Dagur - 12.09.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 12.09.1998, Blaðsíða 11
 LAVGARDAGIrA i 2 .' S ERTR M'Bt R i 99 '8 -11 ERLENDAR FRÉTTIR L. Bandarískir þingmenn velta fyrir sér viðbrögðum við skýrslunni: Til að byrja með ákváðu þeir að birta hana á Netinu. Framtíð Clintons í hondum þmgsins í skýrslu Starrs er fullyrt að Clinton hafi tvisvar framið meinsæri, auk annarra brota. Skýrslan, sem Kenneth Starr af- henti bandaríska þinginu á mið- vikudaginn, er engin smásmíði, alls 445 blaðsíður. Allt var þetta birt á Netinu síðdegis í gær. Henni fylgja síðan 2.500 blaðsíð- ur af fylgiskjölum, sem einnig verða birt á Netinu. Það eina sem ekki verður gert opinbert eru persónulegar upplýsingar um fólk sem tengist málinu aðeins lítil- lega. I skýrslunni eru tilgreind 11 at- riði, sem hugsanlega geta orðið tilefni til kæru á hendur forsetan- um til embættismissis. Þar á með- al er fullyrt að hann hafi tvisvar framið meinsæri. I fyrra skiptið þegar hann bar vitni í máli Paulu Jones, og síðan aftur þann 17. ágúst síðastliðinn í vitnisburði sínum fyrir rannsóknarkviðdómi. Þá er fullyrt að hann hafi reynt að hafa áhrif á vitni, hindrað fram- gang réttvísinnar með því að end- urheimta gjafir sem hann hafði gefið henni og aðstoðað hana óbeint við atvinnuleit. Sömuleiðis er fullyrt að hann hafi misnotað aðstöðu sína í valdaembætti, m.a. með því að fara í dómsmál til þess að hindra störf rannsóknarkviðdóms. Slíkt varði reyndar ekki við lög, en gæti þó talist nægileg ástæða til að sakfella hann til embættismissis samkvæmt ákvæðum stjórnar- skrárinnar. Berorðar kyulífslýsmgar Þá er í skýrslunni að finna fjöl- margar lýsingar, stundum í smáat- riðum, á kynferðislegum sam- skiptum forsetans og Monicu Lewinsky, sem áttu sér stað í bak- herbergi inn af aðalskrifstofu Clintons í Hvíta húsinu. Einnig er því Iýst hvernig forsetinn blekkti fólk, þar á meðal starfsfólk sitt og aðstoðarmenn, vitandi það að þar með myndi þetta fólk gefa rangan vitnisburð fyrir rannsókn- arkviðdómi Starrs. Það sem gerist næst er að úr- skurðarnefnd þingsins fjallar um skýrsluna og tekur ákvörðun um hvort ástæða sé til að kæra forset- ann til embættismissis. Síðan þarf fulltrúadeild þingsins að koma saman til atkvæðagreiðslu, en formlega er það hún sem Ieggur fram kæruna. Að því búnu kemur svo til kasta öldungadeildarinnar að taka afstöðu til ákærunnar, en það er í hennar verkahring að sak- fella forsetann eða sýkna af ákærunni. Kenneth Starr er ánægður þessa dagana. Það verður þó að teljast mjög ólíklegt að svo Iangt verði gengið. Ef forsetinn telur líkur til þess að hann verði ákærður til embættis- missis er næsta víst að hann segi af sér embætti áður en til þess kemur, líkt og Richard Nixon gerði á sínum tíma. Fæstir vilja afsögn Bill Clinton hefur þráfaldlega beðið um fyrirgefiiingu undan- farna daga, en mörgum þykir erfitt að trúa því að hugur fylgi þar máli. Andstæðingar forsetans segja augljóst að hann sé einung- is að reyna að bjarga eigin skinni. Einkalögmaður Clintons, David E. Kendall, hefur unnið að því vikum saman að semja aðra skýrslu, þar sem fram koma önn- ur sjónarmið, sannanir og rök- semdir gegn ákærum Starrs. Þó var óljóst í gær hvort sú skýrsla yrði birt, eða aðeins látið nægja að gefa út almennar yfirlýsingar þar sem Kendall neitar ásökunum og fordæmir ákærumar án þess að færa fram ítarlegan rökstuðn- ing. