Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 5

Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 5
FÖSTVDAGUR 31. JÚLÍ 1998 - S FRÉTTIR k. A Slakar eldvamir Slökkviliðid að störfum við Tunglið í gærmorgun. - mynd: e.ól. Skemmtistaðiiriim Tunglið brann á fimmtudagsmorgim. Eldvamir í húsinu voru uudir meðallagi og var það uudir eftir- liti Eldvamaeftirlits. Slökkviliðsmaður meiddist við slökkvi- störf. Skemmtistaðurinn Tunglið brann snemma á fimmtudagsmorgun. Eldsupptök eru enn ókunn, en er slökkvilið mætti á staðinn logaði eldur á Qölmörgum stöðum í hús- inu sem oft bendir til íkveikju. Lögreglan er með málið til rannsóknar. Nærliggjandi húsiun var bjargað Það var upp úr fimm á fimmtu- dagsmorguninn að Slökkviliði Reykjavíkur barst tilkynning um brunann og voru þeir mættir á staðinn tveim mfnútum síðar. Jón Viðar Matthíasson, aðstoðar- slökkviliðsstjóri, sagði að menn hefðu strax áttað sig á alvarleika brunans, hann hefði verið mikill og illviðráðanlegur, og því hefði verið hringd út stór úthringing, sem þýðir að allir tiltækir menn eru kallaðir út. Seinna bættist svo við slökkvilið frá Hafnarfirði. Jón sagði að afar erfitt hefði verið að sækja að eldinum og nauðsynlegt hefði verið að gera það að utan- verðu og með óhefðbundnum að- ferðum. Fyrsta verkefni Slökkviliðsins var að tryggja með aðstoð lögreglu að fólk í nærliggjandi húsum væri flutt á brott, af ótta við að eldur- inn breiddist út. Slökkviliðið fór svo í að hindra að eldur bærist í næstu hús, t.d hefði verið afar slæmt ef hann hefði læst í timb- urhús við hliðina sem síðan teng- ist við önnur hús. „Þetta tókst og það vorum við mjög sáttir við þeg- ar við komum inn í húsið og sáum hversu gífurlegar skemmdir höfðu orðið inni. Stálbitar sem voru í loftinu á gamla bíósalnum voru mikið bognir og höfðu hrunið nið- ur, nokkuð sem gefur til kynna hve hitinn var gífurlegur." íkveikja möguleg Jón sagði að tjónið væri gífurlegt á húsinu, enda hefði það verið orð- ið gamalt. Þegar slökkviliðið mætti á staðinn var eldur á mörg- um stöðum í húsinu og erfítt að sjá upptök hans. Lögreglan rann- sakar nú málið. „Oft er um íkveikju að ræða ef eldur logar á mörgum stöðum en það er erfitt að alhæfa. Eldurinn var tilkynnt- ur af öryggisverði sem átti leið framhjá svo það er ómögulegt að segja um hve lengi eldurinn hafði logað áður en það gerðist. Þetta gæti því hæglega átt aðrar orsak- ir,“ sagði Jón. Samkvæmt DV eru óstaðfestar fregnir um að tómir bensínbrúsar hafí fundist á staðn- um og að sést hafi til grunsam- legra manna. Einn reykkafari slasaðist, þó ekki alvarlega, er gólf gaf sig und- an fótum hans. Hann féll niður og fékk síðan dót ofan á sig. Hlúð var að honum á staðnum og heils- ast honum vel. Húsið imdir eftirliti Það sem gerði aðstæður enn verri fyrir slökkviliðsmenn var að eld- varnir voru ekki alls staðar og hef- ur húsið verið undir eftirliti. Jón sagði að ör skipti á rekstraraðilum hefðu verið í húsinu, enda væru gífurleg eigendaskipti í veitinga- og skemmtibransanum. „Þegar nýr maður tekur við vill hann gera sínar breytingar, setja sitt mark á staðinn. Það er því eilífðarverk- efni að fylgjast með eldvörnum." Núverandi rekstraraðilar hafa tímabundið rekstrarleyfi. Jón sagði að sjálft húsið væri mjög hættulegt í eldsvoða vegna burð- arlags og fleira og það væri því ýmislegt sem skapaði hættu. Eld- varnaskortur gerði svo ástandið enn verra. Eldvamir mjög slæmar Eldvarnareftirlit er ákveðið ferli þar sem lögreglan og rekstraraðil- inn sjálfur koma við sögu. Leyfi eru veitt í ákveðinn tíma og ef það er ekki Iagað sem þarf að Iaga fá menn ekki rekstarleyfí. Jón