Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 10
10 -FÖSTUDAGUR 31. JÚI.Í 1998 FRÉTTIR Loðnuskipin liggja hveret utan á öðru við Torfunefsbryggjuna á Akureyri. - mynd brink Ríki s en d u r sko ðu n óskar eftir að ráða starfsmenn í eftirtalin störf. Fjárhagsendurskoðun Viðfangsefni fjárhagsendurskoðunar felast m.a. í því að votta fjárhagsupplýsingar, láta í ljós álit á verklagi og heimildum til ráðstöfunar á opinberu skattfé. Áherslur í endurskoðunarstörfum hjá hinu opinbera eru breytilegar frá einum tíma til annars. Þar kemur einkum til sögu stöðug þróun í upplýsingatækni og upplýsingamiðlun, ný verkefni og breytt rekstrarumhverfi. Hœjhiskröjur Leitað er eftir einstaklingi með próf frá viðskiptadeild Háskóla íslands sem hefur metnað til að takast á við fjölbreytileg viðfangsefni. Stjórnsýsluendurskoðun Viðfangsefni stjórnsýsluendurskoðunar er m.a. að kanna meðferð og nýtingu ríkisfjár og hvort hag- kvæmni og skilvirkni sé gætt í rekstri stofnana og fyrirtækja í eigu ríkisins. Hæfniskröfur Leitað er eftir einstaklingi með verkfræðimenntun og hefur metnað til að takast á við fjölbreytileg verkefni sem tengjast stjórnsýsluúttektum m.a. hjá tækni- og framkvæmdastofnunum hins opinbera. Umhverfiseudurskoðun Lög um Ríkisendurskoðun gera ráð fyrir að hún geti kannað og gert grein fyrir hvemig stjórnvöld framfylgja áætlunum, lagafyrirmælum og skuldbindingum á sviði umhverfismála. Hér er um nýtt verkefnasvið að ræða sem m.a. kallar á erlend samskipti. Hæfniskröfur Leitað er eftir háskólamenntuðum einstaklingi með sérþekkingu á sviði umhverfismála. Próf til löggiltrar endurskoöunar/endurmermtun Ríkisendurskoðun býður þeim starfsmönnum sem áhuga hafa á að taka þátt í kennslu og þjálfun til undirbúnings fyrir löggildingarpróf i endurskoðun. Á haustmánuðum n.k. mun hefjast 2ja ára kerfisbundið nám til undirbúnings löggildingar í umsjón kennara við Háskóla íslands. Þá býður Ríkisendurskoðun starfsmönnum stöðuga endurmenntun til að tryggja faglega þekkingu þeirra á hinum fjölbreytilegu viðfangsefnum sem stofnunin fjallar um. Framkvæmd endurmenntunar felst m.a. í því að boðið er upp á þjálfun og námskeið sem haldin eru innan og utan Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun er fullgildur meðlimur í alþjóðasamtökum ríkisendur- skoðana INTOSAI, Evrópusamtökum ríkisendurskoðana EUROSAI og samstarfi norrænna rikis- endurskoðenda. Starfsmenn Fjöldi starfsmanna í föstum stöðugildum eru 42 talsins sem skiptist þannig: Löggiltir endurskoðendur 4, viðskipta- og hagfræðingar 22, lögfræðingar 4, aðrir 12. Launakerfi Launakerfi Ríkisendurskoðunar veitir svigrúm til að meta frammistöðu og árangur starfsmanna. Starfs- og frammistöðumat ásamt viðmiðun við launakjör á almennum vinnumarkaði er ráðandi við ákvörðun launakjara. Annaö Ríkisendurskoðun starfar á vegum Alþingis. Hlutverk hennar felst einkum í því að gefa upplýsingar og láta í ljós álit á ýmsum atriðum er tengjast fjárreiðum ríkisins. Þá skal Ríkisendurskoðun gera kannanir á því hvort þeim fjármunum sem skattgreiðendur láta af hendi sé ráðstafað á skilvirkan og hagkvæman hát't. IJmsóknum skal skila til Rikisendurskoðunar, Skúlagötu 57, Pósthólf 5350, 125 Reykjavik, fyrir 15. ágúst. Reyklaus virmustaður. Ahafnir á útihátíðir Vinnudagur hefst klukkan flnnn hjá ÚA til að bjarga verðmæt- iun fyrir verslunar- maunahelgiua. Togarinn Árbakur landaði 145 tonnum á Akureyri í vikunni og er verið að vinna aflann í land- vinnslu UA áður en verslunar- mannahelgin hellist yfir lands- menn. Afli Árbaks er blandaður, þorskur og karfi. Á fimmtudag var langur vinnudagur í land- vinnslunni og í morgun hófst