Dagur - 29.10.1998, Blaðsíða 3
t
Ty^tr.
FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 29. OKTÚBER 1998 - 3
Líf saiiifylMngar
hangir á bláþræði
Tvær gjörólíkar til-
lögur eru konmar
fram um hvemig eigi
að standa að fram-
boðslista Aflokkaima
og Kvennalistans í
höfuðborginni. Full-
yrt var í gærkvöld að
líf samfylkingarinnar
héngi á bláþræði
vegna þessa alvarlega
ágreinings.
Viðmælendur Dags, sem þekkja
vel til þeirra erfiðleika sem sam-
fylking A-lista og Kvennalista er
komin í vegna ágreinings um
hvaða aðferð skuli nota til að
stilla upp lista í höfuðborginni,
fullyrtu í gær að líf samfylkingar-
innar héngi á bláþræði. Tvær
andstæðar tillögur voru Iagðar
fram á furfdi um sameiginlega
framboðið í gærkvöld. Deilt er
um hvort nefnd eigi að sjá um
uppstillinguna á listann eða
hvort halda skuli einhvers konar
prófkjör.
A fundi níu manna nefndar-
innar í gærkvöld sögðust kratar
ætla að leggja fram tillögu um
prófkjör í Reykjavík með því sem
Margrét Frímannsdóttir.
þeir kalla sanngirnisreglu. Tillag-
an gerir ráð fyrir því að kosið
verði um 8 efstu sætin á listan-
um. Reglan verði sú að enginn
flokkanna þriggja, sem að sam-
fylkingunni standa, fái tvo full-
trúa á listann fyrr en allir hafa
fengið einn. Þetta þýðir að
Kvennalistanum er tryggt eitt af
þremur efstu sætunum. Einnig
að enginn geti fengið þrjá menn
á listann fyrr enn allir hafa feng-
ið tvo. Þetta tryggir Kvennalist-
anum 2 fulltrúa af 6 efstu.
Tillaga um uppstillingu
Á þessum sama fundi ælluðu í
það minnsta tveir af þremur full-
trúum Alþýðubandalagsins í
nefndinni að Ieggja fram tillögu
um að prófkjör fari ekki fram.
Þess í stað verði stillt upp á iist-
ann. Margrét Frímannsdóttir,
formaður Alþýðubandalagsins,
er þessu hlynnt, sem og Svavar
Gestsson, þingmaður flokksins í
ReykjaMk. Þá er Kvennalistinn
þessu samþykkur en Alþýðu-
flokkurinn algerlega á móti.
Það var alveg sama við hvern
var rætt um þetta í gær - allir
sögðust óttast um líf samfylking-
arinnar, en enginn vildi koma
fram undir nafni og ræða málið.
Fundinum var ekki lokið þegar
Dagur fór í prentun. Ekki lá fyr-
ir hver yrði frekari meðferð þess-
ara tillagna.
Á Reykjanesi hefur svipaður
vandræðagangur verið í uppstill-
ingarmálunum af sömu ástæð-
um og í Reykjavík. Nú hefur ver-
ið ákveðið að fresta öllum fund-
um og öðru sem snertir fram-
boðsmálin þar í \áku, eða fram
yfir landsfund Kvennalistans og
aðalfund miðstjórnar Alþýðu-
bandalagsins.
D dagux Kvennalista
Landsfundur Kvennalistans
verður haldinn í Reykholti í
Borgarfirði um helgina. Gert er
ráð fyrir að ákvörðun um hvort
hreyfingin heldur áfram þátttöku
í samfylkingunni eða ekki verði
tekin síðdegis á laugardaginn.
Eins hvaða kröfur verða ófrávíkj-
anlegar ef þátttöku verður haldið
áfram. Það má því segja að um D
dag sé að ræða á laugardaginn
hvað Kvennalistann varðar í
samfylkingunni.
Þessa sömu helgi heldur Al-
þýðubandalagið aðalfund mið-
stjórnar. Þar átti að bera upp til
samþykktar niðurstöður starfs-
nefndanna, sem unnið hafa að
undirbúningi framboðs síðustu
vikurnar. Ólíklegt er talið að þær
verði tilbúnar í tæka tíð.
- S.DÓR
^"k/íípi1, Hópur fólks hef-
œ ur pað afar skítt
Kristján Þór
Júlíusson, bæj-
arstjóri á Akur-
eyri, segist ekki
draga í efa að
áætlun Hús-
næðisnefndar
Akureyrar um
að þörf sé fyrir
stórfellda fjölg-
un leiguíbúða
eigi við rök að
styðjast. Hann
bendir hins vegar á að sérstaða
Akureyrar sé nokkur. Eftir-
spurnin eftir leiguhúsnæði sé
meiri á Akureyri en í flestum
öðrum sveitarfélögum. Má í því
samhengi benda á menntunar-
hlutverk bæjarins en Akureyri
kallast oft skólabær og streyma
hundruð nemenda á hverju
hausti til bæjarins sem hefur
mikil áhrif á framboð húsnæðis.
„Spurningin er hvað bærinn
ræður við að gera í þessum mál-
um. I fljótu bragði sé ég ekki
hvernig \ið snörum upp ein-
hverjum tugum Ieiguíbúða,"
segir Kristján Þór. Breytingar á
húsnæðislögum, þar sem félags-
Iega íbúðarkerfið er lagt niður í
fyrri mynd, valda þessari stór-
auknu eftirspurn eftir leiguhús-
næði. Á Akureyri hefur húsnæð-
isnefnd áætlað að allt að 50
Ieiguíbúðir vanti til að sinna
þörfum tekjulægsta hópsins.
