Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 31.07.1998, Blaðsíða 6
6-FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1998 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Símbréf augiýsingadeiidar: Símar augiýsingadeiidar: Netfang augiýsingadeiidar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRI)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 6171 (AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Gleðilega hátíð í fyrsta lagi Það er óskandi að verslunarfólk fái að halda hátíðlega versl- unarmannahelgi eins og þorri landsmanna. Sögulega er þetta verðskuldaður frídagur fyrir að standa langar vaktir í þjón- ustu annarra. Síðari tíma þróun hefur kallað yfir verslunrfólk ómælt erfiði flest alla daga ársins, ekki síst þegar aðrir und- irbúa hátíðir; skilningur vinnuveitenda hefur verið takmark- aður á því að spyrna við fótum gegn því sem jaðrar við vinnu- þrælkun. Því óskum við verslunarfólki þess um hátíðina að það fái að halda hana með öllum öðrum. í öðru lagi Þar sem fríhelgin góða hefur fengið nánast þjóðhátíðarstöðu í hugum landsmanna væri athugandi að færa hana til. Halda hana fyrr á sumrinu. Húmið í byijun ágúst er gott, en ekki er síðri sumarbirta á miðnætti, eins og gerist fegurst nokkrum vikum fyrr. Slysahætta væri minni á þjóðvegum, því birtu nýt- ur lengur; hugsanlega yrði hlýrra að öllu jöfnu. Þar að auki myndi löng fríhelgi fyrr á sumri hjálpa til við að eyða þeirri tilfinningu sem gerir vart við sig í verslunarmannahelgarlok: að sumarið sé búið. Það er ekki lítið atriði í landi þar sem sumar er frekar skilgreining á sálarástandi en spurning um veður. í þriðjalagi Þessi helgi hefur á sér ósómastimpil og ekki að ósekju. Minningarnar eru ekki allar fagrar. Varnaðarorðin sem strey- ma fram í aðdraganda benda til að reynslan sé ólygin um óhöpp og fylgikvilla. Hitt má ekki gleymast að verslunar- mannahelgin er í hugum margra minningabrunnur um frá- bærar stundir: ferðir, dans, vináttu, ástir og náttúru í ótal lit- brigðum. Dagur sendir landsmönnum öllum bestu óskir um góða skemmtun á góðri helgi. Stefán Jón Hafstein. íslenska hjörðin íslendingar eru hjarðdýr. Að því leyti svipar þeim meira til hrossastóðs eða kúahjarðar en sauðkindarinnar. Kannski er það einmitt hin djúpstæða að- dáun fyrir því sem er ólíkt og andstætt þjóðinni sjálfri sem veldur aldagamalli dýrkun sauðkindarinnar á toppi hins íslenska dýraríkis. Fólk ber oft óttablandna virðingu fyrir þeim eiginleikum sem það hefur ekki sjálft. Eiginleikum eins og sjálfstæði og einstak- lingshyggju sem sauðkindin hefur svo mikið af en þjóðin svo lítið. Hjarð- eðli íslendinganna birtist á mörgum svið- um þjóðlífsins, bæði í göfguðum menningar- Iegum útfærslum og ekki svo göfguðum og ekki síður í atvinnu- háttum og efnahags- umhverfi. Öryggi hjaröariimar Verslunarmannahelgin fer í hönd. Það er hátíð hjarðeðlis- ins. Landsmenn renna saman í stórar hjarðir eða stóð á nokkrum stöðum á landinu og njóta þess að vera hluti af safninu, hjörðinni - njóta þess að koma til móts við hjarð- hvötina og kannski einhveijar aðrar líka. I sjálfu sér er eng- inn augljós tilgangur með því- að safnast saman á þennan hátt annar en sá að fólk finni fyrir öryggi og þægindunum sem fylgja