Dagur - 14.10.1998, Side 2

Dagur - 14.10.1998, Side 2
2 - MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 19 9 8 FRÉTTIR „Raunhæft er að ætla að leikfangamarkaðurinn á íslandi velti um 1.300 milljónum króna á ári og fari vaxandi, “ segir í Frjálsri versl- un sem gert hefur úttekt á þessum fjölbreytta markaði. Hvert baxn fær leikfong fyrir 20-30 þúsund á ári Islenski leiMangamarkað- urinn veltir kringum 1.300 milljónum króna á ári samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar. „Raunhæft er að ætla að leikfanga- markaðurinn á Islandi velti um 1.300 milljónum króna á ári og fari vaxandi," segir í Frjálsri verslun sem gert hefur úttekt á þessum Ijölbreytta markaðí. Deilt niður á þau 60 þúsund börn sem eru undir fermingaraldri verður niður- staðan sú að hvert barn fái að jafnaði Ieikföng fyrir 20-22 þúsund á ári, en um 30 þús. kr. ef miðað væri við 10 ára aldurinn. Samkvæmt því fær hvert barn leikföng fyrir 300 þúsund krónur samtals á æskuárunum. Við þá tölu má síðan bæta öllum leikföngum sem FRÉTTAVIÐTALIÐ keypt eru í verslunarferðum til útlanda og koma ekki fram í tollskrá. Töskuinnflutamgurlim töluveröur Fijáls verslun segir Ijóst að talsvert af leikföngum komi inn í landið með þeim hætti þótt engin leið sé að gera sér grein fyrir magninu. Hægt sé að gera góð kaup á leikföngum í erlendum verslanamiðstöðvum, nema þegar um kvikmyndatengd tískuleikföng er að ræða Jjví á þeim sé minni verðmunur miili íslands og annarra landa. Óttast Hagkaup/Bónus Hver sé stærsti leikfangainnflytjandinn segir tímaritið menn ekki sammála um og erfitt að nálgast áreiðanlegar tölur. Sumir fullyrði að enginn ráði yfir meira en 10% markaðarins, meðan aðrir séu á því að Leikbæjar- og Hagkaupsbúðir skipti með sér helmingi allrar leikfanga- sölunnar. Mikil togstreita ríki á mark- aðnum og frelsi í innflutningi hafi aukið samkeppnina. Bónus hafi stöku sinnum flutt inn takmarkað magn þekktra vöru- merkja og boðið á lægra verði en heildsalinn sem valdi spennu. Auðheyrt sé að nú eftir sameiningu Hagkaups og Bónuss séu Ieikfangasalar taugaóstyrkir og óttist greinilega að Aðföng, sameigin- legt dreifingarfýrirtæki samstæðunnar, hyggi á innflutning. Frá 10 ára aldri taka tölvumar við Haft er eftir leikfangasölum að leik- föng eigi nú í vaxandi samkeppni við tölvur og tölvuleiki sem breytt hafi leikvenjum barna. Sumir taki raunar svo djúpt í árinni að enginn kaupi nú orðið hefðbundin leikföng fyrir börn eldri en 10 ára gömul. Eftir þann ald- ur taki við önnur áhugamál, sérstak- lega tölvuleikir. HEI Nú styttist í kjördæmisþtng framsóknarmanna á Norð- urlandi eystra en það verður á Dlugastöðum um helgina. Þar verður endanlcg ákvörð- un tekin um prófkjörsmálin í flokknum og þar mun koma í ljós hvort Jakob Bjömsson bæjarfulltrúi á Akureyri fer gegn Valgerði Sverrisdóttur í keppni um fyrsta sætið á listanum. Nú hefur frést að fleiii Akurcyringar gætu blandað sér í baráttuna því í pottinum er fullyrt að mikið sé þiýst á Elsu Friðfinnsdóttur formaim Framsóknarfélagsins á Akureyri og lcktor 1 hjúkrun við Háskólami.. í prófkjöri sjálfstæðismaima á Reykjanesi eiga pottverjar von á miklum slag. Margir segja að Ámi R. Ámason sitj- andi þingmaður þyki sitja á völtum stól þótt ekki séu menn tilbúnir að afskrifa hann með öllu. Hins vegar segja pottverjar Stefán Tóm- asson í Hafnarfirði fram- kvæmdastjóra Útvegsmamia- félags Suðumesja líklcgan til afreka. Segja þeir aö liann muni njóta þcss að vera sonur pabba sins, sem cr Tómas Þorvaldsson í Þorbiminum í Grindavík.... Eimmgis örfáar jólabækur cm komnar á markað cn það breytir ekki því að bóksalar jafnt sem ritliöíúnd- ar em komnir í stellingar fyrir jólabókaslagimi sem sagður er vcrða óvenju haröur í ár. Til marks um þetta hafa menn frétt að strax í kvöld, um miðjan október, mmiu höfúndar