Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 1
Verð í lausasö/u 200 kr. 81. og 82. árgangur - 56. tölublað RLAÐ Helgi S. Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans. Þaká laxveiðar „Ég er ekki tilbúinn með tillögu á þessari stundu, en ég útiloka slíkt ekki,“ segir Helgi S. Guð- mundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, þegar Dagur bar undir hann fullyrðingu heimild- armanns að Helgi hyggðist flytja um það tillögu á bankaráðsfundi að laxveiðum á vegum bankans verði hætt eða strangar reglur teknar upp. Helgi leggur á það áherslu að hann telji boð bankastjóra til er- lendra og innlendra einstaklinga um laxveiði ekki óeðlileg, né að ákvörðun um slíkt sé hjá banka- stjórunum. „Ég er ekki bann- glaður reglugerðarmaður og geri skýran greinarmun á laxveiði- málunum almennt og síðan mál- inu sem er í athugun hjá Ríkis- endurskoðun og fjallar um kaup á veiðileyfum í Hrútafjarðará." A bankaráðsfundi á fimmtu- dag var lagður fram hluti gagna sem Jóhann Arsælsson banka- ráðsmaður hafði beðið um. Hann er ekki tilbúinn til að tjá sig um þessi gögn, en tekur und- ir orð bankaráðsformannsins. „Þessi kostnaður hefur farið minnkandi, en það segir samt ekki að verið sé að eyða öllum þessum peningum skynsam- Iega,“ segir Jóhann. -FÞG Páskaegg í Norðurá Tengivagn slitnaði aftan úr flutningabíl frá Akureyri í gær við Norðurá, heiðarendann þar sem lagt er upp á Öxnadals- heiði. I bílnum var m.a. nokkuð af páskaeggjum sem að sögn sjónarvotta flutu tignarlega nið- ur ána í átt til byggða í Skaga- firði. Einhverjir munu þó áður hafa tryggt sér hlut af „strand- góssinu". Þríhöfda-fnunvörp verða lögð fram Kántrí- bær rifinn „Mér leið ágætlega meðan húsið var rifið. Ég er búinn að taka út allar mínar sálarkvalir kringum þetta. Nú er það bara framtíðin sem skiptir máli, að vera góður strákur og reka Kántríbæ," segir Hallbjörn Hjartarson, húsráð- andi í Kántríbæ á Skagaströnd. Sá hluti Kántríbæjar, sem fór illa í eldsvoða í fyrra, var rifinn í gær. I næstu vikur hefjast fram- kvæmdir við byggingu nýs bæjar við eldri hluta Kántríbæjar sem enn stendur. Nýi bærinn er 234 fermetra bjálkahús, sem er keypt frá Finnlandi. I næstu viku hefj- ast framkvæmdir við grunninn og í lok mánaðarins verður allt efni í húsið komið til landsins. „Það tekur fjórar vikur að reisa húsið og ég geri mér vonir um að um miðjan júní verði starfsemin komin í fullan gang,“ segir kúrekinn Hallbjörn Hjartarson. -GHS Sá hluti Kántríbæjar, sem fór illa i eldsvoða í fyrra, var rifinn í gær. / næstu viku hefjast framkvæmdir við grunninn og um miðjan júní verður húsið fullbúið. Eðlilegt að Alþingi taki málið til sín, seg- ir Steingrímiir J. Sig- fusson. Fundað óform- lega í sjómannadeil- iin ii i. Nýjar miðlunar- tillögur ekki útilokað- ar. Djúpt á lausn. „Það kemur fullkomlega til greina að mínum dómi að stjórn- arandstaðan leggi fram frum- vörpin, sem sjávarútvegsráðherra hefur kynnt, og byggja á tillögum þríhöfðanefndarinnar. Auðvitað gera menn ekki slíkt að vanhugs- uðu máli, það þarf að meta hvaða áhrif hver og einn Ieikur í þessu tafli getur haft. Hitt ætti öllum að vera ljóst að það getur hver sem er tekið frumvörpin upp, Iagt þau fram og komið þeim á dagskrá í þinginu," sagði Steingrímur J. Sigfússon, alþing- ismaður og formaður sjávarút- vegsnefndar. Hann bendir á að sjómenn hafi tekið frumvörpunum heldur jákvætt sem lið í því að leysa sjó- mannadeiluna. „Þess vegna tel ég að eins og staðan er sé ekki um annað að gera en að leggja frumvörpin fram. Mér finnst eðlilegt að þau komi fyrir þingið, eins og í pott- inn er búið. Þau eru staðreynd sem liggur fyrir, eiga sér ákveð- inn aðdraganda sem ekki verður afmáður, það hlýtur því að vera eðlilegt að löggjafarvaldið taki þetta mál til sín. Verði það ekki gert er deilan komin jafnvel aft- an við byrjunarreit," segir Stein- grímur. Hann segir að sér sýnist það tilgangslaust að deiluaðilar fari að tala saman ef það er einhverj- um vafa undirorpið að frumvörp- in verði lögð fram. Flotinn er bundinn við bryggju og ekki sér fyrir enda sjómannadeilunnar. Nýjar miðlimartillögur? Ríkissáttasemjari hefur boðað deiluaðila til óformlegs fundar í dag, laugardag. Ekki er talið ólík- legt að hann muni leggja fram nýjar miðlunartillögur til lausnar verkfallinu. Það er hinsvegar enn djúpt á lausn deilunnar þótt ágreiningsmálin eigi að liggja ljósar fyrir eftir að útvegsmenn felldu miðlunartillögur ríkis- sáttasemjara. Utvegsmenn eru hinsvegar gallharðir á því að sjómenn verða að spila einhverju út ef samning- ar eiga að takast. Þar vegur þyngst krafa þeirra um breyting- ar á skiptakjörum vegna fækk- unar í áhöfn. Meðal sjómanna eru skiptar skoðanir til málsins. Vélstjórar telja að koma verði á einhvern hátt til móts við þessa kröfu útvegsmanna en aðrir sjó- menn telja að allar tillögur í þessa veru nái aldrei fram að ganga hjá þeim. Fyrir utan að vera á móti frumvarpsdrögunum þremur, telja útvegsmenn að þau séu orðin að samningsatriði á milli þeirra og sjómanna úr því að þeir síðastnefndu hafa ekki aflýst verkfalli. Sjómenn eru því ósammála. Þeir standa fastir á kröfum sínum og eru farnir að skipuleggja verkfallsvaktir. -grh/s.dór mmmmamm Nvtt símanúmer 4 6 0 2 5 0 0 1 SPARISJÓÐUR NORÐLENDINGA Skipagata 9 • Pósthólf 220 • 602 Akureyri —~r Premium miólarar W///A COMPU.TER I BIACK&DEGKER Hondverkfæri SINDRI ^ -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 • SÍMI 562 7222 • RRÉFASÍMI 562 1024 in

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.