- BÞ
I ii ii a ii Verkamaima-
sambandsms hefur
verið í gangi mikil
vinna hvað varðar
starfsmenntamál og
er staða þess mála-
flokks til umræðu og
endurskoðunar á Ak-
ureyri þessa dagana.
Formannaráðstefna Verka-
mannasambands Islands hófst á
Akureyri í gær og stendur einnig
í dag að undangengnum fram-
kvæmdastjórnarfundi. Fundinn
sækja um fimm tugir þungavigt-
armanna úr verkalýðshreyfing-
unni. Björn Grétar Sveinsson,
formaður VMSI, segir að um-
ræðan muni snúast að mestu um
undirbúning nýrra kjarasamn-
inga, en núverandi samningar
gilda til 15. febrúar árið 2000.
Innan Verkamannasambands-
ins hefur verið í gangi mikil
vinna hvað varðar starfsmennta-
mál og verður staða þess mála-
flokks til umræðu og endurskoð-
unar. Björn Grétar segir að á ráð-
stefnunni verði mótuð stefna í
ýmsum málum enda nauðsynlegt
fyrir formennina að tala saman
og bera saman sínar bækur í stað
þess að tala út og suður.
- Rannsóknir sýna að 10. hver
Islendingur er undir fátækra-
mörkum. Eru þetta allt ykkar
skjólstæðingar?
„Sjálfsagt allflestir en við höf-
um einnig tekið til okkar þá sem
fá greidd laun sín úr tiyggingum.
Pólitískir aðiiar hafa svolítið stig-
ið á okkur að undanförnu, sér-
staklega stjórnvöld, því við telj-
um að tryggingaþegar eigi lfka að
njóta samninga og fá bætur sem
eru ekki lægri en þau lágmarks-
Iaun sem Verkamannasamband-
inu hefur tekist á síðustu þrem-
ur árum að hækka um alit að
50%. Stjórnvöld hafa því miður
rifið lágmarkslaunin úr sam-
bandi við lágmarkslaun trygg-
ingaþega. Við vitum að í þeim
vestrænu þjóðfélögum sem við
þekkjum til og byggja á svipuð-
um kerfum þá er alltaf ákveðinn
hópur fólks sem hefur það
„skítt1'. Kannski er þetta ekki
nógu stórt hlutfall kjósenda til
þess að stjórnmálamenn sýni
þeim nægjanlega athygli. — GG
Kristján Þór
Júlíusson.
Iimhcimtiilög
Frumvarp til innheimtulaga hef-
ur verið lagt fram á Alþingi.
Frum\'arp sama eðlis var lagt
fram á síðasta þingi en vegna
fjölmargra athugasemda sem
bárust \áð framvarpið var það
afturkallað og því breytt nokkuð
í viðskiptaráðuneytinu. Mark-
miðið með lögunum er að setja
meginreglur um innheimtu til
hagsbóta fyrir neytendur.
Einkahlutafélög
Þingmennirnir
Lúðvík Berg-
vinsson, Ágúst
Einarsson,
Einar K. Guð-
finnsson og
Kristinn H.
Gunnarsson
hafa lagt fram
frumvarp um
breytingar á
lögum um
einkahlutafélög. Breytingarnar
eru að hluthafar, sem ráða yfir
minnst 1/10 hlutafjár geti krafist
dóms fyrir því að félagi skuli slit-
ið hafi hluthafar af ásetningi
misnotað aðstöðu sína í félag-
inu. Sömuleiðis að auka rétt
tjónþola gagnvart þeim er ráða
félaginu ef sérstök ástæða þykir
til.
Vandi grásleppukaxla
Gísli S. Einarsson hefur lagt
fram fyrirspurn til sjávarútvegs-
ráðherra um hvað hann hyggist
gera til aðstoðar grásleppukörl-
um vegna gífurlegs tekjumissis
þeirra. Sömuleiðis spyr Gísli
ráðherra um aðstoð við smábáta-
útgerðina, hvort grípa eigi til
styrkja eða Ieyfa þeim að veiða.
Dagsektiun ekki beitt
I svari Þorsteins Pálssonar
dómsmálaráðherra við fyrir-
spurn Össurar Skarphéðinsson-
ar um dagsektir vegna umgengn-
isbrota samkvæmt barnalögum,
kemur fram að frá gildistöku
barnalaganna 1992 hefur Qór-
um sinnum verið úrskurðað um
dagsektir á grundvelli 38. gr. lag-
anna, Ijármálaheimild ákvæðis-
ins hefur verið beitt þrisvar sinn-
um en engin innheimta dag-
sekta vegna umgengnislagabrota
hefur skilað sér í ríkissjóð.
Breytiiig á siglingarlög-
um
Komið er fram frumvarp til
breytinga á siglingalögunum.
Snýr það fyrst og fremst að
björgun skipa, björgunarlaunum
og öðru sem því tengist.
Strætó í Eyjafirði
Árni Steinar
Jóhannsson,
Kristinn H.
Gunnarsson og
Margrét Frí-
mannsdóttir
leggja fram
þingsályktunar-
tillögu um að
Arni Steinar forsætisráð-
Jóhannsson. herra verði falið
að láta Byggða-
stofnun gera tilraunir um rekst-
ur almenningssamgöngukerfis í
Eyjafirði í samstarfi \ið sveitar-
félög á svæðinu. Verði þarna um
tilraunaverkefni til fimm ára að
ræða. — S.DÓR