því að vera hluti af hópnum. En fyrir hjarðdýrið er það auðvitað næg ástæða, enda talar hann um hátíðir í þessu samhengi - útihátíðir. Þeir sem ekki uppfylla hjarð- þarfir sínar á þennan hátt um helgina fara einfaldlega út á vegina og slást þar í hóp stórra vélhjarða sem bruna fram og aftur. Hvalljarðargöngin hafa upp á síðkastið verið vinsæll vettvangur slíkra hjarða og ljóst að þar verður mikið fjör um helgina rétt eins og var þegar ókeypis var um göngin. Efnahagshj örðin Hjarðlífið birtist Iíka í efna- hagslífinu. Allar þurfa helst að gera það sama. Þess vegna er atvinnulífið svona einhæft í landinu, lengi vel undu sér all- ir við að vera í sjávarútvegi með sama hætti og best Ieið mönnum þegar allir gerðu það sama. Ekkert vesen og engar nýjungar hjörðin var þokkalega samstæð og samtaka í einsleikanum. Þó hef- ur það gerst að einn og einn hefur hrakist út í að gera eitthað nýtt en hjörðin hefur passað hann og flutt sig til að gera það sama líka. Smuguveiðarnar eru dæmi um þetta, rækjan, ígulkerin o.s.frv. Og þetta gildir víðar en í sjáv- arútvegi: fiskeldið, loðdýra- ræktin, ferðaþjónustan. Allt eru þetta dæmi um hvernig hjörðin hreyfist í takt við „týnda soninn". Garri fagnaði því þess vegna sérstaklega að heyra að enn er komin upp ný atvinnugrein þar sem hjarðmennskan kem- ur fram. Þetta eru erfðarann- sóknir og líftækni. Kári Stef- ánsson var tarfurinn (stóð- hesturinn) sem ranglaði frá hjörðinni og inn á Iendur erfðafræðinnar og hjörðin fylgir fast á eftir. Nú stefnir í að erfðafræði muni verða næsta Ioðdýraævintýrið á Is- Iandi. Kannski tekst líka í leiðinni að skýra og skilja hreyfiaflið merkilega - hjarð- eðlið. GARRI. 8DDUR LAFSSON SKRIFAR Lögreglan heldur miklar sýningar á nýfengnum tækjum og tólum til að skelfa bílstjóra, sem ekki hafa stjórn á bensínfætinum og eru illa að sér í umferðarlögum. Enn og aftur sýna lögreglumenn landslýð fínar græjur til að mæla ökuhraða og fylgja með aðvaranir til hraðaksturshetjanna um að nú skuli þeir fara að vara sig, því nú geti þeir búist við að vera gripnir hvar sem er og hvenær sem er. Arangurinn lætur ekki á sér standa, kærur fyrir hraðakstur margfaldast og fréttir berast um að lögreglan sé farin að afla hund- raða milljóna fyrir umferðarlaga- brot. Sektir eru hækkaðar sam- kvæmt skrá frá dómsmálaráðu- neytinu og peningarnir streyma inn. En allt í einu er kominn maðk- ur í mysuna. Dómstólar ógilda sektarákvæðin og telja „gjaldskrá" og reglugerð ráðuneytisins þar um marldaust plagg og ökufantar eru sýknaðir. Lögmenn taka í sama streng og öll eru málin í Allt í plati uppnámi þar til í haust, að Hæsti- réttur tekur til starfa á ný og fer að athuga hvort reglugerðasmíð og refsigleði ráðuneytis dómsmála er lögleysa ein eða ekki. Klúður Nýuppkveðnir sýknu- dómar yfir ökuníðingum vekja upp spurningar um hvort kansellí Þor- steins Pálssonar sé farið að stjórna með tilskipunum eða geðþóttaákvörðunum. Ef ráðherr- ann er farinn að gefa út reglu- gerðir sem fela í sér að kansellí hans sé farið að taka að sér dóms- valdið til að styrkja framkvæmda- valdið, þá er aðgæslu þörf, svo ekki sé meira sagt. Sýkna hraðaglaðs bílstjóra byggist á klúðri ráðuneytisins, en ekki því að sönnungargögn skorti eða að Iögreglumenn