Dagur - 12.09.1998, Blaðsíða 8

Dagur - 12.09.1998, Blaðsíða 8
8- LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 FRÉTTASKÝRING rD^ir BJÖR^í ÞORLAKS- SON SKRIFAR Muimlegt samkomu- lag látið nægja um framtíð Keikós. Mikill léttir vegna heilsu hans. Vísindastarf eflist í Eyjum. Lífið í Vestmannaeyjum var í gær farið að ganga sinn vanagang eft- ir Keikóævintýrið á fimmtudag. Þó var nokkur fjöldi erlendra fréttamanna enn á sveimi og upp- lýsir verkefnisstjóri Keikókom- unnar á Islandi, að verr hafi gengið að loka fréttamannamið- stöðinni en ráð hafði verið fyrir gert vegna ásóknar fjölmiðla- manna. Einhver áhrif hefur það einnig að flugumferð hefur engin verið frá Eyjum. Margir höfðu efasemdir Stóra spurningin núna er hvað framtíðin Ieiðir í ljós? Vest- mannaeyjar hafa fengið tekju- mikla hlutdeild í ævintýrinu en útgjöldin eru vissulega fyrir hendi einnig. Bæjarstjórinn í Vest- mannaeyjum, Guðjón Hjörleifs- son, sagði í gær að honum væri mikið létt eftir að í ljós kom að Keikó var við góða heilsu. „Fyrir utan lendinguna sem mistókst gekk þetta allt alveg stórkostlega vel. Margir höfðu efasemdir um að þessi flutningur væri fram- kvæmanlegur en sjálfur var ég aldrei hræddur eftir að hafa talað við þjálfara Keikós og lækna. Það er eins með Keikó og páfann að þeim fylgja báðum líflæknar." 4% af framkvæmdafé Guðjón sagði að skipulagning hefði öll verið til fyrirmyndar í Eyjum og getur Dagur tekið und- ir það eftir að hafa verið að störf- um sfðustu daga í Eyjum. En hve miklum peningum hefur bærinn varið í ævintýrið? „Við vörðum 4 milljónum króna frá höfninni til dýpkunar í Klettsvíkinni. Síðan settum við 5 milljónir í Keik sem sá um ferðina fyrir hönd bæjar- ins. Svo fóru um 300 þúsund í skemmdir á flugbrautinni vegna æfingarinnar en annað er það ekki. Mér sýnist að þessi upphæð sé um 4% af framkvæmdafé en Vestmannaeyingar eru Iíka búnir að fá ótrúlega mikla vinnu í kringum Keikó í sumar.“ Fær frið Guðjón telur peningunum hafa verið vel varið en blaðið bað hann að spá í framtíðina. „Það er ljóst að hér verður ekki sama nálgun við Keikó og var í Newport. Nú verður net sett yfir kvína og Keikó fær frið. Þetta er hluti af þeirri stefnu að veita Keikó tækifæri til að sleppa aftur út í frjálsa nátt- úru. Þetta var ekki bein afhend- ing í gær heldur eru Keikósam- tökin ábyrg fyrir framhaldinu." Óljós staða Getur sú staða komið upp að Keikósamtökin segi: Nú höfum við ekki lengur áhuga á að eyða peningum í þennan hval. Þið Vestmannaeyingar verðið að taka við honum? „Eg hef ekki trú á því. Þetta eru þannig aðilar.“ Liggur eitthvað samningsbund- ið fyrir um þetta? „Nei, en það var gert munnlegt samkomulag um að ábyrgð og rekstur væri á þeirra könnu. Bær- inn kemur að þessu í byrjun en síðan er hann alveg laus.“ Hvað verður um orðspor Eyja Mikill léttir var hjá viðstöddum þegar Keikó fór að hieyfa sig. myndir bg og bþ. V- K jfi mj'M 1 Þessi unga stúlka sat dolfallin í þúfunum í grennd við Vestmannaeyjaflugvöll og beið eftir Keikó. 77/ að stytta sér stundir hafði hún lítinn Keikó meðferðis og sleppti honum ekki eitt andartak. og ímynd landsins ef hvalurinn drepst? Snýst allt upp í and- hverfu? „Nei, nei en maður hefur enga ástæðu til að veita því fyrir sér. Keikó á eftir að lifa ein 20 ár a.m.k. og ég hef ekkert hugsað út í þetta. Það voru margir skeptísk- ir á að Keikó myndi lifa flutning- inn af en við sjáum hvað hefur gerst." Á Guðjón von á fleiri hvölum flugleiðis til Eyja? „Það er þá á þeirra vegum. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði bæjarstjórinn í gær og hló. Fjörugt félagslíf Bjarki Brynjarsson, verkefnis- stjóri Keikós í Eyjum, fram- kvæmdastjóri Keikósjóðsins á Is- Fréttamannagerið var með ólíkindum og skiptu sjón v. rpsmyndavélar frá öll- um heimshornum tugum. Á köflum var barist um besta sjónarhornið en flestir sýndu þó fyllstu kurteisi og sani' iarfsvilja.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.