma og stýra um- ræðum um málefni dagsins. Þarna var háborð og kanónur f langri röð, kanónur úr þeim flokkum sem kenna sig við al- þýðu og voru að undirbúa sveit- arstjórnarkosningarnar. Mikill og góður andi í salnum. Þarna hafði verið gengið frá því fyrr um daginn að hvarvetna í Reykjaneskjördæmi biði alþýðu- flokkabandalagið upp á sameig- inlega grunnstefnuskrá í næstu sveitarstjórnarkosningum. I öll- um stóru bæjarfélögunum voru samfylkingar að bræða sig sam- an. Þetta voru fulltrúar þeirra. Hljóðneminn gekk frá manni til manns og umræðuefnið í heila klukkustund var: hvað er það sem skilur jafnaðarmenn og félagshyggjufólk frá íhaldinu, hvað hefur þessi hópur fram að færa sem er mikilsvert fyrir fólk- ið í iandinu? Enginn blæbrigða- munur var á máli manna. Og þegar gengið var á fólk um HVAÐ það væri sem skipti máli fyrir kjósendur, sem gerði þenn- an hóp svo mikilsverðan, var svarið „þjóðfélag", „okkar sýn á“; þessi helgidómur sem lýsir svo sterkt en er svo erfitt að lýsa. Sumir töluðu sig heita. Svo hélt Þegar gengið var á fólk um HVAÐ það væri sem skipti máli fyrir kjósendur, sem gerði þennan hóp svo mikilsverðan, var svarið „þjóðfélag‘% „okkar sýn á“; þessi helgidómur sem lýsir svo sterkt, en er svo erfitt að lýsa. Guðmundur Árni tölu snjalla um þetta „þjóðfélag“ og þegar Rannveig Guðmundsdóttir kyn- nti niðurstöðu dagsins var það hún sem lagði áherslu á þessa félagslegu sýn, þennan grunn, sem sameinaði allt þetta fólk. Dynjandi Iófaklapp. Þetta var í Hafnarfirði. Síðan kom meira Síðan hef ég ekki skilið upp né niður í því sem gerist í Hafnar- firði. Og langar satt að segja að afgreiða það mál í einni setn- ingu: þetta er grín. En því miður óttast ég að þetta sem við köll- um Hafnarfjarðarpólitík sé fyrir- boði. Reynum ekki að skilja hvað gerðist eða hvers vegna. Við sjá- um bara að varla er til sá þétt- býliskjarni í landinu sem ekki hefur komið sér upp samfylking- arlista félagshyggju- ogjaínaðar- fólks, hver kenndur við sína byggð að hætti hinnar lýsandi sólar: Reykjavíkurlistans. Nema í Hafnarfirði. Þar er rifist um Karl Marx má vita hvað. Inntak- ið er manni hulið, en mynstrið er svona: 1) Foringjar beggja flokka „hlýða kalli grasrótarinnar". Heit- strengingar. Dynjandi lófatak. 2) Deilur í flokki a. 3) Deilur milli flokks a og b. 4) Forystumenn a og b: „Enginn flötur á samstarfi". 5) Grasrótin fundar: hættið að rífast. 6) Deilur í flokki a, sem ákveður hálfur að fara sína leið - hinn helmingurinn með hundshaus. 7) Deilur í flokki b, þar sem deil- ur við flokk a eru deiluefni. 8) Grasrótin kallar: hættið að rífast. 9) „Nýtt afl um samfylkingu." 10) Flokkur b endurskoðar af- stöðu sína. 11) Flokkur a endurskoðar/end- urskoðar ekki afstöðu sína. 12) Fjöldi framboða „samfylk- ingarsinna" óviss. Gætu orðið fleiri en þegar upp var lagt. Þetta er Hafnarfjarðarleiðin. Leiðin til sjálfstortímingar. Draumur Davíðs. Pólitísk Bosnia Hafnarfjörður er pólitísk Bosn- ía. Upp úr rjúkandi rústum stan- da reykjarstrókar eins og fyrir- boðar um þær ófarir sem bíða jafnaðarmanna, kvenfrelsissinna og félagshyggjufólks í aðdrag- anda næstu alþingiskosninga. Kaldhæðnin hefur marga svipi þar í bæ: hann er höfuðvígi Al- þýþýðuflokksins, sem hefur lagt alla sína pólitísku þyngd á vog samfylkingar; heimabær eins að- aloddvita flokksins og helsta samfylkingarsinnans; pólitíkin er slík að ef A-flokkarnir legðu afl sitt saman gæti ekkert í ver- Hafnarfjðrður er póli- tísk Bosnía. Upp úr rjúkandi rústiun standa reykjastrókar eins og fyrirboðar mn þær ófarir sem bíða jafnaðarmanna, kven- frelsissinna og félags- hyggjufólks í aðdrag- anda næstu alþingis- kosninga. öldinni komið í veg fyrir að þeir stjórnuðu bænum. Sömmnin Þeir sem eru á móti samfylkingu á landsvísu (já, þeir eru svo sannarlega til) benda hróðugir á þetta Iastabæli. Á allt sem getur farið úrskeiðis. Og einhvers staðar á bakvið er reiknað þetta flókna reikningsdæmi: Ef