hafi ekki staðið rétt að verki. Það er ekki nóg láta lögreglunni í té góð tæki til hraðamælinga og herða refs- ingar og heimta skjótvirkar inn- heimtuaðgerðir ef kansellíið kann ekki fótum sínum forráð og gefur út tilskipanir sem ekki hafa Iaga- stoð. Að minnsta kosti leikur vafi á að svo sé. Allt um það halda lög- reglumenn áfram að mæla og sekta og borga flestir en þeir sem kæra eru sýknaðir þar sem dómstólar taka ekki mark á ráðherratilskipunum um umferðarlög og refsiákvæði. Misbrestur Okufantar valda geysilegu fjár- hagstjóni og ómældum hörmung- um með ólöglegu framferði sínu. Umferðareftirlit og stjórn á öku- hraða er því með mikilvægustu verkefnum framkvæmdavaldsins. Því miður er mikill misbrestur á að Iögregla sinni því hlutverki sem skyldi og ýtir jafnvel undir Iögbrotin í einstaka tilvikum. Það er til dæmis skrýtið að heyra ábyrgan Iögregluþjón lýsa því yfir opinberlega, að það sé allt í lagi að aka 10 km yfir löglegum hraða. Er þá sama hvort lögbrotið er framið á vegum sem Ieyft er að aka á 90 km eða í þröngum íbúða- hverfum, þar sem hraðinn á að vera mestur 30 km. Enda er reyndin sú að á vegum er hraðinn helst ekki minni en 110 og 50-60 í þröngu íbúðagötunum. En smáyfirsjónir og getuleysi lögreglunar til að hafa hemil á umferðarhörmungunum eru lítil- vægar og raunar eðlilegt ef reglu- gerðir um umferðarmál eiga sér ekki lagastoð og eru taldar marklausar af dómstólum. Tilskipanir úr kansellíi að hætti einvalda og tilheyrandi refsigleði er síst tii þess fallin að draga úr þeim voða sem ólögleg umferð veldur. Það er eitt að taka málin föstum tökum og bæta ástandið en annað að missa tökin á öllu saman og neyða dómara til að sýkna ökufanta vegna þess að ráðuneyti dómsmála kann ekld fótum sínum forráð. svaraið Ætlarðu á útihátíð um hélgina? Valgerður Sverrisdóttir alþingiskona „Nei, ég ætla ekki á útihátíð. Það lítur nú út fyrir að bændur verði hér í heyskap og kartöflu- upptekt, þannig að þeir fara nú ekki Iangt. Það væri samt hugsanlegt að fá hann með mér eitthvað stutt og ég stefni á að fara út í Látur gangandi og hitta þar góðan hóp sem væri þá kominn yfir Ufsa- skarðið úr Fjörðum. Þar hafði ég hugsað mér að vera eina nótt og ganga svo með þeim niður á Grenivík. Þetta yrði sólarhrings- ferð, annars ætla ég bara að slaka á og vera hér heima í góða veðrinu.“ Gestur Einar Jónasson útvarpsmaður og leikari „Nei, ekkert skipulagt. Hins vegar erum við hjónin að fara með vinafólki í sumarhús á Héraði og það eru nú einhverjar útihátíðir þar í kring, eins og á Vopnafirði og Neskaup- stað. Það er aldrei að vita nema við keyrum þangað og svona fylgjumst með. Annars ætlum við að vera þarna í næstu viku og hafa það huggulegt." Herra Karl Sigurbjömsson Biskup íslands „Nei, ég ætla ekki á útihátíð um helgina. Eg ætla bara að eyða helginni í rólegheit- um með fjölskyld- unni heima.“ Martha Emstdóttir „Nei, en reyndar ætla ég norður. Ég ætla að gista á hótel Eddu á Stóru- Tjörnum, það var allt fullt á Akur- eyri. Sjálf- sagt kíki ég eitthvað á Halló Akureyri en það er ekkert skipulagt. Við erum með ungabarn þannig að við dúllum okkur bara eitthvað í sund og svoleiðis. Mér líst vel á helgina." hlaupalwna

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.