Dagur - 04.07.1998, Page 4

Dagur - 04.07.1998, Page 4
r tr 20 — LADGASD'AGUR 4. JÚltl998 -Thgttr MENNINGARLIFIÐ I LANDINU bókaBI Elias Snæland Jónsson ritstjóri HILLAN Warshawski í verkfalli Sara Paretsky hefur sent frá sér nýja skáldsögu eftir nokkurt hlé. Það mun vafalaust koma aðdá- endum hennar á óvart að þar fer einkaspæjarinn V.I. Warshawski ekki með aðalhlutverkið, enda er „Ghost Country" alls ekki saka- málasaga. Þessi fræga söguhetja glæpasagnanna er að sögn höf- undarins í „tímabundnu verkfalli" - en mun snúa aftur innan tíðar. „V.I. hefur verið Iifibrauð mitt öll þessi ár, en samt er hún sögu- persóna sem getur ekki borgað reikningana sína,“ segir Sara. „Sumir höfundar skapa spæjara sem eru ríkir og glæsilegir, en það eina sem ég hef leyft V.I. upp á síðkastið er að fá sér farsíma. Svo ég er ekkert hissa á því að hún sé komin í verkfall!“ Heillaðist af Chicago Sögurnar um einkaspæjarann Warshawski gerast allar í Chicago þar sem Sara hefur átt heima síð- an á sjöunda áratugnum. Hún fæddist í Iowa fyrir fimmtíu árum, ólst upp í Kansas og lauk þar há- skólaprófi. Síðan hélt hún til stór- borgarinnar við Michiganvatnið í leit að vinnu og heillaðist svo af Chicago að hún getur ekki hugsað sér að búa annars staðar. Hún vandist snemma á að vinna meðfram náminu. „Eg hef séð um mig sjálf síðan ég var sautján ára,“ segir hún. „Fyrst fór ég í uppvask, svo varð ég ritari og vann síðan í einn áratug sem markaðsfulltrúi hjá tryggingafyrirtæki. Eg skrifaði þrjár fyrstu skáldsögurnar á kvöld- in og nóttunni. A sama tíma var ég að kenna, söng í kór og sá um heimilið íyrir eiginmann minn og þijá stjúpsyni. Þegar ég lít til baka finnst mér að ég hljóti að hafa ver- ið bijáluð að gera þetta allt í einu. Eg gæti alls ekki gert það núna.“ Hún vann einmitt sem ritari við háskólann í Chicago þegar hún hitti núverandi eiginmann sinn, Wright prófessor f eðlisfræði. Hann hafði misst fyrri konu sína fjórum árum áður. Tveimur árum eftir að þau hittust varð Sara „frú Wright“ og gekk þremur drengj- um í móðurstað. Hún var þá á þrí- tugsaldri. Ólík söguhetjiumi Sara nýtti þekkingu sína úr trygg- ingabransanum í fyrstu sögu sína - „Indemnity Only“ - sem kom út árið 1982, en þar reynir V.I. Warshawski að afhjúpa trygginga- svik. Á næstu árum bættust við sjö skáldsögur um þennan óvenju- lega einkaspæjara; Deadlock, Killing Orders, Bitter Medicine, Blood Shot, Burn Marks, Guardi- an Angel og Tunnel Vision. Auk þess hefur hún sent frá sér safn smásagna um Warshawski: Windy City Blues. Sara segir að þótt sumt sé líkt Sara Paretsky, höfundur bókanna um einkaspæjarann VI Warshawski. með henni sjálfri og einkaspæjar- anum sem hún skóp þá séu þær í flestu mjög ólíkar manngerðir. Sjálf sé hún nokkur dagdrauma- manneskja, en Warshawski er hins vegar skjóthuga kona sem er fljót til athafna. Þess má geta að hin kunna Ieikkona Kathleen Turner hefur Ieikið þennan einka- spæjara á hvíta tjaldinu. Næsta ævintýri Warshawskis er þegar í vinnslu. Hún gerist sem hinar fyrri í Chicago, en að öðru Ieyti er höfundurinn ekki reiðu- búinn að segja frá efni hennar. Trú á bjargvætt Sara var þrjú ár að skrifa nýju skáldsöguna - „Ghost Country" - sem gerist meðal fátæklinga í Chicago. „Eg vildi segja öðru vísi sögu,“ segir hún og þessi nýja bók fellur svo sannarlega undir þá skilgreiningu. Hún fjallar um trú manna á bjargvætt, svo sem eins og Marfu mey. Heimilislaus kona sannfærist um að blóð Maríu móður Jesús seitli úr sprungu í húsvegg þar sem hún hefur aðset- ur á götunni. Af þessu leiða marg- háttaðir atburðir, ekki síst þegar dularfull kona, Starr að nafni, birtist, en hún virðist hafa þann eiginleika að geta gert kraftaverk. Þarna er annars vegar tekið á þeirri gífurlegu misskiptingu sem er á lífsins gæðum í stórborginni en hins vegar á áhrifum trúarinn- ar á líf þeirra sem láta sannfærast. Elíní Skálholti Á jyrstu sumartónleik- unum í Skálholti verða flutt verk eftirElínu Gunnlaugsdóttur, 33 ára tónskáld. Elín Gunnlaugsdóttir tónskáld ólst upp í Tungunum og þekkir því vel til í Skálholti þótt hún taki nú í fyrsta skipti virkan þátt í Sumar- tónleikunum. Elín útskrifaðist úr tónfræðadeild frá