Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 4
4-FÖSTVDAGVR 31. JÚLÍ 1998 ro^ir FRÉTTIR Taimlækniriim ekki vanhæfur Félagsmálaráðuneytið hefur kannað hæfi Siguijóns Benediktssonar, tannlæknis og varabæjarfulltrúa, til setu í stjórn Heilbrigðisstofnun- arinnar á Húsavík. Var þetta gert að beiðni Sigurjóns þar sem þeirri spurningu var velt upp á bæjarstjórnarfundi fyrir nokkru hvort hann væri hugsanlega, vegna starfs síns, vanhæfur til setu í stjórn stofnun- arinnar. Niðurstaða ráðuneytisins er sú að Sigurjón sé almennt ekki van- hæfur til setu í stjórninni. Hótelið á vatnsb akkamun Starfssemi Lykilhótels Mývatns er hafin þó formlegt leyfi sé ekki fengið. Gagngerar endurbætur hafa verið gerðar á gamla skóla- húsinu á Skútustöðum og byggt við það. Hótelið er nú með 37 her- bergi og öll með baði og matsal sem tekur rúmlega 100 manns og þar er hægt að halda samkomur eða ráðstefnur fyrir 2-300 manns. Að sögn Sævars Sigurðssonar, hótelstjóra, hefur þegar verið tekið við nokkrum hópum og mest er þar um erlenda ferðamenn að ræða. Starfsemin sé hinsvegar ekki komin í fullan gang, enda hafi framkvæmdir aðeins staðið yfir í þrjá og hálfan mánuð. Næsta sum- ar yrði allt tilbúið og þá hæfist starfsemin fyrir alvöru. í vetur yrði hótelið m.a. leigt út fyrir árshátíðir og ráðstefnur og reynt yrði að hafa samstarf við heimaaðila um afþreyingu fýrir gesti í nágrenni við hótelið. Eins og er starfa 12 manns á nýja hótelinu. Sævar Sigurðsson hótelstjóri að Skútustöðum við Mývatn. Hvalasafnið vinsælt Um eitt hundrað manns hafa að jafn- aði komið á dag í Hvalamiðstöðina á HúsaMk, síðan safnið var opnað 20. júní að sögn starfsmanna og aðsókn farið vaxandi. Gestir eru einkum fólk sem kemur til Húsavíkur í hvalaskoð- unarferð og lítur við í safninu í leið- inni. Viðbrögð hafa undantekningarlítið verið góð og margir gestir dvelja lengi á safninu enda mikið að sjá og skoða. Börnin una sér vel við að horfa á Free Willy myndirnar með Keikó í aðal- hlutverki og teikna einnig og Iita hvali. Það eru helst Frakkar sem hafa verið óánægðir þar sem upplýsingar um safnmuni eru ekki á frönsku, en það stendur til bóta. — JS msmsm Jardgöng mHdlvæg fyrir byggöaþróun við Eyjafjörö og Siglufjörð FuIItrúar Siglufjarðarbæjar, þeir Skarphéðinn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar, Haukur Omarson formaður bæjarráðs, og Guðmund- ur Guðlaugsson bæjarstjóri komu á fund bæjarráðs sameinaðs sveit- arfélags Dalvíkur, Arskógs og Svarfaðardals til að kynna það baráttu- mál Siglfirðinga að gerð verði jarðgöng frá Siglufirði til Olafsfjarðar um Héðinsfjörð. Með framkvæmdinni mundi Eyjafjarðarsvæðið styrkjast sem ein samgönguleg og félagsleg heild. Bæjarráð nafn- lausa sveitarfélagsins tekur einróma undir hugmyndir bæjarstjórnar Siglufjarðar og leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þess fyrir byggða- þróun við Eyjafjörð og Siglufjörð, og að Siglufjörður tengist Eyja- fjarðarbyggðum. Raunhæfasti kostur slíkrar tengingar væri vegagerð með jarðgöngum milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Bæjarsjóöur selur hlut siuu í Hreiui Bæjarráð hefur samþykkt að heimild til bæjarstjóra, Rögnvaldar Frið- björnssonar, til fullnaðarsölu á hlut bæjarins í Hreini hf. í samráði við aðra hluthafa. Hreinn, sem m.a. framleiðir hreinlætisvörur, var á sín- um tfma keypt til Dalvíkur af bæjarstjórn Dalvíkur til eflingar atvinnu- lífi staðarins. í bréfi dags. 8. júlí sl. var auglýst eftir sveitarfélögum sem áhuga hefðu á því að taka þátt í verkefninu „Staðardagskrá 21“. Verkefnið fjallar almennt um nýtingu auðlinda, sambúð við náttúru og sjálfbæra þróun. Erindinu var vísað til umhverfisráðs. — GG Ákveðið hefur verið að þjálfa upp labradorhvolp tii að aðstoða blinda. Þjálfa á leiðsögu- hunda fyrir blinda