Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 - 11 Tkypr'. ERLENDAR FRÉTTIR Bræðslupottur áflram DAGURÞOR LEIFSSON SKRIFAR Þegar um miðja 18. öld, áður en bresku nýlendurnar austast í suðurhluta Norður-Ameríku breyttu sér í Bandaríkin, var þar sterk tilhneiging í þá veru að samfélag þetta yrði „bræðslu- pottur," þar sem allir töluðu ensku eingöngu eða fyrst og fremst og tileinkuðu sér breska menningu. Innflytjendur, sem ekki hefðu ensku að móðurmáli, skyldu sem sé taka hana upp sem aðalmál og „bráðna“ inn í hið engilsaxneska norðuramer- íska samfélag. Fjöldi þýskumælandi fólks flutti til Norður-Ameríku og varð þar svo áhrifamikið, að talsverð- ur líkur eru taldar hafa verið á því fram yfir miðja 19. öld að Bandaríkin tækju upp þýsku sem opinbert tungumál, auk ensku. Næsta víst er að Bandaríkin hefðu orðið nokkuð öðruvísi en þau urðu, hefði þetta orðið ofan á, og um áhrif þess á stefnu Bandaríkjanna síðan - í innan- og ekki síður utanríkismálum og þar með á gang veraldarsögunn- ar - er vitaskuld hægt að láta sér detta ýmislegt í hug. 61 prósent gegn spænsku En í Bandaríkjunum urðu sem sé „bræðslupottskenningin" og enskan ríkjandi. A 6. áratug þessarar aldar reis „fjölmenning- arhyggjan" (“múltikúltúralism- inn“) hátt á Vesturlöndum, ekki síst meðal vinstrisinnaðra menntamanna. I anda þeirrar kenningar var því haldið fram í Bandarfkjunum, að auðvelda ætti innflytjendum að nota áfram eigin tungumál. Mikilvæg- ast í því samhengi væri að inn- flytjendabörn fengju kennslu á móðurmáli sínu í skólum, þar eð ætla mætti að þau drægjust aftur úr í námi ef þeim væri eingöngu kennt á ensku, máli sem þeim væri enn framandi. Ekki einung- is vinstrisinnar beittu sér fýrir þessu. I Kaliforníu gekkst Ron- ald Reagan, ríkisstjóri þar 1967- 74, fyrir því að spænska varð þar kennslumál við hlið ensku. Golden State (Kalifornía) er gjarnan talið „múltikúltúral- ískast" allra fylkja Bandaríkj- anna, og því kann einhverjum undarlegt að þykja að einmitt íbúar þess fylkis virðast hafa tek- ið forystuna í baráttu gegn fjöl- menningarhyggjunni. I almennri atkvæðagreiðslu þar nýverið greiddi 61 prósent kjósenda, þeirra er á kjörstað fóru, atkvæði með því að spænska yrði afnum- in þar sem kennslumál og enska yrði framvegis eina kennslumál- ið. Þetta kann að hafa komið einhverjum á óvart, því að þar í fylki er fólk ættað frá Rómönsku Ameríku fjölmennara hlutfalls- lega en í flestum fylkjum öðrum og fjölmargt enn spænskumæl- andi að miklu eða mestu leyti. En um 40 prósent kalifornískra kjósenda af rómanskamerískum uppruna, sem kusu, greiddu at- kvæði móti spænskunni. Ilaldið í spænskuna Kalifornía hefur meira vægi en flest önnur fylki Bandaríkjanna. Fyrir löngu er orðinn vani að önnur fylki taki hana til fyrir- George W. Bush (sonur Bush fyrrverandi forsetaj, ríkisstjóri í Texas, og hispaníkar: þeim fjölgar hratt hlutfallslega og áhrif þeirra á bandarísk stjórnmál aukast að sama skapi. myndar. Eftir téða atkvæða- greiðslu þar er því talið líklegt að í Bandaríkjunum haldi „bræðslu- pottskenningin" velli og fjöl- menningarhyggjan verði að þoka. Aður var það þýskan, sem Baksvið Kaliíoriiíumeiiii hafna spænsku sem keiinslimiáli. Líklegt er talið að sá itr- skurður hafi mikil væg áhrif á framtíð Bandaríkjauna. þokaði fyrir enskunni; nú aukast stórum horfur á að það sama verði hlutskipti spænskunnar. Margir segja sem svo að úrslit téðrar atkvæðagreiðslu muni hafa mikilvæg áhrif á framtíð Bandaríkjanna. Ymsar ástæður eru á bak við gagnsóknina í Bandaríkjunum gegn spænskunni. Innflytjendur þar frá Evrópu voru fljótir að breytast í engilsaxa, þeir sem ekki voru það fyrir. Austur-Asíu- menn í Bandaríkjunum hafa og að sumra sögn margir orðið fljót- lega enskumælandi fyrst og fremst. Rómanskir Ameríkanar þarlendis (oft kallaðir hispanics eða latinos) halda hins vegar margir fast við tungu sína, sum- part af því hve skammt er til ætt- landa þeirra en kannski öðrum þræði vegna þess, að þeir sem einskonar Rómverjar eru tregir til að skipta á máli sínu og tungu „barbarískra" engilsaxa. Spanglish Með þetta eru margir