Alþýðublaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 15
 TÆKNiSKÓLA ÍSLANDS vantar FIMM HUNDRUÐ FERMETRA HÚS- NÆÐI fyrir bóklega kennslu frá og með næsta skólaári. Þeir sem vilja selja eða leigja til nokkurra ára gjöri svo vel að hringja fyrir 10. febrúar nk., símar 19665 og 51916. TILBOÐ óskast í eftirfarandi: 1 stk strætisvagn Volvo ‘51, 1 stk yfirbyggð vörubifreið Ford ‘42, 3 stk. Loftþjöppur Sulli van 210 cfm., 1 stk þriggja-tromlu götuvaltari Buffalo 14 tonna, 1 stk miðstöðvarketill ca. 15 ferm. Enr.fremur 2 stk. hjólbarðar 2100x24“. Ofangreint verður til sýnis í porti Vélamið- stöðvar Reykjavíkurborgar, Skúlatúni 1, fimmtudaginn 2. og föstudaginn 3. febrúar nk. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri, Vonar stræti 8, föstudaginn 3. febrúar nk. kl. 16.00. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar. ásiííiftasími Aiþýðublaðsins er 14900 ífirmaður... Framhald af 3. slöu sér útbreiðslu kynsjúkdóma bér, en þeir bafa færzt mjög í vöxt í Evrópulöndum og í Bandaríkjunum undanfarin ár. Mikið dró -úr þessum sjúkdóm um um miðjan síðasta ára- tug en aukmngin hefur að sama skapi verið mikil síöan um 1960, en nokkuð mismunandi eftir löndum. Ekki er vitað með vissu hvað veldur en sú tilgáta hefur komið fram að sí aukin ferðalög landa á milli eigi sinn þátt í þessari ugg vænlegu þróun. Alþjóða heilbrigðismálastofn unin hefur nú starfað í 18 ár og hefur árangur af samstarfi margra þjóða að heilbrigðis- málum verið undraverður á mörgum sviðum. Stærstu verk efni stofnunarinnar til þessa er útrýming malaríu og bólu- sóttar. Malaría er mjög út breiddur sjúkdómur en á að eins 10 árum hefur tekizt að útrýma honum af helmingi þeii-ra landssvæða sem hann herjaði áður. Á þessum svæð um búa alls um 400 milljónir manna. Þar sem malaría herjar enn er aðallega í frumskógum og öðrum illa aðgengilegum landssvæðum, þar sem erfiðara verður að fást við veikina en þar sem henni hefur verið út rýmt þegar. Þó standa vonir til að á næstu 10 árum verði mögu legt að útrýma henni þar einn ig og hefur þá verið sigrast á einum skæðasta sjúkdómi sem hrjáð hefur mannkynið. Dr. Watt sagði að þótt kostnað ur við aðgerðh- sem þessar væri »-mikill væri enn dýrara fyrir þjóðir heimsis að hafast ekki að og láta sjúkdóma afskipta lausa sem annars er hægt að út rýma. Dr. Watt er Bandaríkjamað ur og aðalfulltrúi lands síns hjá Alþjóða heálbrigðismálastofn.-< uninni og varalandlæknir Bandaríkjanna. Kona hans er barnalæknir og mun hún kynna sér barnasjúkdóma hér á með an á dvöl þeirra stendur. Eldsvoði Framhald «f 3. siðu. þar sem þrír geimfarar biðu bana. . Flugmennirnir voru við venjuleg eftirlitsstörf í þrýstiloftsklefa stofnunar er fjallar um læknisfræðileg vandamál í sambandi við geimferðir, þeigar eldurinn kom upp. 1 þrýstiloftsklef- anum, þar sem tilraunir voru gerðar með kanínur, var andrúmsloftið hreint súrefni. Bruninn á Kenne- dyhöfða varð einnig í hreinu súrefnis-andrúmslofti. Geimfarárnir þrír, sem fórust á Kennedyhöfða, Vir- gil Grissom, Edward White og Roger Chaffee, voru jarð- settir í dag. Tilkynning til allra þeirra, sem nota gas- og súrhylki. At- hygli er vakin á 120. gr. brunaanálasamþykktar fyrir Reykjavík. „Á vinnustöðum skal eigi hafa fleiri gas- eða súrhylki en til daglegra nota, og skal þeim kom ið fyrir á sérstökum vögnum, svo að auðvelt sé að flytja þau úr stað. Þar skulu festar upp áskoranir á áberandi stöðum um, að menn komi hylkjunum strax á öruggan stað, ef eldsvoða ber að höndum. Þegar vinnu er lokið, skal öllum gas- og súr- hylkjum komið fyrir á einum stað nálægt út- göngudyrum, og skal staðurinn og dyrnar að utan auðkenndar þannig, að slökkviliðið geti fundið hylkin tafarlaust“. Gerð hafa verið skilti, sem verða til sölu hjá ísaga hf., og er öllum, sem nota gas- og súrhylki skylt að kaupa slík skilti og setja þau upp samkvæmt fyrirmælum eftirlitsmanns eld- varnaeftirlitsins. Reykjavík, 30. janúar 1967. Slökkviliðsstjóri. Trésmiðafélag Hafnarfjarðar. Abalfundur Trésmiðafélags Hafnarfjarðar verður haldinn mánudaginn 6. febrúar kl. 8.30 í félagsheimil- inu. Fundarefni: 1. Aðalfundarstörf. 2. Kosning á iðnþing. 3. Gæðamatsnefnd. 4. önnur mál. Félagar fjölmennið. STJÓRNIN. 1. febrúar 1967 -• ALÞÝÐUBLAÐIÐ J5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.