Alþýðublaðið - 01.02.1967, Blaðsíða 7
□1/31
□1/n i
k
IVIenn í öndvegi
Menn í öndvegi:
GISSUR JARL
eftir Ólaf Hansson. 152 bls.
SKÚLI FÓGETI
eftir Lýð Björnsson. 100 bls.
ísafoldarprentsmiðja h.f.
(1966).
BÆKUR þessar tvær eru hinar
fyrstu í flokki „lítilla handhægra
tita um ýmsa menn sem á liðnum
iildum hafa borið (!) einna hæst
í iífi þjóðarinnar í menningarleg-
Um, stjórnmálalegum og trúarleg-
lim efnum,” segir ritstjóri bóka-
flokksins, E. J. Stardal, í formála
fyrir Gissuri jarli Ólafs Hans-
sonar. „Hugmyndin er að út verði
gefin bók um einhvern einstakan
fulltrúa frá fiestum tímabilum ís-
landssögunnar. Þessar bækur eru
ekki ætlaðar fræðimönnum til
þess að finna þar ný sannindi eða
kenningar, heldur æskufólki sem
vildi kynnast fleiru en skyldu-
nám skólanna leggur þeim á herð-
ar og einnig þeim meðal hins al-
menna lesanda (!) er auka vildi
þekkingu sína um þvílík efni.”
Samkvæmt þessu eru boðaðar á
næstunni bækur í flokknum um
Jón Loftsson, Hallgrím Pétursson,
Jón Arason og Jón Sigurðsson.
í bók Ólafs Hanssonar er saga
Ólafur Ilansson.
Gissurar Þorvaldssonar rakin eftir
heimildum ljóst og skilmerkilega,
en lítil tilraun gerð til að skyggn-
ast að baki þeirra. Telur höfund-
ur þó að minnsta kosti Sturla
Þórðarson hafi hallað verulega á
Gissur í frásögn sinni, og hefði
mynd jarlsins orðið önnur með
þjóðinni með hlutlausari sögurit-
un. „Gissur Þorvaldsson fæddist
í þennan heim, inn í þetta póli-
tíska og siðferðilega upplausnar-
ástand á íslandi þrettándu aldar,
Lýður Björnsson.
og hann var auðvitað barn sinn-
ar aldar.. Margir þeir lestir, sem
liann hefur hlotið mest ámæli
fyrir, eru almennt einkennandi
fyrir aldarfarið. En mannfólkinu
er nú einu sinni þannig farið að
það vill hafa einslaklinga til að
lofa eða níða, og því liættir til
að sleppa öllum blæbrigðum, sjá
allt í svörtu og hvítu. — Gissur
Þorvaldsson hefur orðið fyrir því
óláni að almenningsálitið hefur
dregið alla lesti Sturlungaaldar
i saman í honum eins og í brenni-
depli. Og þetta hefur gert mynd
þjóðarinnar af honum óhæfilega
dökka,” segir Ólafur í upphafs-
kafla sögu sinnar, og hann leggur
enn áherzlu á þetta í niðurlagi
bókarinnar: „Menn eru að verða
þreyttir á sleggjudómum siðferði-
legrar sagnaritunar, tilhneiging-
unni til að draga sögulegar per-
sónur í dilka sem góða menn eða
vonda. Og það er svo lengi og
rækilega búið að níða Gissur Þor-
valdsson jarl hér á landi, að við
ættum að geta látið það niður
falla um sinn og reynt að mynda
okkur raunsæjar skoðanir um
þennan sérkennilega persónuleika
og stórbrotna höf'ðingja.” Það er
sem sagt hin dökka mynd jarls-
ins í alþýðlegri söguskoðun og
skáldskap sem Ólafur Hansson
vill hnekkja, hann leitast við í
staðinn að draga upp mynd af
raunsæjum stjórnmálamanni og
höfðingja, mikilhæfum manni sem
að vísu hlýtur að lúta þróun -sam-
félagsins og stjórnmálanna hér
heima og í Noregi; með þessu
móti veitir bók hans nokkurt yfir-
lit yfir atburði Sturlungaaldar
og verður sjálfsagt handhægt rit
sögunemendum. En ekki verður
sagt að nýjung sé að þessari
sko'ðun Gissurar, nema þá kann-
ski í barnaskólum: og ber ekki
mikið í milli lýsingar Óiafs á
Gissuri og þeirra sem síðast hafa
ritað um tímabilið í heild, Björns
Þorsteinssonar í Nýrri íslands
sögu og Jóns Jóliannessonar í ís-
lendinga 'sögu. Skiptir þá minnstu
máii hvort „dyggðir” og „lestir”
aldarfarsins eru kaliaðir „kristnir”
eða „heiðnir”, en út af því máli
hefur Björn gert ágreining við
Ólaf. Er hann þó kunnari fyrir
annað en lasta bækur kollega
sinna á prenti.
