Dagur - 25.07.1998, Síða 9
■ .»!KHftíTr
B • V ' \ I V f V A VI í» ?
LAUGARDAGUR 25,
V. 1« *5>\lf
JÚLÍ 1998 - 25
barnahjúkrunarfræðingur og
sinnir mikið fötluðum og lang-
veikum börnum. Hún er í því
starfi af lífi og sál. Um tíma
gerðumst við stuðningsforeldrar
og tókum að okkur fatlaðan
dreng sem var hjá okkur í helg-
ardvöl einu sinni í mánuði. Það
er óskaplegt álag á foreldrum
fatlaðara barna og erfitt fyrir
flesta að setja sig í spor þeirra.
Þessi reynsla hefur styrkt okkur
öll og við leyfum okkur ekki að
kvarta yfir smámunum eftir að
hafa kynnst, kjarki, jafnaðargeði
og dugnaði þeirra sem láta ekki
áföllin buga sig.“
- Þið hjónin eruð húin að vera
saman síðan þið voruð 17 ára,
Hver heldurðu að sé lykillinn að
góðu hjónabandi?
„Hjón þurfa að vera afskap-
lega góðir vinir, treysta hvort
öðru, hafa sameiginleg áhuga-
mál og rækta sambandið. I
stjórnmálunum er það stundum
dálítið erfitt vegna þess að mað-
ur er mikið í burtu, vinnuálagið
er mikið og maður er oft þreytt-
ur og lúinn, með hugann við allt
annað en Ijölskylduna þegar
heim er komið. En við hjónin
erum meðvituð um þetta og
leggjum okkur fram við að rækta
sambandið."
- Mér er sagt að þú sért mikill
iþróttamaður, hafir áhuga á
hestamennsku, frjálsum íþróttum
og knattspyrnu.
„Það er reyndar mjög fátt sem
ég hef ekki áhuga á. A sínum
tíma keppti ég með KR í frjáls-
um íþróttum og var mikið í fót-
bolta. Eg er áhugamaður um
íþróttir, er í líkamsrækt og hleyp
og held mér í þokkalega góðu
formi. Hestamennska er sameig-
inlegt áhugamál okkar hjóna,
sömuleiðis göngur og við förum
alltaf einu sinni eða tvisvar á ári
í slíka ferð.
íMér líður aldrei betur en þeg-
ar ég er kominn úr skarkala
borgarlífsins og út í sveit. Eg á
jörð vestur á Snæfellsnesi ásamt
fleirum og er þar virkur þátttak-
andi í ræktun æðarfuglsins,
dúntekju og öðru sliku. Ég á
mjög erfitt með að fara í frí bara
til að gera ekki neitt. Eg nenni
því ekki. Ég fer í frí til að takast
á við önnur verkefni eins og
gönguferðir, hestamennsku og
sveitastörf."
Ómerkilegur málfLutniugiir
- Víkjum aðeins að bankamál-
unum. Nú hefur þú orðið fyrir
þvt oftar en einu sinni að gefa Al-
þingi rangar upplýsingar, er það
ekki óþægileg staða?
„Það er mjög óþægilegt að
lenda í slíkri stöðu. Ég óska eftir
upplýsingum og verð að treysta
því að þau fyrirtæki sem undir
ráðuneytið heyra gefi réttar upp-
lýsingar. Upplýsingar sem ég
fékk frá Landsbankanum og
Búnaðarbankanum voru ekki
réttar og það er mjög alvarlegt
að fara með rangar upplýsingar
inn á Alþingi. Reynslan hefur
kennt mér að svona upplýsinga-
gjöf verður að vanda betur. Ég
er ákveðinn f því að fara ekki
með talnalegar upplýsingar inn í
þingið nema Ríkisendurskoðun
hafi staðfest að þær séu réttar.
Þetta er ekki vantraust á þau
fyrirtæki sem hlut eiga að máli
heldur fyrst og fremst trygging
fyrir því að upplýsingarnar séu
réttar. Þetta getur hins vegar
haft í för með sér að það mun
taka lengri tíma að svara fyrir-
spumum frá Alþingi heldur en
annars hefði verið.“
- Þér hlýtur að þykja ósann-
gjamt að stjómarandstaðan hafi
krafist afsagnar þinnar vegna
mála sem þú réðst ekki við?
„Já, mér finnst það ósann-
gjarnt. En ég hef líka skilning á
því að stjórnarandstaða, sem býr
við viðlíka málefnafátækt eins
og þessi stjórnarandstaða, hafi
ekki séð annað ráð en að grípa
þetta tækifæri til að koma höggi
á mig og þá ríkisstjómina um
leið. En málflutningurinn var
ómerkilegur."