A- flokkarnir fara saman, er þá endilega víst að fylgi þeirra verði summan af fylgi þeirra beggja áður? Hirðir Framsókn allaball- afylgi og íhaldið „eðalkratafýlg- ið“? Verður þetta bara „Þjóð- vakadæmi", „Nýr vettlingur"? Er þá ekki eins gott að bjóða fram hver fyrir sig og vona það besta um meirihluta eftir kosningar? Þetta eru löggiltar spurningar - innan ramma gömlu flokka- stjómmálanna. Viðvönm Fyrir þá sem vilja samfylkingu á Iandsvísu er Hafnarfjörður martröð. Mynstrið sem var rakið hér að ofan er versta hugsanlega útkoman: „ver farið en heima setið“ dæmið. Eða hvað? Er það endilega svo? Hver er staðan á landsvísu í dag? Hvað er verra en herkvíin sem fjötrar allt þetta óskil- greinda fólk sem hefur þessa „sýn á samfélagið", en finnur ekki leið út úr völundarhúsi flokka, listabókstafa og árátt- unnar að rifja upp löngu gleymd leiðindi? Reikningsdæmið um kjörfylgi sameinaðs framboðs er sjálfsagt miklu flóknara en helstu sam- fylkingarsinnar vilja meina - þeir sem sjá meirihluta á þingi með því að plúsa allt sem plúsað verður. En hitt dæmið? Getur vinstri kanturinn reiknað sig til áhrifa í íslensku samfélagi - raunverulegra áhrifa - miðað við óbreytt ástand? Þeim fjölgar stöðugt sem sjá ekki gegnum það svartnætti. Grasrótin Hafnarfjarðarpólitíkin er samt ekki jafn vitlaus og hún sýnist. Á þriðjudagskvöldi í þessari viku komu saman fótgönguliðar úr öllum þessum flokkum og deild- um óháðra til að mynda félag samfylkingar - gegn sérflokka- framboði. Þetta var í sama sal og í haust, þegar kanónurnar sátu við háborðið og töluðu um „þjóðfélag" eins og „við viljum sjá“. Hér voru næstum engar kanónur. Þarna var fólkið sem kallast „grasrótin", við önnur tækifæri er þetta fólkið sem bak- ar, sleikir frímerki, ber út póst, hringir fýrir flokkinn og heldur uppi stemmningu fyrir kosning- ar. Eg hef fulla samúð með þeim hægrimönnum sem líta á svona fund sem enn einn lélegan brandara ráðvilltra vinstri- manna. Þeirra sem fara í sér- framboð til að samfylkja. Og ör- litla samúð með þeim foringjum á vinstri kantinum sem segja að þetta séu bara örfáar kvennalist- kerlingar og ófullnægðir kommakratar/kratakommar. En þarna lá eitthvað í loftinu. Eitt- hvað sem minnti á leikrit. Fólkið þarna í salnum var fólkið í „Stjómleysingi ferst af slysförum“. Fólkið sem gerði uppreisn gegn húseigandanum og sagði: „Við borgum ekki, við borgum ekki.“ Samfylkmgarhugsjón ferst af sfysfönun Versta spá: Eftir eitt ár verður Hafnarfjarðarmartröðin orðin staðreynd á landsvísu. Helstu forystumenn verða eins og fas- istalöggurnar í leikriti Nóbelskáldsins að reyna að út- skýra hvernig samfylkingarhug- sjónin fórst af slysförum, og að þeir hafi hver fyrir sig hvergi nærri komið. Hún datt bara sjálf út um gluggann - eins og stjórn- Ieysinginn hjá Dario Fo, eins og í Hafnarfirði núna. Allir munu segjast hafa reynt að bjarga henni frá falli. Og fyrir þá björg- unartilraun munu þeir vilja at- kvæði. Eg er ekki viss um að það dæmi gangi upp. Gömlu flokkarnir eru vanir að Helstu forystumeim verða eins og fasista- löggumar í leikriti Nóbebkáldsins að reyna að útskýra hvemig samfyUdug- arhugsjónin fórst af slysförum, og að þeir hafi hver fyrir sig hvergi nærri komið. Hún datt hara sjálf út um gluggann. Iíta á fylgismenn eins og skilvísa Ieigjendur sem koma hver mán- aðamót og borga. Hin mikla kjörsókn staðfestir þá skoðun. Gildir þetta áfram? Munu þeir sem beijast hlið við hlið um allt land í vor detta sjálfkrafa inn á gömlu básana sína fyrir næstu þingkosningar þegar tilkynnt verður að samfylkingarhugsjón- in hafi látist af slysförum? Þetta ósagða, sem lá í loftinu í litla fundarsalnum í Hafnarfirði í vikunni, var nei. „Við kjósum ekki - við kjósum ekki“ er svarið þegar húseigandinn rukkar. Væru það ekki söguleg aldalok fyrir íslenska vinstriforingja að enda sem húsgreifar og fasista- löggur í leikriti eftir Dario Fo?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.