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í gær, eru flestir Bandaríkjamenn andvígir því að Clinton Iáti af embætti. Hins veg- ar vill meirihlutinn að þingið ávíti hann vegna framhjáhalds síns og lyganna. — GB msmm Primakov kominn í embættið RÚSSLAND - Dúman, neðri deild rússneska þingsins, féllst í gær á tilnefningu Jevgenís Prímakovs í embætti forsætisráðherra og lauk þar með nærri þriggja vikna langri stjórnarkreppu í landinu. Príma- kov boðaði meiri ríkisítök í efnahagsmálum, en hét því þó að ekki yrði snúið af braut efnahagsumbóta. Boris Jeltsín hefur gefið Príma- kov frjálsar hendur um myndun ríkisstjórnar. Prímakov lagði áherslu á það að hann þyrfti víðtækan stuðning ef takast eigi að koma í veg fyrir upplausn og hrun efnahagslífsins. Átök í Chile CHILE - Til átaka kom milli lögreglu og vinstrisinna í Chile í gær, en þá voru liðin 25 ár frá því Pinochet hrifsaði til sín völdin þar í Iandi. Ríkisstjórnin hvatti fólk til að halda ró sinni, og kaþólska kirkjan vill koma á sáttum í landinu. A valdatíma hershöfðingjastjórnar Pin- ochets voru 3.000 manns myrtir á vegum stjórnarinnar. Kjamorkukafbátiir í uppnámi RUSSLAND - 19 ára gamall rússneskur sjómaður gekk í gær ber- serksgang á kjarnorkukafbát rússneska norðurflotans, sem liggur við bryggju í Severomorsk í norðurhluta Rússlands. Hann skaut níu starfsbræður sína og hótaði því að sprengja kafbátinn í loft upp. Stjórn flotans hélt því fram að engin kjarnorkuvopn væru um borð. Sömuleiðis er fullyrt að kjarnaofninn um borð sé ekki í gangi. Við- ræður við manninn höfðu ekki borið árangur síðdegis í gær. QXQ jQX.<v □□iPgLBYJ D I G I T A L Cerc/irbie FRÍSTUNDANÁM ( MÐBÆJARSKÓLA OG MJÓDD íslenska fyrir útlendinga. Dag- og kvöldnámskeið. íslenska fyrir út- lendinga 1 .-4. flokkur (í fyrsta flokki er raðað eftir þjóðerni nemenda). íslenska - talflokkar fyrir útlendinga. íslenska - ritun fyrir útlendinga. Erlend tungumál (byrjenda og framhaldsnámskeið) Danska, norska, sænska, enska, hollenska, þýska, franska, ítalska, spænska, portúgalska, rússneska, lettneska, kínverska, japanska, arabíska. Talflokkar í ensku, frönsku, spænsku, ítölsku og rússnesku. Verklegar greinar og myndlistarnámskeið Fatasaumur, skrautskrift, postulínsmálun, bókband, glerlist, prjón, myndprjón, batík og tauþrykk, teikning, vatnslitamálun, olíumálun, papamassi, húsgagnaviðgerðir. Ýmis námskeið Frímerkjasöfnun - allt um frímerki og meðferð þeirra, kennari Sig- urður H. Þorsteinsson. Konur og kristni - saga kvenna og kirkjunnar í 2000 ár, kennari Inga Huld Hákonardóttir. Framhaldslíf - sagnir um sköpun heimsins, dauðann og annað líf, kennari Dagur Þorleifsson. Listasaga - fjallað um helstu tímabil listasögunnar, kennari Þorsteinn Eggertsson. Húsgagnaviðgerðir - að gera upp gömul húsgögn, smíðar, kennari Matthías de Jong. Heimilisbókhald - hagnýt ráðgjöf um fjármál heimilanna, kennari Raggý Guðjónsdóttir. Samskipti og sjálfsefli - ákveðniþjálfun fyrir konur, kennari Jórunn Sörensen. Tarotlestur - leiðbeint um tákn og túlkun spilanna, kennari Carl Marsak. Skokknámskeið - byrjenda- og framhaldshópar. Námskeið fyrir börn Danska, norska, sænska, þýska og ítalska. Fyrir 7-10 ára börn til að viðhalda kunnáttu þeirra. Leiklist fyrir börn, 9-12 ára, kennari, Elísabet Brekkan. Aðstoð við skólafólk Stærðfræði, upprifjun og aðstoð fyrir nemendur í 10. bekk grunnskóla og á framhaldsskólastigi. Innritun stendur yfir í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1. Upplýsingar í síma: 551-2992. Netfang: nfr@rvk.is, heimasíða: http://www.rvk.is/nfr Kennt verður í Miðbæjarskóla og í Mjódd, Þönglabakka 4. SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR F I L E S ríGiHT THE riJTUiRE AAulder og Sculty úr hinum frábæru X-Files þáttum eru mætt á hvita tjaldið. Við rannsókn á dularfuilum sprengingum lenda þau sjálf í svikavef og leynilegu ráðabruggi. Sannleikurinn kemur í Ijós - Aðeins í kvikmyndahúsum. Topp tæknibrellur og tærasti tónn í heimi, Dolby Digital. http://WWW.NET.IS/BORGARBÍÓ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.