Dagur - 14.10.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 14.10.1998, Blaðsíða 6
6 - MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 ÞJÓÐMÁL Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjórar: stefán jón hafstein ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Aöstoöarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 3i, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjaid m. vsk.: 1.680 KR. Á mánuði Lausasöluverð: iso kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Símbréf ritstjórnar: 460 617HAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVíK) Sorg þjóðaríimar I fyrsta lagi íslenska þjóðin er harmi slegin vegna fráfalls Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur. Forsetafrúin lést í fyrrakvöld á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum eftir langa og erfiða bar- áttu við hvítblæði. Landsmenn, sem hafa fylgst af samhug og hluttekningu með hetjuskap hennar og æðruleysi andspænis þessum banvæna sjúkdómi, sameinast í sorg og djúpri samúð með fjölskyldu hennar og öðrum ástvinum. í öðru lagi Forystumenn þjóðarinnar fóru í gær lofsamlegum orðum um mannkosti Guðrúnar Katrínar. „Hún ávann sér velvild og virð- ingu þjóðarinnar, ekki síst vegna fágaðrar framkomu og ein- lægs áhuga á velferð lands og þjóðar,“ sagði forsætisráðherra í ávarpi til þjóðarinnar. „Hógvær framkoma, ljúfmennska og háttprýði voru aðlaðandi þættir í fari hennar. Því hlutverki sem henni var fengið við hlið forseta Islands gegndi hún með sannri prýði,“ sagði forseti Alþingis. Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins, lýsti henni sem sterkum og hlýjum persónuleika sem hefði notið virðingar allra þeirra sem þekktu til starfa hennar. Og biskup íslands vakti sérstaka at- hygli á því að fordæmi Guðrúnar Katrínar hefði gefið mörgum kjark til að takast á við þá þjáningu og sorg sem ávallt fylgir baráttu við erfiða sjúkdóma. 1 þriöja lagi Guðrún Katrín Þorbergsdóttir tók virkan þátt í málefnum samborgara sinna sem bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi um ára- bil. Hún ávann sér strax virðingu og aðdáun landa sinna í for- setakosningunum árið 1996 og reyndist glæsilegur fulltrúi þjóðarinnar þau tvö ár sem liðin eru frá því eiginmaður henn- ar, Ólafur Ragnar Grímsson, tók við embætti forseta íslands. Dagur sendir honum, börnum þeirra hjóna og öðrum aðstand- endum innilegar samúðarkveðjur við fráfall ástfólginnar eigin- konu og móður. Þeirra missir er mestur. Elias Snæland Jónsson. Utvíkkun fæðingar- orlofs Garri sá fréttir af því í gær að Steingrímur J. er kominn í fæðingarorloí og þóttu það nokkuð merkileg tíðindi. Ekki vegna þess að hann hélt að Steingrímur væri kominn úr barneign, heldur vegna þess að það er auðvitað nýmæli að menn fari í fæðingarorlof eftir að hafa fætt af sér stjórnmála- flokk. Enda kom fljótlega í ljós að Steingrímur var ekki að fara í orlof til að sinna nýfædda stjórnmálaflokknum sínum heldur var hann að eignast lítið barn sem hann ætlar að sinna. Garri þekkir það þó af eigin reynslu að þegar pabbar taka sér fæð- ingarorlof eins og Steingrímur er nú að gera, að það er fátt eitt sem þeir geta í raun gert annað en snúast í kringum konurnar, handlangað í þær bleiur og stjanað við þær, því börnunum sjálfum er ná- kvæmlega sama hvort pabbarn- ir eru hér eða þar. En nærver- an gefur foreldrum styrk þannig að Steingrímur er þarna í hinum bestu málum. Mismuniui Hins vegar