- Morgunblaðið hefur lagt
nokkurt kapp á að tengja spill-
ingu í bankakerfinu við Fram-
sóknarflokkinn. Hefurðu skýr-
ingu á því af hverju það er gert?
„Ég veit ekki af hverju þessi
tilhneiging er svo sterk á Morg-
unblaðinu því þeir bankastjórar
sem helst hafa verið gagnrýndir
opinberlega eru ekki tengdir
F ram sóknarfl okkn u m. “
- Er það kannski vegna þess að
kom þessum málum sínum ekki
fram. Næstu alþingiskosningar
1987 á Austurlandi reyndust
honum ekki hagstæðar. í viðtali
á kosninganóttina kenndi hann
mér og Páli Péturssyni um ófarir
sínar. Kannski hefur þetta setið í
honum öll þessi ár. Ég veit það
ekki."
- Hver er skoðun þín á honum,
hann er sérstæður persónuleiki?
„Ég vil sem minnst um hann
tala.“
- Heldurðu að hann eigi aftur-
kvæmt í íslensk stjómmál eins og
hann sjálfur heldurfram?
„Ég hef litla trú á því.“
Sameining leiðir til sundr
ungar
senta fylgi. Þar verða ákafir um-
hverfisverndarsinnar og vinstri
flokkur í Iíkingu við það sem
Steingrímur Sigfússon hefur
boðað. Sameining vinstri manna
mun þannig leiða til enn frekari
sundrungar. Ég tel að það hafi
aldrei verið tilgangur Alþýðu-
flokksins að sameinast heldur
kljúfa Alþýðubandalagið og flytja
lungann af fylgi þess í Alþýðu-
flokkinn. Eftir að hafa hlustað á
formann Alþýðuflokksins fagna
þvf í sjónvarpi að Alþýðubanda-
lagið er að brotna upp í frum-
eindir sínar þá er ég sannfærður
um að þetta var hinn upphaflegi
tilgangur en ekki sameining."
- Finnst þér formenn A-flokk-
anna vera sterkir formenn?
vona. í upphafí var hún af pólit-
ískum andstæðingum kölluð rík-
isstjórn kyrrstöðu og afturhalds.
En lítum á hvað þessi ríkisstjórn
hefur gert. Menn töluðu um það
f tuttugu og fimm ár að það væri
nauðsynlegt að auka hlut stór-
iðju í landinu. Því kom þessi rík-
isstjóm í verk. Menn töluðu um
það í fimmtán ár að það þyrfti
að sameina fjárfestingarsjóði at-
vinnulífsins. Því kom þessi ríkis-
stjórn í verk. Menn töluðu um
það í tíu ár að það þyrfti að
formbreyta ríkisviðskiptabönk-
unum. Þvf kom þessi ríkissjórn í
verk. Frá stofnun lýðveldisins
hafa menn rætt um að það þyrfti
að koma á lögum um eignarhald
á auðlindum í jörðu. Það hefur
„Ég kæri mig ekki um að eftirmæli mín verði þau að ég hafi verið farsæll stjórnmálamaður en farsældin hafi fyrst og fremst verið fóigin í aðgerðaleysi. Ég er í
póiitík til að láta liggja eftir mig breytingar, sem ég er sannfærður um að þjóðin mun njóta góðs af.“ myndir: þók
kratamir á Mogganum vilja ekki
hafa ykkur framsóknarmenn í
ríkisstjóminni ?
„Þetta gæti verið rétt hjá þér.
Ritstjórarnir sem þarna sitja
virðast áhugamenn um annað
stjórnarmynstur.11
- Nú virðist Sverri Hermanns-
syni vera mjög i mun að flæma
þig úr embætti eins og skrif hans
bera vitni um. Hver er ástæða
þess?
„Einhverra hluta vegna, og ég
hef enga skýringu á því, hefur
Sverri Iengi verið afskaplega
mikið í nöp við mig. Það kom í
Ijós á fyrsta degi mínum í ráð-
herraembætti. Þá talaði ég á árs-
fundi Seðlabankans og þar lýsti
ég þeirri efnahagsstefnu sem
ríkisstjórnin myndi beita sér fyr-
ir, sem fælist meðal annars í því
að lækka vexti. Eftir þá ræðu
kallaði Sverrir mig opinberlega
vaxtaflón. Það hefur komið í Ijós
síðan hvor hafði rétt fyrir sér í
þeim efnum.“
- Kanntu alls enga skýringu á
þessari andúð hans?