vinnudagurinn klukkan fimm en seinnipartsvaktin mun vinna eins mikið með fyrripartsvakt- inni og nokkur kostur er. Sae- mundur Friðriksson, útgerðar- stjóri UA, segir að eitthvað verði eftir af karfa til að hefja vinnslu á þriðjudeginum eftir verslunar- mannahelgina. Kaldbakur land- ar á þriðjudag og er reiknað með svipaðri aflasamsetningu þar og á Arbaki. Frystitogarinn Sléttbakur er á veiðum fyrir vestan en mikið er af þorski þar og því verið jafn- framt að leita að öðrum tegund- um en þorski. Harðbakur fór á veiðar á miðvikudag og kemur til löndunar á föstudag í næstu viku. Svalbakur er í leigu hjá þýska útgerðarfyrirtækinu MHF og verður þar fram til 15. októ- ber. Það er því ekkert útihátíðar- frí hjá sjómönnunum. Tveir bátar Síldarvinnslunnar á Neskaupstað, Börkur og Beitir, eru á loðnuveiðum, og kemur Börkur til Neskaupstaðar í dag til löndunar og Beitir á morgun en um sólarhringssigling er aust- ur af miðunum fyrir norðan. Freysteinn Bjarnason, útgerðar- stjóri Síldarvinnslunnar, segir mjög fáa báta á miðunum. Það sé bæði vegna þess að verið sé að gefa sjómönnum frí til þess að taka þátt í útihátíðum víða um land og eins eru veiðarnar ekki að verða að neinu. Mjög lítið hefur fundist af loðnu síðustu sólarhringa, svolítið nudd, en þeir bátar sem enn eru að halda sig austan við Kolbeinsey. Veiðibann á loðnu skellur á 15. ágúst og þá fara sumir þeirra báta sem eru með flottroll á kolmunnaveiðar. — GG Ábæjarmessa uni helgina Árleg messa í Ábæjarkirkju í Austurdal verður nk. sunnudag 2. ágúst kl 14.00. Prestur er sr. Ólafur Þ. Hallgrímsson en sr. Árni Sigurðsson fyrrum sóknar- prestur á Blönduósi predikar. Organisti verður Sólveig Einars- dóttir. Kirkjukaffi verður að Merkigili að lokinni athöfn. Það eru systkini Helga heitins Jóns- sonar á Merkigili sem sjá um kaffið, en Helgi lést sem kunn- ugt er af slysförum fyrir hálfu öðru ári. I kirkjukaffið eru allir velkomnir. Að sögn Ólafs Hallgrímssonar sóknarprests er vegurinn þokka- Iegur þarna frameftir og hægt að komast á bíl alla leið að Abæj- ará. Þaðan er aðeins stutt labb yfir brúna og að kirkjunni. „Menn þurfa þó að ætla sér góð- an tíma því vegurinn er vissulega seinfarinn og veitir ekkert af klukkutíma frá brúnni á Jökulsá eystri," sagði Ólafur. Oft hefur verið mikið fjölmenni í Ábæjar- messum undanfarin ár og segir Ólafur að aðsóknin sé sífellt að aukast. í fyrra voru um 440 manns í messunni, en meirihlut- inn þurfti að vera úti því aðeins um 40 manns komast inn í kirkj- una. Það kemur þó ekki að sök þar sem hátalarakerfi er á staðn- um og allir messugestir eru virk- ir í söng. Aðspurður um ástæður vinsælda Ábæjarmessa sagði Ábæjarmessur hafa verið fjöisóttar á seinni árum, enda segir Ólafur Þ. Hall- grímsson þær mjög sérstakar og óiíkar því sem menn eigi að venjast. Ólafur vafalaust ýmislegt spila þar inní. „Þetta er sérstakur staður og öðruvísi en menn eiga að venjast. Það er óvenjulegt að sækja guðsþjónustu svona inn í eyðidal og í þessa kirkju. Auk þess er þarna mjög fallegt og fyr- ir marga er þetta orðin eins kon- ar pílagrímsferð. Það má heldur ekki gleyma kirkjukaffinu og mikilli umfjöllun þannig að allt hjálpast þetta að. Það hefur Iík- lega verið kirkja þarna frá upp- hafi vega og er viss helgiblær yfir staðnum og menn finna að þarna er mikil saga,“ sagði Ólaf- ur Hallgrímsson sóknarprestur á Mælifelli. Leiörétting Missagt var í Degi í gær að Guð- upp á spítalanum. Svo er ekki og rún Eggertsdóttir, yfirljósmóðir á er beðist velvirðingar á þessum Landspítalanum væri í hópi mistökum. þeirra ljósmæðra sem sagt hafa

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.