Tónlistarskólan- um í Reykjávík árið 1993 og hóf ári síðar tveggja ára nám í tón- smíðum við Konunglega tónlistar- skólana í Haag í Hollandi, sem hún lauk í vor. Elín hefur ekki set- ið auðum höndum við tónsmíð- amar og á tónleikunum í.dag og á morgun verða flutt verk sem spanna allan hennar tónskáldafer- il. Elsta verkið er frá 1991. „Ég geti ekki sagt að ég fylgi neinni sérstakri tónlistarstefnu, ég hef áhuga á hljómum. Þetta eru samt ekki hefðbundnir hljómir svokall- aðar ldasahljómar." - Og hvað eru klasahljómar? „Þeir eru mjög ómstríðir. Ég sem samt líka laglínu, en þó ekki í hefðbundnum skilningi. Ég held Elín Gunnlaugsdóttir. ég geti sagst vera fremur ljóðrænt tónskáld. Ég pæli mikið í formi verkanna og er að gera tilraunir með þau. I Skálholti verða flutt fimm frumsamin verk Elínar og Ijórar útsetningar hennar við ís- lensk þjóðlög, sem hún hefur mik- inn áhuga á og segir að höfði til sín sem tónskálds. „Ég er hrifin af gömlum íslenskum kveðskap." Ut- setningarnar eru fluttar af söng- hópnum Hljómeyki undir stjórn Bernharðs Wilkinssonar, en hóp- urinn flytur jafnframt þrjú kór- verk, Vögguvísu, Föstusálma og Lofsöng Maríu. Tvö einleikaraverk eru svo á dagskránni. Guðni Franzson klarinettuleikari spilar „Línur" og Helga Ingólfsdóttur semballeikari flytur „Taram- gambadi". Elínu Gunnlaugsdóttur hefur verið boðið að dvelja í Skál- holti vikuna fyrir tónleikana ásamt Báru Grímsdóttur og eru þær því kallaðar staðartónskáld. -MEO Með gott veganesti Björgfékk nánast messusónginn með móðurmjólkinni. Hún lagði hjúkrunarstörfin til hliðar, lærði óperu- söng og laukfyrir skemmstuframhalds- námi. „Ef hægt er að segja að einhver hafi alist upp í kirkju þá má kannski segja það um mig. Það skýrir e.t.v. þessi sterku tilfinn- ingu mína fyrir trúarlegri tón- list,“ segir Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona. Björg fylgdi föður sínum til aftansöngs á hverjum degi á meðan hann stundaði guðfræði- nám. Faðir hennar var sr. Þór- hallur Höskuldsson heitinn og var hún dyggur fylginautur hans við messugjörðir öll sín uppvaxt- arár. „Þetta kirkjulega uppeldi er mér gríðarlega mikils virði í dag og að hafa átt þess kost að alast upp í þessum boðskap. Mér þyk- ir mjög vænt um að hafa átt þess kost að starfa með föður mínum hans síðustu ár f Akureyrarkirkju eftir að ég fór að syngja við „Söngheimurinn er mjög harður og þar koma hjúkrunargenin að litlu gagni, “ segir Björg. mynd: BRINK kirkjulegar athafnir. Það sam- starf var okkur báðum mikils virði.“ Björg er með B.Sc. gráðu í hjúkrunarfræði og starfaði sem hjúkrunarfræðingur og háskóla- lektor í átta ár. Hún hóf fyrst söngnám árið 1991 í Tónlistar- skólanum á Akureyri. „Um tíma voru hörð átök á milli hjúkrunar- fræðingsins og söngkonunnar en söngkonan vann þá lotu,“ segir Björg. „Þetta var mjög erfið ákvörðun en ég sé ekki eftir henni.“ Björg hefur stundað framhaldsnám í óperusöng við Konunglega Tónlistarháskólann í Manchester á Englandi síðast- Iiðin tvö ár. í síðasta mánuði lauk hún þar Professional Per- formance Course diplóma prófi, sem er hæsta prófgráða sem skólinn veitir. Björg hefur komið fram sem einsöngvari við mörg tækifæri, ýmist á sjálfstæðum tónleikum eða með kórum og hefur m.a. sungið einsöngshlutverk f Sálu- messu Brahms og Messíasi eftir Handel. Björg verður hér á landi í sumar við tónleikahald og söng. Nú um helgina syngur hún á tónleikum í Reykjahlíðarkirkju og Akureyrarkirkju og verður efnisskráin eingöngu helguð trú- arlegri tónlist. Þessir tónleikar eru þeir fyrstu í tónleikaröð sem nefnast Sumartónieikar á Norð- urlandi. Björg segir ýmislegt á döfinni. Hún hyggur á enn frekara nám og býðst m.a. að fara aftur til Manchester að taka þátt í ýms- um verkefnum. „Þó ég hafi Iokið þessu formlega framhaldsnámi má segja að ballið sé rétt að byrja,“ segir Björg og hlær. „Allt snýst þetta um sönghæfileikana, þeir fást ekki með prófgráðum einum. Söngheimurinn er mjög harður og þar koma hjúkrunar- genin að litlu gagni. Eftir því sem maður lærir meira og verð- ur betri, þeim mun erfiðari verð- ur baráttan. Svo nú er bara að duga eða drepast." -JV

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.