Dagur - 29.10.1998, Blaðsíða 1

Dagur - 29.10.1998, Blaðsíða 1
N áttúruvemdarr áð á mdti YÍrkjunum N áttúnivemdairáð leggst gegn frekari virkjunum og miðlim arlónum á hálendinu og skorar á ríkis- stjómina að endur- skoða öll slík áform. Fyrirhugaðar virkjan- ir þýði stórkostleg umskipti á náttitm og vistkerfi landsins sem aldrei verði hætt. „Náttúruverndarráð telur vill- andi að halda því fram að vatns- aflsvirkjanir sem byggja á eyði- leggingu vistkerfa, landslags- heilda og ósnortinna víðerna með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um séu vistvænar,'1 segir í grein- argerð með áskorun sem Nátt- úruverndarráð hefur sent forsæt- isráðherra. Ráðið skorar á ríkisstjórnina að beita sér fyrir því að áform um virkjanir sem byggja á uppistöðu- lónum og vatnaflutningum verði endurskoðuð. Þess í stað verði leitað nýrra leiða til að virkja vatnsföll og beisla orku sem miða að því að vernda ósnortin víðerni og náttúrugersemar landsins. Náttúruvernd- arráð leggst gegn fyrirhuguðum virkjunum norð- an Vatnajökuls og „leggur þunga áherslu á að nú þegar verði verndun helstu náttúrugersema þjóðarinnar tryggð til fram- búðar. Núverandi virkjanaáform ógna Þjórsárver- um, Langasjó, Eyjabökkum, Dimmugljúfrum við Kárahnjúka, Arnardal, Jökulsá á Fjöllum og Dettifossi. Því er það knýjandi nauðsyn að skoða valkosti til langs tíma svo sambúð okkar við náttúru landsins verði sem best borgið,“ segir í greinargerðinni. Stórkostleg umskipti Þar segir enn fremur að vatna- Náttúruverndarráð skorar á ríkis- stjórn að endurskoða áform sín á hálendinu. fari landsins hafi þegar verið breytt verulega án þess að nokkr- ar vistfræðilegar Iangtímarann- sóknir hafi legið fyrir um áhrifin á náttúrufar og Iitið hafi verið framhjá neikvæðri reynslu ann- arra þjóða af uppistöðulónum og stíflum. „Fyr- irhugaðar virkj- anaáætlanir Landsvirkjunar og annarra orku- fyrirtækja sem byggja á uppi- stöðu- og miðlun- arlónum og vatnaflutningum fela í sér stórkost- leg umskipti á náttúru Islands, vatnafari og vistkerfi, sem aldrei verða bætt. Augljóst er að stjórnvöld hafa það í hendi sér hvort uppistöðu- lón sökkva ómetanlegum nátt- úruauðlindum og hvort vatnafari Islands verði breytt frekar án fyr- irhyggju. Stjórnmálamönnum ber skylda til að tryggja að nátt- úruverðmæti spillist ekki að óþörfu," segir Náttúruverndar- ráð. Náttúrverndarráð treystir því að ríkisstjórnin „finni sig knúna til að móta nýja stefnu gagnvart náttúruauðlindum íslendinga. Leitað verði nýrra leiða við orku- öflun sem byggja á vinsamlegu og skynsömu langtfmaviðhorfi til náttúrufars landsins. Sérkenni íslenskrar náttúru, fjöibreytileiki lífríkis og landslags sem eru und- irstaða vistkerfis og ómetanleg atvinnu- og menningarverðmæti lands og þjóðar verði verndað," segir í áskorun Náttúruverndar- ráðs. I Náttúruverndarráði eru 9 menn. Sex þeirra skipar um- hverfisráðherra, einn án tilnefn- ingar og fimm að fengnum tillög- um frá Náttúrufræðistofnun, Háskóla Islands, Bændasamtök- unum, Ferðamálaráði og Skipu- lagsstjóra ríkisins. Þrír