Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 21.03.1998, Blaðsíða 1
Laugardagur 21. mars - 52. tölublað 1998 Uppsátur og verbúö á Vestfjörðum. Sjómenn landa afla. Maðurinn á kambinum gerir að fiskinum og skiptir aflanum í hluti. Mynd þessi er gerð nærri aldamátunum 1800. HlutasMpti og kj aradeilur Langvinnar deilur hafa staðið yfir milli sjómanna og útgerðar- manna um kjaramálin og eins og fyrri daginn er ágreiningurinn um hlutaskipti. Sjómenn fara fram á aukinn aflahlut og að þessu sinni er einnig deilt um kvótahlut, sem er nýtt í hluta- skiptasögunni. Hlutaskipti eru gömul aðferð til að ákveða laun sjómanna. En fleiri fengu hlut en þeir sem réru og drógu fisk. Skipið eða skips- eigandi fékk hlut eftir settum reglum. Þá var vertollur algengur og jarðaeigendum sem áttu lönd að sjó oft drjúg tekjulind. Þá fengu þeir hluti fyrir að leyfa mönnum að róa frá verstöðum í landi þeirra. Reglur um hlutaskipi hafa ver- ið mismunandi og í aldanna rás breyttist útgerð og veiðitækni mikið, en það er sama hvort róið var á tvíæringum fyrri tfða eða að sjór er sóttur með fullkomnum veiðitækjum á þúsund tonna tog- urum, hlutaskiptin eru í stórum dráttum svipuð. Nú á dögum er talað og deilt um auðlindaskatt, þátttöku sjó- manna í útgerðarkostnaði og kvótakaupum og ágreiningur um hlutaskipti er eins gamall og út- gerð og sjómennska. Vel má sýna fram á að öll þau mál sem nú valda deilum séu hefðbundin ágreiningsefni innan sjávarút- vegsins. VertoIIurinn var sá auð- lindaskattur sem útgerðarmenn urðu að sætta sig við. Oft lögðu sjómenn til sín eigin veiðarfæri og fengu þá hærri hlut. Sama er að segja um mötuna; þegar sjó- menn sáu sjáfir um fæði sitt fengu þeir meira í sinn hlut í aflaskiptum. Stundum fengu þeir hlut sem lögðu til mastur og segl og má lengi til telja alls kyns afbrigði af hlutaskiptareglum. Árabátar og handfæri I Ferðabók Eggerts og Bjarna er nokkuð skýrt frá hlutaskiptum og mismunandi reglum þar um. Minnt skal á að þeir félagar voru á ferð á árunum 1752-57. Um aflahlut í verstöðvum á Suður- landi segir: Þegar róið er til fisk- jar verður hver maður af skips- höfhinni að hafa færi, öngul og beitu og hníf, sem kallaðist sax, og auk þess að vera sjóklæddur. Allir veiða á handfæri eftir bestu getu, en að loknum róðri er afl- anum skipt í jafna hluti, því ann- ars gæti orðið of mikill munur á afla eftir heppni manna. Bátseig- andinn fær einn hlut aflans, þótt hann rói ekki með. Á Snæfellsnesi fóru hlutaskipt- in þannig fram: Tveir af skips- höfninni, venjulegast formaður- inn og annar til, skipta aflanum í fjörunni. Hlutafjöldinn sem þan- nig skiptist í fer eftir stærð skips- ins. Þannig er það undir Jökli, að afla af áttæringi er skipt í níu hluti og fær skipseigandinn þann níunda. Auk þess taka sumir stýr- isfisk og seglfisk. Eru það full- orðnir þorskar sem goldnir eru fyrir stýri og segl. Á Suðurlandi er tekinn tvö- faldur hlutur fyrir stóru skipin, en sums staðar á Vestfjörðum taka menn færahlut auk skips- hlutarins. Er það næstum eins og syðra, því að ef skipseigandinn leggur skipshöfninni til færi og öngla o.s.frv., þá taka þeir einn hlut fyrir það auk skipshlutarins. Á Eyjasandi og í Vestmannaeyj- um er skipt í enn fleiri hluti. Að lokinni skiptingu aflans fær hver sinn hlut með hlutkesti. Á Vest- fjörðum, sunnan Arnarfjarðar, er aflanum ekki skipt í fjöru, heldur er hann allur verkaður í samein- ingu til vertfðarloka og skipt þá hertum með hlutkesti. Þar sem lítið aflast af flyðru og öðrum sjaldgæfum fiskum (t.d. ein á dag), hefur hver háseti það, sem hann dregur af þeim. En þar sem mikið aflast af flyðrum, fá þeir sem þær draga, þrjá bestu bitana af þeim sérstaklega að launum. Breiðafjörður var fengsæll fram að togaraöld. I Ferðabók- inni er skýrt frá því, að frá Flatey og Oddbjamarskeri hafi róið 30- 40 bátar á vor- og haustvertíðum. Á hverjum báti var 5 til 8 manna áhöfn. Verbúðirnar standa auðar á vetrum en fyrir afnot þeirra yfir vertíðina eru Iandeigendum goldnir tíu fiskar fyrir hvern mann af bátshöfninni og jafn- mikið fyrir bátinn. Aflanum af sexæringi er skipt í sjö jafna hluti í hvert sinn. Uppsátursgjald var misjafnt. Þannig fékk til að mynda land- eigandi Selárdals í Arnarfirði 15 fiska fyrir hvern mann bátshafn- arinnar. I norðanverðri Barða- strandasýslu var fiski ekki skipt eftir hvern róður, heldur hertum í vertíðarlok. Hér er getið um nokkrar að- ferðir til að skipta afla en þær voru misjafnar eftir verstöðum og breytilegar í tímans rás. En áberandi er að svo sýnist sem Iandeigendur hafi makað krók- inn mest og best, rétt eins og kvótaeigendurnir gera nú. Eftir því sem skip voru stærri og áhöfnin fjölmennari skiptist aflinn í fleiri staði. Nú á tfmum mikillar veiðitækni og fámennra skipshafna miðað við aflabrögð- in, er sífellt nuddað um hver sé eðlilegur skiptahlutur áhafnar og hver útgerðar. Á þrengingatímum fyrri heims- styrjaldar voru stofnuð hásetafé- lög í Reykjavík, Hafnarfirði og á ísafirði. Stofnun samtakanna átti ekki síst rót sína að rekja til áforma útgerðarmanna um að breyta hlutaskiptunum og rýra hlut sjómanna. Þótt félögin væru kennd við háseta voru þau með réttu sjómannafélög, því í þeim voru allmargir formenn, véla- menn og matsveinar. Enda t'tti öll áhöfnin sömu hagsmuna að gæta þótt misjöfn væru hluta- skiptin meðal hennar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.