Dagur - 14.10.1998, Blaðsíða 4

Dagur - 14.10.1998, Blaðsíða 4
3T 4-MIDVIKUDAGUR lá.OKTÓBER 1998 FRÉTTIR Ásta B. Þorstemsdóttir láttn . Ásta B. Þorsteinsdóttir, alþingismaður, lést í fyrradag eftir erfið veik- indi. Hún var 52 ára að aldri. Ásta fæddist í Reykja- vík 1. desember 1945 og voru foreldrar hennar Þorsteinn Þorsteinsson og Ásdís Eyjólfsdóttir. Ásta starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum, á sjúkrahúsi í Danmörku og á Landspítalan- um, síðast sem hjúkrunarfram- kvæmdastjóri frá 1988. Ásta var um árabil í stjórn Þroskahjálpar og formaður samtakanna 1987-95. Hún varð varaformaður Alþýðu- flokksins 1996 og 1. varaþingmaður flokks- ins í Reykjavík 1995 dóttir, alþingismaður. dl *' f"úar f?1' r hðnum að hun tok fast sæti á Alþingi í stað Jóns Baldvins Hannibalssonar. Ásta B. Þorsteins- Ásta lætur eftir sig eiginmann og 3 börn. Málningarverkstæðr. Réttum og málum alla bíla. Gerum sanngiarnt verðtilboð. Greiðsluskilmálar. Rafmagnsverkstæði: Gerum við alternatora, startara oq aðra rafmagnsnluti. Varahlutaverslun: Útvegum varahluti í flesta bíla. Smurstöð: Smyrjum alla bila meo bros á vör. Almennt bifreiðaverkstæði fyrir allar gerðir bifreiða. öldur ehi. Ðraupnisgötu I • Sími 461 3015 Sveinn í Kálfsskinni hefur látið ístak vinna rekstraráætlun og hanna mynd af framtíðarhugmynd sinni, kláfferju í Hlíðarfjalli. Brautin yrði um 2.400 metrar og færi í 1200 metra hæð yfir sjávarmáli. Hálfnr millj ar ður í HHðarfjall? Firndað með bæjar- stjóra vegna svif- brautar í IHíðarfjaHi. Verður ekki fram- kvæmt nema í sam- vinnu að sögn Sveins í Kálfsskinni. Sveinn Jónsson í Kálfsskinni vinnur ötullega að því að hrinda hugmyndinni um kláfferju á Hlíðarfjall í framkvæmd en hon- um finnst að skilningur heima- manna á hugmyndinni mætti vera meiri. Jafnframt er stefnt að opnun veitingastaðar á toppi Hlíðarfjalls. Nú er leitað fjárfesta en kostnaðaráætlun Istaks hljóð- ar upp á 350 milljónir og miðast sú fjárhæð aðeins við svifbraut- ina, innkaup og uppsetningu. Heildarkostnaður með veitinga- húsi og breytingum á skíðasvæð- inu gæti numið 500-550 milljón- um króna. Geri þetta ekki óstuddur „Eg get ekki byggt þessa svif- braut ef ég hef ekki leyfi landeig- enda fyrir henni og hún verður ekki rekin ein og sér heldur í samvinnu við aðra sem eru að störfum á þessu svæði. Þetta verkefni verður að vinnast í sam- starfi við Vetraríþróttamiðstöð Islands sem er starfrækt á Akur- eyri. Ég er búinn að vinna í sjálf- boðastarfi í þessu í þrjú ár og bú- inn að kosta hundruðum þús- unda. Nú ætla ég að leggja þess- ar tillögur fram sem formlegt er- indi fyrir bæjarstjórn á Akureyri. Bæjarstjóri hefur sýnt þessu áhuga og e.t.v. eru Akureyringar fyrst að trúa því núna að þetta sé hægt. Eg get fengið fjármögnun- araðila frá Bandaríkjunum og víðar í verkið ef heimavinnan er unnin fyrst og viðskiptaáætlun sýnir arðsemi. Þetta er ekki stærra dæmi en flotkvíin á Akur- eyri og getur þýtt tekjur upp á hundruð milljóna," segir Sveinn, en hann fundaði með bæjarstjór- anum á Akureyri vegna málsins í gær. 75.000 maiuns á ári? Hermann Sigtryggsson, sem starfar hjá Vetraríþróttamiðstöð- inni, hefur að sögn Sveins sýnt hugmyndinni mikinn áhuga og unnið að velgengni og vexti Hlíð- arljalls um áratuga skeið. Áætlun Sveins og Hermanns miðast við að hægt verði að fara á skíði all- an ársins hring í Hlíðarfjalli. Rætt hefur verið um að setja upp togbraut í Ijallinu Kistu og síðan verði hönnun og rekstraraðstæð- ur veitingahúss kannaðar. Nefna má í lokin að verðhugmyndin með kláfferjunni er kr. 1.500 fyr- ir fullorðna fram og til baka. Áætlanir miðast við 50.000- 75.000 manns á ári. Veðurathug- anir eru stór þáttur í undirbún- ingnum en Sveinn segir færi á að keyra svifbrautina í allt að 6-10 vindstigum, eftir vindátt. Vill út með tekju- tenginguna Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður jafnaðarmanna, mælti í fyrrakvöld fyrir frum- varpi, sem hún leggur nú fram þriðja löggjafarþingið í röð, og felur í sér að tekjur maka hafi ekki áhrif á tekjutryggingu lífeyr- isþega. Nú skerða tekjur maka lífeyrisgreiðslur þegar tekjurnar fara yfir 43.726 krónur hjá ör- yrkjum en 42.947 krónur hjá ellilífeyrisþegum, hafi lífeyris- þeginn engar aðrar tekjur en al- mannatryggingabæturnar. „Þetta er stórt mannréttinda- mál. Fólki sem Iendir í þessu er ekki gert kleift að lifa mannsæm- andi fjölskyldulífi þegar tekjur maka skerða tekjutryggingu líf- eyrisþegans, enda hef ég sem þingmaður og áður sem starfs- maður Tryggingastofnunar horft upp á mýmörg dæmi um að fólk Ásta Ragnheiður: Hefhorft upp á mýmörg dæmi um að fólk hafi neyðst út í skilnað vegna tengingar lífeyris- bóta við tekjur maka. hafi neyðst út í skilnað vegna þessa. Viðkomandi þarf í senn að glíma við heilsuvandamál og fjöl- skylduvandamál, sem getur leitt til þess að heilsunni hrakar og þá verður einstaklingurinn dýrari í heilbrigðiskerfinu," segir Ásta Ragnheiður. I framsöguræðu sinni vitnaði hún í nýleg viðtöl við öryrkja í Degi. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðherra hefur boðað að tekjutengingin verði afnumin í áföngum, en það finnst Ástu Ragnheiði ekki nóg. „Það þarf að bregðast skjótt við, því þetta mis- rétti veldur fólki sorg. Við meg- um auk þess ekki gleyma því að við höfum tekið upp í stjórn- sýslulög jafnræðisregluna og í stjórnarskrána ákvæði sem leyfir ekki svona mismunun," segir Ásta Ragnheiður. - FÞG d ihfifiia lfiÓi J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.