Dagur - 12.09.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 12.09.1998, Blaðsíða 6
6 - LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 1998 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórnar: Áskriftargjald m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Símbréf auglýsingadeildar: Símar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVlK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjon@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 160 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYRD460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 6171(AKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Niðurlæging Clintons I íyrsta lagi Heimsbyggðin horfir með samblandi af furðu, hlátri og hryllingi á niðurlægingu Bills Clintons, forseta Bandaríkjanna. Dag eftir dag beygir hann sig í duftið fyrir andstæðingum sínum, samherj- um og bandarísku þjóðinni. Minnir sú framganga öll á athafnir iðrandi syndara á bandarískum heittrúarsamkomum þar sem þeir játa hástöfum misgjörðir sínar, sýna iðrun og uppskera að lokum fyrirgefningu syndanna. Enn er óvíst hvort Clinton nær því markmiði sínu að hljóta slíka fyrirgefningu. Þegar til kast- anna kemur er það undir afstöðu almennings komið hversu langt þingmenn þora að ganga til að koma honum frá völdum. í öðm lagi Margir bandarískir þingmenn eru að sækjast eftir endurkjöri í nóvember. Repúblíkanar hyggjast nýta sér ávirðingar forsetans til hins ítrasta og munu næstu vikur og mánuði eyða gífurlegum fjármunum í áróðursherferð sem beinist gegn forsetanum og þeim sem hann styðja. Frambjóðendur demókrata óttast að lenda mitt í þeirri pólitísku kvörn og eru því mjög á báðum átt- um um stuðning við Clinton. Hinn endanlegi dómari verður al- menningsálitið. Ef forsetanum tekst að leika á þær tilfinningar almennings að þegar sé búið að refsa iðrandi syndaranum nóg fyrir framhjáhald, og þar með halda stöðu sinni í skoðanakönn- unum, munu þingmenn repúblíkana fara varlega. Ef honum mistekst það verk kann að reynast skammt í mannaskipti í Hvíta húsinu. í þriðja lagi Fyrir umheiminn er ömurlegt til þess að vita að enn eitt pólitískt tunglsýkikast Bandaríkjamanna skuli hafa gert forseta valda- mesta ríkis jarðarinnar að skotspæni aðhláturs og háðs. Hvern- ig eiga leiðtogar annarra ríkja að taka mark á forseta sem hefur niðurlægt sig með þessum hætti? Sú spurning hlýtur að vera of- arlega í hugum margra hvort orðstír Bills Clintons sé ekki nú þegar svo illa farinn að honum verði um megn að veita Banda- ríkjunum nauðsynlega forystu næstu tvö árin, hvað þá heims- byggðinni. Elías Snæland Jónsson ro^tr Horft framhjá Garri er mikið að spá í að ráða sig sem heilaskurðlækni á Landspítalann eða á Sjúkra- hús Reykavíkur. Kjörin eru að vísu ekki talin neitt sérstaklega góð miðað við það sem gengur og gerist hjá heilaskurðlækn- um en þá ber þess að gæta að Garri hefur náttúrulega ekki tilskyld réttindi til að starfa sem heila- skurðlæknir. Hins vegar mun sá siður vera að kom- ast á hjá hin- um ýmsu stofnunum á vegum ríkis- ins að þegar menn eru ráðnir í af- markaðan tima - eru semsé ekki æviráðnir eða fastráðn- ir - þá skiptir ekki máli hvort öll tilskilin réttindi eru upp- fyllt. Það er „litið framhjá því“ eins og sagt er. Þetta er það sem Garri kallar sveigjanlega stjórnun og auðveldar verulega að manna þær stöður sem fólk vantar í. „ Skorts-vandinn“ A sjúkrahúsunum og í heil- brigðiskerfinu er þessi stefna augljóslega hentug, því í einu vetfangi losna menn við hin svokölluðu „skorts-vandamál“. Skortur á sérfræðingum, skortur á heilsgæslulæknum á landsbyggðinni, skortur á hjúkrunarfræðingum eða skortur á kennurum eða skort- ur á bifvélavirkjum. Alla þessa pósta má nú manna með tíma- bundnum ráðningum manna þar sem „litið er framhjá því“ að þeir hafa ekki tilskilin rétt- V indi. Þannig gæti það meira að segja verið liður í átaksverk- efnum sveitarfélaga að setja Sigga eða Nonna í stöðu heilsugæslulæknis tímabundið og líta framhjá því í eitt ár eða svo að þeir eru ekki læknis- menntaðir. Þetta er snilldar- lausn. RÚVríðux á vaðið Og auðvitað eru það snillingarnir á Ríkisút- varpinu sem riðu á vaðið og fundu upp þessa aðferð. í Degi í gær er einmitt frétt um það að ástsæll fréttamaður hafi verið ráðinn sem innheimtustjóri á þessum forsendum. Menn litu framhjá því tímabundið að hann uppfyllir ekki dómara- skilyrði þó svo að 28. gr. út- varpslaga hljóði svo: „Inn- heimtustjóri skal uppfylla dómaraskilyrði.