Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 1
á luidan Fljóts Ef KárahiijiLkavixkjiin kemur á undan Fljóts- dalsvirkjiin skapast svigrúm til breytinga sem kæmi Eyjabakka- svæðinu til góða segir Halldór Ásgrímsson. „Eg teldi það á margan hátt heppilegt ef Kárahnjúkavirkjun kæmi á undan Fljótsdalsvirkjun. Þá gæti skapast svigrúm til að gera breytingar sem kæmu landssvæðinu í kringum Eyja- bakkann til góða,“ sagði Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra aðspurður um hvort það hefði verið rætt innan ríkisstjórnarinn- ar að láta fara fram umhverfis- mat vegna Fljótsdalsvirkjunar. „Það liggur ekki fyrir hvernig farið verður í virkjanir á Austur- landi. Ef fyrst verður farið í Kárahnjúkavirkjun þá kann það að hafa veruleg áhrif á Fljóts- dalsvirkjun og seinka henni og skapa þá um leið aukið svigrúm. Það er því of snemmt að segja til um þetta,“ segir Halldór. Kára- hnjúkavirkjun er í Jökulsá í Dal og er mun stærri en Fljótsdals- virkjun og hefur hún yfirleitt ver- ið rædd í tengslum við mun meiri orkusölu, en gert hefur verið í tengslum við Fljótsdals- virkjun. Náttúruvrndarmenn hafa hins vegar ekki gagnrýnt hana eins harkalega og Fljóts- dalsvirkjun og einkum fundið að því að með henni myndu bithag- ar hreindýra fara undir lón. Halldór Ásgrímsson segir að ef farið verður í Kárahnjúkavirkjun fyrst verði að fara fram umhverfis- mat fyrir hana. Hins vegar er ljóst eins og ráð- herra bendir á að unnt yrði að haga virkjunaráformum með öðrum hætti á Fljótsdal ef Kára- hnjúkuavirkjun kæmi fyrst. Guðmundur Bjarnason um- hverfisráðherra sagði á opnum fundi fyrir skömmu að hann ætl- aði að leggja það til innan ríkis- stjórnarinnar að láta fara fram umhverfismat vegna Fljótsdals- virkjunar, enda þótt þess þurfi ekki lögum samkvæmt, því Landsvirkjun hefur lagaheimild frá Alþingi fyrir virkjuninni. I gær náðist ekki í Guðmund Bjarnason vegna þessa máls. Gæti koslað skaðabætur Halldór Ásgrímsson bendir á að umhverfismat þurfi að fara fram vegna Kárahnjúkavirkjunar. Eins og lögin eru nú þurfi þess ekki vegna Fljótsdalsvirkjunar. Hann segir að það þurfi að skoða vel hvaða afleiðingar það myndi Íllli hafa, svo sem tafir á virkjun og fleira ef lögum yrði breytt og um- hverfismat látið fara fram vegna Fljótsdalsvirkjunar. „Það gæti orðið til þess að rík- ið þyrfti að greiða Landsvirkjun verulegar skaðabætur,11 sagði Halldór. Hann var spurður hvort hann væri hlynntur því að fram fari umhverfismat vegna Fljótsdals- \irkjunarr „Ég er hlynntur því að farið sé varlega gagnvart náttúrunni á þessu svæði. Ég er jafnframt hlynntur því að þessar auðlindir séu nýttar og við þurfum að átta okkur betur á stöðunni áður en endanlegar ákvarðanir eru tekn- ar,“ sagði Halldór Asgrímsson. -S.DÓR Flestir á Þjóð- hátíð Þjóðhátíð í Eyjum virðist ætla að verða sú útihátíð sem verður fjölmennust um helgina. Hjá Heijólfi og flugfélögunum er allt orðið uppselt fyrir helgina. Mun færri leggja leið sína til Akureyr- ar en búist hafði verið við. Flug- félögin, BSI og Herjólfur eru öll sammála um að straumur fólks um verslunarmannahelgina sé til Eyja þrátt fyrir að veðurspá sé hliðhollari Norðlendingum. Flugfélag Islands afturkallaði vélar er áttu að fara til Akureyrar og setti þær til Vestmannaeyja og var orðið fullt í þær strax síðdeg- is í gær. Vegna verslunarmannahelgar- innar kemur helgarblað Dags nú út á föstudegi. Blaðið kémur næst út eftir helgina, miðviku- daginn 3. ágúst. Góða helgi! ■ í Tuiigliiiu Sjá bls. S Slökkviliðsmenn sprauta á síðustu glæður eldsins í Tunglinu i Reykjavík í gærmorgun. Þorvaldur eini skatta- kóngur Verulegar breytingar hafa orðið á listanum yfir tíu hæstu gjaldend- ur í Reykjavík þótt Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fiski sé efstur eins og undanfarin ár með 45,7 milljónir króna í heildar- gjöld. Þorvaldur Iést sem kunn- ugt er fyrr á þessu ári. Næst hæstur er Ingimundur Ingimundarson útgerðarmaður sem á að greiða 18,3 milljónir. Þá Hörður Sigurgestsson for- stjóri Eimskips með 10,3 millj- ónir, Guðmundur Kristjánsson með 10,1 milljón, Gunnlaugur Guðmundsson, verslunarmaður með 10 milljónir, Indriði Pálsson stjórnarformaður Eimskips með 8,9 milljónir, Jón Olafsson Skíf- unni 8,8 milljónir, Sveinn Val- fells verkfræðingur 8,7 milljónir, Sigurður Sigurðarson húsa- smíðameistari 8,6 milljónir og Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins er tíundi á lista yfir hæstu gjaldendur í Reykjavík með 8,6 milljónir króna. Fjórir síðasttöldu mennirnir eru nýir á þessu lista og einnig Guðmundur Kristjánsson. ■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■ Varmaskiptar BORGARTÚNI 31 • SIMI 562 7222 • BRÉFASÍMI 562 1024 ■n ■■■■■■■■■■■■■■■i Alfa Laval ^INDRI Með Baldri yfir Breiðafjörð Ferðir alla daga: Alltaf viðkoma í Flatey Frá Stykkishólmi kl. 09:00 og 16:00 Frá Brjánslæk kl. 12:30 og 19:30 Flateyjarpakkinn á góða verðinu. Dagstund í Flatey með útsýnissiglingu Ferjan Baldur 438 1120 og 456 2020 k 0-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.