Dagur - 14.10.1998, Blaðsíða 13

Dagur - 14.10.1998, Blaðsíða 13
MIDVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 19 9 8 - 13.r O^ur ÍÞRÓTTIR Stigalausir Rússar Rússneski björninn stillir hér upp varnarvegg í einum leik liðsins í Evrópukeppninni. íslenska landsliðið í knattspymn mætir þvi rússneska í einum mikilvægasta leik landsliðsins í langan tíma. Landsleikur Islands og Rúss- lands hefst á Laugardalsvellinum klukkan 17:45 í dag. Þetta er einn mikilvægast landsleikur Is- lendinga í knattspyrnu til þessa og ræður miklu um framhaldið í riðlakeppni EURO-2000. Ef við náum sigri gegn Rússunum, sem verður að teljast raunhæft, mið- að við stöðuna, þá er liðið komið með fimm stig fyrir leikinn gegn Andorra, sem fram fer í mars n.k. Það yrði óneitanlega gott vega- nesti í framhaldið, þar sem mjög erfiðir útileikir gegn Úkraínu- mönnum, Rússum og Frökkum eru eftir í riðlinum. Við verðum því að ná stigum á heimavelli og til þess þurfum við að skora mörk. Leikir íslands í riðliniun: ísland - Frakkland 1-1 Armenía - ísland 0-0 14. okt. ísland - Rússland 27. mars Andorra - ísland 31. mars Úkraína - ísland 5. júní íslánd - Armenía 9. júní Rússland - Island 4. sept. ísland - ^yidorra 8. sept. ísland - Úkraína 8. okt. Frakkland - Island Rússneska liðið sem mætt er til landsins er skipað geysilega sterkum leikmönnum, en ein- hverra hluta vegna hefur liðið ekki náð að sýna sínar réttu hlið- ar í fyrstu tveimur leikjunum, gegn Úkraínumönnum og Frökk- um. Þeir töpuðu útileiknum gegn Úkraínu 3:2 og einnig heimaleiknum gegn Frökkum með sömu markatölu. Þetta sýn- ir okkur að rússneska vörnin hef- ur ekki verið að spila vel og liðið hefur engað veginn náð saman. Slæmt ásland lieinialyrir Ástandið í Rússlandi kann að spila þar eitthvað inní, en eilíf illindi og þrætur hafa einkennt allt athafnalíf í landinu á síðustu misserum. Efnahagslífið er í rúst og það ástand hefur nú náð inn í rússnesku deildakeppnina. I fyrradag hótuðu liðin sem leika í úrvalsdeildinni að hætta keppni, nema rússneska knattspyrnu- sambandið (RFU) samþykkti að láta fara fram kosningar um nýj- an forseta sambandsins. Eftir stjórnarfund samtaka úrvalsdeild- arliða hittu forystumenn hennar núverandi framkvæmdastjóra RFU, Koloskov, og hótuðu að hætta keppni í deildinni, en Koloskov er einn þeirra sem helst er kennt er um bágt ástand. Slæmt ástand heimafyrir og óvissa um framhald rússnesku úrvalsdarinnar mun því örugg- lega hafa slæm áhrif á landsliðs- málin og kannski það sé ástæðan fyrir slæmu gengi Rússa að und- anförnu. Stuðningur áhorfenda uiikil vægur Alla vega koma Rússarnir stiga- lausir til Islands og það er örugg- lega ætlun okkar manna að þeir verði það áfram eftir leikinn í dag. Menn munu örugglega leggja sig alla fram til sigurs á heima- velli og þá er mikilvægt að þeir fái góðan stuning áhorfenda. Þessi Ieikur verður ekki síður spennandi og mikilvægur, en leikurinn gegn Frökkum og búast má við hörkuviðureign. Okkar strákar hafa verið að leika vel í síðustu leikjum og sjálfstraustið hefur vaxið, leik frá leik. En rúss- neski björninn er geysisterkur, það sést best á þeim mannskap sem þeir hafa yfir að ráða. Mikill fjöldi frábærra leikmanna sem spila í sterkustu deildum Evrópu með mörgum toppliðum Evrópu. GUÐNI Þ. ÖLVERSSON ísland í góðum gír Framistaða íslenska landsliðsins í síðustu leikjum vekur óneitan- lega mikla athygli. Ekki bara á Islandi heldur um alla Evrópu. I Evrópukeppni landsliða hefur liðið leikið tvo Ieiki, við heims- meistarana frá Frakklandi á Laugardalsdvellinum og Armen- íu á útivelli. Afraksturinn er góður. Tvö stig í húsi. Það sem meira er að liðið var óheppið að hirða ekki öll stigin í Armeníu. Það getur varla nokkur maður ætlast til þess að Island leiki glimrandi sóknarleik á útivöllum f Evrópukeppni. Þar er það ör- yggið sem gildir. Hvert stig er dýrmætt. I Armeníu lék liðið mjög skynsaman vamarleik og réði gangi leiksins lengstum. Strákarnir vissu að andstæðing- urinn skorar ekki meðan við höfum boltann. Þetta er hugar- farið sem okkar menn þurfa að fara með inn á völlinn í flestum löndum Evrópu. Okkar riðill í EM er langt frá því að vera auð- veldur. En við eigum að fá sex stig gegn Andorra. Það er sjálf- sögð krafa. Náist það markmið verður ekki annað sagt en að Guðjón og lærisveinarnir séu í góðum málum. Jafntefli, svo maður tali ekki um sigur, gegn Rússum í dag myndi færa Islandi eftirminni- legasta flug sem Iandsliðið hefur komist á í sögu sinni. Þrír