Dagur - 14.10.1998, Blaðsíða 3

Dagur - 14.10.1998, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 - 3 FRÉTTIR Vill stórfellda laima- hækkun þmgmanna Illa möimuð skúta HæfHeikaríkasta fólkið í atvinnulífinu og stjórnsýslunni hefur ekki efni á því að fara á þing, segir Pétur Blöndal. Þingfararkaup er í dag um 200 þúsund krónur á mánuði og það vill Pétur H. Blöndal hækka í 375 þiisund krónur. Ýms- ar aðrar greiðslur íalli niður en kostn- aður þingmanna verði greiddur eftir reikn- ingi. Pétur H. Blöndal alþingismaður er með tilbúið frumvarp til laga um að hækka laun alþingis- manna í 375 þúsund krónur á mánuði en þingfararkaup losar nú 200 þúsund krónur á mán- uði. Hann bjóst við að Ieggja frumvarpið fram á Alþingi mjög fljótlega, jafnvel í dag. „I frumvarpinu er gert ráð fyr- ir að þingfararkaup hækki frá og með næstu alþingiskosningum. Þar með geta þeir, sem vilja góð kjör, boðið sig fram í þeim próf- kjörum sem framundan eru. Því miður er framboðsfrestur út- runninn hjá sjálfstæðismönnum á Reykjanesi en víðast hvar ann- ars staðar er það enn opið. Hæfi- leikaríkt fólk getur því enn boðið sig fram til þings sem er mjög gott fyrir þjóðina," sagði Pétur í samtali við Dag. Hann sagði að meginástæða þess að hann Ieggur frumvarpið fram sé sú að þjóðin hafi ekki efni á því að manna ekki þá skútu sem Alþingi er með eins hæfileika- ríku og góðu fólki og hægt er. „Eg tel að núverandi launakjör alþingismanna séu þannig að hæfileikaríkasta fólkið í atvinnu- lífinu og í stjórnsýslunni hafi hreinlega ekki efni á því að fara á þing og gefi því ekki kost á sér til þingmennsku. Þar sem að laga- setning er orðin mjög flókin og mikilvægt að hún sé skynsamleg og hagkvæm fyrir þjóðina þá tel ég brýnt að laun þingmanna séu alla vega jafn há og neðri stjórn- endur í atvinnulífinu hafa,“ sagði Pétur. Hann segir að í frumvarpinu sé líka gert ráð fyrir því að hinn frægi 40 þúsund króna kostnað- ur og dagpeningar verði aflagðir til þingmanna. Hins vegar fái al- þingismenn greiddan kostnað vegna starfa sinna samkvæmt reikningi. Þá er í frumvarpinu gert ráð fyrir því að lífeyrisrétt- indi þingmanna hækki ekki frá því sem nú er. — S.DÓR Guðmundur Árni Stefánsson. FLeiri agninns- vörp Útlit er fyrir að Alþingi fjalli um tvö frumvörp um miðlægan gagnagrunn til viðbótar við stjórnarfrumvarpið sem Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra, leggur fram. Annað er flutt af þeim Guð- mundi Arna Stefánssyni, Jó- hönnu Sigurðardóttur og Lúðvík Bergvinssyni og var lagt fram í gær. Þar er gert ráð fyrir miðlægri úrvinnslu heilbrigðisupplýsinga og rekstur tímabundinna mið- lægra gagnagrunna á heilbrigðis- sviði. í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir varanlegum miðlægum gagnagrunni heldur styrkingu frumgagnagrunna. Gert er ráð fyrir þeim möguleika að hægt verði að keyra þessa gagnagrunna saman tímabundið í einn mið- lægan grunn. Hitt frumvarpið er flutt af þingflokki óháðra og mun Hjör- Ieifur Guttormsson kynna það í dag. - S.DÓR Hausttískan ýtir vid vísitölunni Það er dýrara að fata sig upp nú en var í sumar þegar útsölurnar stóðu sem hæst og þess sér stað í vísitölu neysluverðs. - mynd: hilmar Verðhækkun á fatnaði er meginástæða þess að vísitala neysluverðs hækkar nú óvenju mikið miUi mánaða. Um 6% verðhækkun á fatnaði skýrir að mestu óvenju mikla hækkun á vísitölu neysluverðs núna í októberb}Tjun, eða 0,4%, en hún étur upp þá Iækkun sem orðið hefur á vísitölunni síðustu þrjá mánuði. Verðhækkun á ávöxtum varð að vísu ennþá meiri, eða 9% að jafnaði, en hún hefur margfalt minni áhrif á vfsi- töluna, vegna þess að íslenska vísitölufjölskyldan eyðir um sex- sinnum meira í fatnað heldur en ávexti. Álika í tómstiuidimar og matiim I heild lækkaði reyndar matvöru- Iiðurinn eilftið (0,2%), enda smá- vegis verðlækkun á flestum mat- vöruflokkum. Athygli vekur að ís- lenskt