Dagur - 29.10.1998, Blaðsíða 6

Dagur - 29.10.1998, Blaðsíða 6
6- FIMMTUDAGUR 29. OKTÚBER 1998 ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: Útgáfustjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Framkvæmdastjóri: Skrifstofur: Símar: Netfang ritstjórriar: Áskriftargjaid m. vsk.: Lausasöluverð: Grænt númer: Símbréf auglýsingadeildar: Sfmar auglýsingadeildar: Netfang auglýsingadeildar: Símbréf ritstjórnar: DAGSPRENT EYJÓLFUR SVEINSSON STEFÁN JÓN HAFSTEIN ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON BIRGIR GUÐMUNDSSON MARTEINN JÓNASSON STRANDGÖTU 31, AKUREYRI, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK 460 6100 OG 800 7080 ritstjori@dagur.is 1.680 KR. Á MÁNUÐI 150 KR. OG 200 KR. HELGARBLAÐ 800 7080 460 6161 (REYKJAVÍK)563-1615 Ámundi Ámundason (AKUREYR 1)460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir omar@dagur.is 460 617KAKUREYRI) 551 6270 (REYKJAVÍK) Uppskdft að spillingu í fyrsta lagi Jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins er ekki það sem kemur fyrst upp í hugann þegar tilvistarvandinn er hugleiddur. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um þessa huliðsheima sýnir hins vegar að full þörf er á að skoða þar nánar í koppa og kirnur. Til að mynda er dregin upp ótrúleg mynd af óstjórn og skipulags- leysi innan veggja ráðuneytisins, og sérlega ámælisverð með- höndlun verðmæta í eigu almennings. Hafi Ríkisendurskoðun ekki gert því verri mistök í rannsókn sinni verður ekki betur séð en hreinsanir verði að byrja í ráðuneytinu. Hvaða embætt- ismaður getur setið undir þessum ósköpum? (Um pólitíska ábyrgð er auðvitað ekki að ræða). í ððru lagi Þá er ekki hægt að láta staðar numið við þessa skýrslu eina. Fjölmargar jarðir ríkisins eru í ársleigu fyrir svipað verð og dýr myndbandsspóla. Tæplega 70% prósent af ríkisjörðum eru leigðar fyrir minna en 1.600 krónur á mánuði - álíka mikið og nemur flatböku á tilboðsverði. Og fyrir minna en 5.000 krón- ur á ári er hægt að leigja af ríkinu eftirsótta sumarhúsalóð við Þingvallavatn! Vissu menn það almennt að slík kjör væru í boði hjá hinu opinbera? Það skiptir að vísu ekki máli, því oft eru jarðir ekki auglýstar og getur þess vegna verið úthlutað eft- ir geðþótta. Sama geðþótta og ræður leiguupphæðinni? í þriðja lagi Ríkisendurskoðun telur að leigutakar njóti fjárhagslegrar íviln- unar og fráleitt að rekstur ríkisjarða standi undir sér. Hverjir njóta þessara hlunninda og hvers vegna? Eftir hvaða leiðum? Eru þau opin öllum til umsóknar? Eru þau skattskyld? Skýrsl- an um Jarðadeild landbúnaðarráðuneytsins er uppskrift að spillingu: Ostjórn, geðþótti, hlunnindi sem úthlutað er á bak við tjöldin. Það má mikið vera ef við þessar kringumstæður finnst ekki óhreint mjöl í pokahorninu. Þess vegna þarf frek- ari rannsókn á tilvistarvandanum í landbúnaðarráðuneytinu. Stefán Jón Hafstein. Sameining jafnaðarmanna )á eru 16 Átján rauðar rósir, hangandi uppi á vegg. Átján rauðar rósir, hangandi uppi á vegg. Og þeg- ar Steingrímur stífi dettur niður á gólf þá eru 17 rauðar rósir hangandi upp á vegg. Sautján rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Sautján rauðar rósir, hangandi uppi á vegg. Og þegar Hjörleifur harði dettur niður á gólf rauðar rósir hang- andi uppi á vegg. Sextán rauðar rós- ir hangandi uppi á vegg. Sextán rauð- ar rósir hangandi uppi á vegg. Og þegar Gunnar Ingi krati dettur niður á gólf, þá eru 15 rauðar rósir, hang- andi uppi á vegg. Fimmtán rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Fimmtán rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Og þegar Guðrún Helga, dettur niður á gólf, þá eru 14 rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Fjórtán rauðar rósir Fjórtán rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Fjórtán rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Og þegar Ömmi sem ógnar dettur niður á gólf þá eru 13 rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Þrettán rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Þrettán rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Og þegar Árni Steinar, dettur nið- ur á gólf þá eru 12 rauðar rós- ir hangandi uppi á vegg. Tólf rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Tólf rauðar rósir hang- andi uppi á vegg. Og þegar Bolungarvíkin dettur niður á gólf þá eru ellefu rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Ellefu rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Ellefu rauðar rósir hang- andi uppi á vegg. Og þegar Gummi kúabóndi, dettur nið- ur á gólf þá eru 10 rauðar rós- ir hangandi uppi á vegg. Tíu rauðar rósir Tíu rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Tíu rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Og þegar Kiddi sleggja dettur niður á gólf þá eru 9 rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Níu rauðar rósir hang- andi uppi á vegg. Níu rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Og ef að Guðný Guðbjörns dettur niður á gólf, þá eru átta rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Átta rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Átta rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Og ef að Kristín Halldórs, dettur niður á gólf þá eru sjö rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Sjö rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Sjö rauðar rósir hang- andi uppi á vegg. Og ef Kvennalistinn dettur niður á gólf þá eru 6 rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Sex rauðar rósir hangandi uppi á vegg. Sex rauðar rósir hang- andi uppi á vegg. Og ef... GARRI. JÓIIANNES SIGURJÓNS- SON SKRIFAR Sjaldan hafa langlegusjúklingar verið jafn heilbrigðir opinberlega og Jeltsín, ræfilstuskan, í Rúss- landi austur. Allur heimurinn veit að karlinn hefur varla verið með sjálfum sér síðustu misser- in, en Rússar hafa stöðugt hald- ið sig við sama heygarðshornið og skutlað Jeltsín reglulega £ sjónvarpið, þar sem hann hefur staðið eins og smurð múmía og starað brostnum augum yfir heimsbyggðina. Og hefur að sjálfsögðu ekki þurft sérfræðinga í heimilislæknirigum til að sjá að maðurinn gengur ekki heill til skógar. En nú eru Rússar eitthvað að opna sig. Þeir viðurkenna að vísu engin veikindi hjá leiðtoga sín- um, segja aðeins að hann sé dulítið þreyttur (sennilega eftir þrotlausar tennisæfingar), en hann hyggist nú einbeita sér að endurskoðun stjórnlaga! Guð hjálpi Rússum ef þeir þurfa að lifa við stjórnlög sem hafa verið enduskoðuð af Jeltsín. Falsað heilsufar heimsleiðtoga Lífseigir leiðtogar Ymislegt hefur breyst þarna eystra eftir hrun kommúnism- ans. En nokkrir draugar fortíðar ganga þó enn ljósum logum. M.a. þessi tregða slava til að fara í rúmið þegar þeir eru lasnir. Forveri Jeltsíns í emb- ætti, Konstantín heitinn Chernenko, var krankur eigin- lega allan sinn stutta valdaferil. Þegar hann kom fram opinber- lega, þá mátti nánast sjá stoð- grindurnar sem héldu honum uppi og spottana sem aðstoðarmenn hans kipptu í. Og raunar er talið líklegt að Chernenko hafi komið þrívegis fram í beinni sjónvarpsútsend- ingu eftir lát sitt. Og var reyndar mun líflegri og hressari en