Dagur - 12.09.1998, Blaðsíða 2

Dagur - 12.09.1998, Blaðsíða 2
2 - LAUGARDAGVR 12. SEPTEMBER 1998 Tkgpr FRÉTTIR Réttir verða á nokkrum stöðum um helgina og víða er spáð leiðinda veðri. Olviðri í Þeista- reykj agöngiim Bændur úr uppsveitnm Ámessýslu smala í þurr- viðri en hins vegar víða í sandfoki. „Hér er vitlaust veður og vonskufæri og það dregur í stöðugt stærri skafla og því gengur mjög illa og er að verða ófært fyrir farartæki. Við gengum á fimmtu- dag vesturhlutann og voru svo að klára þar suður úr. Við förum trúlega ekkert austur fyrir fjöll núna því það eru ekki líkur á að veðrið Iagist," sagði Agnar Kristjánsson í Norðurhlíð í Aðaldal, gangnastjóri á Þeistareykjum. Agnar telur að í gær hafi þeir verið búnir að ná megninu af fénu og því muni þeir halda tii byggða í dag. Ætl- unin er að rétta í Hraunsrétt í Aðaldal á sunnudag og telur Agnar að það muni takast. Agnar segist álíta að liðlega 2.000 íjár verði í Hraunsrétt. Auðkúluheiði var smöluð £ gær af Húnvetningum í roki, kulda og bleytu og verður réttað í Auðkúlurétt í dag. Þeir sem gengu Grímstungu- og Haukagilsheiðar hrepptu svipað hret og var réttað í Undirfellsrétt. Ekki hafði þó snjóað á þessum slóðum. Gangnamenn úr Biskupstungum fá þurrviðri en þó nokkuð stífa norðanátt og hætt er við að víða á Suðurlandi þurfi gangnamenn að glíma við sandbylji sem gæti eitthvað tafið rekstur til byggða. Réttað verður í Tungnarétt í dag, og búist við fjölda manna og málleysingja þangað um helgina eins og ætíð. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing- ur á Veðurstofu Islands, segir að áfram verði úrkoma á Norðurlandi í dag, en úr henni dragi á sunnudag en ekkert bendi til þess að það hlýni í veðri. Hita- stig á Austurlandi mun hins vegar fara eitthvað hækkandi. „Ég veit um bændur í Vopnafirði sem hafa haft áhyggjur af sínu fé á Sandvík- urheiði en þeir geta eitthvað andar létt- ar. En á Norðurlandi eystra verður hríð eða slydda og hvasst á heiðum, allt að 10 vindstigum, og vestantil á Norður- landi verður slydda og hríðarhraglandi alveg fram á sunnudag. Það gætu því verið slæptir gangnamenn sem koma til byggða um helgina. Það verður hins vegar áfram þurrt á gangnamönnum á Suðurlandi, til dæmis þeim sem ganga úr Biskupstungum en vindbelgingur og kuldi. Bændur þar gætu hins vegar þurft að glíma við ryk og sandfok," seg- ir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing- ur. - GG í pottinum heyrist nú af tals- verðum kurr í læknasamfélag- inu vegna ráðningar Kristjáns Erlendssonar, deilarstjóra í heil- brigðisráðuncytinu, til íslenskr- ar erfðagreiningar. Segja menn að möimum hafi fundist nóg um þau tengsl sem voru milii Kára Stefánssonar og ráðuneyt- isins í tengslum við frumvarpsgerðma, en með því að sá aðili sem ráðuneytið treysti og bað tnn að kynna málið íyrir skeptískri læknastétt skuli síðan flytja sig yfir á launaskrá hjá Kára, hafi skrefið verið stigið frá „óviöeigandi" yfir í hrein- an „dónaskap" og „lítilsvirðmgu“ svo gripið sé til orðalags sem pottverjar hafa heyrt lækna nota... Kristján Erlendsson. En það er fleira sem menn hneykslast á þessa dag- ana. Ráðning G. Péturs Matthíassonar sem inn- heimtustjóra hjá RtJV vekur mikla athygli í ljósi þess hve skýrt það er í útvarpslögum að inn- heimtustjóri skuli uppfyUa dómaraskilyrði. Inn- an Rfldsútvarpsins velta menn líka fyrir sér hvers vegna kosið sé að brjóta lög með þessum hætti og eru þær skýringar helst gefiiar að ákvæðin um innheimtustjóra tengjast afnotagjaldakerfi stofn- unarinnar og þeir sem ráði ferðinni séu hug- myndafræðilega á móti því forskoti sem það gefi á aðra fjölmiðla. Því vilji þeir láta reyna á hversu styrktþað séí sessi... í pottinum á Akureyri var verið að segja frá því að sést hafi til Stefáns Baldurssonar þjóðleik- hússtjóra á veitingastaðnum Bing Dao, en sá staður varð fæg- ur vegna ritdeilna um þjónust- una sem snerust mest um hrís- grjónaskál sem kom eða kom ekki. Stefán mun þó ekki hafa verið að leita að hrísgijónaskálinni heldur skoða aðstæður á Bing Dao-Renniverkstæðinu enda ný- búinn að gera samning um uppfærslu á sýn- ingu þar... Stefán Baldursson. VEÐUR OG FÆRÐ Línuritin sýna fjögurra daga veðurhorfur á hverjum stað. Línan sýnir hitastig, súlu- ritið 12 tíma úrkomu en vindáttir og vind- stig eru tilgreind fyrir neðan. Dregur heldur úr norðanáttinni, einkum vestan til. Styttir upp á Vestfjörðum og víða vestan til á Norðurlandi, en áfram verður rign- ing norðaustan- og austanlands. Snjókoma til fjalla. Um landið sunn- an- og suðvest- anvert, verður úrkomulaust, og bjart með köflum. Afram fremur kalt í veðri, þó heldur dragi úr mesta kuldanum. Færð á vegum í gærkvöld, föstudagskvöld, var krap og hálka á Vatnsskarði en að öðru leyti er greið- fært milli Akureyrar og Reykjavíkur. Þungfært er um Lágheiði. Krap og hálka er í Vík- urskarði, Fljótsheiði og Kísilvegi. Þungfært og óveður er á Möðrudalsöræfum. Krap og snjókoma er á Hólsandi og Öxafjarðarheiði. Krap er á Vopnafjarðarheiði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.