Alþýðublaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 2
SIGURVIN SIGRAÐI
OG VERÐUR EFSIUR
Reykjavík, EG
FRAMSÓKNARMÖNNUM hefur
gengiS illa a'ö koma saman fram-
'boðslísta í Vcstfjarðakjörtlæmi,
en þar átti að bola Sigurvin Ein-
arssyni út af listanum. Loka orr-
usta hefur nú verið háð þar og'
har Sigurvin algjöran sigur af
hólmi og mun nú skipa efsta sæti
listans, sein Ilermann Jdjnasson
áður sat.
Síðastliðið haust ákvað kjör-
dæmisráðið, að listi flokksins á
Vestfjörðum skyldi vera þannig
skipaður: Efstur átti að vera
■Bjarni Guðbjörnsson, þá Halldór
Kristjánsson á Kirkjubóli, svo
Steingrímur Hernfannsson, í 4.
6æti Gunnlaugur Finnsson frá
Hvilft í Önundarfirði og í fimmta
sæti Guðmundur Óskarsson, Pat-
reksfirði.
Sigurvin Einarsson og stuðnings
menn hans sættu sig illa við þessi
málalok og hófu því undirskrifta-
söfnun til að láta fram fara próf-
kosningu. Munu þeir hafa safnað
Talar um
samgöngu-
málahagfræði
Viðskiptadeild Háskóla íslands
hefur fengið heimsókn Aage de
la Cour, skrifstofustjóra í dönsku
hagstofunni og lektor við hag-
fræðideild Kaupmannahafnarltó-
iskóla. Aage de la Cour mun halda
fyrirlestra í samgöngumálahag-
fræði þriðjudaga kl. 13.30-15.15
og miðvikudaga og föstudaga kl.
10.15—12 næstu itvær vikur og
6vo síðar á misserinu í aðrar þrjár
vikur. Fyrsti fyrirlesturinn verður
n.k. föstudag í II. kennslustofu
Háskóians. Til heimboðs þessa nýt
ur viðskiptadeild gjafar frá Lands
Jbanka íslands í tilefni 75 ára af-
mælis bankans.
eitthvað á fjórða hundrað undir-
skriftum.
Um síðustu helgi var svo haldin
mikil ráðstefna á ísafirði. Flugu
þangað Eysteinn Jónsson formað-
ur flokksins og Þráinn Valdimars-
son framkvæmdastjóri. Varð þar
úr að Sigurvin verður í efsta sæti
listans, Bjarni Guðbjörnsson í 2.
sæti, Steingrímur Ilermannsson í
þriðja sæti og Halldór á Kirkju-
bóli í fjórða sæti, en það mun hafa
verið hanin, sem miðlaði máium í
þessari miklu deilu Framsóknar-
manna með því að draga sig í hlé
og segja, að sér væri nákvæm-
lega sama, hvar á listann hann
yrði settur.
Bonn og Búkarest
taka upp samband
MOSKVU, 31. jan. (NTB-Reuter-
AFP) — Þáttaskil urðu í dag í
sambúð Vcstur-Þýzkalands og
Rúmeníu, þegar utanríkisráö-
herrar landanna, Willy Brandt og
Corneliu Manescu tilkynntu aó'
löndin hefðu teklð upp stjórn-
málasamband. Stjórnir landanna
munu fljótlega skiptast á sendi-
herrum, og WiIIy Brandt liefur
þegið boð urn að heimsækja Búka-
rest.
Samtímis herma áreiðanlegar
heimildir í Moskvu, að sovézkir
leiðtogar hafi ákveðið að boða ut-
anríkisráðherra Varsjárbandalags-
landanna saman til fundar á næst-
unni, sennilega í Austur-Berlin
eftir tvær vikur. Fyrir tveimur
dögum gerði sovétstjórnin heiftar
lega árás á Vestur-Þjóðverja í orð-
sendingu til vesturveldanna, og er
talið að með þessu hafi Russar
viljað vara Austur-Evrópuríki við
þeim hættum, sem séu því sam-
fara að koma á stjórnmálatengsl-
um við Bonnstjórnina. í orðsend-
ingunni sagði, að nazismi væri í
uppgangi í Þýzkalandi og nýr Iiitl-
er á næsta leiti.
Fyrirhugaður utanríkisráðherra
fundur stendui- í beinu sambandi
við þessa viðvörun, þótt önnur
mál beri á góma eins og þróun
mála , Kína. Talið er, að sovét-
stjórnin telji að það sé um seinan
að koma í veg fyrir að lönd eins
og Ungverjaland og Búlgaría taki
upp stj órnmálasamband við Vest-
ur-Þjóðverja, en hins vegar telur
hún að löndin í Austur-Evrópu
geti fengið Vestur-Þjóðverja til
að gera fleiri tilslakanii’, standi
þau öll saman.
Ekki er vitað hvað Rússar eiga
við í þessu sambandi, en talið er
að reynt verði að fá Bonnstjórn-
ina til að viðurkenna vesturlanda-
mæri Póllands (Oder-Neisse-lín-
una) og lýsa því formlega yfir, að
Múnchensamningurinn um afsal |
Súdetahéraðanna í Tékkóslóvakíu
Kínverjar fordæma
„franska fasista"
Peking 31. 1. (NTB-Reuter.)