Ieikir í EM og þar af einn við heims- meistarana, án taps er nokkuð sem íslendingar hafa ekki upp- lifað. Nái strákarnir markmið- inu geta íslenskir knattspyrnu- áhugamenn farið að ganga um í dagdraumum. Ekki samt lands- liðsmennirnir. Þeir verða að hafa lappirnar á jörðinni og hug- arfarið, að gera allt til þess að vinna hvern einasta leik. Áfram Island. ÍÞRÓ TTAVIÐ TALIÐ Rússamir með slæma stððu Logi Ólafsson knattspymuþjálfari. Mikill spennuleikurfer fram í Laugardalnum í dag klukkan 17:45, þegarís- lenditigar mæta Rússum í riðlakeppni EUR0-2000. Við spurðum Loga Ólafs- son, fyrrverandi landsliðs- þjálfara, liverja hann teldi möguleika okkargegn Rússum. - Áttu von á sterku rússnesku liði? „Rússarnir eru með geysisterkt lið á pappírunum, en þeir eru í afskaplega vonum málum með stöðu sína í riðlakeppninni. Þessi leikur í dag er algjör úr- slitaleikur fýrir þá um það hvort þeir komast eitthvað áfram í keppninni. Þeir hreinlega verða að vinna leikinn. Rússarnir mæta örugglega banhungraðir í þennan leik og ætla sér ekkert annað en sigur. Þeir eru búnir að tapa tveimur fyrstu leikjunum og fá á sig sex mörk, sem er nokkuð mikið í tveimur leikjum, en hafa reyndar skorað fjögur. Það er þess vegna greinilegt að vörnin hjá þeim er ekki mjög sterk. Maður upplifir þetta rúss- neska Iið sem mjög sundurleitan hóp og maður hefur það á til- finningunni að óánægjan grass- eri meðal leikmanna. Þeir hafa verið með allskonar aðgerðir í gangi og það nýjasta er verkfalls- hótun í rússnesku deildinni. Þetta ástand heimafyrir fer ef- laust illa í mannskapinn og getur haft slæm áhrif á gengi liðsins, sem það gerir eflaust. En liðið er samt feikilega sterkt og hefur marga mjög góða einstaklinga innanborðs. Þetta eru meira og minna leik- menn sem eru að spila í efstu deildum Evrópu, eða þá með sterkustu liðunum í Rússlandi, eins og Spartak Moskvu. Þeir hafa þó einhverjir átt við meiðsl að stríða, eins og gengur og ger- ist, en þeir hafa úr mjög stórum hópi sterkra leikmanna að moða.“ Hverja telurðu okkar möguleika gegn Rússunum? „Samkvæmt því sem komið hefur fram í ÍTéttum þá telja Rússar að sigur gegn okkar mönnum sé nokkuð öruggur. Þeir líta jafnvel ekki á íslenska liðið sem keppinaut og telja að- eins formsatriði að klára leikinn. Samkvæmt þessu, þá mæta Rússar hingað nokkuð siguniss- ir og það er plús fyrir okkur. Þessi „apasálfræði" er alltaf fyrir hendi í íþróttunum og því meiri sem gorgeirinn er í mótherjan- um, því betra. Annars hefur okkur gengið ágætlega gegn Rússum á undan- förnum árum. Það er ekki svo langt síðan við gerðum við þá 1:1 jafntefli hér í Laugardalnum og einnig 1:1 jafntefli á útivelli. Is- lenska liðið hefur verið að spila feikilega sterka vörn í síðustu leikjum og fengið á sig mjög fá mörk. Eg held að það sé grunn- urinn að því sem koma skal og ef viðrar vel og aðstæður verða hag- stæðar í dag þá getur allt gerst á móti Rússum. Sérstaklega ef strákarnir ná að nýta sóknarfær- in betur en þeir hafa gert og þá verða framherjarnir þeir Rík- harður, Arnar og Þórður að eiga mjög góðan leik. - Hvað meinarðu með „ef viðrar vel“? „Eg meina það, að vont veður er ekki lengur neinn plús fyrir okkur. Flestir eða allir leikmenn- irnir í íslenska liðinu eru að spila við mjög góðar aðstæður úti í Ewópu, þannig að „vont veður, rigning og reiðtúrar" er bara gömul lumma. Við erum orðnir jafn háðir því og aðrir að fá þokkalegar aðstæður til að leika góðan leik.“ - Telurðu að spila eigi sama leikketfi gegn Rússum og gegn Frökkum og Armenum? „Eg er alveg inn á því að spila sterka vörn og beita skyndisókn- um. Það þarf að útfæra sóknar- leikinn aðeins betur en í síðasta leik, ef við ætlum að ná hagstæð- um úrslitum. Þar sem verið er að sækja á fáum mönnum, mættu fleiri fylgja framar á völlinn þeg- ar við höfum boltann. Þessi útfærsla á leikkerfi Iiðsins hefur þróast ágætlega. Það er búið að byggja grunninn með þessari sterku vörn, en auðvitað þarf einhveija leiki til þess að slípa þetta ennþá frekar. En fram- haldið er eins og ég sagði fyrr að útfæra sóknarleikinn betur. Mér sýnist að framtíðin hjá landslið- inu og það sem henti best sé ein- mitt að spila sterkan varnarleik og beita skyndisóknum. Strákarnir hafa sannað að þeir geta þetta, eins og við sáum til dæmis gegn Lettum og Frökkum. Þessir hlut- ir gerast ekki á einni nóttu og Guðjón Þórðarson þarf að fá sinn tíma og stuðning til að halda áfram sinni vinnu." Ö<Ji)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.