fara að lcsa úr verkmn sínum á Grand Rokk við Klapparstíg. Þar verða skáldin Einar Kára- son, Gerðm Kristný, Kristín Ómarsdóttir og Guð- mundur Andri Thorsson aö lesa upp úr verkum sín- um. Þó ekki verði lesið úr jólabókmn í kvöld er fullyrt að þetta sé forsinckkurinn af því sem koma skal - endalaus bókmenntakvöld á börum og kaffihúsum bæjarins fram aö jólum. Árni R. Árnason. Elsa Friðfinnsdóttir. Sexfaldur í þriðja siiin Vilhjálmur Vilhjálmsson framkvæmdastjóri íslenskrar getspár. Fyrsti vinningur í Lottói verðursexfaldurnæsta laugar- dag, í þriðja sinn frá því Lottó hófgöngu sína. Fyrsti vinn- ingurgæti numið liðlega 20 milljónum króna. - Síðast var Lottóvinningur sexfaldur ú stðasta vori og þá var 1. vinningur 25 milljónir krótia. En getur vinningurinn orðið jafn hár nú? „Hann nær því varla vegna þess að það yfirfærast ekki jafn margar krónur milli vikna nú og var síðasta vor en það er ekki spurning að 1. vinningur verður vel yfir 20 milljónir króna, kannski 23 milljónir króna. Eg á von á því að þegar sölustöðum verður lokað á laugardaginn hafi verið seld- ir allt að 100 þúsund miðar eða um 40% þjóðarinnar taki þátt. Könnun okkar bend- ir til að 90% þjóðarinnar hafi tekið þátt í Lottói, þó ekki að staðaldri." - Hefur dregið úr þátttöku í Lottói á síðustu misserum? „Það er nú ekki mikið því samdráttur milli ára er um 4% en það hefur gerst áður t.d. þegar potturinn verður ekki oft marg- faldur. Svo skiptir máli þegar laugardagarn- ir í árinu verða 53 talsins. Það hefur stund- um verið sagt að fólk taki síður þátt í Lottói þegar góðæri ríkir en þegar skóinn kreppir í efnahagsmálum þjóðarinnar og atvinnu- leysi hrjáir landsmenn en við höfum engar mælingar þar að lútandi. Það er ekki víst að í heildina taki landsmenn minna þátt í alls konar getraunastarfsemi. Spilakössum Rauða krossins hefur fjölgað til mikilla muna um allt land og fólk spilar í þeim í verulegum mæli. Það er aukning í þátttöku landsmanna í alls kyns getraunum og það er eytt fleiri krónum en þær dreifast meira nú en áður vegna aukinnar samkeppni. Markaðurinn hérlendis er rúmir fimm milljarðar á ári.“ - Eru þið með fastan „kúnnahóp"? „Já, ég held að það sé tilfellið með Lottó- ið, mikið sama fólkið, en það er þó erfitt að fullyrða það. Það er mjög algengt að fólk sé að „tippa" á sömu tölur viku eftir viku. Vin- sælast er að nota afmælisdaga í fjölskyld- unni og það hafa komið stórir vinningar á raðir sem þannig hafa orðið til. Það hefur fólk sagt okkur þegar það hefur sótt vinn- inginn, afmælisdagamir hafi fært þeim fjárhagslegt öryggi. Um 60% af viðskiptun- um við okkur eru tölur sem valdar eru í sjálfvali en ég hef heyrt eftir fólki að það hafi notað tölur sem því birtist í draumi, og fengið vinning. Lottóið er þannig að fólk hefur gaman af því að láta sig dreyma." - Eru margir sem „tippa“ á röðina 1-2- 3-4-5? „Já mjög margir og í mörgum löndum eru þetta þær tölur sem mest eru notaðar, og jafnvel engin önnur röð á seðlinum. Ég gæti trúað að það væri einnig hérlendis. Það hefur aldrei komið vinningur á þessa röð hjá okkur en hann mundi dreifast tölu- vert ef þessar tölur kæmu upp. En það er gaman að hugsa til þess að auðvitað er sami möguleildnn á því að þessar tölur komi upp eins og einhverjar aðrar. Líkum- ar á 1. vinningi í Lóttóinu hérlendis eru 1 á móti 501 þúsundi, sem er meiri mögu- Ieiki en erlendis þar sem við notum aðeins 38 tölur hér en erlendis eru notaðar 6 tölu- stafa raðir og 49 kúlur eða tölur til að draga úr. Það eru ekki margir sem „tippa" íyrir háar upphæðir, sumir eru bara með eina röð en algengast er að kaupa 10 raðir og yfirleitt ekki meira, nema um hópa sé að ræða. Enda er erfitt fyrir okkur að fylgjast með því þar sem miðarnir eru ekki merktir kaupanda." GG

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.