Alþýðublaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 3
Síöustu oröin frá Apollo: NEw York 31. 1. (NTB-Reuter.) ,Við brennum bjargið okkui' út“ voru síðustu orðin sem heyrðust frá geimförunum Gi'issom, White og Chaffee í Apollo-geimfarinu, að því er „New York Times” hefur eftir verkfræðingi, sem rannsak að hefui' segulbandsupptöku á sam tölum geimfaranna og stjórnar- stöðvarinnar. Geimfararnir voru jarösettir í dag. Eldsvoði minriir á Ápolloslysið SAN ANTONIO, Texas, 31. jan. (NTB-Reuter) — Einn bandarískur flugmaður beið bana og annar særðist alv- arlega þegar eldur kom upp í Iíkani af geimfari í San Antonio í Texas. Slys þetta minnir á brunann í Apollo- geimfarinu á Kennedyhöfða Framhald á 15. síðú, i Chaffee, Grissom og White, lömdu og börðu í lúguna til þess að komast út, en hún haggaðist i ekki, enda notuðu þeir ekki litla öxi sem venjulega er notuð til að opna lúguna. Fyrsta vísbendingin um að eithvað hefði komið fyrir kom þegar einn geimfaranna sagði rólegur „Bruni ég finn brunalykt." Síðan liðu tvær sekúndur „Eldur í stjórnklefanum”, hrópaði White þá og var nú hvass í rómnum og óþolinmóður. Síðan liðu þrjár sek úndur og þá hrópaði einn geimfár anan ofsahræddur: „Það er gífur legt bál í klefanum.* Ekkert heyrð ist í sjö sekúndur en þá heyrðist mikill umgangur og loks hrópaði Chaffee. „Við brennum —bjarg ið okkur út.“ Frásögn „New York Times“ hef ur ekki verið staðfest, og sérfræð ingar á Kennedyhöfða draga í efa að hinir velþjálfuðu geimfarar hafi reynt að opna lúguna án þess að nota öxi þá, sem sérstaklega er til þess .ætluð. Það hefði átt að taka þá tvær mínútur að opna lúg una eftir að þeir hefðu losað ör yggisbeltin. GRAFHÝSt LENINS LOKAÐ Tveggja og hálfsmete.rs háum skíögaröi var slegið upp í nótt um hverfis grafhýsi Leníns og til- kynnt hefur verið að grafhýsið verði lokað í þrjá mánuði, „vegna viðgerða". Hin raunverulega á- stæða er talin sú að yfirvöld vilji afstýra því að atburður eins og sá sem varð í síðustu viku þegar kínverskir stúdentar og sovézkir lögreglumenn flugust á á Rauða torginu endurtaki sig. Enn eru um 100 kínverskir stúd entar í Moskvu og fleiri stúdentar munu koma við í Moskvu á leið sinni til Kína frá vestrænum ríkj um. Skíðgarðurinn stuðlar ef til vill að því, að Kínverjar efni til nýrra mótmælaaðgerða. í dag komu þrír kínverskir blaða menn til Rauða torgsins og tóku ljósmyndir af skíðgarðinum. Einn ig reyndu þeir að komast að gröf Stalíns, en sovézkir lögreglumenn sáu til ferða þeirra og hurfu Kín verjarnir við svo búið. berklavarnir á íslandi Reykjavík — OÓ. Formaður framkvæmda-- nefndar Alþjóðaheilbrigðis-. málastofnunarinnar, WHO, dr. James Watt kom til Reykjavík ur í gær ásamt eiginkonu sinni. Mun hann dvelja hér í tvo daga og er aðalerindi hans að kynna sér berklavarnir á ís- landi. Dr. Sigurður Sigurðs- son, landlæknir og fyrrverandi berklayfirlæknir, tók á móti hjónunum og mun hann í dag sýna dr. Watt Heilsuverndar stöðina og vinnuheimilið að Reykjalundi. Dr. Watt kemur hér við á leið frá Genf til Bandaríkj- anna, en í Genf sat hann fund fi'amkvæmdanefndarinnar, en í lienni eiga sæti 24 menn. Starfaði nefndin að undirbún ingi aðalþings stofnunarinnar sem haldið verður í maímán uði n,k. Alls eru um 125 að ildarríki að WHO, sem er starf rækt á vegum Sameinuðu þjóð anna og er stærsta sérstofn un samtakanna. Geta má þess að aðildarríki heilbrigðismála stofnunarinnar eru fleiri en Sþ. Dr. Watt ræddi við frétta- menn rétt eftir að hann sté á land í Reykjavík. Hingað kom hann frá. Danmörku en þar kynnti hann sér berklavarnir, en Danmörk og ísland standa öðrum þjóðum framar í þeim efnum, Sagði hann að mjög væri lærdómsríkt að kynnast þeim ráðstöfunum sem íslend ingar hefðu beitt til að vinna bug á berklaveiki, enda væri árangurinn undraverður. Berkl ar eru enn skæður sjúkdómur víða um heim en það hefði sýnt sig hér að mögulegt er að útrýma veikinni og gæti for dæmi íslendinga komið öðrum þjóðum að góðum notum. Sökum legu landsins er ís- land mjög vel fallið til rann- sókna á útbreiðslu ýmissa sjúk dóma og rannsókna á þeim. Mun dr. Watt einnig kynna Frambald á 15. síðu. FÉLAGSVIST Félagsvist verður í Lídó fimmtudaginn 2. febrúar og hefst kl_ 8.30 stundvíslega. Hefst þá ný þriggja-kvölda keppni. Auk venjulegra kvöldverðlauna og lieildarverðlauna verður veitt að þessu sinni verölaun Kenwood-liandrafmagnslirærivél. Skemmti atriði kvöldsins annast listafólkið LES CONRADI. Dansaö til kl. 1. Hljómsveit Ólafs Gauks leikur fyrir dansinum. Benedikt Gröndal, alþingismaður, flytur ávarp. ATHUGIÐ að koma nógu tímanlega til þess að sleppa við rúllugjald. Húsið opnað kortér fyrir 8. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. Milljón ekki lengur á valdi Vietcongs : SAIGON, 31. jan. (NTB-Reuter) ■ — Bandarískir hermenn í Viet- J nam hafa fundið mikilvægt Viet- : congskjal, sem segir aö Vietcong ; eigi í miklum erfiðleikum með að' ■ fá nýliða í herinn og að hreyfing- : unni hafi ekki tekizt að fá al- ; menning á sitt band. í skjalinu ■ segir, að Vietcong hafi glatað yf- ■ irráðum yfir einni milljón manna á landsbyggðinni síðan sókn Bandaríkjamanna hófst snemma árs 1965. í skýrslunni segir, að helming- ur íbúanna á landsbyggðinni sé á valdi Vietcong, en hreyfingin hef- ur lengi haldið því fram, að fjórir af hverjum fimm íbúum Suður- Vietnam væru á yfirráðasvæðum hennar. Þá segir, að 4 milljónir búi í bæjum ög þorpum, sem Suð- Framhald á 13. síðu. 1. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.