Dagur - 14.10.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 14.10.1998, Blaðsíða 12
.X^ur 12- MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1998 BcrGArbic 13 & 462 3500 Magnaður grínhasar sem fór beint ó toppinn i Bandarikjunum i vor. Með Mark Wahlberg úr Boogie Nights. Fróbært grín, fróbær hasar, fróbær óhættuotriði og fróbær tónlist, í besta tóni í heimi. Miðvikud. kl. 2100. D I G I T A L SEM STRAKUR HAFÐIJOHN DOLITTLE ALLTAF MIKINN AHUGA A DÝRUM. ÞRJÁTÍU ÁRUM SEINNA HEFUR ÞAÐ SNÚIST VIÐ OG NÚ LEITA DÝRIN TIL HANS EFTIR AÐSTOÐ. EDDIE MURPHY HREINLEGA „BRILLERAR"! Miðvikud. kl. 21.00 & 23.00. D I G I T A L Myndin fjallar um unga móður í leit að voninni sem hún hefur týnt eftir hamfarir sem hafa orðið í lífi hennar. Hún snýr heim til útthaganna í Texas og reynir að lappa upp ó sambandið við móður sína, sem reynist nokkuð erfitt. Á sama tíma þarf hún að sinna dóttur sinni sem saknar föður sins óbærilega og hugleiða hvort hún hafi fundið óstina ó ný. Sérlega vel leikin og leikstýrð mynd um það sem allir reyna að halda í, vonina. Miðvikud. kl. 23.00. □□[dölbyJ D I G I T A L WRONCFULLV ACCUSED ÍSLANDSFRUMSVNING FÖSTUD. ÍÞRÓTTIR Norska liðið Lyn á barmi gjaldþrots Himdrað og fjörutíu miUjónir í vaskinu hjá Lyn. Leikmenn þurfa að taka á sig verulegar launalækk- anir, eða hætta. Styrktaraðilamir kippa að sér hönd- unum. Norska fyrstudeildar liðið Lyn, rambar nú á barmi gjaldþrots. Forráðamenn félagsins hafa orðið að segja upp leikmanna- samningum og eru þessa dagana að reyna að semja við aðra leik- menn um lægri laun og er launa- lækkunin allt að 65%. Félagið spennti bogann hátt fyrir keppnistímabilið og mark- miðið var sett á sæti í úrvals- deildinni á næstu leiktíð. Til þess fékk félagið 140 milljónir króna, en allt kom fyrir ekki. Aðalstyrktarmaður liðsins, Tom Beringsnes, hefur sett yfir 25 milljónir norskra króna í rekst- urinn á síðustu 3 árum, en sú fjárfesting hefur ekki skilað sér. Nú hafa styrktaraðilarnir kippt að sér höndunum og Ijóst er að félagið verður að draga saman seglin svo um munar. Fjárhags- áætlun næsta árs er aðeins upp á 40 milljónir. Hundrað milljóna króna niðurskurður er staðreynd sem stjórnendurnir verða að kyngja. Nú er hún Snorrabúð stekkur Sú var tíðin að Lyn var í hópi sterkustu liða Noregs og ávallt í toppbaráttunni. Liðið varð meistari árin 1964 og 1968 og hefur hampað sigri í bikarkepp- ninni átta sinnum. Nokkrir Einar Örn Birgis, fyrrverandi ieik- maður Þróttar, er í hópi þeirra leikmanna sem Lyn reynir nú að semja við um 65% launalækkun. íslendingar hafa komið við sögu hjá liðinu og þar ber hæst bræðurna Teit Þórðarson sem þjálfaði liðið með góðum árangri í byijun níunda áratugarins og Olaf sem lék með liðinu á sama tíma. Enn í dag eru þeir mjög virtir hjá félaginu og stuðn- ingsmönnum þess, sem segja að Teitur sé eini kóngurinn sem ráðið hefur yfir Lyn. A síðasta leiktímabili féll Lyn í fyrstu deildina en stefnan var strax sett á að vinna sæti meðal þeirra bestu. Til að styrkja liðið voru keyptir leikmenn, m.a. Þróttarinn Einar Örn Birgis. Eftir góða byijun meiddist hann og hefur lítið leikið með liðinu seinni hluta tímabilsins. Hann er í hópi þeirra Ieikmanna sem liðið reynir nú að semja við um 65% launalækkun. — GÞÖ Meiðsli hjá Rússum Þjálfari rússneska landsliðsins í knattspymu miiii eiga í mesta hasli með að koma saman heil- steyptu liði fyrir landsleikinn við íslendinga í dag. Rússar eru mættir hingað með stóran hóp leikmanna, en sam- kvæmt fréttum erlendra dag- blaða verða þeir án átta sterkra Ieikmanna. Rússar Iéku gegn Frökkum án sóknarmannanna Andrei Kancelskis, Sergei Kiryankov, Igor Kolyvanov og Ilya Tsimbalar, sem allir eru ennþá meiddir og munar um minna. Það