Gissur jarl er þokkalega skrif-
uð bók en tilþrifalaus, og kann
að gjalda þess með köflum að
henni er ekki ætlað nema endur-
segja heimildir sínar, einkum
Sturlungu. Ólafur Hansson er and-
vígur „siðferðilegri sagnaritun,”
en er þó engan veginn frábitinn
því að fella sjálfur siðferðilega
dóma um söguhetjurnar, og er
gaman að fylgjast með þeim i
bókinni. „Lífskúnstneri” og „ar-
istókrat” eru allgóðar einkunnir
í hans rrranni, og hljóta þær bæði
Gissur jarl og Snorri Sturlu-
son sem náttúrlega er líka „snill-
ingurinn í Reykholti”; óvænlegra
mun að heita „ribbaldi” eins og
Kolbeinn ungi, „fljótfær og grunn-
hygginn” eins og Sturla Sighvats-
son, en verst að vera bara „ein-
föld sál” eins og Þorgils karlinn
skarði.
Lýður Björnsson segir sögu
Skúla fógeta með hliðstæðum
hætti við Ólaf Hansson, leitast við
að draga upp raunsæja mynd af
ævi og starfi söguhetju sinnar.
Hann haínar söguskoðun barna-
skólans þar sem Skúla er lýst sem
nálega gallalausri frelsishetju sem
á í höggi við skúrka í kaupmanna
stétt, þröngsýna landa sína og ó-
vinveitt stjórnarvöld, en ber eigi
að síður sigur úr býtum. „Mál-
| flutningur af þessu tagi átti að
! sjálfsögðu sinn þátt í að sameina
j og hvetja íslendinga í sjálfstæð-
isbaráttunni, en nú, er lokasigur
j Framhald á bls 14.
Jónas Árnason
Friðjón Sveinbjörnsson (Unndór Audmar), Geir K. Björnsson (Leifur
Róberts), Þórliildur Loftsdóttir (Guðrún Egis.)
Ungmennafélagið Skallagrímurí
DELERÍUM BÚBÓNIS
eftir Jónas og Jón Múla Árna-
syni
Lögin við söngvana samdi
Jón Múli
Leikstjóri: Jónas Árnason
ÞAÐ er skemmtileg venja, ef það
er þá orðin venja, að leikfélög
utan af landi komi öðru hverju í
heimsókp til Leikfélags Reykja-
víkur og sýni leikhúsgestum í
höfuðstaðnum listir sínar. í fyrra
kom Leikfélag Akureyrar og lék
Bæinn okkar; nú er það ung-
mennafélagið Skallagrímur úr
Borgarnesi sem sýnir Deleríum
búbónis á fimmtíu ára afmæli
sínu. — Þó vai’Ia sé almennur
almennur áhugi á slíkum sýning-
um eiga þær þó tiltekinn áhorf-
endahóp vísan þar sem eru fornir
sveitungar fluttir suður-sem munu
kúnna vel að meta heimsóknir
sem þessa. Sú varð minnsta kosti
raunin í Iðnó á sunnudaginn. —
Sýningu Skallagríms var virkta-
vel tekið af fullsetnu húsi áhorf-
enda.
