Dagur - 12.09.1998, Blaðsíða 10

Dagur - 12.09.1998, Blaðsíða 10
10-LAVGASDAGUB 12. SEPTEMBER~1998 ro^ftr ÞJÓÐMÁL Það er sótt til sigurs BJORGVIN G. SIGURÐS- SON talsmaður Grósku skrifar Fyrir sakir sundrungar á vinstri- kantinum hafa félagshyggju- menn haft allt of lítil áhrif á þró- un íslensks samfélags á tuttug- ustu öldinni. Vissulega hafa margir sigrar unnist og margt færst í átt til jöfnuðar og réttlæt- is í þeim samsteypustjórnum sem félagshyggjuflokkarnir hafa átt aðild að. Astæða þess að félags- hyggjufólk hefur ekki haft þau áhrif sem það ætti að hafa haft er sundrung þeirra í marga flokka. Nú hillir undir lok þess tímabils og á næstu árum bíður okkar að móta öfluga og samstíga vinstri- hreyfingu sem kemur til með að móta samfélag 21. aldarinnar. Sólin og stjömiumar Því hefur verið haldið fram af andstæðingum samstöðu félags- hyggjuflokkanna að sameiginlegt framboð sé ávísun á útvatnaða vinstristefnu. Við séum að yfir- gefa sól okkar og stjörnur fyrir sameiginlegt framboð um eitt- hvað sem enginn veit hvað er. Ekkert er eins fjarri lagi. Sameig- inlegt framboð félagshyggjufólks er róttækt og umbótasinnað og þarf ekki að leita Iengi í stefnu þess til að færa heim sanninn um það. Gróska, samtök jafnaðar- manna og félagshyggjufólks, mun í dag halda félagsfund í Rúgbrauðsgerðinni undir yfir- skriftinni: Verkefni stjórnar fé- lagshyggjufólks fyrstu hundrað dagana. Þar leggur Gróska fram hugmyndir að verkefnaskrá sam- eiginlegs framboðs vinstrimanna og hver fyrstu verk slíks fram- boðs yrðu. Það verður ekki Ieng- ur látið steyta á skerjum sundr- ungar og bræðravíga. Vinstri- menn munu móta þjóðfélag framtíðarinnar. Róttækir 100 dagar Nokkur dæmi um þau mál sem efst eru á baugi og á meðal fyrstu verka vinstrimanna eru umbylt- ing á menntakerfinu þar sem á „Því hefur verið haldið fram af andstæðingum samstöðu félagshyggjuflokkanna að sameiginlegt framboð sé ávís- un á útvatnaða vinstristefnu. Við séum að yfirgefa sól okkar og stjörnur fyrir sameiginlegt framboð um eitthvað sem enginn veit hvað er. Ekkert er eins fjarri lagi, “ segir talsmaður Grósku við þá Ögmund, Steingrím og Hjörleif. Ijórum árum yrðu framlög til menntamála aukin úr 5 prósent- um af þjóðarframleiðslu í 7 pró- sent. Ný sýn í landbúnaðarmál- um þar sem bændum er hjálpað til endurreisnar atvinnugreinar sinnar, auðlindir þjóðarinnar verði færðar í eigu hennar á ný og skattkerfinu verði breytt til að auka réttláta tekjuskiptingu. Or- orkubætur verði hækkaðar um helming og tenging þeirra við laun maka afnumdar og lögð drög að nýsköpun í smáiðnaði og hátækniframleiðslu. Böndum verður komið á stóriðju- og virkj- anabrjálæðið sem hefur kostað þjóðina margar af ómetanlegum náttúruperlum sínum. Þarna eru nefnd örfá atriði af mörgum sem Gróska mun ræða og leggja fram í hundrað daga áætlun sinni á fundinum á laugardag. Þá eru ótalin jafnréttismálin, launamál- in og margt fleira. Það er hafín sókn til vinstri sem ekkert fær stöðvað og Gróska mun gefa tón- inn. Framhaldið ræðst í kröftugri kosningabaráttu í vetur og þar verða skýr skilin á milli framtíð- arsýnar félagshyggjuframboðsins og íhaldsins sem á móti rær úr nokkrum áttum. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sýnt á stóra sviði Bróðir minn Ijónshjarta - Astrid Lindgren Frumsýning Id. 19/9 kl. 14.00 - sud. 20/9 kl. 14.00 - sud. 27/9 kl. 14.00 - sud. 4/10 kl. 14.00 Sýnt í Loftkastala Listaverkið - Yasmina Reza Id. 19/9 kl. 21.00 - sud. 27/9 kl. 21.00 Sala áskriftarkorta stendur yfir. Innifalið í áskriftarkorti eru 6 sýningar. 5 sýningar á stóra sviðinu: Sólveig - Tveir tvöfaldir - Brúðuheimili - Sjálfstætt fólk, Bjartur • Sjálfstætt fólk, Ásta Sóllilja. 1 eftirtalinna sýninga að eigin vali: R.E.N.T. - Maður í mislitum sokkum - Gamansami harmleikurinn - Óskastjarnan - Bróðir minn Ijónshjarta. Almennt verð áskriftarkorta er kr. 8.700 Ellilífeyrisþegar og öryrkjar kr. 7.200 Miðasalan er opin mánud. - þriðjud. 13-18, miðvikud. - sunnud. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga í síma 551-1200. Atfaugasemdir vegna skrifa í dagblaðinu Degi Við lestur pistils Garra í Degi 4. september sl. verður ekki annað sé en hann hafi farið öfugur fram úr rúminu til þeirrar titsmíðar. Hugarsmíði hans þennan dag eru framboðsmál Sverris Her- mannssonar og virðast þau koma honum úr jafnvægi. Nú er um þessi mál að segja að hvergi munu þau vera frágengin nema í getgátum manna. Þrátt fyrir það virðast þau koma við kaunin í Garra og fara greinilega fyrir bijóstið á honum. I pistli sínum vandar Garri mér ekki kveðjurnar. „Eggert Haukdal hefur sem kunnugt er útt í stöðugum illdeil- um við Þorstein og aðra sjálfstæð- isforingja á Suðurlandi, þannig að hann getur óragur sagt að hann skuldi flokknum ekki neitt." Svo mörg voru þau orð. Garri sýnist greinilega hafa horn í síðu minni þótt ég viti ekki til að ég skuldi honum neitt. Það er rangt að ég hafi verið að stunda „illdeilur“ við Þorstein Pálsson, þótt ég hafi sagt rétt frá hlutum af framgöngu hans og sé ósammála honum f málefnum kjördæmis og þjóðar. Ef Garri vill nota orðið „illdeilur“ þá má miklu fremur nota það orð í sam- skiptum Þorsteins við mig. Garri virðist því í pirringi sín- um hafa haft endaskipti á hlut- unum. Máske er hann umboðs- maður þeirra sjónarmiða sem Þorsteinn berst fyrir, svo sem í kvótamálum. Skal þessu næst tekið hér dæmi af þeim „illdeilum" er Garri talar um. Kjörtímabilið ‘83-’87 sátu þrír sjálfstæðismenn á þingi fyrir Suðurland. Fyrir kosningarnar 1987 klauf Þorsteinn flokkinn með því að reka Albert fyrir eng- ar sakir. Afleiðing þess fyrir Sjálf- stæðisflokkinn á Suðurlandi var sú að eftir kosningarnar ‘87 urðu þingmenn flokksins einungis tveir. Hverjiun var það að þakka eða kenna? Á þinginu ‘87-’88 flutti ég tillögu ásamt þingmönnum af Suður- landi og Reykjavík um könnun á lýsingu Hellisheiðar. Tillagan hlaut góðar undirtektir. Sameig- inlegt nefndarálit kom fram og þegar þannig stendur á fá mál brautargengi. Tillagan var sam- þykkt. Við afgreiðslu hennar kom hinsvegar fram smá taugatitring- ur hjá einstökum þingmönnum. En það voru aðeins fleiri með taugatitring gegn þessari tillögu en sýnt höfðu sig í ræðustól. Meðan á umræðunni stóð viku báðir félagar mínir, Johnsen og Steini, úr þingsal og komu ekki aftur fyrr en að loknum atkvæð- um. Þeir Iéðu tillögunni ekki fylgi, hvorki í umræðum