þýðir að Rússar eiga aðeins einn virkilega sterkan framheija í landsliðshópnum, en það er Vladimir Beschastnykh, sem leikur með Santander á Spáni. Hann hefur einnig átt við minniháttar meiðsli að stríða og þurfti að yfirgefa völlinn í seinni hálfleik gegn Frökkum á laug- ardaginn. Sergei Ovchinnikov markvörð- ur er meiddur á baki og þeir Sergei Semak og Dmitri Khlestov, sem báðir voru með gegn Frökkum, eru líka meiddir. Að lokum varð framheijinn Oleg Teryokhin eftir heima þar sem kona hans liggur veik á sjúkra- húsi. Líklegt byrjunarlið Rússa er skipað eftirtöldum leikmönnum: Markmaður: Dmitri Kharin, Chelsea. Aðrir leikmenn: Viktor Onopko, Real Oviedo, Iouri Nikiforov, PSV Eindhoven, Igor Yanovski, Paris SG, Evgueni Varlamov, CSKA Moscow, Alex- andre Mostovoi, Celta de Vigo, Valeri Karpin, Celta de Vigo, Dmitri Alenitchev, AS Roma, Egor Titov, Spartak Moscow, Andrei Tikhonov, Spartak Mos- cow, Vladimir Beschastnykh, Santander. EURO-2000 Staðan í 4. riðli Úkraína 2 2 0 0 5-2 6 Armenía 2 1 1 0 3 - 1 4 Frakkland 2 1 1 0 4-3 4 Island 2 0 2 0 1 - 1 2 Rússland ;2 0 0 2 4-6 0 Andorra 2 0 0 2 I - 5 0 Úrslit leikja Armenía - Andorra 3 - 1 Island - Frakkland 1 - 1 Úkraína - Rússland 3 - 2 Armenía - Island 0-0 Andorra - Úkraína 0-2 Rússland - Frakkland 2 - 3 Michael Owen. Hoddle. ENSKI BOLTINN Michael Owen styðiu' Hoddle Það vekur óneit- anleg mikla at- hygli að í þeirri orrahnð og skít- kasti sem enski landsliðsþjálfar- inn, Glenn Hoddle, má sætta sig við ___ þessa dagana er það aðeins landsliðsmaðurinn ungi Michael Owen, sem lýst hefur stuðningi við þjálfarann. „Eg veit að áhorfendur púuðu á okkur í leiknum við Búlgaríu. Við áttum það líka skilið því við lékum illa. En það er ekki Glenn Hoddle að kenna. Hann getur ekkert gert eftir að við erum komnir inn á völlinn. Hoddle er besti maðurinn til þess að stjórna landsliðinu. Það er komið að okkur Ieikmönnunum að gera það sem við eigum að gera, að vinna leiki," sagði Michael Owen á mánudaginn. Pressan eykst á Glenn Hoddle Þrátt fyrir góð orð og fyrir- bænir unglings- ins frá Liverpool eykst pressan á Hoddle um að segja af sér dag frá degi. Ensku blöðin eru óspör á skammirnar. Express on Sun- day segir að ef Hoddle fái ekki sparkið strax geti knattspyrnu- sambandið alveg éins lagt niður landsliðið. The People spyr hvenær Hoddle missi starfið. The Sunday Times kallar ástandið „Hoddle - krísu" og segir að Iandsliðsþjálfarinn sé kominn með hálsinn á höggstokkinn. The News of the World er ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en fyrri daginn og segir að enska liðið hafi orðið sér til skammar. The Sunday Telegraph vorkennir ensku þjóðinni og segir að nú hafi liðið misst af lestinni og það sé engin leið til baka. Þetta er það sem blasir við Glenn Hoddle þegar hann opnar blöðin með morgunteinu. Skyldi hann hlakka til þess að vakna á morgnana? Man. City keypti sjálft sig frá samnmgi Sá óvenjulegi atburður átti sér stað í síðustu viku að fyrrum stór- lið Manchester City keypti sig frá samningi við leikmanninn Nigel Clough. Clough, sem um tíma var í enska landsliðinu, kom til City frá Liverpool fyrir eina milljón punda. Þetta þótti ekki stór upphæð fyrir leikmann. City tók sjensinn á að Nigel næði sér aftur á strik og borgaði honum góð laun. Svo góð voru launin að forráðamenn liðsins töldu þau orðin fáránleg miðað við frammi- stöðu hans. A þeim 34 mánuðum sem Clough var á mála hjá City lék hann aðeins 38 leiki. Launin voru því fimm milljónir á leik. Hingað og ekki Iengra, sagði klósettpappírsframleiðandinn og eigandi City, Francis Lee, og keypti samninginn af sjálfum sér og losaði sig þannig við Nigel Clough. — GÞÖ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.