Dagur - 14.10.1998, Page 5

Dagur - 14.10.1998, Page 5
Xfc^MT MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 - 5 FRÉTTIR L. Landsbankabréf seljast grmunt fydr skyndigróóa Eindagi Landsbanka- bréfanna er runninn upp og fjöldi áskrif- enda hefur selt sinn skammt með yíir 15% gróða - 60 til 70 þúsund á útséða fjög- urra manna fjöl- skyldu. „Þetta hefur gengið vel, það eru mikil viðskipti í kringum þessi Landsbankabréf þessa dagana, sérstaklega af því að eindagi greiðsluseðlanna er að renna upp,“ segir Agnar Jón Agústsson, sölumaður hjá verðbréfafyrir- tækinu Handsali, sem kaupir Landsbankabréf af þeim einstak- lingum sem skráðu sig fyrir hlut í almenna hlutabréfaútboðinu á dögunum. Ljóst er að verulegt hlutfall þeirra sem skráðu sig fyr- ir Landsbankabréfum selur þau strax aftur og hafa haft skyndi- gróða í huga fremur en vænlega Ijárfestingu til lengri tíma. Um 12 þúsund einstaklingar skráðu sig fyrir bréfum í Lands- bankanum, sem seldust á geng- inu 1.9, en alls voru 50 milljónir að nafnvirði á boðstólum. Agnar Jón segir traffíkina hafa verið töluverða og vaxandi síðustu dagana. Hefux magn enduxsulu áhrif á gengið? Hámarkshlutur einstaklinga hafí verið 58.542 að nafnverði og bauð Handsal fyrir hönd kaup- enda í þessi bréf í gær á gengi um 2.22. Það þýðir hagnað upp á 16.233 krónur á einstakling, þegar 2.500 króna þóknun hefur verið dregin frá. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem öll var skráð fyrir hámarkinu getur skyndigróðinn því orðið hátt í 70 þúsund krónur. Frá þessu má þó draga 10% fjármagnstekjuskatt. Starfsmönnum Landsbankans buðust bréf á genginu 1.285 og þar getur skammtímagróðinn orðið öllu meiri. Fólkið sem selur Landsbanka- bréfin núna tekur vitaskuld áhættu á að þau verði ekki mikið verðmætari í framtíðinni. Jónas Þorvaldsson hjá Kaupþingi segir erfitt að spá fyrir um þróun Landsbankabréfa á næstunni. „Menn vita að það fylgir öllum svona útboðum að ákveðnir ein- staklingar horfa bara í skamm- tímasjónarmiðin. Þeir munu alltaf skipta hundruðum og jafn- vel örfáum þúsundum. Það á eft- ir að koma í Ijós hversu stórt hlutfallið verður hjá þessum 12 þúsund kaupendum Lands- bankabréfanna og það verður eitt af því sem hafa mun áhrif á gengi hlutabréfanna í bankanum á næstunni," segir Jónas. — FÞG Lífís býður trygginga- pakka Líftryggingafélag Islands, Lífís, hefur samið við Fjárfestingu og ráðgjöf ehf. og Fjárvernd ehf. um miðlun vátrygginga Lífís. Fyrir- tækin munu bjóða viðskiptavin- um sínum tryggingaframboð Lífís samhliða annarri þjónustu. Hér er bæði um að ræða ýmsar persónutryggingar, svo sem slysa- og sjúkratryggingar, sjúkdóma- tryggingar og dánaráhættutrygg- ingar auk fjármálatengdra trygg- inga, söfnunarlíftrygginga. Samvinna við Háskóla SÞ mikilvæg Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra hitti í gær dr. Hans van Ginkel, rektor Háskóla Samein- uðu þjóðanna sem staddur er hér á landi í tilefni af tuttugu ára af- mælisráðstefnu Jarðhitaskóla SÞ á íslandi. Halldór lagði áherslu á mikilvægi samvinnu Islendinga og skólans, sem vel kæmi fram í rekstri Jarðhitaskólans og Sjávar- útvegsskólans og mikilvægi þess- arar samvinnu í þróunarsam- vinnu Islendinga. Þá iýsti hann áhuga á frekari samvinnu við Há- skóla Sameinuðu þjóðanna. Noxðmenn slá séx upp á Leifi heppna tíðarhöldum vestra vegna Leifs. Hins vegar hafi ýmis norsk samtök hampað Leifi sem Norðmanni og gert lengi. „Við höldum ótrauðir okkar vinnu áfram sem bandarísk stjórnvöld hafa fyrir sitt leyti tekið afar vel og fagnað. Við erum ekki að stríða við einn eða neinn í þess- um efnum,“ segir Einar. Misskilningux Finnst Einari þá ekki að Norð- menn séu að einhverju leyti að fara yfir á „yfirráðasvæði" Is- lendinga? „Satt að segja hef ég engar áhyggjur af því. Þessi sögulegi misskilningur frá 19. öld um þjóðerni Leifs er fjTÍr hendi og það er