né at- kvæðum. Af því að tillagan var frá mér var ekki hægt að sam- þykkja hana. Já, hvers vegna þurfti gott mál að gjalda öfundar og heiftar. Þannig var staðan á því herr- ans ári 1988. En hvernig er hún í dag? I dag er jú meira en ára- tugs afmæli „illdeilna“, svo við notum orð Garra en með öfugum formerkjum. Hér hefur verið sýnt fram á hvernig „illdeilurnar" hafa snúið öfugt í höfði Garra. Rétt til viðbótar að undirstrik- uðu eftirfarandi: Ljós yfir Hellis- heiði hefðu löngu þurft að vera komin í framkvæmd, og þá greidd af vegafé áður en það kæmi til skrifta. Sú framkvæmd er í þágu mildu fleiri en sunn- lendinga. Árni Johnsen hafði atkvæða- rétt í þessu máli þar sem hann var þá inni á þingi sem varamað- ur Þorsteins. Hann notaði ekki atkvæðisréttinn. Þegar tillagan var samþykkt 29. febrúar 1988 var Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra lands- ins. Fleiri dæmi mætti nefna t.d. hvernig þingmannahópur Suður- landskjördæmis undir forsæti Þorsteins Pálssonar og stjórnvöld fóru með Stokkseyri. Það er ekki skemmtilegt að þurfa að játa að við sem höfum skipað þingmannahóp Suður- landskjördæmis í 20 ár, frá dög- um Ingólfs heitins Jónssonar á Alþingi, séum lélegasti þing- mannahópur sem nokkurt kjör- dæmi hefur átt. Gömul og sígild sannindi segja: Fari einn fyrir fylgja hinir. Á það hefur skort. Og til viðbótar I Degi 22. júlí mátti lesa eftirfar- andi frétt: „Deilur í Vestur-Land- eyjum. Félagsmálaráðuneytið hef- ur gefið Eggerti Haukdal oddvita í Vestur-Landeyjum, nokkurra daga frest til þess að verða við kröfu hreppsnefndarmanns um aðgang að hókhaldi sveitarfélags- ins ogfleiri gögnum. Lögfræðing- ur Hjartar Hjartarsonar, hrepps- nefndarmanns, fór nýlega fram á það við ráðuneytið að það beitti þeim þvingunarúrræðum sem það hefði samkvæmt sveitarstjórnar- lögum til þess að Hjörtur fengi að skoða umheðin gögn svo hann gæti rækt skyldur sínar sem kjör- inn sveitarstjómarmaður og hefur ráðuneytið nú orðið við þvt. í bréfi lögfræðingsins segir m.a. að grunur sé um að ársreikningur 1998 gefi ranga mynd af stöðu sveitarfélagsins." Ekki hafði Dagur fyrir því að leita annarra upplýsinga í þessu máli en í kærubréfi hjá Félags- málaráðuneytinu. Skipaði sér þar með á bekk með Ríkisútvarpinu sem stöðugt hefur verið með ein- hliða fréttir þessu tengdar. Eru ummæli Garra og frétt Dags um deilur í Vestur-Landeyjum hin sanna blaðamennska? Eg hef í nær þrjá áratugi verið kosinn oddviti sveitar minnar og það jafnan með miklum meiri- hluta atkvæða og nú síðast í vor. Með mikinn meirihluta sveit- unga að baki hefur tekist að leiða mörg góð mál til lykta og sumum þeim áföngum fögnum við um þessar mundir. Þessi verkefni hafa ekki verið leyst með kærum til Félagsmála- ráðuneytisins. Staða sveitarsjóðs Vestur-Landeyjarhrepps 31/12 ‘97 er sú, að teknu tilliti til bankainnstæðna, útistandandi skatttekna og inneign í lánum hjá Vegagerð ríkisins, er hrepps- félagið nánast skuldlaust. Sveitarsjóður hefur ekki orðið fyrir tjóni vegna minna starfa. Eg hef ekki misfarið með hreppsfé og hjálpsemi mín við náungann hefur ekki valdið sveitarsjóði út- gjöldum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.