“ Þetta mun hafa verið sett í lög til þess að innheimtukerfið sem sjálf- krafa tekur veð í útvarpstækj- um landsmanna fái yfir höfuð staðist. En það er auðvitað frá- leitt að fara eftir lögum ef það passar ekki í starfsmannamál- um hjá RUV, stjómendumir þar eru nú ekki vanir að Iáta slíkt trufla sig. Og margföld- unaráhrifin af þessari rögg- sömu stjórnun eru líka mikil - þjóðin er nú laus við „skorts- vandamálin'1!!! — GARRI Ætlarðu a.ð kynna þér skýrslu Starrs saksókn- ara til bandaríska þingsins um málefni Clintons Bandaríkjafor- seta og Monicu Lewin- sky sem birt verður á Netinu? Guðný Guðbjömsdóttir alþingismaðurKvennalista. „Ég sá það í morgun að það er búið að gefa upp slóðina. Eg hefði haft mjög gaman af því að skoða það sem þar birtist en ég hef bara svo mikið að gera um helgina að ég stórefast um að ég gefi mér tíma til þess. Ég tók einnig eftir því að það á að sleppa því að birta það allra viðkvæmasta úr skýrslunni á Netinu, og ég er mjög ánægð með það.“ Svanfríður Jónasdóttir alþingismaður Jafnaðarmannaflokks. „Nei, alls ekki. Ég tel mínum tíma miklu betur varið til merkilegri málefna heldur en að lesa skýrslu um það sem við Islendingar höf- um hingað til talið vera einka- mál.“ Öm Ámason leikari. Að bjóða Keikó vdkomiim JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrifar Einhver minnisstæðasta útsend- ing í sögu íslenska sjónvarpsins er beina útsendingin um árið þegar þjóðin horfði klukkutímum sam- an á lokaðar dymar á Höfða þeg- ar leiðtogafundurinn stóð þar yfir og Ingvi Hrafn lýsti þessum lok- uðu dyrum með slíkum feiknum að undrun sætti. Margir frétta- menn hafa frá þeirri stundu stað- ið fyrir utan lokaðar dyr og Hallur Hallsson, núverandi hval-ræðis- maður íslands, gerði þetta reynd- ar að sérstakri listgrein og var ógleymanlegur bendandi á hverjar lokaðar dymar á fætur annarri og hvíslandi að þjóð sinni: „Fyrir innan þessar dyr er hugsanlega eitthvað að gerast.“ BaJkkabræður? I fyrradag starði þjóðin í ein- hveija ldukkutíma á lokaða hlera mikillar flutningaflugvélar á flug- vellinum í Vestmannaeyjum. Og fréttamennirnir Eiríkur og Logi byggðu upp óbærilega spennu, því á hverri stundu var von á hvalnum Keikó út um þessar dyr. (Skaði að Gísli og Helgi voru ekki með Eiríki í útsendingunni, þá hefði þetta verið fullkomnað.) „Hér kemur Keikó!“ æptu frétta- mennirir annað veifið. Og út kom ýmislegt dót og drasl. „Nú er Keikó að koma!“ hrópuðu þeir enn og bátur kom siglandi út úr flugvélinni. En á endanum kom háhyrningurinn og fréttamenn vörpuðu öndinni léttar. Og hófu að lýsa ökuferð með Keikó niður á kajann og tókst að byggja upp nokkra spennu þó ljóst væri að hvorki Hakkinen né Schumacher voru við stýrið á vörubílnum. Gleðíkonur græða Keikó er sem sé kominn heim. Og sitt sýnist hveijum um þá heim- komu. En sé grannt skoðað þá ættu eftirfarandi 14 ástæður að nægja til að fullvissa menn um að sjálfsagt er að fagna komu hvals- ins og bjóða hann velkominn: 1. Keikó er Daviðs elskaður hvalur sem hann hefur vel- þóknun á. 2. Islendingar munu græða á Keikó. Veikominn Keikó. 3. Vestmannaeyingar munu græða á Keikó. 4. Hvalaskoðunarútgerðir munu græða á Keikó. 5. Vísindamenn munu græða á Keikó. 6. Ferðaþjónustuaðilar munu græða á Keikó. 7. Gleðikonur munu græða á Keikó með auknum ferða- mannastraumi. 8. Hið íslenska reðursafn mun græða á Keikó. 9. Hlutabréf munu hækka í verði. 10. Keikó er ekki dóni og munn- makahvalur þó hann sé sam- landi Clintons. 11. Keikó er ekki hundur og því óþarfi að setja hann í sóttkví í Hrísey. 12. Keikó er ekki, svo vitað sé, hryðjuverkahvalur. 13. Keikó er ekki, svo vitað sé, með AIDS. 14. Þar af leiðir að Keikó er ekki hommi og þorra þjóðarinnar því óhætt að líta hann hýrum augum án þess að fá á sig öf- uguggastimpil. Því segjum við öll: Vertu vel- kominn heim Keikó og komdu fagnandi. .-Já, og ég ætla að byija á því að fletta henni og finna dóna- legu partana. Þó skilst mér á CNN- fréttastof- unni að þeim verði sleppt svo ég held að ég bíði bara eftir þýðingu Dags á skýrslunni. Það verður gaman því þetta eru um 500 síð- ur í 35 kössum." Lúðvtk Bergvinsson alþingismaður Jafnaðarmannaflokks. „Það þykir mér frekar ólíklegt, í sannleika sagt, en ef tími gefst til gæti það allt eins orðið eins og hvað annað. En á hinn bóginn, þrátt fyrir allt ruglið gæti verið fróð- legt að sjá hvernig þeir fyrir vest- an vinna svona mál.“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.