Ríkisstjórn hefur samþykkt til- Iögu frá Ingibjörgu Pálmadóttur, heilbrigðis- og tryggingaráðherra um að veita 2,2 milljónir króna til að kaupa og þjálfa upp tvo Labrador hunda fyrir blint fólk. Þegar hefur fundist hentugur hvolpur hér á landi og stendur yfír leit að öðrum. Það tekur 9 mánuði að þjálfa hundinn upp og mun Auður Björnsdóttir annast þjálfunina. Að henni lokinni þarf að fá til landsins sérfræðing til að þjálfa saman hund og mann. Það er mun ódýrara að fara þessa leið en að flytja inn þjálfaða hunda frá útlöndum. Þar að auki þyrftu þeir að fara í margra vikna sótt- kví og myndu þar tapa niður fyrri þjálfun. Talið er að það myndi kosta um 4-5 milljónir króna að kaupa tvo þjálfaða hunda frá Noregi, svo dæmi sé tekið. Leiðsöguhundar mikilvægir Ingibjörg Pálmadóttir skipaði starfshóp í apríl 1997 til að meta þarfir blindra og sjónskertra og gera úttekt á því hvernig Jiörfum þeirra væri sinnt í dag. I niður- stöðum sem starfshópurinn skil- aði í desember sl. kom fram m.a. mikilvægi þess að þjálfaðir yrðu upp hér á landi leiðsöguhundar fyrir blinda svo sem gert er á Norðurlöndunum, Bretlandi og víðar. Ráðherra hefur síðan álitinu var skilað látið \ánna að þessu máli. Setja verður reglur um út- hlutun hundanna og ákveða hver fari með umsjón þeirra. Og nú hefur, samkvæmt upplýsingum Blindrafélagsins, fundist hentug- ur hvolpur bér á landi og stendur enn yfír leit að öðrum til að þjál- fa upp í þetta mikilvæga verk- efni. — s.dór Ibúar Vtndhælis- hrepps óvelhonuiir Skaghreppingar neit- uðn ósk Vindhælis- hrepps um samein- ingu hreppanna og málið er því í nokkrum hnút á horði ráðuneytisstjóra. Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber sveitarfélagi sem ekki nær íbúatölunni 50 þrjú ár í röð að sameinast einhverju nágranna- sveitarfélagi. Þannig hefur verið ástatt með Vindhælishrepp í Austur-Húnavatnssýslu síðustu þrjú ár. Þrátt fyrir það hefur eng- in sameining átt sér stað, þrátt fyrir alltfð fundarhöld milli sveit- arstjórnarmanna og með aðstoð og milligöngu Héraðsnefndar Austur-Húnavatnssýslu og fé- lagsmálaráðuneytis. Umræðan hefur fyrst og fremst snúist um sameiningu Vindhælishrepps og Skagahrepps, en einnig hefur sameining við Engihlíðarhrepp komið til greina, jafnvel samein- ing þessara þriggja hreppa. I „Þeir f Vindhælishreppi vildu sam- einast Skagahreppi en forráða- menn Skagahrepps vildu ekki taka við þeim, “ segir Húnbogi Þor- steinsson, ráðuneytisstjóri félags- málaráðuneytis. Vindhælishreppi bjuggu 34 þann 1. desember sk, í Skagahreppi 58 og í Engihlíðarhreppi 62, svo þrátt fyrir sameiningu yrði ekki um mannmargt sveitarfélag að ræða, en nokkuð víðfeðmt. „Það er ekkert dularfullt að ekkert skuli gerast í sameiningar- málum í Austur-Húnavatnssýslu því félagsmálaráðuneytið tók af okkur allt frumkvæði og ákvarð- anatöku með valdi í aprílmánuði og sögðust þeir ætla að ganga frá þessu fyrir kosningar, en ekkert gerðist og hér í Vindhælishreppi var kosið eins og venjulega. Síð- an höfum við ekkert heyrt frá þeim en við erum orðnir lang- eygðir eftir ákvörðun félagsmála- ráðherrans," segir Jakob H. Guð- mundsson, oddviti Vindhælis- hrepps. „Það tókst ekki að Ijúka þessu máli fyrir kosningar vegna ágreinings heimafyrir. Þeir í Vindhælishreppi vildu sameinast Skagahreppi en forráðamenn Skagahrepps vildu ekki taka við þeim. Því var horfið frá því að knýja fram sameiningu fyrir kosningar og ráðuneytið vildi að starf sveitarstjórnanna kæmist af stað aftur eftir kosningar, kysu t.d. oddvita, áður en áfram yrði haldið með málið. Svo eru bænd- ur á kafi í heyskap og erfitt um vik að finna fundartíma. Við munum halda málinu áfram í ágústmánuði," segir Húnbogi Þorsteinsson, ráðuneytisstjóri fé- lagsmálaráðuneytis. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.