ekki hægt að horfa fram hjá því að ýmsir Norðmenn vilja hafa þetta öðruvísi en rétt er. Eg hef sjálf- ur verið sendiherra í Noregi og er þessu því vel kunnugur, en þetta mál angrar mig ekki,“ seg- ir Einar. Stóri dagurinn fyrir Island, Dagur Ieifs Eiríkssonar, verður 9. október næsta ár. Þá mun komu víkingaskipsins íslendings fagnað sem siglir til Bandaríkj- anna og hátíð haldin í Scandin- avian-American Foundation House. Sú bygging er í smíðum í New York. — bþ Angrar mig ekki, segir Eiiiar Bene- diktsson. Ekki við norska ríkið að eiga. Norðmenn efna til viöamikillar sýningar til að minn- ast 1000 ára afmælis landafunda ’Pivítssonar> íyggjast slá sér vel upp árið 2000 í Bandaríkjun- um í tengslum við Leif heppna sem íslendingar halda fram að sé þeirra eign. I frétt Aftonblad- et kemur fram að Norðmenn muni efna til viðamikillar sýn- ingar á EIlis Island í New York árið 2000 í tilefni 1000 ára landafundar Leifs heppna Ei- ríkssonar. I blaðinu segir að bú- ist sé við að 1 til 2 milljónir manna muni verða vitni að kynningunni og hápunkturinn sé Dagur Leifs Eiríkssonar í Bandaríkjunum. Þar eru í undir- búningsnefnd meðal annarra Jón Baldvin Hannibalsson, sendi- herra fslands, norskur forstjóri Volvo í Bandaríkjunum og fleiri fyrirmenni af norrænum upp- Leifur heppni hefur löngum verið bitbein íslendinga og Norðmanna. runa skv. frétt blaðsins. Einar Benediktsson hjá landa- fundanefnd hefur umsjón með kynningu íslands í tengslum við afmælishátíðarhöldin í Banda- ríkjunum. Hann segist ekki vita til að norska ríkisstjórnin sé með siglingar eða standi beint að há- Átak í vegagerð Þeir Steingrím- ur J. Sigfússon og Kristinn H. Gunnarsson hafa lagt fram þingsályktunar- tillögu um sér- stakt átak í vegagerð í af- skekktum lands- hlutum. Vilja þeir að á næstu 3 árum verði lokið við uppbygg- ingu og lagningu bundins slitlags á vegum sem tengja heila lands- hluta eða íjölmenn byggðarlög við meginþjóðvegakerfið. Þeir Ieggja til að varið verði 2,5 millj- örðum króna á þessu tímabili til verksins. Fjárreiður stjómmála- flokka Komið er fram frumvarp til laga um starfsemi og Qárreiður stjórnmálaflokka. Það eru þau Jó- hanna Sigurðardóttir og Össur Skarphéðinsson, sem flytja frum- varpið. Frumvarpið var flutt á íjórum síðustu þingum en hlaut ekki afgreiðslu. Ríkisskattstjóri segir í umsögn um frumvarpið að það væri mjög til bóta að setja reglur um fjárreiður stjórnmála- samtaka. Gegn ofbeldisdýrkun Þingsályktunartillaga er komin fram um aðgerðir til að draga úr ofbeldisdýrkun og framboði á of- beldisefni. Þessi tillaga hefur ver- ið flutt á tveimur öðrum þingum en ekki verið útrædd. Það eru þau Steingrímur J. Sigfússon og Sigríður Jóhannesdóttir, sem flytja tillöguna. Endurskoðun viðskiptabanns á íran Steingrímur J. Sigfússon, Kristín Astgeirsdóttir, Kristín Halldórs- dóttir, Svavar Gestsson, Ög- mundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson flytja þingsálykt- unartillögu um endurskoðun á viðskiptabanni á Irak. Þessi til- laga hefur verið flutt ljórum sinn- um áður á Alþingi en aldrei verið útrædd. Biðja um skýrslu Kristín Halldórsdóttir og átta aðrir alþingismenn hafa lagt fram beiðni um skýrslu frá umhverfis- ráðherra um mat á umhverfisá- hrifum af stækkun Járnblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga. Samhljóða skýrslubeiðni var Iögð fram á síðasta þingi en skýrsla hafði ekki borist fyrir þinglok. Fiiumtungur geti kraf- ist Jjjóðaratkvæða- greiðslu Jóhanna Sig- urðardóttir og tveir aðrir þing- menn hafa lagt fram frumvarp til stjórnskipun- arlaga um breytingu á stjórnarskránni. Þau vilja að inn í stjórnarskrána verði bætt ákvæði þess efnis að fimmtungur kosningabærra manna í landinu geti krafist þjóðaratkvæða- greiðslu um lagafrumvarp sem Alþingi hefur samþykkt. Jóhanna Sigurðardóttir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.