Dagur - 29.10.1998, Blaðsíða 11

Dagur - 29.10.1998, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1998 - 11 Tfc^ur ERLENDAR FRÉTTIR Auglýsa hneykslið Síðustu dagaiia fyrir kosningar nota Repúblikanar til að auglýsa kvennamál Clintons. Óðum styttist í þingkosningar í Bandaríkjunum, en þær fara fram á þriðjudag í næstu viku. Gífurlegu íjármagni hefur þegar verið varið í auglýsingar af hálfu stjórnmálaflokkanna. Repúblikanar hafa ákveðið að veija 10 milljónum dollara síð- ustu dagana fyrir kosningar í auglýsingaherferð sem gengur í aðalatriðum út á það að draga fram kvennamál Bills Clintons forseta í þeirri von að fæla með því kjósendur frá honum. Repúblikanar taka með þessu nokkra áhættu, en kjósendur eru hvattir til þess að refsa Clinton og Demókrataflokknum í kosn- ingunum. „I öllum kosningum er stór spurning til umhugsunar. Þetta árið er spurningin þessi: Eigum við að verðlauna ... Bill Clinton?" segir í einni 30 sekúndna auglýs- ingu sem fór fyrst í loftið á þriðjudagskvöld. „Og eigum við að verðlauna fyrir að segja ekki sannleikann?“ I annarri auglýsingu segir kona við aðra: „I sjö mánuði laug hann að okkur." 1 þriðju auglýsingunni sést myndskeiðið fræga þar sem Clinton neitar því stíft að hafa haldið fram hjá konu sinni. Með þessari síðustu auglýs- ingaherferð er auglýsingakostn- aðurinn hjá Repúblikönum kom- inn upp í um 25 milljónir doll- ara, eða u.þ.b. 175 milljónir króna. Töluvert aðra sögu er að segja af Demókrataflokknum, sem er í verulegri fjárþröng vegna margra milljóna dollara skuldabagga frá síðasta ári. Demókratar hafa frá því í ágúst beðið hálf óttaslegnir eftir því að Repúblikanar hefji dýra herferð af þessu tagi sem beindist að kvennamálum Clintons. Skoðanakannanir undanfarið hafa sýnt að kjósendur eru búnir að fá sig fullsadda af málinu og margir segja að það muni engin áhrif hafa á það, hvernig atkvæði falli. En Repúblikanar virðast veðja á að hneykslismálin í kringum Clinton efli kosningastarf dygg- ustu stuðningsmanna sinna. Þess vegna eru þessar auglýsing- ar aðallega sýndar í þeim Iands- hlutum, þar sem andstaðan gegn Clinton er mest fyrir, þ.e. meðal íhaldsmanna í Suðurríkjunum. - The Washington Post Pinochet ekki framseldur BRETLAND - Dómstóll í Bretlandi komst í gær að þeirri niðurstöðu að Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, nyti friðhelgi sem stjórnarerindreki, þar eð hann væri fyrrverandi þjóðhöfðingi, og því væri ekki unnt að framselja hann til Spánar eins og rannsóknar- dómari á Spáni hafði farið fram á. Ekki er þó hægt að láta Pinochet strax lausan úr haldi, því fyrst þarf að bíða þess hvort úrskurðinum verði áfrýjað. GIETTU ÞESS EINS 06 SJAALDURS AUGA ÞÍNS STRANDGÖTU 49 SÍMI 4611617 Miði og matur GAMANLEIKUR AF BESTU GERÐ ALLRA SÍÐASTA SÝNINGARHELGI (FÖSTUDAG OG LAUGARDAG) GÖ&»C0COQQ I

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.