kemst Garri ekki hjá því að velta fyrir sér því óréttlæti sem börnum Stein- gríms er boðið upp á. Þannig fær hann jú að dilla barni sínu í orlofi, en hitt barnið - stjórn- málaflokkurinn - fær engin slík réttindi. Meðgangan með nýja stjórnmálaflokkinn hefur þó verið löng og ströng. Getnað- urinn varð fyrir mörgum árum og öllum var Ijóst að Stein- grímur var með barni þegar hann gekk úr Alþýðubandalag- inu í vor. Flokkurinn hefur nú litið dagsins ljós og þarfnast Steingrímur J. Sigfússon. mikillar aðhlynningar á sínu fyrsta æviskeiði. Allir sjá hver örlög flokkur Sverris Her- mannssonar hefur fengið, en Sverrir fékk ekkert fæðingaror- lof út á flokkinn. Sá flokkur hefur leyst upp í að vera hálf- gerður kverúlantaflokkur fólks sem ekki á lengur innkomu í hús annarra flokka eða hreyf- inga. Frjálslyndi flokkurinn er orðinn hálfgerður vand- ræðaunglingur strax á fyrstu mánuðunum. Tvær og tvær Slíkt er auðvitað ekki hægt að láta endurtaka sig og því telur Garri nauðsynlegt að tvö- falda fæðingarorlof Steingríms. Tvær vikur fyrir barnið og tvær vik- ur fyrir flokkinn. Ann- að er ekki sanngjamt. Það er auðvitað mikilvægt að hinn mikli vinstriflokkur fái nauð- synlegt atlæti og umhyggju frá föður sínum á þessu mikilvæga mótunarskeiði þannig að engin kratísk spillingaröfl nái að skaða eða veikja baráttuþrek hans. Steingrímur hefur þannig sett mark sitt á störf þingsins með afgerandi hætti. Ekki einvörðungu hefur hann gefið tóninn varðandi réttinda- baráttu karla í þinginu og brot- ið ísinn við töku á fæðingaror- lofi, heldur hefur hann nú ýtt landamærunum enn framar. Hann hefur gefið upp um- ræðuboltann með að þing- menn geti fengið fæðingarorlof þegar þeir eignast nýja flokka. Þetta er ekki bara vinstri - þetta er vinstri róttækni. Áfram Steingrímur! Garri Verkalýðsforingjar hafa staðið í ströngu síðustu vikur og barist hetjulega fyrir réttindum verka- manna og gert harðar atlögur að atvinnurekendum. Það eru þó ekki umbjóðendur þeirra í sam- tökunum sem þeir stjórna sem þeir bera fyrir brjósti og ekki eru það hefðbundnir atvinnurekend- ur í Garðastræti sem þeir kljást við. Það er rússneska óréttlætið sem við er að eiga og svo félags- málaráðherra og Landsvirkjun í framhjáhlaupi. Ekki liggur ljóst fyrir hveijir hafa betur, íslensku verkalýðs- foringjarnir eða rússneska auð- valdið, sem sendir starfsmenn sína hingað til lands til að starfa við raflínulögn. Eftir því sem best verður skilið eru íslensku foringjarnir ósáttir við aðbúnað rússnesku verkamannanna og að þeim skuli ekki greitt samkvæmt kjarasamningum sem þeir skrif- uðu undir hjá Þórarni V. & Co. Foringj ar með lífsmarki En þeir samningar kváðu ekki gilda í Moskvu. Nú sýnist sem réttlætinu hafi verið fullnægt með sigri íslensku verkalýðsforingjanna og er nið- urstaðan sú, að rússnesku verka- mennirnir fá greitt eftir íslensk- um taxta. En sá böggull fylgir skammrifi, að Rússarnir eru sendir heim hver af öðrum, nokkrir eru í felum hér á landi og vita ekkert hvað þeir eiga við sig að gera og ýfirmennirnir frá Moskvu eru farnir að vinna verkamannavinnu fyrir Landsvirkjun. Á morgum vígstöðvum Fréttaflæðið um þessa sérstæðu verkalýðsbaráttu hefur verið slíkt að miður móttækilegur frétta- neytandi, sem hefur verið að reyna að fá botn í málin, skilur tæpast upptök þess né endi og fæst af þvf sem fram hefur farið þar á milli, og setur nú skilnings- leysi sitt hér á blað. Þótt deilan vegna rússnesku