Dagur - 29.10.1998, Blaðsíða 7

Dagur - 29.10.1998, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 - 7 ÞJÓÐMÁL Nýir tímar framimdan ,,/ið verðum með öðrum orðum að varðveita fjölbreytni landbúnaðarins. Skapa sérstaklega hinum dreifðari byggðum stöðu, til þess að viðhalda landbúnaðarframleiðslunni og tryggja þannig byggðina úti um landið," segir Einar K Guðfinnsson m.a. í grein sinni. EINARK. GUÐFINNS- SON alþingismaður skrifar Staða sauðfjárbænda hefur verið all mikið til umræðu upp á síðkastið. Ný úttekt á lífskjörum bænda í hefðbundnum Iandbún- aði og tillögur til úrbóta vörpuðu enn ljósi á skelfilega þróun og er alvarlegt umhugsunarefni fyrir alla þá sem láta sig landbúnað varða. Segja má að þessar upp- lýsingar staðfesti rækilega athug- un sem unnin var fyrir Byggða- stofnun að frumkvæði Egils Jónssonar, stjórnarformanns stofnunarinnar. Niðurstaðan er í skemmstu máli sú að á meðan að lífskjör í landinu hafi almennt batnað hafi hagur bænda versn- að á árunum 1989 til 1996. Margt er athyglisvert í tillög- um þeim til úrbóta sem í skýrsl- unni birtast. Annað orkar tví- mælis eins og gengur. Ymislegt er það sem gerir það mikilvægt nú að menn fari að hyggja að þessum málum fyrr en síðar. Ráðstafanir sem gripið kann að verða til núna geta nefnilega haft talsverð áhrif á framtíðina, af ýmsum ástæðum. Kannski meiri áhrif en margan grunar, eins og hér skal rakið. Meðalf alstölur eru vandmeð- farnar Meðaltöl eru afar vandmeðfarin. Þau varpa oft Ijósi á það sem menn eru að skoða, en geta líka hreinlega blekkt. Þannig er það niðurstaðan í úttektinni sem kynnt var á dögunum, að meðal- talsútreikningar sýni betri frammistöðu þeirra sem hafa bú- fræðimenntun en hinna próf- Iausu, lítil bú sýni lakari arðsemi en hin stærri og að ekki sé ástæða til þess að veita eldri bændum beingreiðslur, væntan- lega til þess að auka svigrúm hinna yngri. Hér gætir of mikill- ar forræðishyggju. Menn mega hvorki í þessum efnum né öðr- um gerast katólskari en páfinn. Þó svo að lítil bú sýni að jafn- aði minni arðsemi en hin stærri og að búfræðingar séu að jafnaði betri bændur en hinir, segir það takmarkaða sögu. Vel er hægt að hugsa sér búskussa með öll heimsins próf í búfjárvísindum, eða stórbónda sem ekki sýnir mikinn arð af búi sínu, þó von- andi sé hvoru tveggja fátítt. Stjórnun á landbúnaði má ekki þess vegna fara eftir slíkum með- altölum. Atvinnugreinin verður að þróast og leita að mestu hugs- anlegu hagkvæmninni á eigin forsendum á grundvelli al- mennra laga og rekstrarum- hverfis. Góður bóndi með Iftið bú og án prófgráðu má ekki standa höllum fæti, þegar kemur að því að njóta beingreiðslna, lánveitinga, eða annarrar slíkrar eðlilegrar fyrirgreiðslu. Sömu sögu er að segja um eldri bændurna. Það er ekkert sem segir að bændur eigi að hætta við ákveðin aldursmörk. Enda er öruggt að framhjá slík- um ákvæðum komast menn ef þeir ætla sér það. Nýjar GATT viðræðui framundan Það sem gerir það einkar mikil- vægt að við vöndum okkur sér- staklega núna varðandi stefnu- mótun í landbúnaði, er sú stað- reynd að nú nálgast óðfluga nýj- ar viðræður um alþjóðaviðskipti með landbúnaðarafurðir. Ur- uqay samkomulagið frá árinu 1994 skapaði nýjan alþjóðlegan ramma, sem íslenskur landbún- aður varð auðvitað að laga sig að. Þáverandi búvörusamningur var þannig að í meginatriðum gekk þetta vandræðalaust fyrir sig. A þessu ári hittust landbúnaðar- ráðherrar OECD ríkjanna til þess að fara yfir málin. I tilefni fundarins lét stofnunin útbúa greinargerð um stöðu