sagði að yfírleitt væru menn samvisku- samir með að koma hlutunum í lag, enda þýddi ekkert rekstrar- leyfí að engin innkoma yrði. „Eldvamir í húsinu voru vel undir meðallagi. Þær voru í verri kantinum," sagði Jón. Þó hafi menn verið þarna á fullu að reyna að bæta úr málunum. Hann sagði að það væri kannski skylda að yf- irvöld sjmdu einhveija biðlund en alls ekki út í það óendanlega. „Það var komið að þessum punkti núna að menn voru að missa bið- lundina, þessu átti að kippa í lag. Það átti að samhæfa aðgerðir að- ila í húsinu. Þarna voru rekstrar- aðilar sem höfðu sínar eldvarnir í lagi og svo aðrir sem höfðu það ekki. Abyrgðin er svo endanlega hjá eiganda hússins. Það skapar hættu fyrir alla að hafa hlutina svona.“ — SEG Fæðingar- vottorði ekkibreytt I gær var kveð- inn upp dómur hjá Mannrétt- indadómstóli Evrópu um að tvær breskar konur, sem eru kynskiptingar, fengju ekki fæð- ingarvottorði sínu breytt þótt þær hafi skipt um kyn. Sögðu þær Bretland þar með bijóta á sér mannréttindi. Dómurinn féllst ekki á kröfur þeirra og telur bresk yfírvöld ekki bijóta á þeim mannréttindi þótt fæðingarvottorði þeirra verði ekki breytt. Anna Kristjánsdóttir, sem er eini Islendingurinn sem farið hefur í kynskiptiaðgerð, hefur fylgst mjög náið með þessu máli. Hún segir dóminn ekki koma mjög á óvart en samt vera ákveð- in vonbrigði. Fjórða málið „Þetta er fjórða málið sem fólk, sem skipt hefur um kyn, hefur farið með fyrir Evrópudómstól- inn og þeir hafa allir tapast," sagði Anna. Hún segir að öll Evrópulöndin nema Bretland, Irland, Albanía og Andorra, hafí viðurkennt full mannréttindi til handa fólki sem skiptir um kyn. „Þetta hefur til að mynda það að segja að ef kona, sem skipt hefur um kyn, yrði dæmd til fangelsisvistar yrði hún sett í karlafangelsi í Bretlandi. Það hljóta allir að sjá að svona lagað getur ekki gengið,“ sagði Anna Kristjánsdóttir. — S.DÓR Anna Kristjánsdóttir. Kári Stefánsson viii vita hverjir fjárfestarnir eru. Hverjir eru fjárfestamir? Forsvarsmenn Islenskrar erfðagreiningar eru ekki til- búnir að svara því hvort um samkeppni sé að ræða af hálfu nýs erfðafræðifyrirtækis fyrr en svör hafa fengist við því hverjir séu hinir raunverulegu fjárfestar; hvaða vísindamenn standa þarna að baki og hvaða lyfjafyrir- tæki, eða lyfjarisi sé með þessu að fara út í samkeppni við íslenska erfðagreiningu. Mörg þeirra hafi áhyggjur af velgengni Islenskrar erfðagreiningar. Það gæti því verið að þarna sé á ferðinni tilraun til þess að klekkja á IE af erlendum lyfjafyrirtækjum sem aðeins mundi leiða til þess að fyrirtækin færu að bjóða niður rannsóknir hvert fyrir öðru. — GG Skipstjórar hæstir í Eyjimt Gjaldhæstu einstaklingar við álagningu opinberra gjalda 1998 í Vest- mannaeyjum eru: 1. Kristbjörn Arnason skipstjóri, 6.893.410 krónur. 2. Jóhann Halldórsson útgerðarmaður, 5.948.023 kr. 3. Matthías Ósk- arsson útgerðarmaður, 5.325.554 kr. 4. Hanna María Siggeirsdóttir lyf- sali, 5.187.094 kr. 5. Ólafur Ágúst Einarsson skipstjóri, 5.175.639 kr. 6. Gunnar Jónsson skipstjóri, 5.104.934 kr. 7. Grímur Jón Grímsson skipstjóri, 4.758.387 kr. 8. Guðmundur Sveinbjörnsson skipstjóri, 4.592.860 kr. 9. Eyjólfur Guðjónsson skipstjóri, 4.304.845 kr. 10. Har- aldur Gíslason framkvæmdastjóri, 3.938.809 kr. Skattakóngar áReykjanesi Af 10 hæstu gjaldendum á Reykjanesi voru aðeins Ómar Ásgeirsson og Siguijón S. Helgson á Iistanum í fyrra. Langhæst gjöld borgar Pétur Auðunsson, Vélsmiðju Péturs Auðuns- sonar, rétt rúmar 25 milljónir, þá kemur Reynir Jóhannsson, skipstjóri Grindavíkmeð 15,5 milljónir, Benóný Þórhallsson, vélstjóri Grindavík, með tæpar 13 