Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 9

Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 9
 FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 - 9 FRÉTTIR Vilhjálmsdóttur um þá ákvörðun hreppsnefndar að segja henni upp starfi sem skólastjóra Tónlistarskóla Bessastaðahrepps. Ennfremur hefur borist bréf frá Sveinbjörgu þar sem farið er fram á skriflegan rök- stuðning fyrir uppsögn hennar sem skólastjóra. Tvær umsóknir hafa borist um starf forstöðumanns Tónlistarskóla Bessastaðahrepps, frá Birni Thoroddsen og Sveinbjörgu. Fulltrúar D-Iista lögðu til að um- sóknum yrði vísað til umfjöllunar í tónlistarskólanefnd með ósk um að niðurstaða nefndarinnar lægi fyrir næsta reglulega fundi. Leikskóliim Krakkakot stækkaður Vegna stækkunar leikskólans Krakkakots hefur verið samþykkt að feng- inni umsögn frá VSI-Báðgjöf að semja við lægstbjóðanda, E.R. Gröfur, um verkið. Fulltrúar Á-lista telja nauðsynlegt að áður en hafnar verði framkvæmdir við leikskólann þá verði leitað samninga við Ungmenna- félagið þannig að tryggt verði að annað svæði fáist fyrir sambærilegan malarvöll. Fulltrúar Á-lista minna á að Ungmennafélagið á umræddan malarvöll við leikskólann og hefur lagt til gerðar hans verulegar fjár- hæðir. Hreppsnefnd hefur samþykkt að semja við verkfræðistofuna VSÍ-Ráðgjöf um að hún leggi Bessastaðahreppi til starfsmenn til að gegna embætti byggingafulltrúa sveitarfélagsins. Góður hagnaður hjá Krossanesi Rekstur Krossauess- verksmiðjuunar geng- ur mjög vel. Rekstur Krossanessverksmiðj- unnar á Akureyri skilaði 45,3 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði ársins, sem er mun betri afkoma en á sama tíma árið 1997 og álíka og árið 1996, sem var besta rekstrarár í sögu félags- ins. Rekstrartekjur Krossaness námu 390 milljónum króna og jukust um 73 milljónir króna milli ára og rekstrargjöld námu 283 milljónum króna og jukust um 22 milljónir króna. Eiginfjárstaðan nam 538 millj- ónum króna og jókst um 40% milli ára. Handbært fé frá rekstri Markmiðið er að skrá Krossanes- verksmiðjuna á vaxtarlista Verð- bréfaþings íslands. nam 186 milljónum króna en var neikvætt um 37 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Unnið er að því að gera skráningarlýs- ingar fyrir Krossanes með það að markmiði að félagið verði skráð á vaxtarlista Verðbréfaþings Is- Iands. Félagið uppfyllir ekki kröfu um Ijölda hluthafa til að geta fengið skráningu á aðallista Verbréfaþings Islands. „Afkoma Krossaness er sam- bærileg við það besta sem við þekkjum. Félagið nýtur góðs af ríkjandi aðstæðum á mörkuðum því afurðaverð er óneitanlega hærra en við eigum að venjast. Horfurnar eru að sama skapi góðar því það bendir fátt til þess að afurðaverð lækki á næstunni, loðnustofninn er sterkur og kvótinn stór,“ segir Jóhann P. Andersen, framkvæmdastjóri. - GG FJÖLSKYLDUBÍLLINN ÍSUMARl- N BALENO EXCLUSIVE 4X4 1.595.000 kr. SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., taufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaöir: Bíla- og búvélasalan hf., Miðási 19, simi 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. isafjörður: Bilagarður eht.Grænagarði, sími 456 30 95. Keflavik: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrísmýri 5, sími 482 37 00. Hvammstanga: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. NÝR, ENN RÍKULEGAR ÚTBÚINN SUZUKIWAGON BALENO ^^^4X41 ÁLFELGUR - HEILSÁRSDEKK - FJARSTÝRÐ SAMLÆSING - GEISLASPILARI vökva/veltistýri • 2 loftpúðar • rafmagn í rúðum og speglum • aflmikil 16 ventla vél • vindkljúfur með hemlaljósi • styrktarbitar í hurðum • samlitaðir stuðarar • hæðarstillanleg kippibelti • upphituð framsæti SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is $ SUZUKI ■ .. —

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.