Hundruð Kínverja efndu til mót
mælaaðgerða í dag fyrir utan
franska sendiráöið í Peking. Slag
orð eins og „franskir fasistar" voru
máluð á veggi sendiráðsbyggingar
innar. s Kínverjar mótmæltu hand
tökum og meintum misþyrming
um á kínvxerskum stúdentum sem
reyndu að ráðast á sovézka sendi
I ráðið í París á föstudaginn.
I Táningar hræktu á bifreið
| fransks diplómats, sem ók inn á
| baklóð sendiráösins, en aðalinn-
gangurinn var lokaður þegar að
gerðirnar hófust. Mótmælin voru
hins vegar ekki eins hatursfull
og víðtæk og við sovézka sendiráð
ið, sem hefur verið í hálfgerðu
umsátursástandi síðustu sex daga
Þar hafa verið máluð slagorð með
kröfum um, að Kosygin forsætis
ráðherra, Bresjnev flokksritari og
Tito forseti verði hengdir, steikt
ir, skotnir eða brenndir lifandi, og
að mölbrjóta verði ,hundahöfuð“
þeirra Kosygins og Titós.
★ FJARLÆGÐU PLÁSTRA.
Fyrir utan franska sendiráðið
Framhald á 13. síðu.
frá 1938 sé dauður og marklaus.
Einnig er hugsanlegt, að sovét-
stjórnin geri nýja tilraun til að fá
Vestur-Þjóðverja til að viður-
kenna Austur-Þýzkaland sem ríki,
að minnsta kosti táknrænt.
★ RÚSSAR VARKÁRIR
Iíeimildirnar segja, að sambúð
Austur-Evrópu og Vestur-Þýzka-
lands hafi skapað fjölmörg flókin
vandamál. En vegna ástandsins í
Kína gæta valdhafarnir í Kreml
ýtrustu varkárni til að koma ekki
af staað nýrri ólgu og sundur-
þykkju í Austur-Evrópu, enda gæt
ir þar nú þegar upplausnartil-
hneiginga.
Á fundi í miðstjórn sovézka
kommúnistaflalkksins í síðasta
mánuði mun Bresjnev flokksritari
hafa varað við hvers konar aðgerð-
um, sem haft gætu óheppileg á-
hrif í Austur-Evmópu og sagt að
Pússar yrðu í stefnu sinni að virða
jafnrétti Austur-Evrópuríkjanna í
orði sem á borði. Nýlega var Tito
forseti í Moskvu, og fyrir tveim-
ur vikum fóru Bresjnev, Kosygin
forsætisráðlierra og Podgorny for-
seti í leyniheimsókn til Póllands
að ræða við pólska leiðtoga um
afstöðuna til Vestur-Þýzkalands.
í' Varsjá sagöi Edward Ocliab
forseti í dag, að ekkert nýtt hefði
komið fram í yfirlýsingu Bonn-
stjórnarinnar um að hún sé fús
til að koma sambúðinni við Aust-
ur-Evrópu í eðiifest horf, en ör-
vggi Austur-Þýzkalands væri horn
steinn friðar í Evrópu. í Bonn
sagði talsmaður stiórnarinnar. von
Hase. að með stiórnmálatongslum
Vestur-Þýz’kalands og Rúmeníu
hefð; fvrsta skrefið verið stigið á
beirri braut, sem Kiesínser kanzl
ari markaði í yfirlvsingu sinni um
minnkun spennunnar í Evrópu.
Góðviðri
Óvenjugott veður hefur ver-
ið í Reykjavík undanfarna
daga. Er mjög óvenjulegt að
slík veðurblíða sé hér í byrj-
un þorra og er jafnvel sums
staðar farið að bregða
grænni gróðurslikju á garða,
Eins og að líkum lætur
reynir fólk cg þá ckki sízt
ungviöið að notfæra sér
góða veðrið eins og kostur
er á. Myndin var tckin í gær
í Bankastræti og sleikja
krakkarnir ísinn eins og um
mitt smnar væri. Mynd: Bj.
Bj.
Belgar styðja
beiðni Breta
Brússel 31. 1. (NTB).
Opinber talsmaður sagði í dag
í tilefni af heimsókn Wilsons, for
sætisráðherra Breta, og Browns
utanríkisráðhei’ra að belgíska
stjórnin styddi tilraunir Breta til
að fá aðild að Efnahagsbandalag
inu. Mikil leynd hvílir yfir við
ræðum Wilsons við belgíska ráð
herra og hefur Wilson beðið belg
ísku stjórnina að halda viðræð
unum algerlega leyndum.
Wilson og Brown hafa nú heim
sótt höfuðborgir tveggja EBE -
landa, Róm og París. ftalir hafa
lýst yfir stuðningi við brezka að
ild, cn Frakkar sögðu hvorki já
né nei. í hinum EBE-löndunum
Hollandi, Luxemburg og Vestud
Þýzkalandi getur Wilson vænzt
stuðnings við brezka aðild.
2 1- febrúar 1967
ALÞYÐUBLAÐIÐ