Dagur - 14.10.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 14.10.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR II. OKTÓBER 1998 - 7 Thypr GUÐRÚNKATRÍN Ávann sér virðingu, Mýhug og aðdáun Frá innsetningarathöfninni þegar Ólafur Ragnar var settur í embætti. Guðrún Katrín hefur frá fyrstu tíð sett jafn mikinn svip á forsetaembættið og Óiafur maður hennar. Forsætisráðherra orðar það þannig að hún hafi áunnið sér „velvild og virðingu þjóðarinnar, ekki síst vegna fágaðrar framkomu og einlægs áhuga á velferð lands og þjóðar." Gudrún Katrín Þor- bergsdóttir, forseta- írú, er látin eftir langa og hetjulega glímu við banvænan sjúkdóm. Hennar var víða minnst í gær fyr- ir glæsileíka og ein- lægan áhuga á velferð- armálum lands og þjóðar. Guðrún Katrín Þorbergsdóttir, forsetafrú, lést á sjúkrahúsi í Seattle í Bandaríkjunum seint í fyrrakvöld eftir langt og erfitt stríð við hvítblæði. Olafur Ragn- ar Grímsson, forseti Islands, og dætur þeirra hjóna voru við sjúkrabeð hennar þar til yfir lauk. Guðrún Katrín var 64 ára að aldri þegar hún Iést. Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, tilkynnti um andlát for- setafrúarinnar í ávarpi til þjóðar- innar kl. 10 í gærmorgun: „Borist hefur sú harmafregn, að Guðrún Katrín Þorbergsdótt- ir, forsetafrú, sé látin. Hún and- aðist seint í gærkvöldi, 12. októ- ber. Forsetafrúin gekkst undir erf- iða læknismeðferð í Bandaríkj- unum, en þangað hélt hún hinn 23. júní síðastliðinn er illkynja sjúkdómur, sem hún hafði barist við, tók sig upp á ný. Forsetahjónunum var ljóst að sú lækningatilraun yrði henni afar erfið og brugðið gæti til beg- gja vona. Frú Guðrún Katrín sýndi ótrúlegt æðruleysi og óvenjulegan viljastyrk í veikind- um sínum og þegar leið á með- ferðina vöknuðu vonir um að allt kynni að fara vel. Því er þessi fregn enn meira reiðarslag. Þau tvö ár sem Guðrún Katrín Þorbergsdóttir stóð við hlið manns síns, sem forsetafrú, voru viðburðarík. Hún ávann sér vel- vild og virðingu þjóðarinnar, ekki síst vegna fágaðrar framkomu og einlægs áhuga á velferð lands og þjóðar. Þjóðin mun því syrgja mjög hina látnu forsetafrú. Þyngstur er þó harmur forset- ans, dætra þeirra og dætra henn- ar af fyrra hjónabandi. Eg votta forsetanum og fjölskyldu þeirra hjóna djúpa samúð íslensku þjóðarinnar. Guð styrki þau öll í sorg þeirra.“ Forsætisráðherra ákvað að fán- ar skyldu dregnir í hálfa stöng við opinberar stofnanir í gær vegna andláts Guðrúnar Katrín- ar, og var það gert um allt land. Fæddist árið 1934 Guðrún Katrín Þorbergsdóttir fæddist í Reykjavík 14. ágúst árið 1934. Foreldrar hennar voru Guðrún S. Bech, húsmóðir, og Þorbergur Þorbergsson, stýri- maður, en hann fórst þegar hún var sjö ára. Hún átti þrjú systkini - Auði borgardómara, Þór bú- fræðing og Þorberg verkfræðing. Guðrún Katrín lauk stúdents- prófi frá Mennntaskólanum í Reykjavík árið 1955 og stundaði nám í fornleifafræði við Gauta- borgarháskóla (1971-1972) og í þjóðfélagsfræðum við Háskóla Islands (1973-1975). Hún starf- aði hjá Náttúrufræðistofnun Is- Iands 1956-1962, var dagskrár- fulltrúi hjá Sjónvarpinu 1972- 1974 og framkvæmdastjóri Póst- mannafélags fslands 1979-1987 og aftur 1990-1996, eða þar til hún varð forsetafrú á Bessastöð- um. Hún sat í 16 ár í bæjarstjórn Seltjarnarness. Guðrún Katrín giftist Ólafi Ragnari Grímssyni árið 1974 og átti með honum tvö börn, Guð- rúnu Tinnu og Svanhildi Döllu. Með fyrri manni sínum eignaðist hún tvö börn, Erlu myndlistar- mann og Þóru kennara. Löng og erfið barátta Það var um miðjan september í fyrra sem þjóðin frétti fyrst af al- varlegum veikindum Guðrúnar Katrínar. Þá sendi forseti íslands frá sér tilkynningu þar sem skýrt var frá því að hún hefði greinst með bráðahvítblæði og að með- ferð sjúkdómsins yrði „í senn erf- ið og langvarandi." Rúmum mánuði síðar sagði i tilkynningu frá forsetanum að fyrsta áfanga meðferðar væri lok- ið „með góðum árangri og já- kvæðum niðurstöðum. Meðferð- in mun halda áfram næstu mán- uði og í hverjum áfanga hennar mun Guðrún Katrín dvelja á sjúkrahúsi nokkrar vikur í senn.