landbún- aðarins í Ijósi fyrirhugaðra við- ræðna um frekari alþjóðasamn- inga sem menn gera ráð fýrir að hefjist innan ekki Iangs tíma. Nýir tímar - nýjar áherslur Niðurstaða þessarar athugunar var sú að næsti alþjóðasamning- ur í landbúnaði og raunar stefn- an í landbúnaði víða um heim, myndi taka mið af þeim breyt- ingum sem orðið hafa síðan að GATT samkomulagið var gert. Nú yrðu áherslurnar á umhverf- isþætti, mikilvægi strjálbýlis í hverju þjóðfélagi og öryggi mat- vælaframleiðslunnar. Neytendur væru æ betur meðvitaðir um gæði vörunnar sem þeir neyttu. Jafnframt spyrðu þeir hvernig staðið hefði verið að framleiðsl- unni. Spurningar um sjálfbæra nýtingu náttúrunnar, vistvæna og lífræna framleiðslu yrðu ofar- lega á baugi. Óhjákvæmilega snerti þessi umræða þvf líka stöðu strjálbýlisins og þeirra svæða þar sem hægast er að koma við framleiðslu af því tagi, sem við nefnum, sjálfbæra, vist- væna, eða lífræna. Varðveitiun fjölbreytnina Þetta segir okkur auðvitað að það er sérstaklega mikilvægt núna, þegar við setjumst niður til þess að skoða landbúnaðarmálin, að gera okkur grein fyrir þessum veruleika. Við megum ekki koma okkur í þá stöðu með stjómvalds- aðgerðum, að landbúnaðurinn sé skipulagður þannig, að erfiðara sé að mæta þeim kröfum, sem væntanlega rísa frá alþjóðasam- félaginu. Við verðum með öðrum orðum að varðveita fjölbreytni landbúnaðarins. Skapa sérstak- lega hinum dreifðari byggðum stöðu, til þess að viðhalda land- búnaðarframleiðslunni og trygg- ja þannig byggðina úti um land- ið. Ella er hætt við að það muni reynast okkur erfiðara að mæta breytingum sem fyrirsjáanlegar eru á næstu árum. Er tala þmgmaima heilög? —^ BRYNJÓLFUR BRYNJÓLFS- SON skrifar Þegar maður fylgist með tilraun þingmanna til að jafna vægi at- kvæða þá veltir maður fyrir sér þessari spurningu. Líka brennur stöðugt í huga manns sú spurn- ing hvað allur þessi hópur sem situr í þinginu hefir fyrir stafni. Og að auki hvort það sem hann aðhefst sé aðkallandi og bráð- nauðsynlegt fyrir þjóðina. Hvað mundi gerast í þjóðfélaginu ef fjöldi þingmanna yrði færður niður í trúverðuga tölu? Þegar einstaklingur fellur burt úr hópi þingmanna þá upphefst mikið kapphlaup um sæti hans. Ekki er fyrirgangurinn minni ef ráðherra- stóll losnar. Hverjar eru jiaríir þjóðartnnar? Þörf þjóðarinnar fyrir þing er augljós til þess að ráða ráðum hennar og setja henni lög. Mann- fjölgun á þinginu sýnist vera langt umfram þarfir og mikið af útgjöldum til þingsins eru því út- gjöld sem þjóðin gæti verið án, henni að skaðlausu. Þrýstingur stjórnmálaflokka um sæti á þing- inu hefir verið svo mikill að und- an hefir látið í hvert skipti sem breyting til jöfnunar atkvæða hef- ir átt sér stað. Þess vegna er fjöldi þingmanna ekki í samræmi við þarfir þjóðarinnar heldur í sam- ræmi við þarfir og metnað þeirra sem skipa sér í stjórnmálaflokka. Þar virðist reglan vera sú að verð- launa einstaklinga með þingsetu sem hafa staðið sig vel fyrir ein- stök stjórnmálasamtök. Raun- veruleg þörf fyrir fjölda þing- manna er því ekki kunn vegna þess að stjórnmálasamtök hafa alltaf verið á undan þörfinni með kröfur sínar og þrýsting. Þessi meinbugur kemur í veg fyrir að bæta megi úr þessari umfram- mönnun vegna þess að það vegur . að persónulegum hagsmunum þeirra sem nú sitja í þinginu. Ekki er við því að búast að þing- menn sjálfir geri skynsamlegar og nauðsynlegar breytingar í þess- um vanda þó þeir skeri niður hjá öllum öðrum í þjóðfélaginu. Sterk almaiuiauamtök Almannasamtök sem væru byggð á almenningsálitinu