þegar hann var opinberlega í tölu lif- enda. Tito, einvaldur í gömlu Júgóslavíu, lá lengri banalegu en dæmi eru um og hélt áfram að gefa út tilskipan- ir og hughreysta þjóð sína a.m.k. viku eftir að hann hvarf úr heimi. Þynaka og þunglyndi Lengst af hafa vestrænir leið- togar reyndar ekki heldur bor- ið veikindi sín á torg, enda náttúrlega nauðsyn- legt vegna hugsanlegs hruns á verðbréfamörkuðum í kjölfar kranldeika þeirra. En þó hefur þetta sem betur fer verið að breytast og hreinskilni haldið innreið sína í heilsufarslýsingar heimsleiðtoga. Þannig hafði Georg Bush, Bandaríkjaforseti, engar vöflur þegar ógleði helltist yfir hann í veislu í Japan fyrir nokkrum árum, og gubbaði bara beint ofan í klofið á næsta manni. Þarna var heiðarlega að verki staðið. Rússlandsforseti hefði í sömu aðstöðu gleypt eigin ælu svo Iitið bæri á. Og Bondevik hinn norski sýndi aðdáunarverða hreinskilni þegar hann reyndi ekki að leyna þung- lyndi sínu og fór heim í bæli að hvíla sig. Islenskir ráðamenn hafa ekki átt við veruleg veikindi að stríða, sem betur fer, m.a. vegna þess að þeir hætta flestir á besta aldri. Helst að maður hafi á stundum orðið var við leifar af þynnku í framgöngu þeirra eftir mikil og erfið veisluhöld. Boris Jeltsín; heilbrigður lang- legusjúklingur? Var við hæfi að aflífa þvottabjöminn sem flæhtist til landsins í gami a sjálfan bangsa- daginn? Margrét Blöndal útvarpsmaöur á Bylgjutini. „Sjálf er ég afar veik fyrir böngs- um og þann fyrsta sem ég fékk ég í jólagjöf, tveggja mánaða gömul. Með hann svaf ég þar til ég var orðin átján ára. Með tilliti til þessa hefði ég - ef þessi þvottabjörn hefði rekið á mínar fjörur - hent frá mér öllum Iögum, reglum og skynsemi og tekið björninn að mér. Kannski haft þá í Sóttar- varnarstöðinni í Hrísey með í ráðum. En í alvöru talað þá drep- ur maður ekki Iitla sæta bangsa, allra síst á bangsadaginn.“ Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður á Akureyri. „Ég hugsaði þetta mál ekki út frá bangsadegi bóka- safnanna, en mér varð að orði þegar ég heyrði fréttina að hart væri að þegar dýrið væri búið að berjast fyrir Iífi sínu í gámi í heilan mán- uð og naga sér til matar allt sem tönn á festi væri illt afspurnar að það fyrsta sem menn gerðu þeg- ar gámurinn væri opnaður að drepa dýrið. Bangsadagurinn er haldinn á fæðingardegi Theodors Roosevelts Bandaríkja- forseta, en sagan af honum er sú að hann fór út á bjarndýraveiðar, en hafði ekki brjóst í sér til þess að drepa bjarnarhún þegar til kastanna kom. Olíkt er því með honum farið og íslendingum." Sigríður Ásgeirsdóttir formaður Sambands dýravemdunatfé- laga íslands. „Það þarf engan bangsadag til þess að svarið við þessari spurningu sé nei. Þetta var algjör óþarfi og þetta er að mínu mati hlið á miklu stærra máli. Hjá yfirvöldum er taugaveiklun gagnvart dýrum sem flutt eru til landsins, sumir sem flytja inn dýr til landsins þurfa að setja þau í sex til átta vikna einangrun í Hrísey en aðrir sleppa við það. Öll svör sem ég hef fengið um það hvers vegna björninn var drepinn og hver ber ábyrgð á því stangast á, menn vísa hver á annan." Jónmundur Kjartansson yfirlögregluþjónn íReykjavík. „Þær reglur sem gildandi eru um smithættu og innflutning dýra gera ekki ráð fyrir að gerður sé dagamunur í þessum efnum, enda þótt á bangsadaginn sé. En sjálfur hefði ég reyndar viljað gefa dýr- inu að drekka og éta áður en það fór í síðustu ferðina. En með þessu er ég ekki að gagnrýna framkvæmd minna manna, hún var lögum samkvæmt."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.