Dagur - 29.10.1998, Blaðsíða 12

Dagur - 29.10.1998, Blaðsíða 12
12-FIMMTUDAGUR 29.0KTÓBER 1998 EorGArbié S 462 3500 Tom Hanks Saving private ryan edward burns matt damon tom sizemore Björgun óbreytts Rynns er stórmynd sem lætur engan ósnortinn. Nýjasta kvikmynd meistarans Steven Spielberg. Fimmtud. kl. 21.00. m mm. Stranglega b.i. 16 óra D I G I T A L Stórgóð „fíl-gúdd" gamanmynd með Monica Potter, Rufus Sewell, Tom Hollander og Joseph Fiennes. Fimmtud. kl. 21.00. nniDQLBvi D I G I T A L Sólfræðilegt meistarastykki Duvals, um sjólfsréttlætinguna. Vönduð kvikmynd með stórleikurum í hverju rúmi. Myndin fékk tilnefningu til Óskarsverðlauna með „Besta leikara i karlhlutverk". Aðalhlutverk: Robert Duval og Farrah Fawcett. Fimmtud. kl. 23.00. <50 m.n D I G I T A L PRIMARV COLOURS FÖSTUOaC KL. 21.00 J Jj JJ Q IJt Jt JJJ L ro^ir Njörður Árnason og félagar í Fram unnu góðan sigur á Aftureldingu í gærkvöld og eru þar með komnir á topp Nissandeildinnar. - MYND: BG Framarar á toppniun Framarar eru nú einir efstir á toppi Nissandeildarinnar í handknattleik, eftir þriggja marka sigur á Aftureldmgu 26:29. Framarar mættu ákveðnir til leiks í Mosfellsbæinn og höfðu þriggja marka forystu í hálfleik gegn Aftureldingu,12:15. Þar með eru Framarar komnir með tveggja stiga forystu á toppi Nissandeildarinnar, tveimur stigum á undan Haukum sem komust í annað sætið, eftir jafn- tefli gegn Gróttu/KR á Nesinu 31:31. Grótta/KR byijaði betur í leiknum og voru með þriggja marka forystu í hálfleik 18:15, en Haukar sóttu í sig veðrið í seinni hálfleik og tókst að ná jafntefli. Tveir aðrir Ieikir enduðu með jafntefli í gærkvöld, en Stjarnan og HK gerðu 24:24 jafntefli í Garðabænum og hafði HK tveggja marka forystu í hálfleik 11:13. Selfyssingar og ÍBV gerðu einnig jafntefli á Selfossi 25:25, þar sem Eyjamenn voru fjórum mörkum yfir í hálfleik 10:14. Selfyssingar mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og tókst að jafna leikinn með mikilli baráttu. FH-ingar töpuðu nú enn ein- um leiknum í deildinni og nú voru það KA-mennn sem burst- uðu þá í Kaplakrika með sex marka mun 18:24. Valsmenn áttu heldur ekki í vandræðum með sína andstæð- inga á Hlíðarenda, en þar unnu þeir IR-inga með tíu marka mun 29:19. Ensku liðin ekki hátt skrífuð á Evrópulistauuui Nýlega var birtur listi yfir tuttugu sterkustu knattspymulið Evr- ópu, þar sem fram kemur að ítalir eiga flest lið á listauum. Þjóðverjar eiga hius vegar toppliðið sem er Bayem Miinchen og lika liðið í þriðja sæti sem er 1860 Miinchen. Samkvæmt því er Miinchen mesta knatt- spymuborg í Evrópu. Englendingar stæra sig gjarnan af því að eiga erfiðustu knattspyrnu- deild í heiminum, ensku úrvals- deildina. Víst er að Englendingar eiga mörg góð knattspyrnulið en ekkert er þó meðal fimm sterk- ustu liða álfunnar, samkvæmt Iista sem fréttastofan Reuter birti 24. október. Reyndar eru aðeins tvö ensk Iið á meðal 20 sterkustu liða Evrópu, Manchester United og Aston Villla. Þar sitja þeir við sama borð og Rúmenía ítalir sterkastir Ef styrkur deildanna felst f Ijölda liðanna á listanum eru það Italir sem geta grobbað sig af erfiðustu deildinni. AUa vega eiga þeir flest sterkustu liðin. Evrópukeppnirn- ar staðfesta stöðu ítalska boltans. Itölsku liðin hafa verið í fremstu röð í öllum keppnunum undan- farin ár. Þar hafa Englendingar ekki riðið feitum hesti frá gullald- artíma Liverpool sem vann alla Evróputitlana á sínum tíma. Meistaradeildin hefur verið Eng- lendingum óþægur ljár í þúfu. Engu ensku liði hefur tekist að fagna sigri í þeirri deild. Arsenal hefur nú tækifæri til að gera bet- ur en Manchester United sem verið hefur á eyðimerkurgöngu í Evrópu síðustu árin. Þýski risiun á toppnum Bayern Múnchen hefur í áratugi borið ægishjálm yfir önnur lið í Þýskalandi. Nú er svo komið að litla Iiðið í Múnchen, 1860, er farið að anda f hálsmálið hjá ris- anum og komið í hóp sterkustu liðanna. Og Múnchen státar af tveimur af þremur bestu Iiðun- um. Ekkert Iið frá Norðurlöndunum kemst á listann. Norðmenn verða að kyngja því að enn er Rosen- borg ekki talið til risanna í Evr- ópu. Svíar verða líka að Iáta sér nægja að lesa um sterkustu liðin eða sjá þau í sjónvarpi. - GÞÖ Evrópulistinn Nr. Félag Land Stig 1. Bayern Múnchen Þýskaland 103.75 2. Fiorentina Italía 92.53 3. 1860 Múnchen Þýskaland 88.57 4. Bordeaux Frakkland 88.54 5. Marseille Frakkland 85.75 6. AS Roma Ítalía 85.15 7. Lazio Ítalía 84.65 8. Parma Ítalía 82.49 9. Inter Milan Ítalía 80.34 10. Manchester United England 79.96 11. Real Madrid Spánn 79.74 12. Juventus Ítalía 79.34 13. Rapid Búkarest Rúmenía 79.22 14. Shakhtar Donetsk Úkraína 79.15 15. Dinamo Búkarest Rúmenía 78.50 16. Real Mallorca Spánn 78.26 17. Real Zaraeoza Spánn 77.82 18. Aston ViIIa England 77.73 19. AC Milan Italía 77.26 20. Udinese Ítalía 77.26

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.