Dagur - 12.09.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 12.09.1998, Blaðsíða 7
RITS TJÓRNARSPJALL 'ÍÁ UGÁr'dÁ'gÚR 12: SEPTÉMBÉR 1998 - 7 Frá Keikó og Monicu... í vikunni hefur einu nafni skotið hvað eftir annað upp í huga mér. Nafni Nostradamusar. Þessi furðulegi spákarl aftan úr öldum kemur eins og dónalegur glugga- gægir sem bregður fyrir skyndi- lega þar sem maður situr og horf- ir á skjáinn til heimsins: Sky, CNN, RÚV og allt hitt. RiQast upp gamalt dægurþras, óskiljan- leg spásögn frá miðöldum um enda veraldar. Nostradamus setti ragnarök á 1999. Það eru tæpir fjórir mánuðir til stefnu. Vitskert veröld Nostradamus kemur upp í hug- ann fyrir einhvern samslátt í taugaboðum þegar furðuleg fréttavika tekur dýfu og brunar eins og hraðlest inn í dimm göng sem enginn veit hvar enda. Get- ur verið að maðurinn sem spáði fyrir um hildarverkAdolfs Hitlers mörgum öldum áður, hafi líka vitað á hvaða leið hraðlestin er núna? Það er fáránlegt. En það er svo margt fáránlegt núna. Byrjum á Keikó. spilltum stjórnkerfum, hann skemmtir sér konunglega yfir hræsni og skinhelgi í heimssögu- legum hlutverkum - en áttum við von á að hitta þennan fornaldar- fausk í virtustu kauphöllum heims? í blámanum frá tölvu- skjánum ríkir miðaldamyrkrið þéttast og þar líður karlinum best. Furðu lostinn almúgi sem reynir að ná saman endum um mánaðamót hefur engar forsend- ur til að skynja hvers konar firna- fúlgur hafa brunnið á báli fær- ustu hagfræðinga síðustu miss- eri. Skellurinn í Asíuríkjunum sendir tugi milljóna manna á vonarvöl, en það væri ólíkt okkar bestu sérfræðingum að kveinka sér undan því. Hættan er að sýk- in „breiðist út“. Komi heim. Af þeim viðtölum, greinum og yfirlitum sem venjulegur blaða- maður kemst yfir að grípa í sam- tímis því að skynja veraldarsögu- legt hlutverk sæðisbletta í göml- um kjól stendur einn skilningur uppúr varðandi heimsmarkað- inn: hann er við að hrynja. „Heimskreppa“ er hugtak sem flöktir fyrir vitum eins óljóst og hinn dónalegi gluggagæir frá fyrri öldum, en orðið birtist oftar og áleitnar með hverjum degi sem líður. Hver er ástæðan? Stöðnun í Japan? Hrun rúblunn- ar? Fátækt í Indónesíu? Nei. Þessir frábærlega menntuðu og fyrirtaks hæfu snillingar sem ...til Nostradamusar Hvaluriim Keikó táknar firringu mannsins. Firringu manns frá náttúru og sjálfum sér. Það er eitthvað bijál- æðislegt við að sýna hval þá veg- semd í fé og fyrirhöfn sem raun ber vitni þegar meðbræður okkar líða skort. Sameinuðu þjóðirnar hafa ekkert breytt því mati sínu, sem birt var 1979, að Ijörutíu þúsund börn deyi daglega í heim- inum úr hungri og sjúkdómum. Nú þegar 1999 nálgast er talan sú sama: 40.000 daglega. Hvaða vit er þá að eyða 250 milljónum dollara í að koma gömlum og sjúkum hval í ögn stærri útisundlaug en hann átti áður síðustu æviárin? Hreint ekki neitt. En áður en við ráðumst á létt- klikkaða snarfirrta Ameríkana fyrir svo gengdarlausa sóun á fé og mannúð skulum við staldra við. I vikunni var birt niðurstaða þess efnis að Islendingar væru fimmta „þróaðasta" þjóð í heimi, við erum meðal 10 ríkustu, og Dagur undirstrikaði þá velsæld með því að birta frétt um að tí- unda hvert heimili hefði keypt sér nýtt sjónvarp á árinu. Er inn- flutningurinn ekki 1000 nýir lúxusjeppar í ár? Okkar Keikó heitir Mússó. „Out of Africa" Keikóklikkunin er sjúk. En á henni og öðru okkar framferði er bitamunur en ekld Ijár. Sirkus- inn, lætin, fárið, tilstandið - sjálfsupphafningin og fánýtis- dýrkunin kringum hvalinn er fullkomlega í samræmi við aðra lífshætti okkar. Við ýtum frá okk- ur og gefumst upp fyrir þeirri staðreynd að meira en milljarður manna býr við fullkoma eymd. í heimi okkar er manngildið eins og rúblan, hríðfallandi. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra gerði einlæga játningu þegar hann kom frá Afríku: sagð- ist hreinlega hafa áður verið van- hæfur til að tjá sig um eða vinna að málefnum sem varða þessa heimsálfu. Glöggt mátti finna í máli hans framandi kviku þegar stjórnmálamenn okkar eru ann- ars vegar. Sjálfur hef ég gengið að nætur- lagi um Delí þar sem holdsveikir liggja í hrönnum, skoðað ösku- haugana sem hýsa þúsundir í Addis Ababa, heimsótt hungur- búðir í Súdan, gengið um „bar- rio“ Mið-Ameríku þar sem rottur og börn velta í saurnum, séð með eigin augum hildarleikinn í Harlem og horft á stríðsherra Sómalíu siga hungurvofu á eigið fólk. Samdægurs því að skýrslan um tippatog í Hvíta húsinu fyllir fréttatíma sendir Þróunarstofn- un Sameinuðu þjóðanna frá sér eftirfarandi: - Meira en milljarður manna fær ekki nægan mat eða vatn. - Einstaklingur í ríku löndun- um neytir og mengar 50 sinnum meira en meðbróðir í fátæku löndunum. - I 70 Iöndum er neysla fátæk- asta milljarðs manna nú MINNI en fyrir 25 árum. - Viðskiptastríð Sameinuðu þjóðanna gegn Irak hefur stytt meðalævi þar í landi um SEX ÁR frá 1992-95. - Lífsskilyrði fyrir stóran hluta mannkyns, næring og umhverfi, hafa versnað til muna síðustu 25 ár. Við erum öll vanhæf. Þjáningin í heiminum er langt handan við þær stærðir sem hugur okkar megnar að setja í samhengi við þekktan raunveruleika. Og vitskerðing líka Nostradamusinn sem bregður fyrir bakvið myndirnar frá Moskvu og Washington þessa dagana segir okkur að valdið til að eyða mannkyni með því að þrýsta á hnapp komi ekki vitinu fyrir fólk. Bandarísk stjórnmál minna ekki á neitt nema hrun Rómarveldis. Valdamesti maður heims er veruleikafirrtur lygari. En sú afhjúpun öflugustu fjöl- miðla veraldar og póliktískra hreintrt ^rklerka á öfga á hægri- væng kei >ur á fullkomlega röng- um forsendum. Hvað kemur okkur við þótt forseti Bandaríkj- anna freistist af nákvæmlega sömu lystisemdum og allir aðrir sem lifa og hrærast? Það þótti mögnuð yfirlýsing þegar Jimmy Carter viðurkenndi fyrir Playboy að hann hefði „syndgað" í hug- anum. Síðan þá hafa skinhelgin og hræsnin gjörsamlega tekið völdin í siðspilltum heimi bandarískra stjórnmála þar sem þröng klíka valdasjúkra manna streðar við að ná taki á stjórnveli heimsins. Þegar Bill Clinton var kosinn fyrst sögðust 55 prósent kjósenda ekki treysta honum sem persónu, en trúðu honum ágætlega til að stjórna sæmilega. Sú staða er nákvæmlega eins núna eftir að ungfrú Monica Lewinsky hefur játað sínar farir blettóttar fyrir „saksóknara" sem eyðir 40 milljónum dollara í skýrslu um það sem allir vita og engu máli skiptir fyrir stjórnar- far: að forsetinn er breyskur. Meðan Kongó, Kósóvó og Ir- land standa í ljósum logum og heimsverðbréfahöllin nötrar er eina stórveldi heims stjórnlaust af hræsni. Þar sem er verk að vinna er heimsveldi í lamandi greip hysteríu. Rétt eins og Rúss- land væri ekki nóg. Babúska Skríll f þinghúsinu, sjúkur drykkjumaður f forsetahöllinni, mafía mergsýgur ríkið sem liðast sundur í stjórnlausar smáeining- ar „sjálfssjórnarhöfðingja" sem bíða færis að setja kjamorkuvopn á alþjóðlegan hryðjuverkamark- að. Nostradamus hefði ekki get- að lýst hinu fallna veldi rúblunn- ar betur. Babúska er komin að fótum fram. Ef Rússland væri einangrað eintak af ofmetnu efnahagsveldi og vanmetnu her- veldi gætum við Keikósælu Vest- urlandabúar keypt okkur frá vandanum með skipalestum. Vandamálið er bara - enn og aft- ur - stærra og yfirgripsmeira en vanþekking okkar á hlutskipti annars fólks ræður við að setja f samhengi. Allt er ein hrikaleg Tjétsénía: það sem áður hékk saman undir valdstjórn Rauða fánans frá freðmýrum Síberíu til olíulinda nýju ríkjanna með skrítnu nöfnin. Kongó, Kósóvó og Irland eru smámunir miðað við það sem bíður. Læmingjar Og Nostradamus leggur sín spá- sagnarlegu tarotspil á ólíklegustu stöðum. Reikna má með honum á eymdarvöllum hungurs og sjúk- dóma, hann er í essinu sfnu í stýra mörkuðum heimsins fyrir framan samtengdu verðbréfatölv- urnar stjórnast af nákvæmlega sömu frumstæðu hvötinni og sakbendingarpostularnir í Was- hington, mafíukapítalistarnir f Moskvu og Keikóvitleysingar allra landa: hysteríu. Þegar Nixon sagði af sér emb- ætti féll verðbréfavísitalan f Bandaríkjunum um 40 prósent. Núna sitja kaldsveittir og tauga- veiklaðir höndlarar við heims- markaðstölvuna og stjórnast af nákvæmlega sömu hjarðhvöt og læmingjar sem taka upp á að steypa sér fyrir björg, allir sem einn. Allir eru sammála: það er ekkert efnahagslegt efni í hrun. En hin uppsafnaða hræðsla sem fær að næra sjálfa sig á sam- tengdum veraldarmarkaði getur hrundið af stað svo öflugri keðju- verkun að ekki verður við neitt ráðið; hysterían sendir okkur þá lóðbeint f heimssögulega efna- hagskreppu. Við eigum líf og afkomu undir læmingjum. Allir þræöir Enginn einn ekur öllum þessum vögnum. En saman bruna þeir í lest inn í dimm göng sem ekki sér fyrir endann á. Þeir ættu að vera hlaðnir stjórnvisku, skynsemi og manngildi. I staðinn eru þeir Iestaðir hungri, spillingu og firr- ingu. Þessa helgi liggja öll gáfu- menni heimsins á Netinu yfir sóðalýsingum úr Hvíta húsinu. Á meðan hverfur síðasti vagninn í hraðlestinni inn f myrkrið og gamall fauskur situr á aftasta hekk með dagatal.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.