engilsax- neskir Bandaríkjamenn ekki ánægðir og margir blökkumenn þar Iíklega enn síður. Hispanics eru nú yfir 25 milljónir og þeim fjölgar hratt vegna hárrar fæð- ingatölu og áframhaldandi inn- flutnings. Talið er að þegar skömmu eftir aldamót verði hispanics fleiri þarlendis en blökkumenn. Ottast samtök þeirra síðarnefndu að þetta leiði af sér minnkandi áhrif þeirra í stjórnmálum. En margir hispaníkar eru sem sé einnig á móti fjölmenningar- hyggjunni - og þar með spænsk- unni sem kennslumáli. Astæður: Mikið er um að hispanísk börn, sem kennt er á spænsku, taki litlum framförum í ensku. Hispanískir foreldrar segja þetta leiða til þess að börn þeirra ein- angrist frá jafnöldrum sínum og þetta kvað einnig hafa í för með sér að hispaníkar safnist saman í gettó. Arangur tveggja mála kerf- isins, sem Reagan og vinstrisinn- aðir óvinir hans sameinuðust um að koma á fót, er sagður herfileg- ur. 1,4 milljónir skólanema þar - um íjórðungur allra skólanema fylkisins - kann enga ensku nema „spanglish", blöndu úr ensku og spænsku. Um 8 pró- sent hvítra og um 12 prósent svartra skólanema þar ljúka ekki grunnskólanámi, en um 46 pró- sent hispanískra. Allt þetta leiðir til þess að hispaníkar menntast síður og verr en aðrir og eiga því síður völ en aðrir á góðum kost- um í samfélaginu. Níu létust og fjðrir slösuðust í flugslysi á Iudlandi Flugvél frá Indverska flugfélaginu skall til jarðar skömmu eftir flug- tak í gær. Slysið átti sér stað í þorginni Cochin syðst í Indlandi. Með- al hinna látnu var þunguð kona, sem var farþegi í vélinni og starfs- fólk flugvallarins á jörðu niðri. Euu horfir ófriðvæulega á Norður-írlaudi Lögregla á Norður-Irlandi hefur hvatt búðareigendur til þess að leita að eldsprengjum í verslunum sínum, en eldur k\'iknaði á þremur stöðum skömmu eftir að eldsprengja fannst og var gerð óvirk. A sama tíma gengu hundrað mótmælendur um götur Portadown og kröfðust þess að meðlimir Oraníureglunnar fengju að ganga um hverfi kaþólikka. Neydd til að hætta mðtmælum Aung San Suu Kyi hefur verið neydd til þess að hætta mótmælum sínum, en hún hafði dvalið í bfl sínum í sex daga. Herforingjastjórn- in í Burma hefur neytt Suu Kyi til þess að binda enda á mótmæli sín, sem staðið hafa í sex daga. Hún mótmælir því að fá ekki að fara frjáls ferða sinna, en hún var á leið til fundar við samflokksmenn sína þeg- ar hún var stöðvuð á varðstöð við brú, þar sem bíll hennar hefur ver- ið síðan. Blair lofar að læra af mis- tökuuum Tony Blair forsætisráðherra Bretlands, lofaði því í dag að nkisstjórn hans myndi læra af þeim misstök- um sem hún hefði gert á sínu fyrsta stjórnarári. I skýrslu um fyrsta ár sitt og liðsmanna sinna við völd, segist Blair trúa því að þetta hafi bytjað vel en: „Þetta er aðeins byrjunin. Enn er margt ógert." Góðar horfur í friðarviðræðum í Buruudi Onnur lota í samningaviðræðum, milli fylkinga í borgarastríðinu, þar er að baki. Sáttasemjarinn Julius Nyerer, fyrrum forseti Tanzaníu, hefur lýst ánægju sinni með framgang viðræðnanna. Þrátt fyrir við- ræðurnar hefur 21 látist í skærum á milli ríkishers Burundi, sem Tutsar stýra, og uppreisnarmanna Hutua. Að minnsta kosti 200.000 hafa látist síðan bardagar milli Tutsa og Hutua hófust árið 1993. Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ÞÓRUNNAR STEINDÓRSDÓTTUR, Engimýri 9, Akureyri. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks lyflækningadeild- ar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyrir frábæra umönnun. Tryggvi Kristjánsson og fjölskylda. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa INGÓLFS MARINÓS PÁLSSONAR Straumfjarðartungu Snæfellsnesi. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dvalarheimilis aldraðra í Borg- arnesi. Hólmfríður Finnsdóttir, Valgeir Ingólfsson, Jóhanna Þ. Björnsdóttir Guðbjörg Ingólfsdóttir, Gunnar Ragnarsson, Finnur Ingólfsson, Guðríður Ebba Pálsdóttir, Páll Ingólfsson, Guðmunda Oliversdóttir, Þórður Ingólfsson, Haraldur Ingólfsson, Steinunn Ingólfsdóttir, Helgi Valur Friðriksson, Baldur Ingólfsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.