Delerium búbónis varð á sín-
um tíma afarvinsæll leikur, fyrst
í útvarpi, síðan á sviði; og síðar
hafa ýms leikfélög út um land
tekið leikinn upp. Að líkindum
hentar hann áhugamönnum á
ýmsan hátt vel, fjör hans og
fyndni og farsaleg tiltæki, alkunn
og vinsæl tónlist Jóns Múla. En
að sjálfsögðu þarf liæfileikafólk
til að leikurinn njóti sín rétti-
lega; hvert einasta hlútverk ger-
ir nokkra kröfu til leikandans;
hér þarf umfram allt eigin kímni-
gáfu og svolitla söngrödd til
brunns að bera. Það var ekki nema
vonlegt að leikendum Skallagríms
gengi misjafnlega að uppfylla
þessi lágmarksskilyrði. Og það
verður með engu móti sagt að
Deleríum búbónis sé beinlínis
„sígilt grín,” þvert á móti: fyndni
leiksins er dægurbundin, revíu-
fyndni. Upprifjun leiksins sýndi
ljóst hve fljótt fellur á slíkt gam:
an þegar frá líður, það slitnar og
velkist með aldrinum æ því meir
í Iðno
sem upprunalegt tilefni þess
fjarlægist. Söngvarnir eru óneit-
anlega höfuðprýði leiksins sem
langbezt heldur sér; þar nýtúr
sín hagmælska Jönasar Árnason-
ar betur en í lausu máli, og lög
Jóns Múla eru alla daga mjög svo
áheyrileg.
Forvitnilegast við sýninguna á
sunnudag var að fá að sjá Jónas
Árnason sjálfan á sviðinu, en
hann lék hlutverk jafnvægismála-
ráðherra og annaðist einnig leik-
stjórn. Þetta var skemmtilegt.
Jónas fór kímilega og óþvingað
mcð hlutverkið, þótt framsögn
hans væri óskóluð; liann fór af
list og prýði með þingræðu ráð-
herrans um litlu börnin og söng-
vísurnar nutu sín náttúrlega hið
bezta í meðförum hans. Jónas nýt-
ur þess á sviðinu hve langur hann
er og hefur sveigjanlegt og teygj-
anlegt andlitsfall; en að visu
minnti framganga hans fremur á
brezkan og blaseraðan ihalds-
mann en íslenzkan auðbrallara.
Og leikstjórn hans, með aðstoð
Hilmis Jóhannessonar, virtist al-
veg fullnægjandi efnum leikend-
anna.
Af öðrum leikendum er einkum
að geta Hilmis Jóhannessonar og
Freyju Bjarnadóttur, Ægis Ó. og
Pálínu Ægis, sem sýnilega eru
bæði með helztu leikúrum í Borg-
arnesi, heimavön á sviðinu. Það
voru skopleg tilþrif í leik Freyju
með köflum, ekki sízt „aríusöng”
þennar og viðureigninni við atóm-
skáldið í þriðja þætti. En aðrir
sem. við söguna koma eru Þór-
hildur Loftsdóttir (Guðrún Æg-
is), Geir K. Björnsson (Leifur
Róberts), Sigriður Héðinsdóttir
(Sigga vinnukona), Friðjón Svein-
björnsson (Unndór Andmar),' Jón
Kr. Guðmundsson (Einar í Eini-
berjarunni), Þórður Magnússon
(Grímur bílstjóri). í lýsingu at-
ómskáldsins verða broddárnir
einna bcrastir í spaugi leiksins,
og Frið.ióni Svoinbjörnssyni tókst
að gera úr honum býsna hlálega
fígúru. En ekki skil ég hvers
vegna Andmar var útbúinn í lík-
ingu við Castro á Kubu. — Ó.J.
I
1. febrúar 1967 ~ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 'J