væri það eina sem gæti komið þessu í rétt horf. Almenningsálitið er það eina afl í landinu sem er sterkara en það pólitfska afl sem þing- menn styðjast við. Þrýsting frá þessu afli vel samstilltan gætu þingmenn ekki sniðgengið og þvá þarf almenningur að virkja þetta afl til úrbóta í þessu bráðnauð- synlega máli. Þó ekki hafi verið talað um núna í þessari umferð að fjölga þingmönnum þá hefir samt verið tæpt á því að ráða þingmönnum aðstoðarmenn. Það er í raun dul- búin fjölgun þingmanna og fjölg- un þeirra sem þiggja laun fyrir þessi hópstörf. Þessir aðstoðar- þingmenn ef af verður þurfa vinnurými sem yrði þá eitt skrif- „Hvað mundi gerast í þjóðfélaginu ef fjöldi þingmanna yrði færður niður í trúverðuga tölu?" stofubáknið í viðbót sem tilheyrir Alþingi en það er töluvert fyrir nú þegar. Alþingismenn eru einn sér- stakasti þrýstihópur í þjóðfélag- inu þar sem hann hefir í hendi sinni lagasetningarvaldið og dæmin sýna að hann er tilbúinn að misnota það í eigin þágu ef mikið liggur við. Þessi þrýstihóp- ur getur þröngvað upp á þjóðina kostnaði sem er ekki nauðsynleg- ur til að reka þjóðfélagið. Sá kostnaður er hagsmunaatriði fyrir þingmenn en ekki þjóðina. Fjárhagslegir hagsmunir þjóð- arinnar eru fólgnir í því að setja þingmönnum stólinn fyrir dyrnar í fjáraustri fyrir þingið. Það þarf að stoppa byggingu þá sem er ætlað að byggja við þinghúsið og Iíka að koma í veg fyrir að fjölgað verði í tölu þingmanna hvort heldur sem eru kjörnir- eða að- stoðarþingmenn. ÓskUjanleg réttlætiskennd Þegar úrbóta er Ieitað í skattlagn- ingu á þá sem verst eru settir í lífsbaráttunni þá koma úrtölur frá fjármálaráðherra vegna mikils kostnaðar Ríkisjóðs. Þarna má tilnefna húsaleigubætur sem eru skattlagðar að fullu. A sama tíma og leitað er eftir því að fá þessa úrbót fyrir þá sem enga eiga pen- inga þá kemur fram á þingi vilji fyrir því að auka skattafslátt þeirra sem eiga peninga til að leggja í hlutabréf. Ekki er hlaup- ið að því að skilja réttlætiskennd þeirra sem á þinginu sitja. Ekki heldur þegar kostnaður er ekki nefndur í sambandi váð vilja þingsins til að hækka þingfarar- kaupið. Hugmyndir Péturs Blöndal Hugmyndir Péturs Blöndal um að lokka einstaklinga til þingsetu með hærri launum í þvi augna- miði að fá hæfari einstaklinga til þess að vinna í málum þjóðarinn- ar er góðra gjalda verð. En hætt er við að dæmið gangi ekki upp og má sjá það í ýmsum ráðning- um til ýmissa embætta í þjóðfé- laginu. Þegar ráðnir eru yfirmenn ýmissa stofnana þá eru ekki þeir ráðnir sem eru hæfastir. Það velt- ur á því hverjir sitja að völdum þegar embætti losnar hvaða ein- staklingur fær það embætti. Hæfileiki eða menntun er ekld það sem úrslitum ræður heldur pólitískur litur. Ekki er auðvelt að sjá að þessi regla yrði brotin þó meiri greiðslur væru í boði. Ekki er heldur nein röldeg ástæða fyr- ir því að yfirborga fyrir störf sem sótt er jafn hart í og þingstörfin. Forgangsröðun útgjalda Þegar spilað er úr opinberu skatt- fé til þeirra þarfa sem það er ætl- að til þá ber að huga að þjóðfé- lagsþörfum. Ekki er hægt að segja að hækkun launa til þing- manna sé það sem hæst ber þeg- ar horft er til þessara þarfa. Röð af þörfum ber þar á undan sem yrði að fullnægja áður en kemur að þingmönnum. Sú sýn sem Pétur Blöndal virðist hafa á þjóð- félagið vekur mér furðu og dettur mér helst í hug að hann reikni ekki með neinu áliti almennings þegar hann reifar þessar hug- myndir sínar um hækkun launa til þingmanna.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.