grænmeti og kartöflur hækka nú margfalt minna en í sama mánuði í fyrra. Matvörur eru nú orðnar aðeins 15% af heimilisútgjöldum vísitölufjöl- skyldunnar, eða Iitlu meira en hún eyðir í tómstundagaman, happdrætti og lottó (tæp 14%) en minna en í heimilisbílinn og ann- an ferðakostnað (rúm 16%). Verðbólgan 0,9% á heilu ári A móti lægri matarreikningi og símareikningi og áframhaldandi lækkun á rafmagnstækjum og fleiru, kemur 4% verðhækkun á menntunarkostnaði og smávegis verðhækkanir á nokkrum liðum eins og þjónustu veitingahúsa, bókum og blöðum og húsaleigu. Vísitala neysluverðs var 183,6 stig í októberbyrjun, jafn há og hún var í júlí síðastliðnum. Vísi- talan hefur aðeins hækkað um 0,9% á síðustu 12 mánuðum. - HEl Miraia í happdrættin Svo virðist sem áhugi fólks á að freista gæfunnar í happdrættum, getspá og lottói hafi stórum minnkað með auknum kaup- mætti í góðærinu í fyrra, sam- kvæmt tölum Frjálsrar verslunar um veltu stærstu fyrirtækja. Þannig minnkaði veltan hjá Lottóinu um 6% í fyrra m.v. árið áður og heil 14% hjá Islenskum getraunum. Happdrætti Háskóla íslands mátti sætta sig við 3% samdrátt í veltu og hjá Happ- drætti DAS minnkaði velta um heil 42% milli ára. I krónum talið minnkaði veltan á þessum „happdrættismarkaði" í kringum 200 milljónir í fyrra. Eigi að síður voga landsmenn ennþá gífurlegum fjárhæðum í von um „stóra vinninginn". Alls veltu þessi íjögur fyrirtæki rösk- lega 3.530 milljónum króna í fyrra, en það svarar til dæmis hátt í ríflega 52.000 krónum að meðaltali á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Iandinu. Þetta er t.d. mörg hundruð millj- ónum hærri upphæð heldur en velta Hitaveitu Reykjavíkur, sem heldur hita á 2/3 þjóðarinnar. - HEI Hert að ferjufhiginu Eftirlit með flughæfisvottorði svokallaðra ferjuflugvéla sem lenda á Islandi á leið yfir Atlantshafið hefur á þessu ári verið hert til muna. Þrátt fyrir það hefur ekki dregið úr ferjuflugi og eru ferjuflugsheim- ildir komnar yfir 200 á þessu ári. Reikna má með því að umferðin hefði orðið enn meiri ef eftirlitið hefði ekki verið hert. Vegna ítrekaðrar slysahættu og til að draga úr umferð var ákveðið af flugmálayfirvöldum að fylgja lögum og reglum strangt eftir gagnvart ferjufluginu og er nú í öllum tilfellum krafist að gild flughæfisvottorð séu fyrir hendi, en þá er oftast um að ræða sér- stakt vottorð um flughæfi eftir breytingar á vélunum, þ.e.a.s. þegar aukalegur eldsneytistankur hefur bæst við fyrir varaeldsneyti vegna hinnar löngu ferðar fremur lítilla flugvéla yfir hafið. Þar til sl. vor hafði þessu ekki verið fylgt strangt eftir. Ljóst er að breyttir starfs- hættir geta dregið nokkuð úr ferjuflugsumferð á Reykjavíkurflugvelli og Islandi almennt, vegna þeirrar fyrirhafnar og þess kostnaðar sem fylgir því að útvega téð vottorð. — FÞG Sjálfstæðismenn á Norðurlandi eystra stiHa upp Kjördæmisþings Sjálfstæðisflokks- ins í Norðurlandskjördæmi eystra hefur samþykkt að viðhafa ekki prófkjör fyrir kosningarnir í vor heldur munu aðal- og varamenn koma saman og kjósa um sex efstu sæti listans. Kjörnefnd mun síðan raða í sæti 7 til 12 á listanum. Gunnar Ragnars, nýkjörinn for- maður kjördæmisráðs, segir líklegt að reynt verði að rétta hlut kvenna en hann á ekki von á að breyting verði á skipan 1. og 2. sætis listans sem þeir Halldór Blöndal ráðherra og Tómas Ingi Olrich skipi í dag. Svanhildur Arnadóttir, bæjar- fulltrúi í Dalvíkurbyggð, segir miklar hræringar í stjórnmálum í Halldór Blöndal samgönguráðherra dag og það sé skynsamlegt að á víst fyrsta sæti D-listans á Norð- breytingar verði á Iista sjálfstæðis- urlandi eystra. manna og því vilji hún víkja fyrir nýju fólki. Hún segir það þó Qarri lagi að hún sé hætt afskiptum af stjórnmálum, en hún er m.a. í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar. — GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.