Dagur - 31.07.1998, Page 2

Dagur - 31.07.1998, Page 2
2 — FÖSTUDAGUIt 3 1. JÚLÍ 1 9 9 8 D^wr FRETTIR Einstakt tæki- færi íslendinga Bemharð Fálsson, prð- fessor segir íslendinga standa frammi fyrir ein- stðku tækifæri varðandi erfðarannsóknir næstu 5- 15 árin. Haim boðar stofnun nýs erfðafyritæk- is um miðjan mánuðinn. Bernharð Pálsson, prófessor í erfða- fræði og erfðaverkfræði við Kaliforníu- háskóla og einn aðalhvatamaður að stofnun nýs fyrirtækis um erfðarann- sóknir, segir Islendinga standa frammi fyrir einstöku tækifæri. ,/Etli megi ekki segja að þetta sé næst besta tækifærið sem við Islendingar höfum haft til að breyta mannkynssögunni," segir Bern- harð, „hitt var fundur Vínlands fyrir þúsund árum.“ Það sem hann vísar til með þessum hætti er það tækifæri sem samsetning, þekking og upplýsingar um heilsufar og ættir íslensku þóðarinnar bjóða upp á í erfðarannsóknum. Hann segir þetta tækifæri muni vara í ein 5- 15 ár og því ríði á að menn notfæri sér það og geri sem mest úr því. Bernharð segir mikilvægt að sem mest af ávinn- ingnum verði eftir í landinu til að bygg- ja upp og bæta menntun, vísindi og rannsóknir. „Þess vegna viljum við að þetta nýja fyrirtæki okkar verði íslenskt, skráð hér á Islandi og best væri að fjár- magnið sem í það kæmi væri að mestu leyti íslenskt líka.“ Það er líffræðilegur og menningarlegur arfur íslensku þjóð- arinnar sem þarna er verið að koma í verð og þvf á að reyna að skila þessu til hennar með sæmilega tryggum hætti. Fjámiögnun gengux vel Eins og fram hefur komið í Degi og annars staðar er hugmyndin að stofna nýtt erfðarannsóknafyrirtæki með á milli 10 og 12 milljóna dollara hlutafé. Ekki er talið að erfitt verði að afla þess fjár og hafa Bernharð og Tryggvi Pét- ursson, sem verðandi framkvæmda- Dr. Bernharð Pá/sson, ein aða/sprautan í nýju at íslensku erfða- rannsóknafyrirtæki. stjóri hins nýja fyrirtækis hafa ásamt öðrum unnið að því síðustu daga að tala við fjárfesta hér á landi um málið. Það eru þeir Bernharð og Snorri Þor- geirsson sem starfar fyrir krabbameins- deild National Institute for Health í Bandaríkjunum sem einkum eru ábyrg- ir fyrir vísindalegri uppbygginu og verk- efnum. Bernharð hefur auk þess að stýra rannsóknum við Kaliforníuhá- skóla áður hrint af stað líftæknifyrir- tækjum í Bandaríkjunum og hefur því reynslu á því sviði. Fyrir nokkrum miss- erum stofnaði hann fyrirtækið Aastrom og nýlega stofnaði hann líftæknifyrir- tækið Oncosis, sem starfar fyrst og fremst á sviði krabbameinsrannsókna. Nýja íslenska fyrirtækið hefur einmitt leitað eftir samstarfi við krabbameinsfé- lagið. Hugmyndin er að sögn Bernharðs að stofna sérstakan vísinda- sjóð sem haldið yrði utan við viðskiptalegan rekstur þar sem tekjur af lífssýn- um sem tekin eru og hlutdeild í hagnaði af endanlegum framleiðslu- vörum yrði Iagður inn. Greitt verðir fyrir Iífssýn- in, upphæð sem gæti numið frá 100 og allt að 300 dollurum eða á milli 7.000 og 21.000 íslensk- um krónum. Hins vegar myndi samið þannig að greiðslurnar færu ekki til einstaklinganna heldur í sjóðinn, sem og hugsan- Iegar framtíðartekjur vegna einkaleyfishlut- deildar. Ef vel væri gæti slíkur sjóður velt a.m.k. hundruðum milljóna og virkilega munað um hann hér heima segir Bernharð. Samvtnna viö almenn- ing Aðspurður sagðist Bern- ------- harð Pálsson í sjálfu sér ekki óttast nýtt frumvarp frá heilbrigðisráðherra um meðferð á þessum upplýsingum og hugsanlegt einkaleyfi til Kára Stefánssonar þó vis- sulega mætti ýmislegt um það segja svona almennt. Vissulega væru þeir spenntir fyrir því að geta nýtt sér mið- lægan gagnagrunn ef svo bæri undir en eins og uppleggið væri nú miðuðu menn við að byggja á góðri samvinnu við almenning úti í bæ og nýta sér það mikla magn upplýsinga um heilbrigði og ættfræði sem hvort sem er væru op- inberar. Stefnt er að því að fyrirtækið taki formlega til starfa um miðjan ágúst. - BG Þröstur Ótafsson. Sigurður Gís/i Pálmason. Listelskum pottverjum kom það ekkert á óvart að Þröstur Ólafsson skyldi ráðinn framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar íslands þar sem Ásgeir Sigurgestsson, stjómar- formaður Sinfóníuhlj ómsveitarinn- ar, bróðir Harðar Eimskipsforstjóra, er giftur systur Þrastar. Einkavina- væðingin sannaði þar eim og aftur mág sinn og megin... Fátt þótti möimum sæta mciri tíð- indum í pottinum í gær en hið nýja Erfðagreiningarfyrirtæki sem nú hefur verið tilkynnnt um. Það vekur mikla athygli að þeir Iíagkaups- bræður Pálmasynir em sagðir ætla að leggja fc í þetta verkefni því í pott- inum fullyrða menn að þeir hafi líka lagt fé í íslenska erfðagreiningu. Þeir virðast vissulega trúa á mátt erfðafræðinnar og líffræð- ingnum í pottinum þótti mest speimandi að sjá hvort bisnessvit föður þeirra hefði gengið í erfðir og hvort þetta hafi verið góð fjárfesting hjá þeim... Nú er mikið rætt um framtíð iyrr- verandi bankastjóra Landbankans. Ljóst er að Sverrir ætlar sér endur- nýjaðan pólitískan frama en ekki liefur alveg legið á lausu hvað Hall- dór Guðbjamason hyggst íýrir. Nú hafa hins vegar sögusagnir um fram- tíð Halldórs virkilega tekið flugið og er sagt að hann muni taka við uppstokkuðu húi þess sem nú er kallað Húsnæðisstofnun þegar hún verður lögð niður í núverandi mynd um áramót- in... í pottinum í gær var pottverja heldur hetur á í messuimi þegar hann kallaði Einar Hafberg flugu- veiðimaim Einar Melax. Einar Hafberg heitir auð- vitað Einar Hafberg og er beðist velvirðingar á þvi.... Halldór Guð- bjarnason. Línuritin sýna Ijögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súluritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vindstig eru tilgreind íyrir neðan. Veðurhorfur á morgun 31. júlí: Vestan gola eða kaldi. Sumstaðar þoka í morguns- árið, en rofar til í flestum lands- hlutum, þó verður skjjað, en þurrt á annesjum vestanlands. Hiti 12-19 stig á morgun, einna hlýjast austan-og suðaustanlands. Færd á vegum Allir vegir eru greiðfærir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.