eru síðan kosnir á náttúruverndarþingi. Náttúruverndarráð á lögum sam- kvæmt að vera umhverfisráð- herra til ráðgjafar um náttúru- verndarmál og einnig að veita Náttúruvernd ríkisins faglega ráðgjöf. — vj SÁÁ safnar SÁÁ er nú að hefja umfangs- mestu fjáröflun sem samtökin hafa Iagt í síðasta áratuginn. Ætlunin er að safna fyrir bygg- ingu nýrrar meðferðardeildar við sjúkrahúsið Vog fyrir unga vímu- efnaneytendur og mun ágóðinn renna óskiptur til hennar. Sam- kvæmt upplýsingum samtakanna hefur fjöldi ungra neytenda tvö- faldast á fimm árum. Átakið er unnið í samvinnu við nánast all- ar matvöruverslanir landsins, oh'ufélögin og Landsbankann. SÁA kortið er nokkurs konar póstkort sem selt verður við af- greiðslukassa verslana, á bensín- stöðvum og í útibúum Lands- bankans næstu tíu dagana. SÁÁ kynnti átakið á blaða- mannafundi í gær. - HI Söfnunarátak SÁÁ var kynnt í Kjöthöllinni í dag en nánast allar matvöruverslanir, auk olíufélaganna og Lands- bankans koma að söfnuninni. Hér er fyrsta kortið selt. Útlitið er dökkt hjá Foldu á Akur- eyri en málefni fyrirtækisins verða rædd í bæjarráði í dag. Ögiu'stund hjá Foldu Landsbankinn hefur gert bæjar- yfirvöldum á Akureyri grein fyrir hvað bankinn er tilbúinn að gera í málefnum Foldu, en bærinn og bankinn hafa verið að skoða möguleikana á að reisa við fyrir- tækið sem átt hefur í miklum fjárhagserfiðleikum. Ekki fékkst staðfest í gær hver niðurstaða bankans varð. Heimildir Dags herma þó að Landsbankinn einn og sér sé eldd tilbúinn til að grípa til þeirra að- gerða að óbreyttum rekstri sem nauðsynlegar eru taldar til að koma fyrirtækinu á sléttan sjó. Þá hefur Dagur heimildir fý'rir því að ekki sé vilji til þess í bæjar- stjórn að leggja félaginu til nýtt hlutafé, en bærinn fór út úr fyrir- tækinu um mitt ár 1996 í tengsl- um við endurskipulagningu. Hermann Sigursteinsson, framkvæmdastjóri Foldu, kann- aðist í gærkvöld ekki við neikvæð- ar undirtektir bankans og taldi þvert á móti ólíklegt að sú væri raunin. Hjá Foldu vinna 30-40 manns og mun starfsmannafélag fyrirtækisins tilbúið að leggja fyr- irtækinu til hlutafé sem nemur sölu á starfsmannabústað. Þá munu uppi einhver áform um að reyna að útvega hlutafé annars staðar frá. Nauðgarinn ófundtnn Konu innan við tvítugt var ógnað með hnífi og nauðgað í holtinu sunnan við Kópavogskirkju í fyrrakvöld milli klukkan 20 og 21. Umfangsmikil rannsókn fór fram í allan gærdag en samkvæmt upp- lýsingum frá lögreglunni í Kópa- vogi hafði enginn verið handtek- inn um kvöldmatarleytið í gær. Allir sem einhverjar upplýsing- ar geta gefið um málið eru beðn- ir um að gefa sig fram við lögregl- una í Kópavogi. Sérstaklega óskar Iögreglan eftir að ná tali af þeim sem urðu mannaferða varir á þessum stað eða í grennd við hann á þriðjudagskvöldið. - HI mKM Afgreiddir samdaegurs Venjulcgirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524 Gabrí^lúí (höggdeyfar) G) varahlutir Hamarshöfða 1-112 Reykjavík Sími 567 6744-Fax 567 3703

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.