“ Forsetinn þakkaði sérstaklega fyrir þann mikla stuðning og hlý- hug sem þjóðin hafði sýnt fjöl- skyldunni vegna veikindanna. Síðastliðinn vetur og vor gat Guðrún Katrín tekið þátt í ýms- um opinberum athöfnum, en um miðjan júní síðastliðinn var ljóst að hvítblæðið hafði tekið sig upp á ný. Hún hélt til Seattle í Bandaríkjunum til að gangast undir beinmergsflutning. „Sú meðferð er erfið og næstu vikur og mánuðir verða því örlagarík í glímu við sjúkdóminn," sagði forsetinn. Beinmergsflutningurinn tókst vel og því ríkti bjartsýni um að Guðrún Katrín kynni að ná sér. En í lok síðasta mánaðar til- kynnti forsetinn að hún hefði verið lögð aftur inn á spítalann í Seattle vegna lungnabólgu og að líðan hennar færi versnandi. Forsetinn og börn þeirra hjóna voru við hlið hennar allt til þess að hún lést á sjúkrahúsinu seint í fyrrakvöld. Margir fyllst kjarki Guðrúnar Katrínar Þorbergs- dóttur var minnst á Kirkjuþingi í gær. Biskup Islands, herra Karl Sigurbjörnsson, tilkynnti hin sorglegu tíðindi, bað fyrir fjöl- skyldu forsetafrúarinnar og að Guð veitti þeim styrk og huggun trúar og vonar og kærleika. Bisk- up fór með bæn eða sálm sem Valdimar Briem setti í íslenskan búning og á rætur að rekja til Marteins Lúthers: „Kom hugg- ari, mig hugga þú ..." Biskup Islands sagði baráttu forsetafrúarinnar í hennar erfiðu veikindum hafa verið styrkur þeim sem hafa staðið í hliðstæðu stríði, og þegar hún nú kveður sé það fyrst og fremst þakklæti sem komi upp í hugann fyrir hönd hinna mörgu sem tekist hafa á við þjáninguna og sorgina og hafa fyllst kjarki við að fylgjast með henni. Ljúfmennska og háttprýði „Islenskri þjóð hefur borist harmafregn," sagði forseti Al- þingis, Ólafur G. Einarsson, er hann minntist forsetafrúarinnar á Alþingi í gær: „Fyrir rúmum tveimur árum tók Guðrún Katrín við ábyrgðar- miklu og vandasömu starfi hús- móður á forsetasetrinu á Bessa- stöðum og bjó þá að þroska og lífsreynslu til að rækja það starf. Hógvær framkoma, ljúfmennska og háttprýði voru aðlaðandi þættir í fari hennar. Því hlut- verki, sem henni var fengið við hlið forseta Islands, gegndi hún með sannri prýði og vakti aðdá- un hárra sem lágra. Að því kom of fljótt að hún varð að strfða við alvarleg veikindi. I því erfiða stríði stóð hún sem hetja meðan stætt var. í djúpri samúð með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Is- lands, fjölskyldu þeirra og öðrum ástvinum er Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur minnst með söknuði. Andlát hennar er ís- lenskri þjóð harmsefni. Eg bið háttvirta alþingismenn að minnast Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur með því að rísa úr sætum.“ Að öðru leyti féllu störf Alþing- is niður í gær vegna andláts- fregnarinnar. Sterk og Mý Margrét Frímannsdóttir, formað- ur Alþýðubandalagsins, minntist Guðrúnar Katrínar í gær með eftirfarandi orðum: „Fregnin um andlát Guðrúnar Katrínar Þorbergsdóttur forseta- frúar er okkur í Alþýðubandalag- inu sem og þjóðinni allri harma- fregn. Á þeim tveimur árum sem Guðrún Katrín hefur unnið við hlið eiginmanns síns á Bessa- stöðum hefur hún áunnið sér virðingu og hlýhug þjóðarinnar vegna glæsilegrar framkomu sinnar þar sem virðing fyrir Iandi og þjóð einkenndi öll hennar störf. Við sem höfum verið svo lánsöm að kynnast Guðrúnu Katrínu á öðrum vettvangi þekkj- um þann sterka og hlýja per- sónuleika sem hún hafði að geyma. Guðrún Katrfn helgaði AI- þýðubandalaginu krafta sína í sveitarstjórnarmálum á Seltjarn- arnesi í mörg ár og naut virðing- ar allra þeirra sem þekktu til starfa hennar. Þá tók hún alla tíð virkan þátt í störfum eiginmanns síns og var honum einstakur fé- lagi og vinur. Við minnumst hennar öll með þakklæti og virð- ingu. Forseti Islands hefur misst eig- inkonu, sinn besta vin og nán- asta samstarfsmann. Fyrir hönd Alþýðubandalagsins votta ég for- setanum, dætrunum Þóru, Erlu, Tinnu og Döllu mínar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðrúnar Katrínar Þor- bergsdóttur.“ Svipmyndir úr lífi og starfi Guðrúnar Katrínar Þorbergs- dóttur eru birtar á miðopnu Dags í dag, bls. 8-9. - esj/s.dór/gg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.