Alþýðublaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 9
ara að skrifa utan á bréf til Hel- sinki heldur en austur í þá rauðu Moskvu, sem lengst af hefur ver- ið bannorð í bandarísku viðskipta- lífi. Til að byrja með verður Eput- nik gefinn út á þrem tungumálum, japönsku og rússnesku, auk ensku. Bandaríska utanríkisráðuneytið fagnar Sputnik í bandarískum bóka- og blaðasölum og býr sig nú undir að krefjast sömu rétt- inda fyrir Reader’s Digest í Sov- étríkjunum og Sputnik nú nýtur í Bandaríkjunum. Ekki er talið að muni standa á Rússum í þeim efn- um. í gildi er nefnilega samning- ur milli landanna um menningar- leg samskipti, þar sem meðal ann- ars er kveðið svo á að Rússar megi í hverjum m'ánuði • selja 60 þús- und eintök af „Soviet Life“ í Bandaríkjunum, en á móti mega Bandaríkjamenn selja í Rússlandi 60 þúsund eintök af tímariti, sem þeir gefa út á rússnesku og kalla Amerika. Geta má þess, að Rúss- ar hafa aldrei fullnýtt heimild sína til þess að selja 60 þúsund eintök. Ef til vill hafa Rússar í huga á næstunni að fjölga útgáfum þessa rits, en ekki hefur þó heyrzt um að kínversk útgáfa sé í undirbún- ingi. Næsta hefti af Sputnik kem* ur í febrúar og þá verður frain- hald á igreininni um atómsprengj- una og því áreiðanlega lýst yfir, að það hafi verið Rússar, sem fundu hana upp og engir aðrir. Sprengjan er hinsvegar þegar til í kinverskri útgáfu eins og menn vita fiestir mæta vel. Þessi sovézka helgimynd er frá 16. öld og birtist í Sputnik. A bak við Jesús, neðst á myndinni, cr talið vera eitthvað sem líkist geim- skipi, að því sagt er í Sputnik. RAUÐI KROSS ÍSLANDS, REYKJAVÍKURDEILD. Hi'nn árlegi • • Oskudagsfagnaður verður haldinn í súlnasal Hótel Sögu að kvöldi öskudags þann 8. febrúar nk. Borðhald hefst kl, 19.30. Skemmtiatriði og dans, vinsamlegast tryggið yður aðgöngumiða hjá skrifstofu R.K.Í. Öldugötu 4, sími 14658. Húsinu lokað kl. 20.30. Hátíðarbúningur. Ágóða varið til Rauða kross starfsins. Verkaltvennafélagið Framsókn. Skemmtifundur fimmtudagskvöldið 2. febrúar kl. 8.30 í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Kvikmyndasýn- ing — Kaffidrykkja — Fleira ef tími vinnst til. Félagskonur, takið með ykkur ferðafélaga frá ferðinni í sumar. — Hafið með ykkur myndir. Mætum vel og stundvíslega. STJÓRNIN. ÚTSALA HERRADEID UPPI: Karlmannaföt Karlmannabuxur Stakir tweed Gallabuxur Leðurlíkis j akkar verð frá kr: 595.- verð frá kr. 350. á kr: 875, verð frá kr: 150.- á kr: 475, Karlmannafrakkar mjög ódýrir. HERRADEID NIÐRI: Karlmannaskyrtur nylon Drengjaskyrtur nylon Terylene-bindi Einnig náttföt og margt fleira við lágu verði. DÖMUDEILD: Afsláttur á öllum kvenkápum verð frá kr: 975.— Dragtir verð frá kr: 500.— Kjólar verð frá kr: 695.— Pils verð frá kr: 350.— Blússur og margt fleira. KOMIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP verð frá kr: 95.— verð frá kr: 75.— verð frá kr: 50.— 1. febrúar 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.