milljónir, Benedikt Sigurðsson, lyfsali Keflavík, með 12,6 milljónir, Sveinn R. Björnsson, fiskverkandi Garði, með 11,4 milljónir, þá Ómar Ásgeirsson, Grindavík með 11,1 milljón, Sigurður Valdimarsson, Seltjarnarnesi, með 10,3, Helgi Vilhjálmsson, eigandi Góu, með 10 milljónir, Siguijón S. Helgason, verktaki í Keflavík, með 9,3 milljónir og Ragnar Helgi Haildórsson, sem rekur verkstæði í Njarðvík og var í stjórn Islenskra aðalverktaka, er í 10. sæti á listanum yfír gjaldahæstu einstaklinga í Reykjaneskjördæmi. ViðsMptahallinn ógnar velferðinni Takist ekki að selja ríkiseignir fyrir 11 milljarða á næsta ári þarf að skera niður í velferðarkerfinu. EfLa þarf spamað á öllum sviðum ef ekki á illa að fara, segir Halldór Ásgrímsson. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins, segir að ríkið verði að afla sér tekna upp á 11 milljarða króna á næsta ári með sölu ríkis- eigna. Ef það takist ekki komi til niðurskurðar sem bitna mun á velferðarkerfinu. Á sama tíma og hann segir þetta er upplýst að tekjur ríkissjóð stór aukast vegna aukinnar einkaneyslu í landinu. „Þetta kemur vel heim og sam- an. Það er mikill viðskiptahalli og því alvarleg hætta á þenslu. Ef viðskiptahallinn er mildll og eyðs- la umfram efni þá er nauðsynlegt að ganga á móti og draga úr því. Viðskiptahallinn í ár er áætlaður 24 milljarðar króna, sem er 4,2% af þjóðartekjum. Það hljóta allir að sjá að svona getur ekki gengið til langframa. Þau ráð sem þjóðir hafa í slíkum tilfellum sem þessu eru, í fyrsta lagi að hækka vexti og reyna með því að draga úr þensl- unni. Sú leið verður ekki farin hér Halldór Ásgrímsson. að mínu mati. í öðru lagi er hægt að efla sparnað með öðrum hætti og reka ríkissjóð með afgangi. Það væri algerlega óábyrgt að reka rík- issjóð með halla við þessar að- stæður. Miðað við þær áætlanir sem liggja fyrir næsta ár er annað hvort að afla tekna með sölu ríkis- eigna eða afla tekna með öðrum hætti,“ sagði Halldór Ásgrímsson í samtali við Dag í gær. Niður með viðsMptahaUann Hann segir að ríkisstjórnin hafi skuldbundið sig til þess að lækka tekjuskatt gagnvart aðilum vinnu- markaðarins, sem staðið verði við. Takist ekki að afla tekna, eins og fyrr segir, sé ekkert annað að gera en að skera niður sem hljóti að bitna fyrst og fremst á velferðar- kerfmu. - Aukast tekjur ríkissjóð ekki stórlega með þessum mikla inn- flutningi? „Jú, þær gera það og þeim mun meiri ástæða er til þess að eyða því ekki öllu vegna þess að þetta eru á vissan hátt tekjur sem ekki er hægt að reikna með til lang- frama. Það er útilokað að vera með jafn mikinn viðskiptahalla og nú er lengi. Það er nauðsynlegt að draga verulega úr honum á næsta ári og það er markmið ríkisstjórn- arinnar enda aðal atriðið að við- haldá stöðugleikanum," segir Halldór. Hvað svo? - Ef ykkur tekst að selja eignir rík- isins fyrir 11 milljarða á næsta ári, hvað verður þá þar næsta ár ef góðærið og mikill innflutningur heldur áfram? „Það er alveg ljóst að viðfangs- efni stjórnvalda næstu árin verður að halda ríkisútgjöldum í skeíjum, hverjir svo sem verða við völd. Það er blekking að telja sjálfum sér trú um það að hægt sé að komast hjá því. Það eru einstaka aðilar sem halda að það sé hægt að lækna þetta með einhverju veiðileyfagjaldi. Þá muni velferð- arkerfið blómstra. Hin hliðin á því er að slíkt gjald gæti lamað at- vinnugreinamar og skapað neyð- arástand í ýmsum byggðum. Gall- inn við þá sem eru með þessar patentlausnir er að þeir gera sér ekki grein fyrir afleiðingunum og eru því að blekkja sjálfa sig og aðra,“ sagði Halldór Ásgrímsson. - S.DÓR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.