Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 8
8- FÖSTVDAGUR 31. JÚLÍ 1998
Xkyftr
FRÉTTASKÝRING
Tnttngu tnnfiskar á
120 kni langa linu
GEIRA.
GUÐSTEINS-
SON
SKRIFAR
Auk tiinfisks koma
ýmsar aðrar tegundir
á límma, t.d. háfur og
sverðfiskiir, auk botn-
lægra tegunda eins og
skötuselur og guðlax.
Tilraunaveiðar japanskra tún-
fiskveiðiskipa eru að hefjast í ís-
lensku fiskveiðilögsögunni sam-
kvæmt sérstökum samningi sem
tekur gildi 1. ágúst og gildir út
nóvembermánuð, og er þetta
þriðja árið sem þær veiðar fara
fram. Fyrsta japanska túnfisk-
veiðiskipið af fimm alls kom til
Reykjavíkur í vikunni og hin fyl-
gja í kjölfarið, en þau taka m.a.
öll rannsóknarmann frá Haf-
rannsóknastofnun um borð sem
vinnur að sýnatöku og skrásetn-
ingu.
Hrafnkell Eiríksson, forstöðu-
maður nytjastofnasviðs Hafrann-
sóknastofnunar, segir að áætlað
sé að útvíkka rannsóknaráætlun-
ina með því að leggja línur á
mun stærra svæði en gert var
síðustu tvö ár. Veiðarnar fara
þannig fram að lögð er og dregin
lína einu sinni á sólarhring og er
hún allt að 120 km að lengd, eða
svipuð vegalengdinni frá Reykja-
vík austur að Gullfossi um Hell-
isheiði. Þrátt fyrir þessa ógnar-
lengd á línunni þykir mjög gott
að fá 20 túnfiska á línuna, en í
fyrra fór veiðin mest upp í 24
fiska, en meðaltalið í ágúst/sept-
ember var 12 fiskar en fór niður
í 7 fiska í lok tfmabilsins. Tún-
fiskveiðar ættu að geta orðið
mjög arðbærar miðað við mark-
aðsverðið í fyrra, en þá fengust
liðlega 2.000 krónur fyrir kílóið.
Meðalþunginn á fiski var um
115 kg eða 230 þúsund krónur
fyrir meðalstóran túnfisk," segir
Hrafnkell Eiríksson.
Tekjumar 400 milljónir
króna á síðasta ári
— Er eitthvað vitað urn stofnstærð
á túnfiski hér við land?
„A vegum Alþjóða túnfiskráðs-
ins hafa farið fram athuganir á
stofnstærð af vísindamönnum
víðs vegar að úr heiminum en
það er sama tegundin sem finnst
hér allt suður í Miðjarðarhaf og
suður að norðurströnd Afríku,
en annar stofn, vesturstofninn,
leitar meira til Norður-Ameríku,
meðan austurstofninn leitar
norður undir Færeyjar og Island.
Heildarveiðin í Norður-Atlants-
hafi er um 40 þúsund tonn á ári.
Við munum leita svara við því í
hversu langan tíma og á hversu
stóru svæði túnfiskurinn er við
Island innan fiskveiðilögsögunn-
ar en það gerist með auknu
rannsóknarátaki í ár.
Ef veiðarnar í okkar lögsögu í
ár ganga jafn vel og í fyrra, sem
gengu mun betur en árið 1996,
þá eru mjög mikil verðmæti í
húfi og ég held að þessi tæplega
200 tonn sem fengust á þremur
skipum hafi gefið 400 milljónir í
tekjur. Þá fóru veiðarnar fram
talsvert langt inn í lögsögunni
suður af Iandinu. Þeir sem
lengst voru að veiðum voru í þrjá
mánuði. Miðað við hefðbundinn
útbúnað á íslenskum skipum er
breyting á frystikerfum dýrust,
en það þarf að ná upp 70 gráðu
hraðfrosti þegar hann er frystur,
sem er mun meira frost en geng-
ur og gerist hjá frystiskipum á ís-
landi. Síðan er túnfiskuinn
geymdur í 40 gráðu frosti sem
einnig er mun meira frost en er á
frystum fiski í frystigeymslum
hérlendis, bæði til sjós og lands.
Aðgerð á honum fyrir frystingu
er mjög hefðbundin t.d. við blóð-
tæmingu, en hann er síðan seld-
ur í heilu lagi á markaði í Tokyo
í Japan.“
Háfur, svcrðfiskur og guðlax
Við túnfiskveiðarnar eru aðallega
notaður smokkfiskur sem beita,
en einnig hafa Japanarnir verið
að reyna síld, og raunar fleiri
tegundir. Ekki er það þó allt tún-
fiskur sem kemur á línuna, því á
línuna fást jhnsar tegundir, m.a.
hákarlar en þeirra algengastur er
háfur. Tegundir sem sjaldséðar
eru í Norður-Atlantshafi nema
sem flækingar hafa einnig feng-
ist, og má þar m.a. nefna sverð-
fisk. Þar sem línan sem lögð er
liggur í yfirborðinu, fer dýpst á
um 100 metra dýpi milli bauja,
og því eru það fyrst og fremst
uppsjávarfiskategundir sem veið-
ast, en þó hafa botnlægar teg-
undir fengist á línuna, t.d. skötu-
selur og guðlax þrátt fyrir að um
1.000 metra dýpi sé á þessum
slóðum. Ahafnir japönsku tún-
fiskbátanna nýta þessar „auka-
tegundir" hins vegar mjög vel,
því ýmist eru þær á borðum
áhafnarinnar eða eru notaðar í
beitu.
Byr VE-373 frá Vestmannaeyj-
um fór á línu í fyrra á túnfisk-
slóðinni en varð frá að hverfa án
þess að veiða einn einasta tún-
fisk, ekki síst vegna þess að skip-
ið reyndist vanbúið til veiðanna.
Byr VE er nú í slipp í Póllandi
þar sem verið er að útbúa skipið
til túnfiskveiða samkvæmt bestu
vitneskju, og fer á túnfiskveiðar
þegar heim kemur í byrjun sept-
embermánaðar. Fleiri útgerðir
hafa hugleitt möguleika á því að
senda skip á þessar veiðar, m.a.
útgerðarmenn í Þorlákshöfn og
Grindavík. Útgerð Tjalds á Hell-
issandi hefur sent bátinn á línu-
veiðar á Reykjaneshrygg með
góðum árangri, og því ekki ólík-
legt að það freisti forsvarsmanna
þeirrar útgerðar að reyna sig við
túnfiskveiðar. Töluverðar breyt-
ingar þarf að gera á skipunum til
þess að það sé mögulegt, ekki
síst á frystikerfi þeirra eins og
áður er getið.
Túnfiskur, sverdflskur
Túnfiskurgetur orðið um 4 metrarað lengd og um
700 kg að þyngd. Hann heldursig aðallega við Mið-
jarðarhaf, Svartahaf og Norður-Atlantshaf. Hann
flækist stundum til íslands, og t.d. varð hans vart í
ísafjarðardjúpi fyrir allmörgum árum, enda erkann
mikill göngufiskur. Heimkynni sverðfisks eru Atl-
antshaf, Miðjarðarhaf, Indlandshaf og Kyrrahafog
hann nærist á svipuðum tegundum og túnfiskur,
þ.e. síld, smokkfiski, makríl ogfleiru og þvífinnst
hann oft á sömu slóðum og túnfiskur, þó yfirleitt
haldi hann sig norðará hnettinum.
Fyrsti japanski túnfiskveiðibáturinn þetta árið kom til Reykajvíkur í vikunni og var þessi mynd tekin við það tækifæri.