verkamannanna hafi fengið far- sælan endi, með því að þeir eru flestir eða allir horfnir af vett- vangi á Rafiðnaðarsam- bandið mörg mál óút- kljáð við Heilbrigðiseft- irlit, vinnueftirlit, Vinnumálastofnun og sér í lagi félagsmálaráð- herra, sem búinn er að móðga verkalýðshreyf- inguna illilega og láta í ljósi skoðanir sem henni eru ekki þóknanlegar. Gagn eða ógagn? Fyrir íslenska láglaunaþega er samið um þjóðarsáttir og margra mánaða slímsetur í karphúsum eru kallaðar samningaviðræður, sem enda með sáttum um launa- kjör sem ekki þykja boðleg með- al efnaðra nágrannaþjóða. Enda leita þúsundir og aftur þúsundir vel verkfærra íslendinga betri lífskjara erlendis. Svo eru verkalýðsforingjar duglegir að ryðjast í pólitísk framboð og hafa aldrei unnið samtökum sínum gagn, og varla ógagn heldur, með setu á þing- um né opinberum stjórnum. Þá eru þeir ómissandi í stjórnir líf- eyrissjóða, sem gegna því höfuð- hlutverki að vernda sjóðina fyrir að greiða eigendunum Iífvænleg eftirlaun. Sitthvað fleira sýsla launþegaforingjar með sem tefur þá frá að sinna eðlilegum skyld- um við umbjóðendur sína. En nú er orðin breyting á, bar- áttuviljinn upptendraður og kapparnir til í slaginn. Gallinn er aðeins sá, að þeir eru að beijast hinni góðu baráttu fyrir útlend- inga. Eru auglýsingamál á áfengum bjór í eðlileg- umfarvegi þessa stund- ina? Magnús Sigurbjömsson veitingamaður á Kaffi Akureyri. „Það er mín skoðun að ekki skipti öllu hvort auglýsingar á áfengi séu leyfð- ar eða ekki leyfð- ar. Vandamálin sem fylgja brennivíni eru til stað- ar hvað sem auglýsingum líður. Enginn er að segja að vandinn aukist eða minnki með auglýs- ingum.“ Siv Friðleifsdóttir „Nei, í áfengis- lögum segir skýrt að hverskonar auglýsingar á áfengi séu bann- aðar. Þannig hef- ur löggjafinn vegna forvarnasjónarmiða tekið skýra afstöðu gegn áfengisaug- lýsingum. Nú hefur Héraðsdóm- ur hins vegar dæmt að bann við auglýsingum af þessum toga sé ekki samrýmanlegt ákvæðum stjórnarskrár um tjáningarfrelsi. Þetta þykir mér ankannalegt, þar sem i stjórnarskrá segir að tján- ingarfrelsi megi setja skorður með lögum til verndar heilsu manna. Það verður því áhuga- vert að sjá hvernig Hæstiréttur tekur á málinu í framhaldinu." Brrgii Ármannsson lögfræðingur Verslunarráðs. „Það er tímbært að breyta ákvæð- um áfengislaga við banni á áfengisauglýsing- um. Bannið brýt- ur í bága við tján- ingarfrelsisákvæði stjórnarskrár einsog staðfest hefur verið af Héraðsdómi Reykjavíkur og er því orðið marklaust. Þá er ekki rökrétt að ekki megi auglýsa áfengi þar sem um löglega vöru er að ræða. Núgildandi löggjöf bannar birtingu áfengisaugíýs- inga í íslenskum fjölmiðlum, en á sama tíma hafa Islendingar greiðan aðgang að slíkum auglýs- ingum í erlendum Ijölmiðlum. Það að breyta löggjöf myndi því bæta samkeppnisstöðu íslenskra fjölmiðla gagnavart erlendum keppinautum." Jón Kr. Gudbergsson deildarstjóri hjá Áfengisvamaráði. „Nei, það finnst mér ekki. Mér finnst þær aug- lýsingar sem hafa verið að birtast stangast á við Iagagrein nr. 20 í áfengislögum; þar sem segir að auglýsingar á hvers konar áfengi og áfengistegundum séu bann- aðar. Eg gef mikið fyrir tjáning- arfrelsið, en ég tel að þarna sé um að ræða efni sem er skaðlegt og því eigi ekki að auglýsa það. Mér þykir eðlilegt að þessu máli verði áfrýjað til Hæstaréttar og þaðan býst ég við annarri niður- stöðu.“ alþingismaður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.