„Skýringar er kannski helst að
leita frá þeim tíma þegar hann
var menntamálaráðherra og ég
var fulltrúi Framsóknarflokksins
í nefnd sem var að koma saman
frumvarpi um Lánasjóð ís-
lenskra námsmanna. Þar gekk
Sverrir fram af miklum frunta-
skap og frekju. Ég stóð gegn
honum í þeim efnum og varði
hagsmuni námsmanna. Hann
- Viðhorf þitt til sameiningar
vinstri manna, hvemig líst þér á
þessar hræringar allar?
„Ég hef frá upphafi verið
þeirrar skoðunar að þessar til-
raunir muni ekki ganga upp.
Niðurstaðan verður líklega sú að
„Ég man hins vegar
ekki beturen núver-
andiforseti íslands og
núverandiforsætisrað-
herra, að ógleymdum
sendiherra íslands í
Washington, hafi allir
hlotið þennan vafa-
sama heiður. Það má
því segja að ég sé ígóð-
um hóp. “
til verður stærri Alþýðuflokkur
með fylgi í kringum 20 prósent,
álíka stór í fyrstu kosningum
eins og Framsóknarflokkurinn.
Sameiningin Ieiðir trúlega til
þess að á vinstri vængnum verði
til að minnsta kosti tveir aðrir
stjórnmálaflokkar með 5-10 pró-
„Þau eru bæði ágætir stjórn-
málamenn en eru hins vegar
ekki þeir foringjar sem þarf.
Fólkið sem ætlar sér að kjósa
hreyfinguna vill nýjan leiðtoga
fyrir hópinn og mun ekki sætta
sig við að þessir leiðtogar taki að
sér það hlutverk. Val á formanni
mun valda enn frekari klofningi
en nú er orðinn."
- Nú er ég í vanda. Næsta
spurning átti að vera hvort þú
vildir heldur starfa með Sjálf-
stæðisflokki eða sameinuðum
flokki jafnaðarmanna eftir næstu
alþingiskosningar. En þú hefur
ekki trú á að sá flokkur verði til
þannig að spumingin er ónýt.
„Ég hef ekki trú á að sá flokk-
ur verði til í þeirri mynd sem
boðað er. Hvað varðar samstarf
við slíkan flokk er það að segja
að málflutningur sameiningar-
sinna í garð Éramsóknarflokks-
ins hefur verið einstaklega harð-
ur, óvæginn og ómálefnalegur.
Einstakir ráðherrar okkar hafa
verið lagðir í einelti með rang-
túlkunum og fúkyrðum en gagn-
rýni á hinn stjórnarflokkinn hef-
ur að sama skapi verið lítil. Mér
sýnist Ijóst að með vinnubrögð-
um sínum hafí áhrifamenn á
vinstri vængnum skipulega og
meðvitað spillt fyrir samstarfs-
möguleikum við Framsóknar-
flokkinn.
Að auki hefur núverandi ríkis-
stjórn náð mjög góðum árangri
og mun betri en við þorðum að
ríkisstjórnin nú gert.
Þetta er ekki ríkisstjórn kyrr-
stöðu og afturhalds heldur ríkis-
stjórn framfara og framsýni.
Framsóknarflokkurinn mun
vinna með þeim flokkum sem
treysta sér til að vinna áfram á
þessari braut og það trúi ég að
sjálfstæðismenn séu tilbúnir að
gera.“
- Þú vilt halda áfram stjómar-
sambandi við þessa ríkisstjóm,
heyri ég.
„I pólitík vita menn aldrei
hvenær leiðir skilja, en þetta
samstarf gengur vel.“
- En segðu mér nú hvort þú
stefnir á það að verða formaður
Framsóknarflokksins - jú, auðvit-
að ætlarðu þér það með tíð og
tíma.
„Halldór Asgrímsson er ekki
að hætta sem formaður Fram-
sóknarflokksins og það er gæfa
flokksins að eiga hann sem for-
mann. Meðan Halldór gegnir
því starfi velti ég því ekki fyrir
mér.“
- En ef þú verður ekki ráðherra
eftir næstu kosningar, hvað ger-
irðu þá?
„Þingmennska er fjögurra ára
ráðningarsamningur við þjóðina.
Og ef þjóðin kærir sig ekki um
að endurnýja samninginn þá
verða menn að leita sér að
annarri vinnu. Þannig að þing-
mennska er ekki mjög öruggt
starf, en ég hef áhuga á að sinna
því áfram.“